Þjóðviljinn - 10.08.1967, Side 2

Þjóðviljinn - 10.08.1967, Side 2
 ■■ - '■■///'S/.:' iy\:' ' /M/\ iíííi^iwcwiíiíiiv /ýj'jý/Sí&ú £ SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur lt>. ágúst 1967. Landsleikur gegn Bretum á mánud. LltihátiSir um verzlunarmannahelgina: Frá Þörsmörk og Galtalækjarskógi Umdeilt val á landsliði: ■ Landsleikur íslands gegn Stóra-Bretlandi hefst á Laugardalsvellinum n.k. mánudag kl. 20.00. Landsliðsnefnd KSÍ hefúr valið liðið, og er það skipað þessum mönnum: I nVl C.n , Sipfurður Dagsson, Val, Jón Stefánsson, ÍBA, Jóhannes Atlason, Fram, Guðni Jónsson, IBA, Anton Bjarnason, Fram, Þórður Jónsson KR, Bjöm Lárusson IA, Eyleifur Hafsteinsson KR, Hermann Gunnarsson, Vai, Guðni Kjartansson IBK, Kári Ámason fBA. VARAMENN: Guðmundur Pétursson KR, Sigurður Albertsson lBK, Baldur Scheving, Fram, Helgi Númason, Fram. Ýmisiegt kemur á óvart við val landsliðsins að þessu sinni. Fyrst og fremst það, að liðið hefur nú verið valið með meiri fyrirvara en nokkru sinni áð- ur, og er ástæða til að ætla að landsliðsnefnd hftfi viljað forðast að álit knattspyrnu- unnenda á því hvemig lands- liðið væri bezt skipað, lægi fyrir áður en nefndin birti lið sitt, en sem kunnugt er hefur Þjóðviljinn leitað álits lesenda um það hvemig þeir teldu rétt að skipa liðið i landsleiknum gegn áhugamannaliöi Breta. Að vísu hafa ekki öll bróf um þetta efni borizt til Þjóð- viljans, þar sem frestur var settur til 11. þ.m., en af þeim bréfum sem borizt hafa virðist nokkuð einróma álit lesenda að landsliðið skuli þannígskip- að: Sigurður Dagsson (markv.), Guðni Kjartansson (h.bakv.). Jón Stefánson (m.framv.), Jó- hannes Atlason (v.bakv.), Guðni Jónsson (h.framv.), Þórður Jónsson (v.framv.), Einar Áma- son (h.úth.), Eyleifur Hafsteins- son (h.innh.), Hermann Gunn- arsson (m.framh). Skúli Ág- ústsson (v.innh.) og Karl Hei- mannsson (v.úth.). Eins og sjá má af þessum samanburði hafa lesendur val- ið aðra menn í stöður útherja en landsliðsnefnd, og áliti þeirra til stuðnings má nefna að í síðustu leikum hefur Kán staðið sig mjög slaklega, og í leiknum gegn Val á Akureyri sá þjálfari þeirra Akureyringa þann kost beztan að taka Kára útaf. Einnig má benda á að Bjöm Lárusson hefur átt mjög misjafna leikkafla, oft tekur hann góða spretti og er þá hættulegur hvaða vöm sem er, en alltof langan tíma er hann alls ekki með í leiknum, og sb'kur knattspyrnumaður er enginn landsiiðsmaður. Karl og Einar hafa hinsvegar aldrei brugðizt í neinum leik sem máli sikiptir, og Einar er mjög vaxandi leikmaður. Sætirfurðu sú ákvörðun landsliðsnefndar að setja Guðna Kjartansson í stöðu framherja og ,.Jón Stef- ánsson í stöðu bakvarðar; Jón leikuf ávallt miðvörð með sinu liði og á að skipa það sæti 1 landsliði, þótt Anton höggvió- neitanlega nærri þeirri stöðu. Guðni var bakvörður í lands- leiknúm gegn Spáni og í lands- liðinu innan 24 ára og gerði þeirri stöðu góð skil