Þjóðviljinn - 06.08.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1967, Blaðsíða 2
/ % SÍÐA — Þ0ÖEW3BE.H2ÍN — SwMMKJaaar 6, á@ást 1867. Smærri bátax dotta yestur í Slipp. I aö var ekki sérlega margt 1 fréttum er við heimsóttum Keflavfk fyrir skömmu. Stærri bátar voru að reita eittihvað öðru hvoru, en gáfu ekki til- efni til stórfelldrar veiðigleði eða efnahagslegrar hamingju. Allir vita að síldarflotinn sést þar elcki mestalit árið nú orð- ið, og hljóta margar grasekkj- ur að vera á svona stað í góða veðrinu, en ekki fréttum við tii þess að það ástand hefðivald- ið tíðindum. Atvinnulíf var semsagt heldur dauft í þessu mikla yfirvinnuplássi — og það fréttist af þrem vélsmiðj- um í Keflavík og Njarðvíkum sem voru að hugsa um að slá saman reitunum til að tryggja aðstöðu sína á markaðnum. Slökkvistöðin tekur mið af stóra bróður í Rcykjavík. Gömul hús, sum vinaieg sakir örlætis í máiningu, önnur kalla á jarðýtu. 20% AFSLÁTTUR af öllum tjöldum og viðleguútbúnaði \ \ Hvert viljið pér fara? Nefnið síaðinn. Við flytjwn yður, fljótast og þœgilegast Kafiö Samband við ferðaskrifstofumar eða PAV ameikcam Hafnarstræti 19 — sírai 10275 Sanat er nú alltaí verið að byggja á staðnum. Eða eins og segir í óði til Keflavík- ur sem nýlega birtist í blaðinu ,,Paxi“: Þar búa víst flestir við bærileg kjör og byggja sér hús eftir þörfunt. Þeir hafa að Jafnaði handtökin snör í heilmiklum, daglegum störfum. Gott blað Faxi, bað má honum finna kveðskap og við- horf sem bera vott um alfuli- komna bamslega einlægni os; bessa alltumlykjandi bjartsýni sem verður nú æ sjaldgæfari á timum firringar og fjölmiði- unartæikja. En sleppum því — við vorum að tala um bygg- ingar. Þá er bað fyrst til að taka,' að nýlega var vígö slökkvistöð með hátíðlegri at- höfn og blessunarorðum, það cr myndarlegt hús og tekur svin af stóra bróður í Reykjavík. 1 áðumefndu kvæði er talað um það að „knattspyrnumennirnir lcunna sitt fag, og keppa á heimsmælikvarða" — nú hef- ur byggðarlagið launað sínum knattspyrnumönnum frammi- stöðu á ýmisiegum mótum mo* því að ganga frá grasveTii handa þeim, .sem er sjálfsagt mikil eign f. Þeir voru ein- mitt þessa daga að kvitta fyrir sig með því að sigra Káerringa með tveim mörkum gegnengu. Hver staður á sér langa og dramatfska skólabyggingasögu: í Keflavík var til að mynda reist skólahús árið 1911 ogþaö látið duga fram undir 1950 þrátt fyrir margföldun fbúa, 02 skilur það enginn maður lenrr- ur hvernig það var mögule?f En um það leyti reis allmiki'' skólahús og nú er verið að ganga frá aldmikilii útbygg- íngu við það ofanvert, ien sem betur fer var á sfnum tímn tekin allmikil lóð undir skól- ann. Kvenfélagið á staðnum hef- ur haft forgöngu um rekstur bamaheimilis, og hefur það starfað í húsi félagsins sem heitir Tjamarlundur, hvorln meira né minna, þó ekki allt árið um kring. Síðan gaf kven- félagið hluta af lóð sinni og nokkra fjáruppíhæð að auki til að auðvelda stofnun reglulegs barnaheimilis, sem byggt væri sem slíkt. Það er nú risið, adl- myndarlegt hús, og búizt er við að það geti tekið til starfa innan skamms. Og uppi á heiði, sem áður var, heyrðust hamarshögg og steypuvélaskruðningur: þar eru menn að byggja yfir sig per- sónulega, „eftir þörfum“ eins og segi r í krvasðinu. Varla mi n n a en hundrað og fjörutíu fer- metra. Það bar reyndar meira á því að menn væru að ganga frá húsum heldur en nýbygg- ingðm, hvort sem það er nú að kenna syndaflóði Ólafs Gunnarssonar eða einhverju öðru. Hér kemur líka til land- leysi — Keflavíkuriand er senn fullbyggt og nágrannahreppar eru ekkert hrifnir af landvinn- ingum: máske eignumst við okkar Sínaískaga á Hólmsbergi. Landdeysið er reyndar sjálf- skap>arvíti að sumu leyti, þvf það er naesta ótrúlegt hve ný fjölbýlishús eru fá í Keflavík í samanburöi við einbýlishú-' Og lífið heldur áfram í þess- um fimm þúsund manna bæ. Knattspymumenn og karla- kórsmenn gera strandhögg < Ungverjalandi og Færeyjum oc víðar og skip og kirkjur lengj- ast. Ádeiluhöfundur hatramm- ur rís upp á staðnum og „fell- ir foringja“ — má ekki á miUi sjó hvort er háskasamlegra fé- lagslegu siðgæði að hans dómi umburðarlyndi við ölvaða bíd- stjóra eða undanlátssemi við kommúnista. Smærri bátar dotta lotilnga við bryggjureða í slipp, gamlir kofar ryðga og hverfa jafnvel sumir, Guð- mundur opnar sparisjóðinn og enn er Helgi S. á hjólinu. Og enn má niður við höfn festa á filmu 'óviðjafnanlegan gleð- skap sem fylgir fyrsta fiskin- um, jafnvel þótt hann sé að- eins ufsafcviki'rtdí smátt Útibú reist við barnaskólann. Gleðskapur sem fylgir fyrsta fislcinum. Nýja bamaheimilið á að starfa allan ársins hring — hér sést annar endi þess. Grasvöllur handa knattspyrnugörpum með tilheyrandi mannvirkj- um. Myndir og texti Á. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.