Þjóðviljinn - 06.08.1967, Side 10
10 sn». — ÞJOÐVTLJTNri — STTM«idagur 6. ágúst 1967.
22
María sagSi, að það væri ekki
réttlátt að fara þannig með okk-
ur að ástæðulausu.
— En við aetlum að halda
yfirheyrslu, sagði yfirmaðurinn.
Allir speglarnir voru brotnir.
Nokkrir hermenn renndu sér á
hjólaskautum og æptu og öskr-
uðu, leikföngin okkar lágu útum
allt. Guli bangsinn hafði verið
rifinn og festur ofaná kústskaft.
Baby tók upp borðtennisbolta sem
lenti við fætuna á henni- Gólfið
var þakið glerbrotum. Hermað-
ur sem var með rósóttan háls-
klút af Maríu bundinn á sig
hljóp upp og niður stigann og
leitaði að boltanum. Hann sá
hann í hendinni á Baby. Baby
rétti honum hann dauðskelkuð.
Hvíti veggurinn í anddyrinu var
allur útkrotaður og.við heyrðum
bfboðsleg hlátrasköll. Hermaður
kom niður stigann með barða-
stóran kvenhatt á höfðinu. Það
var hatturinn sem Katchen
frænka notaði við hátíðleg tæki-
færi.
E>eir ýttu okkur inn í spegla-
salinn og ég rak fætuma í bæk-
umar hans frænda. Málverkin
voru skorin sundur í hengla. Það
5 fVo&ae
EFNI
SNIÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðsian
Hárgreiðslu- og snyrtistols
Steinu og Dódó
Laugav 18. 111. bæð (lyíta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtlstoía
Garðsenda 21 SlMI 33-968
var næstum dimmt og bakvið
lítið borð sat yfirmaðurinn,
hægra megin við brotna hljóð-
færið.
Það var dimmt, en hermenn-
irnir komu með blys.
Yfirmaðurinn brosti og hneigði
sig fyrir Katchen frænku-
— Hyrhutyrhauh, jawohl,
sagði hann.
Svo þýddi hann þetta á
frönsku, svt> að við bömin skild-
um það betur.
Yfirmaðurinn var góður óg
hann brosti til okkar. Hann vildi
halda skikkanlega yfirheyrslu,
sem var þó ekki annað en forms-
atriði- Hann bað okkur mikillega
afsökunar og sagðist ætla að yfir-
heyra okkur eina og eina í senn
og sleppa okkur svo undir eins.
Baby sagði yfirmanninum frá
Ali og af því að hann skildi
ekki hvað hún sagði, þá út-
skýrði María fyrir honum á
þýzku að Baby vildi fá Ali.
Yfirmaðurinn brosti Dg gaf fyrir-
mæli um að ekki mætti snerta
Ali og Anna sagði, að þeir mættu
ekki vera vondir við Pedro, og
yfirmaðurinn brosti og gaf fyrir-
skipun um, að ekki mætti snerta
Pedro. Svo læstu þeir okkur aft-
ur inni í herberginu hjá varð-
manninum.
Nú átti yfirheyrslah að byrja,
sagði yfirmaðurirm og brosti og
sagði aftur að þetta væri aðeins
formsatriði. Fyrst sendi hann
boð eftir Katchen frænku, svo
kom hermaður og bað Maríu að
koma og rétt á eftir kom hann
aftur og sótti önnu.
— Ég líka, sagði Baby.
— Við lfka. sagði ég.
— Ekki þið tvær, þið eruð ekki
gyðingar.
Og vörðurinn vildi ekki hleypa
okkur út.
Það heyrðist skot og vein, sið-
an annað skot og annað vein
og enn eitt skot-
Við Baby þutum niður stigann
og hrópuðum:
— María. Katie. Anna.
Hermennimir komu upp stig-
ann- Dymar að speglasalnum
stóðu opnar. Inni var rauður
bjarmi frá blysi. Mér sýndist ég
sjá í fæturna á þeim á gólf-
inu.
Yfirmaðurinn stóð fyrir dyr-
unum og vildi ekki hleypa okk-
ur inn.
