Þjóðviljinn - 12.09.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — SunnucLagur 10. september 1867. Útgefandi: alþýðu Sósíalistaflokk- Magnús Kjartansson, Sameiningarflokkur urinn. Ivar H. Jónsson, (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Sigurður T. Sigurðsson. Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — LaUsasöluverð krónur 7.00. Ritstjórar: Auglýsingastj.: Framkvstj.: h Rannsóknir j gær kom hingað til lands fiskileitarskipið Árni Friðriksson, og er það mikið fagnaðarefni. Það * , # er raunar furðulegt og hneykslanlegt að Islending- ar skuli ekki fyrr hafa átt skip sem sérstaklega var smíðað til fiskileitar, svo mjög sem fiskveiðarnar skera úr um afkomu þjóðarbúsins. Hefur verið tal- að um það imál áratuguín saman, fluttar tillögur og gerðar samþykktir í ýmsum félagssamtökum, en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en útvegsmenn og sjómenn tóku sig fram um það að leggja fram fé [til kaupa á slíku skipi gegn því að ríkissjóður legði fram fé á móti. Ef ekki hefði komið til þetta frumkvæði sjómanna og útvegsimanna hefðu vald- hafamir eflaust unað sér vel í sinnuleysi sínu allt til þessa dags. t ^nnað skip er hins vegar ókomið enn, hafrann- sóknarskipið Bjami Sæmundsson. Einnig um það efni hafa vérið fluttar tillögur af fiskifræðing- um og öðrum um mjög langt skeið. Úr fram- kvæmdum varð hins vegar ekki fyrr en 1957, að þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra, Lúðvík Jó- sepsson, fékk því framgengt að tiltekin upphæð af útflutningsgjaldi skyldi hagnýtt til kaupa á fiski- rannsóknarskipi, og jafnframt hófu innlendir og erlendir sérfræðingar að leggja á ráðin um fram- kvæmdir. Síðan eru liðin tíu ár, og er sú stáðreynd til marks uim sinnuleysi stjórnarvalda á árum þeg- ar f járskortur hefur sízt verið til trafala. þegar þessi tvö skip koma í gagnið verður mikil breyting á starfsaðstöðu íslenzkra fiskifræð- inga, þeir munu stórauka vísindarannsóknir sín- ar og aðstoð við fiskimenn, og árangur þess mun fljótlega birtast í áþreifanlegum verðmætum. En jafnframt er mikil nauðsyn að hliðstæð aðstoð til rannsókna og tilrauna verði einnig tryggð í sam- bandi við fiskiðnað. Hið mikla aflamagn sem sjó- menn okkarfæra á land nýtist þjóðinni allt of illa meðan meginhluti aflans er fluttur út sem hrá- efni handa öðruim eða sem skepnufóður. Við eig- um þess kost að stórauka verðmæti útflutningsins með því að efla fiskiðnaðinn, en því marki verður aðeins náð- með stórauknum Vísindarannsóknum og tilraunum á því sviði og síðan kerfisbundinni markaðsöflun. Við þurfum að koma okkur upp hópi sérfræðinga sém kynni sér reymslu þeirra þjóða sem mestum árangri hafa náð í fiskiðnaði, og þeir þurfa jafnframt að fá góða aðstöðu til sjálfstæðra rannsókna og tilrauna hér.Við eigum kost á bezta hráefni sem völ er á úr hafinu, og það á að vera verkefni okkar að framleiða úr jí>ví seim verðmæt- asta vöru. Á því svjði bíða okkar stórfelld tæki- 'færi 'til þess að tryggja efnahagskerfið og auka þjóðartekjurnar. — m. • 9 Oryggismál sjómanna FISKIMÁL y> Eftir að ég hafði skrifað síð- asta þátt minn, „Hugleiðing um síldvaiðamar", þá varð það sviplega slys að síldarskip- ið Stígandi frá Ólafsfirði hvarf í hafið á leið frá miðunum við Svalbarða. Svo