í bæði skiptln. Landsliðsnefnd hefur hins- vegar ákveðið liðið eins og að framan er birt, og óskar Þjóð- viljinn þvi góðs gengis í leikn- um gegn áhugamannaliði Stóra- Bretlands, en það er nú á keppnisferðalagi til Sviþjóðar og Irl^nds auk Isllands til und- irbúnings næstu Olympíuleikj- um. Landsleikurjnn hefst n. k. mánudagsikvöld kl. 20,00, á Laugardalsvelli, en forsala að- göngumiða hefst við Útvegs- bankann kl. 10 á már-*dags- morgun og kl. 4 við völlinn. Verð aðgöngumiða er kr. 150 í stúku, kr. 100 stæði og kr. 25 fyrir börn. ★ Dómari verður Svíinn Curt Liediberg og h'nuverðir Magnús V. Pétursson og 'Guðjón Finn- bogason. I gær var sagt hér í Þjóðvilj- anum í stuttu máli frá helztu útisamkomum og skemmtunum um verzlunarmannahelgina og birtar alimargar myndir frá mótinu í Húsafellsskógi. I dag birtast myndir frá bindindis- mótinu í Galtalækjarskógi og úr Þórsmörk, en á morgun verða hér á síðunni myndir úr Atlavík. Eins og getið var í fréttum blaðsins í gær, munu um þrjú þúsund manns hafa sótt bind- indismótið í Galtalækjarskógi. Fór mótið í alla staði prýði- lega fram og rómuðu þátttak- 'endur mjög ágæti mótsstaðarins og framkomu allra gesta. Lög- regluþjónar voru engir á mót- inu, en félagar úr bindindis- samtökunum önnuðust eftirlit og gæzlu. □ Mótið var sett á laugardags- kvöld. Þá flutti Sigurjón Páls- son, bóndi á Galtalæk, snjalla ' staðarlýsingu. Dansað var af miklu fjöri í stóru samkomu- tjaldi. Varðéldur var kveiktur og tekið lagið. Á sunnudag hófst guðsþjón- usta klukkan tvö, séra Bjöm Jónsson, Keflavik prédikaði. Síðar um daginn var íþrótta- keppni, en fjögur handknatt- leikslið úr Reykjavík, Kópavogi og Keflavík áttust við. Sigraði lið ungtemplarafélagsins Ár- vakurs í Keflavík glæsilega. Þá sýndi flokkur úr Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur þjóðdansa. Klukkan sjö hófst fjölbreytt kvöldvaka. Þá fiutti ræðu Björn Björnsson, sýslumaður, Rang- æinga og fram fóru ýmis skemmtiatriði. Síðar hófst dans- inn, en hljómsveitin Pónik og Einar ááamt Birnum úr Hvera- gerði sungu og léku af miklum krafti og við ánægju mótsgesta. Á miðnætti var glæsileg flug- eldasýning og mótinu var slitið klukkan tvö eftir miðnætti. □ Þulur mótsins var séra Björn Jónsson, en formaður móts- nefndar Gissur Pálsson. Félagar ungtemplarafélagsins Árvakurs í Keflavík voru mjög’ sigursælir í íþróttakcppninni á bindindiismótinu í Galtalækjar- skógi. — Myndin er af nokkrum hluta tjaldbúða Keflvíkinganna A fáum stöðum er veðursæld meiri á góðum dögum en í Þórsmörk. — Myndin sýnir fáein tjöid Þórsmerkurfara í skógarkjarrinu i Húsadal um verzlunarmannaheigina. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Myndin var tekin í Húsadal. Hljómsveit f Þórsmörk var efnt til dansleiks fyrir unga fólkið, sem þangað sótti hundruðum saman. — leikur fyrir dansinum. — íLjósm. ÞJóðv. A- KJ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.