Þjóðviljinn - 12.09.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.09.1967, Qupperneq 5
 Þriðjudagur 12. september 1967 •— ÞJÓÐVILJINN — SlÐA SJ Afmæliskveðja til Halldórs Péturssonar á Snælandi Hann er fseddur f „131*6111« miUi fljótanna", Mesópótamfu hinní ísienzku á Héraði- Sw> kallaði Runólfur bróðir hans Hróarstungu, væna sveit milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Þar einkenna landslag traust- legir og breknir ásar norður af Fellaheiði, t>g milli þessara ásá Iiggja mýrarsund og fjall- dranamóar. en sums staðar við- lendi', blikandi vötn, ilmandi kjðrr, víðar blár og þýfðir harðvellisflákar grasi váfðir. Yzt er Húseyjan á flatlendinu innan af Héraðsflóa, þar valsar Jökulsá um, ferleg bestía og kann sér engan máta, og rétt utan við ásáiandíð fór Geira- staðakvísl úr henni með ilhim látum yfir sveitina þvera aust- ur f Fljót, unz hún var stífluð með jarðýtu fyrir röskum 20 ár- um. Á mörkum hins tilbreytinga- ríka ásalands og sléttunnar með hintrm ókyrrti vötnum eru Geir- staðir, æskurannur Halldórs og föðurtún. Hann fæddist hinn tólfta dag septembermánaðar fyrir sjötíu árum, sontrr hjónanna Péturs Sigurðsscmar frá Fögruhlíð og Elísabetar dóttur Steins frá Njarðvik, þess er Steinsæt.t er við kennd, fæddist í Hallfreð- arstaðahjáleigu, en ólst mikið til upp á Geirastöðum og hefur stcmdum kennt sig við þann bæ. Hann var næstelzfcur fjögurra systkina. Vafalaust hefur Halldór, eins og aðrrr, hlotið í vöggugjöf maTgs konar erfðir þess fóTks, sem að honum stendur, en eigi að síður er far hans og fas á- þekkt náttúra landsins milli fljótanna og fallvatnanna sjálfra. Heimiíisforsjá. skyldu- rsekni og vinátta er jafntraust kiettaásumim, sem aldrei bifast en á hinn bóglnn hefur i hann runni'ð einhver geirastaðakvrsl með ókyrrleika og fjöri, ævi- straumtrr hans hefur oft breytt om farveg, grafið rásir á ýmsa lund, allt frá því harm saug folaldsmerina Raúðku hejma á Geírastöðum í bcmsku (sbr. eigin frásögn í bamabók hans Sehirinn gangandi), þar til nú að hann gengur að því með oddi og egg að rukka stráka úr Kópavogskaupstað um þær skyldugreiðslur, sem geta & siMiidum orðið eftirfári skyldu- bruUaupa. Auk þess stumrar hann nú við kálplönfctrr, leikur sér að steinum og situr við skriftir í hosílói sínu með myndir af Eyjaselsmórá,, pöddu- skel og haus af ferhýrndum hrút á vegg, én steina og bæk- ur í skápum og upp um hill- ur- ' Halldór hefur sjálfur sagt frá því á prenti, að hann hafi fellt sig illa við sveitcistöf í æsku og aldrei skilið þá ráöstöfun til- verunnar að láta sig fæðast f sveit, því að hann hafi unniö flest og veriö utan við sig og kviðið fyrir hverjum viunudegi. En þeim, sem guð elskar, fram- gengur ailt til góðs, stendur þar, og það held ég hafi sann- azt á Halldóri. Skyldi ekki leið- inn á sveitavinnunni hafa orð- ið til þess, að hann gerði sér aðra veröld til að veita lífs- þörf sinni vátn og áburð. A. m. k. varð hann snemma bóka- ormur, las þjóðsögur og forn- sögur, Ijóð, skemmti- og fræði- bækur, reyndi