giftusamlega tókst þó til, að mannbjörg varð. Eftir ' blaðafregnum af sjó- prófunum að dæma þá hefur ýmislegt komið íram við rétt- arrannsókn málsins sem rétt er að staldra við og hugleiða. í fyrsta lagi: reykblys gúm- björgunarbátsins voru óvirk þegar. til þeirra átti að taka. Hér þarf sýnilega strangara eftirlit. í öðru lagi: f gúmbátnum var enginn radíósendir sem hasgt væri fyrir skipbrotsmenn að gera vart við sig með, eftir að slysið var hent. Á þessu verður að ráða bót fyrir fram- tíðina. 1 þriðja lagi þá kom það fram við réttarhöldin að sjór hafði komizt í lestina gegnum lestarop sem ekki hafði verið nógu vandlega lokað. Þetta er sagt að hafi komið í Ijós eftir að þilfarsfarminum var rutt fyrir borð, í eipn.i .blaðafregninni sagði, að gúmpakning hafi verið í lestaropi, og hafi það átt að geta verið þétt af þeim sökum. Var því helzt hallazt að því. að hér hafi verið um gleymsku éða vanrækslu að ræða. Ég veit ekki með vissu hvernig lokun lestaropa á Stíg- anda hefur verið háttað, en þar sem minnzt er á gúmpakn-<í> ingu á lestarhlera eða í lest- aropi þá bendir það til, að hér hafi verið um jámhlera að ræða og sem líklega hefur þá verið pressaður niður með skrúfboltum. í sambandi við þetta, ef rétt er til getið, þá þyrfti að athuga hvort slíkir skrúfboltar séu fullkomlega ör- uggir, þannig að rær 'geti ekki losnað þegar skip fulllestað fer að vega sig í sjó. 1 f.iórða lagi bendir Stígandar slysið og frásögnin af því til þess, að mikið vanti á, að gúm- björgunarbátamir séu nægi- lega ,vel útbúnir að vistum og öðrum búnaði, ekki hvað sízt þegar veiðar eru stundaðar á fjarlægum miðum. Hægara er um að tala en í að komast Það hefur komið fram í öll- um blaðafréttum að menn hafa ekki talið hleðslu Stíganda geta verið orsök þess hvernig fór. í þessu sambandi er þess get- ið í einu blaði að skipið hafi ekki verið minna hlaðið næstu ferð á undan og þá hafi ekk- ert orðið að. Hinsvegar hef ég hvergi séð þess getið frá sjó- prófinú hve djúpt Stígandi hafi legið í sjó um miðsíðu, þegar hann lagði af stað af miðun- um við Svalbarða. Þetta atriði er þó geysilega mikilvægt. Annars er það svo að hleðsla íslenzkra síldveiðiskipa er orð- ið mikið feimnismál, sem menn ræða helzt ekki um nema til- neyddir. Skipstjóra og skips- höfn er legið á hálsi ef ekki er komið með skip sjóhlaðið af mjðum, ef afli var fyrir hendi, því að sá sem kom á undan og eftir, hjá þeim flaut máske yfir þilfar og bjargað- ist samt. Þannig knýr ofhleðsla hjá' einum aðra til að fara inn á sömu braut. Hér vantar að hert sé á reglum um hleðslu á síldarskipum þegar þau veiða á fjarlægum miðum og þurfa að flytja lausa síld um opið úthaf. Þegar þannig stendur á, þá banna Norðmenn þilfars- farm á sínum skipum og krefj- ast 10 sentimetra fríborðs á miðsíðu skips, og þetta er ekki gert að ástæðulausu, heldur eru þessar reglur byggðar á langri reynslu þeirra, og sett- ar af nauðsyn til að auka ör- yggi í sjósóbninni. Ef menn bera þetta saman við hleðslu okkar síldveiðiskipa, eins og hún kemur fram af myndum sem oft hafa verið birtar af skipunum, þá er þetta tvennt ekki sambærilegt. Annarsvegar ræður boðorð fyrirhyggjunnar þar sem mannslíf eru undir öll- um kringumst. metin meira en aflinn. Hinsvegar er siglt undir kjörorðinu