Þjóðviljinn - 29.07.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1967, Blaðsíða 1
Hvað líður skattsvikamálum? Mál f jögurra a&ila eru hjá Sakadómi Reykjavíkur □ Þjóðviljimn náði sambandi í gærdag við Þórð Björns- son, yfirsakadómara og spurðizt fyrir, hvað mörg skatt- svikamál hefðú borizt embættinu frá rannsóknardeild rík- isskattstjóra frá því sú deild tók til starfa. □ Samkvæmt þeim upplýsingum hafa aðeins fjö'gur mál borizt til embættisins og hafa beðið þar afgreiðslu nær heilt ár og er nú fyrsta málið 'rekið þar fyrir dómi þessa dagana. Mciri hluti skattranhsókn- ardeildar undir forystu Gud- mundar Skaftasonar hefur hinsvegar sagt störfum sín- um lausum og orð leikur á I>vC, að helzta orsökin sé sú, að forusta Sjálfstæðisflokks- ins hafi hindrað embættið í starfi til þess að bjarga mörg- um \ helztu máttarstólpum flokksins frá því að standa berstrípaðir sem stórfelldir skattsvikarar. Þórður Björnsson, yfirsaka- dómari kvað þrjú þessara móla hafa borizt embættinu í septem- ber 1966. Það er mál á hendur Húsgagnaverzíuninni Skeifunni, mál á hendur Birgi Ágústssyni og mál á hendur fyrirtækinu Húsbygging í Kópavogi og hefðu þau verið falin Halldóri Þor- bjömssyni, sakadómara, en ekki reyndist unnt að ná sambandi við Halldór í gærdag vegnaanna í réttarhaldi. Þá hefði fjórða málið einnig borizt á árinu 1966 á hendur Lakkrísgerðinni Póló og væri það í höndum Ármanns Kristinssonar sakadómara, og reyndist ekki heldur unnt að ná sambandi við Ármann í gærdag vegna anna. Þessa daga er mál rekið fyrir Sakadómi á hendur Skeifunni og er það fyrsta málið er hlýtur afgreiðslu. Málið var höfðað á hendur fyrirtækinu 19. april sl. og mun eigandinn vera ákærður fyrir að hafa á árunum 1963 til 1965 dregið undan framtali tál söluskatts fjárupphæð, sem nem- ur um 10 miljónum króna. Enn- fremur er hann ákærður fyrir að hafa dregið undan framtali skattstofns við álagningu að- stóðugjalds af veltu sinni áþess- um þremárum, sem nemur um um þrem árum, sem nemur um 6,3 miHj. f’ Sf.,. ■ v-" f* V' -i mfÉiM Kortið sem er teiknað af skipulagi ríkisins sýnir hvernig Kísilgúrvegurinn á að liggja gegn uin Reykjahlíðarhverfið og mcðfram Mývatni í áttina að Grímsstöðum. Keflavík: JaínaB var niður 38 milj. að þessu sinni Álagningarskrá var lögð fram í KEFLAVfK í fyrradag. Lagt var á skv. lögboðnum útsvars- stiga og síðan veittur 10% af- sláttur. A gjaldskrá voru 2127 einstaklingar og 103 félög. A einstaklinga var jafnað nið- NáííúruverndarrácS hunzað: Lagning Kísilgúrvegarins hafin meðfram Mývatni yfir hraunið □ Skipulagsyfirvöld ríkis- ins, þ.e. skipulagsstjórn og skipulagsstjóri, hafa fyrir skemmstu tekið endanlega á- kvörðun um legu hins um- deilda hluta Kísilgúrvegar- ins svonefnda milli Reykja- hlíðar og Grímsstaða við Mý- vatn og er Vegagerð ríkisins þegar byrjuð á vegarlagning- unni Grímsstaðamegin. □ Var veginum ákveðinn staður allnærri vatnsbakkan- um með saVnþykki hrepps- nefndar Skútustaðahrepps en í trássj við óskir náttúru- verndarráðs og annarra aðila sem lagt hafa á það áherzlu að vegurinn yrði lagður miklu fjær vatninu. bæði með tilliti til ’ vemdunar fuglalífs við vatnið og sér- stæðra hrapnmyndana , á þeim slóðum þar sem vegur- inn á að liggja. Þjóðviljinn hafði i gær sam- band við Snæbjörn Jónasson verkfræðing hjá Vegagerð rík- isins og fékk hjá honum nokkr- ar upplýsingar um' þessa vegar- lagningu.' Kostar 47 milj. kr. í vefcur og tóik Norðurverk h.f. að sér verkið fyrir 33,9 mi'lj. Snæbjöm kvað lagningu meg- | inhluta Kísilgúrvegarms, þ.e. frá rrona 611 leng . 06553. Vegar Grímsstöðum við Mývatn að kafla er 42,5 km. Lagning veg- Laxamýri, hafa verið boðna út I arkaflans frá Grímsstöðum að Reykjahlíð var hins vegar ekki boðin út þar sem þá var ekki búið að ákveða vegiarstæðið endanlega á þvi svæði. Mun Pnamlhald á 3. síðu. ur útsvörum að upphæð krónur 36.377.227, tekjuskatti að upphæð kr. 17.366.579 og aðstöðugjöldum kr. 1.830.400. Á 75 félög var jafnað niður kr. 3.433.330 í aðstöðugjöld, og á félög kr. 1674.345 í útsvör. Tekjuskattur á félög nam samtals kr. 1.622.526. Hæstu útsvör einstaklinga: Ssev. Brynjölfss. skipstj. 