að botna f heim- inum og lífinu t>g varð rt)eð tímanum skemmtilegt sambland af róttækum ráunsæismanni og þjóðtrúargruflara, trúði fáu, neitaði engu og hafði gaman af öllu, dálítið efagjarn sósíal- isti í pólitík og dýrkaði land- vastti. varla ýkjatrúaöur á gamlan og góðan bókstaf og því síður nýjan, en unni öllu lif- andi bæði tvífættu og ferfættu einkum þó sérkennilegu fólki, börnum, hrossum og hundum, varð meinlítið við sauðfé og kýr, en ffl-a við fcálmaðfc og ill- gnesi, brask, sérdraagni og skepmi-mðinga. Hann kann slfk- an urrmiil skopsagna af sér- kennilegu fólki, að haon þarf aldrei að segja sömu söguna tvisvar sama manni. Emna mest skopast hann þó að sjálf- um sér t>g A þá til að tala þvert ura hug og ýkja, látast skyni skroppmn, t.d þegar hann segir á prenti, að hann hafi ekki þekkt markið sitt. Það þykír mér ótrúlegt, en hitt gæti verið, að hann hafi átt undan- færingamark, eins og títt var, og .ekki þekkt það. Halldór vildi út ungur- Þau systkin átt margt skyldfólk í Borgarfirði, og var þar bæði báma- og unglingaskóli. Þau fóru þangað í skóla, og svo komu frændsystkin þeirra í Geirastaöi á sumrin. Halldór . var í ungiingaskólanum hjá Þorsteini M. Jónssyní, og þeg- ar alþýðuskóli var siofnaður A Eiöum 1919, hélt hann þangað og settist á skólabekk undir sfjórn séra Asmundar Guð- mundssonar- Mér er ekki kunn- ugt um, hvernig hann stóð sig f prófum eða hvort hann las mikið og allt jafnt, eins og sið- ur er fyrirmyndarncmenda, en mér fínnst eins og hann hafi lesið fremur slælega, en verið þó ólatur að læra og lært mik- ið. hneigðastur fyrir lífræna ís- lenzku, sögu og skyldar grein- ar, hafi fremur kosið að rw>ta möguleikana, sem skólinn veitti á þanrt hátt að vinna sjálf- stætt úr þeim fr<>ðle(k, sem látinn var í té en aö lesa gaumgæfflega undir hvern. tíma. Hann var áhugasamur í málfundafélagi sbolans og nem- endasambandi, hrókur fagn-aðar í daglegu skólalífi, og ætli hann hafi ekki reynt eitthvað á skólareglumar? Skólann og stjómendur hans metur hann mikils og á góðar minningar einar um skólafélaga. Þegar Halldór var á Eiðum, var það enn siður og í sjálfu sér ágæt.ur, að nofa þá, sem einhverja framhaldsmenntun höfðu hlotið til andlegra þarfa. Sumir urðu sveitarstjórnar- menn, búðannenn, ásetnings- menn, og margir kennarar. A. m. k. fimm skólabræður Hall- dórs urðu kennarar. Hann ætl- aði líka að læra til kennslu og fór í kennaraskólann, en veik- indi heftu frá námi. Samt sem áður varð hann kennari um skeið, fyrst heima í Tungunni og seinna í Loðmundarfirði, og var nú skipt um hlutverk, nemandinn orðinn lærifaðir, sem arkaði um byggðir að dæmi forara spekingá og guða. Flestir mesfcu frasðarar mann- kyneins hafa verið eins konar farkennarar eins og Halldór, og hver veit, hvað honum hefði tekizt, ef hann hefði haldið á- fram á þeirri braut. lengur en raun varð á, þvi að hann hef- ur góða skapgerð til kennslu og mörgu að miðla. En hann fór öfuga leið viö pastulana, sem hættu að veiða fisk, er þeir vora útvaldir, og fóru að