Þeir hrundu okkur Baby útúr
húsinu. Bændumir tóku okkur
í fangið og báru okkur burt frá
Húsinu í myrkrinu. Ég sneri mér
við og sá logana gjósa upp og
allt í einu stóð allt Húsið í
ljósum loga. Bændurnir stóðu í
hnapp uppi á hæðinni og horfðu
á húsið brenna- Þeir héldu á
okkur í fanginu. Baby varífangi
ráðsmannsins, ég í fanginu á
Pippone. Það heyrðust kveinstaf-
ir frá Húsinu.
— Þær brenna-
— Nei, það eru Þjóðverjamir
sem fara leiðar sinnar, sagði
Pippone og lagði stóra hramm-
inn sinn fyrir augun í mér. Ég
hlustaði vandlega og heyrði
hljóðið í flutningsbílnum sem ók
á brott með ofsahraða og hvin-
inn í hemlunum niður brekkuna.
— Öðalseigandinn. hrópaði
Pippone.
Þama kom frændi hlaupandi
vfir engin í áttina að Húsinu.
Bændurnir hlupu á móti hon-
um til að stöðva hann. Við Baby
fórum líka að hlaupa og við
hrópuðum:
— Vilhelm frændi!
Á eftir honum kom hópur af
vopnuðum mönnum útúr skóg-
inum.
Frændi hljóp að Húsinu og nið-
ur trjágöngin á eftir þýzka flutn-
ingsbílnum og öskraði. Hann var
hvítklæddur og var alveg eins
og vofa ásýndum.
Á eftir honum komu skæru-
liðamir hlaupandi og náðu hon-
um loka. Þá lét frændi fallast
útaf á jörðina.
Wilhelm frændi grét og langt
í burtu sá ég Ijósin frá þýzka
flutningsbílnum hverfa-
Frændi var enn hjá okkur.
— Wilhelm frændi, Wilhelm
frændi! hrópaði Baby og vafði
hann örmum og kyssti hann og
ég gerði það líka, en hann hróp-
aði að hann vildi fá byssu. Hann
sárbændi um byssu til að mega
deyja.
En vopnuðu skeggjuðu menn-
irnir vildu ekki láta hann fá
byssu, og þá sá ég að frændi
grét eins og lítið barn.
— Af hverju viljið þið ekki
láta frænda fá byssuna? hrópaði
ég.
— Fáðu mér' byssuna, ságði
Baby við mann með skegg og
lét hnefana ganga á honum.
— Vesælu stelpufífl. Viljið þið
drepa hann frænda ykkar? hróp-
aði einn þeirra og laut yfir okk-
ur.
— Ekki ég, ég vil ekki drepa
frænda.
Baby fór að gráta og þaij gerði
ég líka og við föðmuðum frænda
sem sat á jörðinni og þrýstum
okkur að honum, en hann hélt
áfram að grátbiðja um byssu og
starði á eldslogana sem blossuðu
upp og lýstu í kringum sig eins
og hádagur væri.
Þannig sátum við, Baby og
ég, við hliðina á frænda tím-
unum saman og horfðum á Hús-
ið brenna.
— Leyfið mér að 'vera einum,
sagði hann við bændurna, sem
höfðu sig á brott hægt og hægt.
Vopnuðu mennimir fóru af stað
í bíl og sögðust ætla að elta
Þjóðverjana uppi og drepa þá.
Þeir skildu einn eftir tíl að
gæta frænda.
— Gætið hans, hafði yfirmað-
urinn hrópað-
Baby lagði lófann yfir augun
á frænda, svo að hann sæi ekki.
En frændi titraði og hélt áfram
að horfa á logana.
— Ekki gráta, sagði Baby Dg
þrýsti honum að sér. Ég þrýsti
hann líka.
— Nei. sagði frændi. — Sjáðu
bara! Ég græt ekki lengur
Baby sofnaði með höfuðið við
hnéð á frænda og það gerði
ég líka og hallaðist upp að frænda
sem sat og starði á Húsið sem |
brann.