231.600, örn Erlingsson, kipstj. • 219.300, Jón K. Jóhannss., lækn. 169.400, Halid. Brynjólfss, skipstj. 168.500. Hæsti tekjuskattur einstakl.: öm Erlingsson kr. 258.328, Sævar Brynjólfss. kr. 255.765. H-alldór Brynjólfsson kr. 101.244. Hæstu aðstöðugjöld fyrirt.: Kaupfélag Suðurhesja 541.400, Keflavík hf. kr. 273.000. Jökull hf. 200.000. Hraðfrystibús Kef'Iavik- ur hf. kr. 192.900. Hæstu útsvör fyrirtækja: Sónar sf. kr. 160.000, Bræðslu- félag Keflavíkur kr. 134.600. KefUavík hf. 91.400. Félagshús hf. kr. 89.900. ÓÞEFUR ÚR ÖRFIRISEY enn fyrir sunn- an og norSan 1 fyrrinótt kl. 2,48 kom allsnarpur jarðskjálftákipp- ur á Grímseyjarsvæðinu og fannst hann í Grímsey, á Siglufirði og Húsavík. Mæld- ist hann 4,2 stig að styrk- leika eða litlu minni en snarpasti kippurinn sem fannst á þessum slóðum a miðvikudagskvöldið. Kl. 3,40 Og 5,17 fundust svo aftur minni kippir í Grímsey. Upptök þessara jarðhrær- inga voru í 340 km fjar- lægð frá Reykjavík eða skammt sunnan við Gríms- ey eins og jarðskjálftamir á miðvikudag, sagði Ra,gnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur í viðtall við Þjóðvilj- áhn í gær. Hér á Suðurlandi komu jarðskjálftakippir aftur í gær og áttu þeir upptök sín 60 km frá Reykjavík eða rétt hjá Villingaholti eins og jarðhræringamar aðfaranótt sl. fimmtudags. Kippimir í gær vom tveir. Hinn fyrri kom kl. 10,23' og fannst hann í Villinga- holti og nágrenni. Síðari kippurinn er kom kl. 15,35 var miklu snarpari eða 4,8 stig. Varð hann það harður fyrir austan að bækur hrundu úr skápum á sum- um bæjum og eimiig varð hans vart hér í Reykjavík. í norðanáttinni í gær urðu Reykvíkingar heldur betur varir við ýldufýluna og óþefinn sem lá yfir miðborginni mestan hluta dagsins, smaug um allar gættir inn í vistarverur hianna á stór- um svæðum og misbauð þcffær- um fólks. Þegar fréttamaður Þjóðviljans skauzt í gegnum ýldu- og pestar- kófið í Aðalstræti og Austur- stræti í gærmorgun varð honum hugsað — og ekki sérstaklega hlýlega — til eigenda verksmiðj- unnar og borgaryfirvalda. Og spurningar vöknuðu: Hversu lengi ætla Iögreglu- og borgar- yfirvöld að líða þetta stórfellda og ítrekaða brot á ákvæðum lög- reglusamþykktar Reykjavíkur um almennt hreinlæti og þrifnað? Eru verksmiðjueigendumir hafn- ir yfir þau lög og reglur sem hinn almenni borgari verður að hlýta og er drcginn til sakar fyrir ef hann brýtur? Má ckki takmarka vinnsludaga verksmiðj- unnar við vindátt sem er hag- stæðari í þessu tilviki en norð- anáttin a.m.k. á meðan ekkivirð- ist unnt að koma í veg fyrir að óþefur berist með verksmiðju- reyknum? Viðbúið er að svörin við þess- um spurningum verði svipuð og jafnan áður þegar málið hefur borið á góma, þ.e. íið hér sé um tæknilcgt vandamál að ræða sem crfitt sé að leysa, kostnaðurinn mjög mikill, stöðvun framleiðslu- og atvinnufyrirt’ækis í húfi, gjald- cyrisöflun í voða o.s.frv. o.s.frv. Þetta eru svör út í hött, a.m.k. að áliti þcirra sem þurfa að búa við óþefinn langtímum sanian. Barn beið bana í umferðarslysi v á Akareyri í gær La-ust fyrir klukkan 8 í gær- kvöld varð það hörmúlega slys á Akureyri, að 4 ára gamall drengur varð fyrir bifreið og beið bana. Slysið varð í Helga- magrastræti. er fólksbifreið af . Cortina-gerð var ekið þar um | götuna, en þar sem lögreglurann- : sókn var á frumstigi í gærkvöld var ekki ‘ vKað að öðru leyti um tildrög slyssins. — Drengurinn litli var látinn er komið var með hann í sjúkrahús. Ekki búið að telja kærí:*!ö! Þjóðviljinn hafði tatt af Hall- dóri Sigfússyni skattstjóra í gær og spurðist fyrir um hve margar kærur hefðu borizt til embætt- isins út af álögðum sköttum en kærufrestur rann út s.l. mið- vikudag á miðnætti. Skattstjóri kvaðst ekki ennbá geta gefið upp neinar ábyrgar tölur í þessum efnum og lægju kserurnar í slöttum á víð .>g dreif og hefði ekki unnizt tími til þess að telja þetta saman í heild. Þessar tölur verða þó till reiðu hjá embættinu fyrri hluta najstu vifcu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.