vejða menn. Halldór hætti að ganga um og fræða og fór á sjóinn- Pétur á Geirastöðum lézt ár- ið 1926, og þá brá Elísabet búi og flutlist til Borgarfjarð- ar ásamt bömum sínum þrem, I-Ialldóri, Guðnýju og Runólfi, en elzta dóttirin, Sigrún var held ég farin heiman að fyrr. Þá sá ég Halldór fyrst. Það var f glöðu sólskini, hann var í fiski „niðri á reit“, eins og það var kallað. að breiða. Þar var allmargt fólk í fiskvinnunni, en Halldór hafðist lítt að þá stundina, sem við stóðum við — ég var þarna með Sigga Guðmunds, nú ritstjóra Þjóð- viljans, nema hvað hánn stóð þar uppi á hrauk og þrumaði y*fir vinnulýðinn, tónaði eða söng, hafði hátt við sig, hló og fórnaði höndum. „Ösköp er fá- fengilegt, hvemig hærn Dóri getur látið“, sagði öldrað kona hneykel’uð. Siggi mótmælti kon- unni. Þess vegna held ég, að Halldór haft verið að segja eitt- hvað merkiiegt, ef til vill éitt- hvað um jafnaðarstefnuna. Hún var þá farin að síast út um landið- Halldór og Runólfur voru vist orðnir „boisivikar", og það þófcti heldur ljótt í Borgárfirði. Elcki get ég neitað því, að síðan þetta var, hefi ég séð Halldór nokkuð jafnan í þessu gáskaskæra sólarijósi. Hefur þar aldrei biiku dregið fyrir, blærinn aðeins blánað og dýpkað með árunum. Halldór gerðist útgerðarmað- ur á Borgarfirði, eignaðist vél- bátinn Sóða, þriggja manna far, sallaðí búturig og seldi til Héraðs. Síðan kallar hann but- ung héraðsmenn og það að éta bútung að éta héraðsmann. Á Borgaríirði var hann góður vaki skemmtana og félagslífs, spanaði upp í böll, flutti ræð- ur, orti bragi, samdi leikrit og lék í þeim sjálfur. Ég er það yngri en hann, að ég kynntist þessu ekki nema aí afspum, en jætta þótti skemmtilegt og upplyftilegt, en ekki settlegt allt. Einu sinni heyrði ég talað um. að hann hefði flutt góða ræðu á samkomu. „Ójá, hann getur það sosum, ef hann vill, hann hefur þá setið á sér“, var svarað. Já, hann J>ótti töluvert galsafenginn, og ýmsir héldu, að því hlyti að fylgja óstöðug- leíki og ráðleysi. Slíku var jx> ekki til að dreifa — þvert á móti, hann var bara framúr- stefnumaður í hátterni. Eftir Borgarfjarðardvölina dreifðist hann nokkuð víða, var A sild og fiski á Siglu- firði, um tima á Djúpuvík á Ströndum, en lengst af í Reykjavík. Stundaði ýmsa vinnu, eftir því sem til féll jafnt á sjó og landi, en var aldrei vinnumaður í sveit og hefur því aldrei sigrazt á óbeit sinni á heyskap og hirðingu fjár og kúa. Hins vegar hefur hann yndi af ræktun og skreyt- ir nú garðkorn sitt með írí- standandi nátúruhlutum innan um rifs. skógarhríslur, grað- hvönn og kerfil. Þar gelur að líta allaveganna steina á steypt- um undirstöðum, hvalbein, hreindýrshom og skrýtnar spýt- ur. Einn góðan veðurdag fyrir 1 35 árum barst sú fregn í bréfi austur á Borgarfjörð, að elzta dótturdóltir Ólínu ömmu minn- ar væri út gengin og komin í<i> heilagt — ja, það skyldi nú vera —• borgaralegt hjónaband. Þetta var Svava dóttir Jóns Björnssonar og Geirlaugar Ár- mannsdóttur í Geitavík. Og eig- inmaðurinn var Halldór Pét- ursson. Þa« höfðu þá gert al- vöru úr þessu. Ég man, hve ég hlakkaðí til að kynnast heim- ili Halldórs og Svövu. Halldór jx'kkti ég ekki neitt að ráði nema af heillandí afspurn, en Svava var sú, sem ég haíði mestar mætur á af frændfólki mínu í barnabarnahópi Ólínu ömmu. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, í heimili jæirra er kyrrlótur húsandi, sem unun og sálubót er að vera sam- vislum við, og eiga þau hann bæði. Þau Halldór og Svava bjuggu lengi í ýmsum húsum í Reykja- vík. Halldór stundaði um skeið eyrarvinnu, m.a. í kreppunni, fékk þá að kynnast þeim kjör- um og J>ví atvinnuástandi, sem gerir valdamenn og atvinnu- rekendur vonda og spillta og verkamenn lítilþægan náðar- bitalýð. nema þeir haldi reisn sinni með harðræði. Halldór fékk á jæssum árum að prófa böðulskap og þrældóm í salt- íiski og kolum, jafnvel klaka- höggi og siðast á þessu tíma- bili setuliðsvinnu tvíbentri í áhrifum á verkamenn, að ekki sé meira sagt. Kringum stríðslokin lagði HaMdór frá sér líf sbj argar- verkfærin pál og reku, hætti að vinna hörðum höndum nema í fómstundum, en vann j>ó og enn hörðum huga. Hann gerð- ist nú starfsmaður Iðju, félags verksmiðjufólks, og átti sæti í kompu í alj>ýðuhúsinu, þar sem andi sósíaldemókrata sveif yfir vötnum. Krataandinn í því húsi hafði j>au áhrif á hann, að í honum fór að brjótast að skrifa sögu Eyjaselsmóra. Sög- una færði hann j>ó ekkí í let- ur, fyrr en eftir að dvöl hans í þessu húsi var lokið, en það var um það leyti er verk- smiðjufólk kaus sér þá for- sjá, sem jafnan hefur reynzt verkalýð álíka og Móri ætt Halldórs. Allmörgum árum áður en Halldór varð Iðju-laus byggði hann sér hús í félagi við Run- ólf bróður sinn suður í Foss- vogi, þar sem heitir Snæland, og er það í Kópavogskaupstað. Hann hefur nú um margra ára skeið verið innheimtumaður hjá þeim bæ. Starfssvið hans þekkj ég ekki, en mér finnst einkennilegt að hugsa mér Halldór sem skuldheimtumann, sem safnar peningum í sjóði. Sjálfur telur hann skapfelldara að safna grjóti en gulli, en ef til vill er á j>essu tvennu líl- ill munur, j>egar allt kemur til alls, hvort tvegfSa forgengilegt í hendi og j>ó grjótið síður. Það má vera, að honum sé ekkert óljúft að innheimta réttmæt gjöld, j>ar sem geta er fyrir hendi til að greiða, en ekki hef ég trú á honum til að kreista út ur mönrram síðasta eyri. Eftir Halldór liggur fjoldl greina og frásagna um ýmis efni, svo sem dægurmál, dýra- vemdun, menn og atburði. Hann hefur skrifað ævisögu draugs, liklega j>á íyrsiu, sem út hefur verið gefin á íslenzku, og aðra, sem heitir Úr syrpu Ilalldórs Pétnrssonar, en í j>eirri syrpu leifir enn drjúg- um. Einnig hefur hann skrifað (vær mjög geðjækkar bama- bækur, aðra til að kenna börn- um að láta sér þykja vænt um dýr. en hin heitir Viltu segja mér — Pabbi, viltu segja mér, Afi viltu segja mér, — þá setningu hefur hann manna oftast heyrt, fyrst af munni sona sinna tveggja og síðar barnahama. Og nú hugsa ég. að honum þyki nóg komið, og því bezt að láta staðar