Þjóðviljinn - 06.08.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.08.1967, Blaðsíða 12
7 Íiiiillíillii; - . jiiimmm \.y.- Þessi íallega uppstilling er úr Árbæjarsafni og nálgast aó vera malerísk ijósmynd, enda tekin út« ÞÝZKIR KARLMANNASKÓR ' / í mjög fallegu úrvali. •— Ný sending. Við bœjardyr Reykvíkinga: myndir og texti g. m. Litazt um í Árbæjarsafni í smíði árið 1908, en þá voru niðurstöðutölur á bæjarreikning- um 115 þúsund krónur og myndi samsvarandi átaik kosta í dag, miðað við borgarreikninga 600 miljónir. Hér sjást tvö hús nýlega flutt í safnið og heita Hábær og Smiðshús. Hábær vék fyrir bankabygg- ingu Sparisjóðs Reykjavíkur við Skólavörðustíg. Húsið er reist á árunum 1810 til 1880 og hlaut nafn- ið Beyldsbær. Þá gekk það líka undir nafninu Þórðarkot við Grettisgötuna og bjó þar þá Þórður faðir lngileifar ríkisféhirðis. Smiðshús er til hægri á myndinni og er elzt húsa í safninu og stóð rétt hjá Hótel Borg og þykir Lárusi vænzt um þetta hús í safninu. Smiðshús var smíðað uml820 og er stílhreint bindingsverk og gefur ákaflega góða hugmynd um, hvemig hús voru í Reykjavík á síðustu öld. Þarna átti Jón Ámason þjóðsagnaritari heima meðan hann var biskupsritari og á árinu 1863 bjó þarna iíka Sigurður Guðmundsson málari og bjuggu þeir þarna saman félagamir, þegar þeir stofnuðu Þ.jóðminjasafn fslands og enginn vafi er á því, að fyrstu munimir í safninu höfðu skjól í þessu húsi. Gömul hús hafa sál og verð- mæti þeirra frá fornminjasjón- armiði er stundum mikið, og þar fer oft dýrmæti forgörðum, þeg- ar jarðýtan og kúlan leggur til atlögu við þessi gömlu ,hús og eyðileggur þau á staðnum. A þessum forsendum er Ár- bæjarsafn risið og borgaryfir- völdin hafa gerzt húsasafnarar og hafa viljað forða gömlum húsum frá eyðileggingu. En er hægt að slíta þessi gömlu hús svona upp með rót- um úr umhverfi sínu og fflytja þau á nýjan stað án þess að hin gamla hússál glatist — svo eftir stendur hrófatildur á nýjum stað svipt gildi sínu? Áreiðanlega eru svona gömul verðmæti viðkvæm í flutningi og hníga niður sem hjóm, ef naskað er við þeim á sínum sögulega stað. Fróðlegt væri fyrir rétt inn- stifflta menn í þessum efnum að rannsaka gömlu húsin í Árbæj- arsafni frá þessu sjónarmiði og kæmi þá kannski í ljós, aðgamli Árbærinn er eina húsið, sem hefur gamla hpssál að geyma og minnir á nwrfærnar hendur Margrétar Pétursdóttur, hús- freyju og greiðasölukonu. Undarlegt er að heimsaskja þann bæ með þá vitneskju í huga, að þarna hafi Ólöf ríka gist árið 1464 og keypt jarðir á slíku ferðalagi. Þetta var ilíka síðasti áningar- staður í þjóðbraut um Fossvogs- dalinn til Bessastaða á Álfta- nesi. En þama koma fleiri hús í safnið á næstunni eins og Sjó- búðin að Vesturgötu 7 og hús Thors Jensens í Hallargarði, sem kostaði 87 þúsund krónur í Thor var lika ávítaður af dönskum bönkum fyrir að byggja svona dýrt á íslandi í þann tíð og móðgaðist gamli maðurinn þá svo mikið, að hann sneri viðskiptum sínum til Eng- lendinga og Spánverja upp úr | því í meiri mæli, sagði Lárus safnvörður við blaðamenn á dögunum. Þá er Bernhöfsbakaríi ætlaður staður þarna í byggðasafninu. Safnráð er skipað eftirtöldum mönnum: Hafliða Jónssyni, garð- yrkjustjóra, formanni ráðsins, Herði Agústssyni, listmálara, og Sigurjóni Sveinssyni, byggingar- fulltrúa og er Lérus Sigur- björnsson, framkvæmdastjóri ráðsins. Ætlunin er að. endurbyggja fornmannaskála á næstunni og styðjast þar við fyrirmyndir frá Stöng í Þjórsárdaí til minningar um fyrstu bústaði norrænna manna hér á landi. Árbæjarsáfnið hefur nú 20 hektara af landi til ráðstöfunar og með opna svæðinu í kringum þetta land er það um 300 hekt- arar. Nú liggur til athugunar að breyta þessu tíyggðasafni í lands- safn og hafa þá allt landið í huga í staðinn fyrir gömul hús í Reykjavík, og raunar varð þeg- ar fyrsti vísirinn að landssafni með flutningi Silfrastaðakirkju frá Skagafirði í Árbæjarsafnið á sínum tirna. Sunnudagur 6. ágúst 1967 — 32. árgangur — 174. tölublað. Hindsgavls-ráð- stefna um fjöl- miðlunartækin „Maðurinn og fjölmiðlunar- tækin“ er heiti norrænnar ráð- stefnu sem haldin verður í Hindsgavl á Fjóni dagana 20. til 26. þ.m. Dr. phil. Hakon Stangerup og Frantz Wendt framkvæmdastjóri veiita ráðstefnu þessari forstöðu, en meðal fyrirlesara verður Bodil Koch menntamálaráðherra Danmerkur. Tvær stúlkur undii’ gafli á Dillonshúsi í íslenzkum þjóðbúningum. Þær vinna að framreiðslu í Dillonshúsi í sumar og heita Kristín og Vala. — Hvað er hægt að lesa út úr svona mynd með reyk- víska sögu í huga? Efri glugginn er á kamesi Jónasar Hallgríms- sonar, skálds og vitað er, að skáldið Iagði hug á stúlku hér í Reykjavík, sem hét Krístín og stúlkan er afkomandi hennar og ber sama nafn, sagði Lárus hlæjandi. — Þannig er hægt að upp- hef ja myndina frá sögulegu sjónarmiði. á túni. Fyrst ber að nefna gamla rótarhnyðju tekna á reki úr Garðssjó og hefur sennilega borizt þangað með golístraumnum frá Florida. Þá kemur brúðhjónabúsið frá Arnarbæli í ölfusi, klukkna- portið og Silfrastaðakirkja frá Skagafirði. Þar hafa nú farið fram 145 hjónavígslur síðan kirkjan var sett upp í Árbæjarsafm. Skóbúð Austurbæjar Lamgavegi 100 Enskir og fnýzkir KYENSKÓR í sérlega fallegu úrvali. — Ný sencfíng, SKÓVAL, Austurstræti (Eymundssonarkjallara) LÁGIR STRIGASKÓR með rennílas, fyrir kvenfólk. Verð kr. 175. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 ÚTSALA Á KARLMANNASKÓM Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 ÚTSALA Á KVENSKÓM KJÖRGARÐUR, Skódeild t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.