flýtur á með-3" an ekki sekkur. Þetta er boð- orð hinnár blindu græðgi, án alls öryggis eða fyrirhyggju sem vert er að nefna því nafni. Það tekur enginn maður með viti það alvarlega, ef því er haldið fram, að við íslendingar getum leyft okkur slíka hleðslu sem við gerum á okkar síld- veiðiskipum, án þess að taka mikla áhættu. Nei, við erum að taka á okkur þá áhættu sem engri þjóð ætti að leyfast, sem siðmenntuð vill kallast. Og hver vill taka á sig ábyrgðina ef illa fer? T ilky nningarskylda skipa Nú eftir Stígandaslysið þá hafa Slysávamafélag íslands og Farmanna- og fiskimannasam- bandið komið fram með þá tillögu að komið verði á til- kynningarskyldu skipa, þannig að hægt væri að vita á nokk- urra klukkustunda fresti hvar þau væru stödd. Óneitanlega mundi slíkt hlustunar- og kall- kerfi auka öryggið á hafinu hjá okkar fiskiflota og því sjálf- sagt áð vinna að framgángi þess máls, sem einum nauðsyn- legum' hlekk í þessari varnar- keðju, sem hér þarf að koma upp til að auka öryggið í okk- ar sjósókn. En það skulu þeir strax gera sér ljóst, sem að þessum mál- um vilja vinna, að sjálf hleðsla skipanna er þarna það undir- stöðuatriði sem öllu máli skipt- ir. Verði ekki settar þær höml- ur á hleðslu okkar síldveiði- skipa, sem öðrum þjóðum þykja sjálfsagðar á sínum skipum þá er hætt við að aðr- ar varnir okkar geti reynzt haldlitlar þegar á reynir. Ég vil upplýsa það hér, að fyrir rúmum tveimur árum var samþykkt á Alþingi þingsálykt- unartillaga frá Pétri Sigurðs- syni alþingismanni um að at- hugun færi fram á því á hvern hátt bezt yrðj fylgzt með ís- lenzkum fiskiskipum til að auka öryggið í sjósókninni. Samkvæmt þessari tillögu var * skipuð nefnd með mörgum ágætum mönnum sém voru til- nefndir til þess af helztu fé- lagasamtökum landsins. Þessi nefnd sem var ólaunuð kom saman á nokkra fundi til .að ræða þetta mál. Ég var beðinn af Alþýðusambandinu að taka sæti í nefndinni sem ég og gerði. Samstarf innan nefndar- innar var ágætt. og á síðasta fundinum sem néfndin hélt, þá leit út fyrir að stutt yrði í sameiginlegar tillögur nefnd- arinnar. En hvað skeði þá? Jii einfaldlega það, að nefntlin var ekki kölluð saman oftar. Þegar ég spurði formann nefm’ arinnar hverju þetta sætti, M sagði hann að þáverandi s.iá-- arútvegsmálaráðherra óska?í' ekki eftir áframhaldandi stör" um nefndarinnar, en án hars samþykkis gæti hann ekki kal’- að saman nefndina að nýfu. Og nefndin var, aldrei kölluð saman aftur. , Ég ætla ekki að gefa þessum vinnubrögðum neitt nafn hér, það geta aðrir málhagir menn gert ef þeir vilja. En ég get sagt það hér að við ræddum um svipuð úrræði og nú' hafa komið í tillöguformi frá Slysa- vamafélaginu og Farmanna- og fiskimannasambandinu og hafi þeir þökk fyrir að hafa Framhald á 7. síðu. / .„„4ryi!pi 35 Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTrading Company Iif IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 TOYOTA COl • § Bíll sem allir geta eignast Innifalið í verði m.a. Riðstraumsrafall, (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða miðstöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o.fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan Ármúla 7 sími 34470 - 82940

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.