numið, aðeins óska jiess að endingu, að þau ár, sem enn eigá eftir að renna í garð þeirra hjóna, verði mörg og björt. ÁrmanH Halldórsson. Kæri Halldór. Sjálfsagt hef ég einhvern tíma minnzt á j>að við jng, að ég var svo heppinn að eiga 6- taldar ánægjustundir nokkur sumur um miðja öldina á Aust- urlandi. jSiðan gleymist mér aldrei j*að land og þá fyrstog fremst ekki fólkið, sem þar bjó og býr enn vel fHest. Mér hefur upp frá því þótt Aust- urland eitt bezta land, sem ég kynnzt. Hér syðra hefur j>að svobor- ið við, áð Austfirðingar hafa orðið á vegi mínum og hefur j>að orðið mér jafnmikil i- nægja sem fyrrum. Þið hjónin eruð fremst í þeim hópi. Nú má vera að allír þar eystra eða j>aðan séu ekki jafngóðir, en ég hef ekki rekizt A aðra en þá, sem lýsa má með miðstigi og hástigi jákvæðna lýsingar- orða. Mikið jfótti mér vænt um að sjá þig setja í herðamar og taka strikið í bæinn í peninga- leit, fyrst j>egar ég kom hing- að á bæjarskrifstofumer í Kópa- vogi fyrir hálfum áratug og kassinn tómur eða svo til svo sem löngum í sláttarbyrjun. Það brást ekki, að j>ú kæmir aftur með nokkum feng og svo er enn. Áhuginn, sem lima- burður þinn og göngulag lýstu, hafði örvandi áhrif á mig og kannski einhverja fleiri, vona ég. Ekki j>ori ég að fullyrða, að ]>ér þyki ekki vænna um önn- ur sfcörf en innheimtuna, en þú hefur unnið að henni af sömu eljunni og j>ú hefur gengið að ritstörfum og steinasöfnuninni. Samvizkusemi hefur fylgt þér ailla tíð, t.rúi ég, j>ótt hugþinn hafi fnæðimennska og vísindi átt. Má ég nota tækifærið og þakka j>ér fyrir sporin þín f j»gu Kópavogs nú trm áratugs skeið. Það er vandawerk að vera framfærslufulltrúi, þótt ekki fylgi innheimtustörf — veita þeim hjálp, sem þess þurfa, en hafa þó gát á sjóði borgar- anna. Með samúð þinni og hlýju til lítilmagnans, lífs- reynslu þinni og glöggskyggni á breyskleika mannanna bama, hefur j>ér lánast að leysa marg- an vartda. Ætla mætti. að maður, sem kominn er af léttasta skeiði, teldi sig hafa lokið dagsverki eftir argsamt inrihermtustarf og erfið framteersluvandamál á venjulegum daglegum skrif- stofutíma og vel j>að oft á tíð- um. Sú er ekki raunin með þig. Ég rak upp stór augu, þegar þú gaukaðir að mér um 200 blað- síðna bók. Úr syrpu HaHdórs Péturssonar, fyrir einumtveim- ur árum, og varst j>ó nýbúinn að gefa út ævintýri handa börn- um. Ég man, hvað mér þótti þú skrifa af mikilli mildi og skilningi um förumanninn Halldór Homer. Margt áttu í fórum þlnum enn, sem fróðlegt verður að lesa. Er fjærri lagi ®ð láta sér í hug koma að j>ú minntr okk- ur á atorku Jóns Grindvfkings, sem sat uppi um nætur og setti saman bækur um íslands að- skiljanlegu náttúrur? Allar elldheitu baráttugrein- arnar, sem réttlætiskennd þín hefur hrist fram úr hvössum penna þínum hafa vakið at- hygli og fundið hljómgrunn hjá því fólki, sem þú talaðir til. — Enn streymir blóð ykkar lif- andi og heitt — segir Þorsteinn frá, Hamri á einum stað f á- gaetri ljóðabók sinni, Jórvik — og á j*að sannarlega við rrm þig. Siðustu