Mig dreymdi að ég reikaði
um tóma ganga og gekk fram-
hjá ótal opnum dyrum sem lágu
að öðrum herbergjum þar sem
enga manneskju var að sjá. Enga
einustu mannveru og ég var
hrædd.
Um leið vaknaði ég. Frændi
var ekki lengur hjá okkur.
39.
Það var rétt fyrir sólarupprás.
Það rauk úr Húsinu. Við Baby
gengum inn. Birtan frá himnin-
um skein inn á milli bjálk-
anna í brunnu þakinu og endur-
speglast í brotnum speglunum.
Þær voru þar. Og frændi lfka.
Baby laut niður tii að líta
á frænda, en hún fékk blóð í
kjólinn sinn.
— Ertu sDfandi? sagði Baby
við frænda.
Hún laut yfir Maríu.
— María? sagði hún. Katchen?
Baby laut yfir frænda- Hún
talaði við hann.
— Hann anzar ekki.
— Þær anza ekki . . . og hún
fór að gráta og veina og þurrk-
aði sér um augun með höndun-
um sem voru alblóðugar. Þá fór
ég að gráta og veina.
Um leið komu bændurnir inn
og tóku okkur með sér.
40.
— Kæra Baby og kæra Penny.
Gleymið ekki Katchen, öniiu
og Maríu og mér og öllu sem við
Katchen höfðum kennt ykkur.
Fyrirgefið mér að ég skuli stund-
um hafa verið leiðinlegur og af-
undinn við ykkur. Góður koss,
ykkar Wilhelm frændi.
P.S- Verið ekki hryggar.
Þegar PippDne kom til okkar
með þennan miða sem hann hafði
fundið við hliðina á frænda, fór-
um við Baby að gráta. Konur
bændanna höfðu þvegið þau. Vitt-
orio hafði smíðað kistur úr hurð-
unum í Húsinu. Konumar báðu
og kveinkuðu sér og sögðu:
— Jesús, Jesús, taktu þau upp
í himininn til þín . . .
— En óðalseigandinn hefur
framið sjálfsmorð, og sjálfsmorð
er synd og þess vegna getur hann
ekki hvílt í kirhjugörðunum hjá
hinum látnu. Kona hans og dæt-
ur mega það, þær eru líka skírð-
ar, en hann, hann trúði ekki
á Guð og var ekki kristinn,
hvorki skirður. . .
þóröur
sjóari
4971 Hér á t. d. að vera steinn, 22-30 þumlunga hár, með ör á.
Þennan stein er nú ómögulegt að finna. Það er sama hvemig
leitað er. — Furet hefur lítinn áhuga á leitinni. Hann hefur
ekká aðeins áhyggjur af þeim vandræðum sem hann er staddur
í núna. Á skrifstofu hans mun enginn skilja hvað orðið er af
honum, þar hafa þeir ekki fengið neinar fréttir, ekki skeyti
eða bré£ . . . Og að hann skuli hafa þagað þetta hræðilega
kvöld veldur honum æ þyngri áhyggjum. Hann veit líka að
það bitnar á konu hans og bami. — Þórður og Laroux hafa
sagt Dafood frá „Spadille" og þeir fylgjast nú í gegnum kíki með
þvi sem gerist á eynnd.
■ ■ ...
IJG-RAIJÐKAL - I MIIt A GOTT
SKOTTA
»
— Greyið, hún festist!
Bílaþjónusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
Gerið við bíla ykkar sjálf
Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA.
BlLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Símj 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. ljósa og mótorstillingu. Skiptum
um kerti, platínur. 1'jósasamlokuT Örugg bjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar.
Slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
Bibeiðaeigendur
bvoið, bómð og sprautið bílana ykkar sjálfir Við
sköpum aðstöðuna Þvoum na bónum ef óskað er
\ Meðalbraut 18. Kópavogi.
Sími 4-19-24
Terylene buxur
og gallabuxur 1 öllum stærðum. — Póstsendum
Athugið okkar lápa verð
O.L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) , — Simi 23169.