hugleiðingar þín- ar í jvessu blaði era til vitnis um síaukna orðgnótt þfna og skopskyn og sýna að j>ú ert rithöfundur í örnm vexti. Þá er ekki ónýtt að eigaþig að ferðafélaga, hvort heldur er í rituðu máli, eins og í ferð- inni ykkar Eirfks Stefánssonar á Jökuldaisheiði nm árið eða í eigin persónu segjandi sögurog yrkjandi bögur. Þá kynntistég bezt vfsindaáhttga þfnum, þegar ég sá í iljar þér upp í Búiands- höfða á steinafund fyrir tveim- ur árum, og leit f sömu ferð sársaukann í awgnrn þfnum, þegar við ófcum fram hjá Drápuhlíðarfjálli án þess að gera stutfcan stanz. — Skyldi nokkur maður hafa flutt jafn- mikið af Austurlandi með sér hingað á Reykjaneskjálkann í bóksfcaflegri merkingu og þú, vinur kær? I leiðinni þakka ég j>ér alla j>á fögru steina, sem j>ú hefur gefið mér eða látið mig hafa fyrir 'brot af burðargjaldí að austan. Þeif nátfcúrusteinar hafa orðíö til gagns og ánaagju um gjöraðll Norðurlönd. Það er svo margt, sem mig langaði ,að færa í tal við þig í tfflefni dagsins, en nú er papp- írinn á þrotum. Ég þakka ykk- ur hjónumim fyrir allan fs- Frsmhald á 7. síðu. Fáein kvejuorð Ragnheiður Gísladóttir Þær stundir verða trúlega í lffi flestra að j>eir staldra við og hugHeiða hvar j>eirra sé eig- inlega staður í tilveranni. Því er svo varið með mig að slík- ar hugsanir sækja gjarnan að mér, j>egar að ber andlátkunn- ugs fólks, og einkum ef í hlut eiga j>ær manneskjur sem mað- ur vandist í assku að væra jafn trúar og óbreytanlegar á sínum stað einsog fjöllin og sjórinn og önnur föst ummerki í lands- laginu. Við slíkar hugsanir kann margt að skýrást og j>á ekki sízt að maður er sjálfur stadd- ur á j>eim aldri að hið óbreyt- anlega er orðið brejdanlegt. Andlát Ragnheiðar frá Ytra- bakka j>urfti að vísu ekki að frá Ytribakka vekja upp neinar óvæntar hugsanir, jwi svo lengi hafði hún barizt við erfið veikindi að dauði hennar mun fáum hafa komið á óvart er til jxk-ktu. En j>að er nú eimi sinni svo að koma dauðans er aldrei sjálf- sagður lúutur, jafnvel jjótt fagna megi komunni. Ragnheiður Gísladóttir mun hafa fæðst í Pálmholti við Eyjafjörð nokkra fyrir síðustu aldamót, en fæðingardag henn- ar man ég ekki að fara með, en j>ar bjuggu foreldrar henn- ar í tvíbýli á móti afa mínurp og ömmu. Kríngum 1930, er Hansína systir hennar hóf bú- skap með Jóni frænda sínum Ölafssyni á Ytribakka, fluttist Ragnheiður með j>eim j»angað. Á {wí' heimili var hún hin styrka stoð í miklum veikind- um og tók við húsmóðurstörf- um j>ar, j>egar systir hennar lézt á miðjum aldri og gegndi því starfi meðan hún hafði krafta til, seinast á Hjalteyri eftir að Jón hætti búskap. Það var aldrei hávaðasanrt f kríngum Ragnheiði é Ytri- bakka, en hún var alla tíð traust á sfnum stað og sinnti sínum hversdagsstörfum af mikilli samvizkusemi og æðru- leysi hvað sem á gekk. Þessi fátæklegu orð eru eng- in æviaga, ég vfldi aðeins senda samriðarkveðjur til venzlafólks Ragnheiðar og þakka henni fyrir mig. Jón frá PálniholH.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.