Þjóðviljinn - 13.09.1967, Side 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVIUINN — Miövikudagur 13. september' 1967.
Útgefandi:
Sósíalistaflofck-
Sameiningarflokkur alþýöu
urinn. »
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. F’riðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Laajsasöluverð krónur 7.00.
Svik
Jginhver eðlilegasti mælikvarðinn á lífsafkomu
fjölskyldunnar er það húsnæði sem hún býr í.
Á tímum vaxandi verðbólgu og þenslu eins og hér
hefur ríkt undanfarin ár, sem leitt hefur af sér
yelgengni fyrir braskara og spákaupmenn, hefur
íburður og hvers kyns 'tildur í íbúðarhúsum færzt
í vöxt. En það er ekki hinn almenni launamaður,
sem þannig byggir sér hús. Mikið vinnuálag hefur
gert honum kleift að afla meðallauna. Og með enn
meiri vinnu — yfirvinnu og helgidagavinnu —
hefur honum tekizt að koma sér upp íbúð. Lán op-
inberra aðila í þessu skyni hafa hins vegar hrokk-'
ið skammt, eru í bezta lagi um 50% byggingar-
kostnaðar auk þess sem þau eru allt of stutt.
gnn eru margir þjóðfélagsþegnar, sem alls ekki
geta byrjað á íbúð með þeim stuðningi, sem
ríkið veitir úr sjóðum Húsnæðismálastofnunar
ríkisins. Það er láglaunafólkið, sem oftast býr í
lakasta húsnæðinu, iðulega allsendis óhæfu. Verka-
lýðshreyfingin hugðist stíga skref til lausnar á hús-
næðisvandamálum þessa lágjaunafólks með sáirtl-
komulaginu 1965 um byggingu 1250 íbúða með all-
hagkvæmum kjörum. Bíkisstjórnin átti samkvæmt
samkomulaginu að sjá fyrir fjármagni í þessar í-
búðir fyrir utan hið almenna húsnæðislánakerfi í
landinu þannig að byggingará?etlunin yrði viðbót
við það, sem byggt er innan þess kerfis. Nú þegar
framkvæmd byggingaráætlunarinnar er komin
nokkuð af stað, hefur ríkisstjómin ekki látið eyri
hrökkva aneð eigin ráðstöfunum til áætlunarinn-
ar. Húsnæðismálastjórn hefur lagt fram fé til veru-
legs hluta þeirra framkvæmda, sem lokið er við,
og verkalýðs'hreyfingin sjálf hefur lagt fram fé úr
Atvinnuleysistryggingasjóði.
gnda þótt Húsnæðismálastofnunin hafi þannig
lagt fram fé til byggingaráætlunarinnar, hefur
hún ekki getað annað öllum þeim umsóknum, sem
henni hafa borizt. Þannig varð hún að skilja eftir
um 800 fullgildar umsóknir óafgreiddar, er hún
tók lánsumsóknir til afgreiðslu eftir miðjan marz-
mánuð sl. vetur. Verði ekki gripið til tafarlausra
ráðstafana er allt útlit fyrir, að þeir, sem sækja um
lán á næsta umsóknartímabili fái ekki úrlausn fyrr
en 1969 — eða jafnvel ekki fyrr en 1970! Það er álit
þeirra, sem til þekkja, að 150 miljónir króna vanti
nú á tekjur Húsnæðismálastjómar til þess að hún
geti annað öllum þeim umsóknum, sem berast;
þ.e. ef stofnunin lætur ekkert af hendi rakna til
byggingaráætlunarinnar.
Með saimningunum 1965 var ríkisstjómin skuld-
bundin til þess að sjá fyrir fjármagni til bygg-
ingaframkvæmda verkalýðsfélaganna. Fram að,
þessu hefur ríkisstjórnin ekki sýnt neinn lit á því,
að hún ætli að standa við loforð sín eftir tvö ár.
Veiti ríkisstjómin ekki fé beint til þessara fram-
kvæmda þegar í stað, er hún staðin að lúalegum
svikum, sem verða enn ein sönnun þess, að nú-
verandi ríkisstjóm og stefna hennar er ands'tæð
hagsmunum hins almenna launamanns. — sv.
Minningarorð
Tómas Guðberg Hjaltason
1 dag fer fram útför Tóm-
asar Hjaltasonar lögregluþjóns,
sem lézt af slysförum hinn 6.
september s.l.
Tómas Guðberg Hjalltason
var fæddur í Reykjavík, hinn
12. marz 1938, sonur hjónanna
Valnýjar Tómasdóttur og Hjalta
Gunnlaugssonar verkstjóra.
Tómas Guðberg hóf störf J
lögregluliði Reykjavíkur,. hinn
1. febrúar 1964, og starfaði
lengst af við umferðardeild
lögreglunnar, aðallega á .bif-
hjóli. Áður en Tómas hóf störf
í lögreglunni hafði hann verið
starfsmaður Landssíma Mands
og bifvélaverkstæðis Egils Vil-
hjálmssonar, en Tómas var
bifvélavirki, og Jauk prófi f
þeirri grein árið 1960.
Tómas varð ungur skáti og
starfaði mikið í þeirra röðum,
og var félagi í Hjálpansveit
skáta. Ennfremur var hann í
Björgunarsveitinni Ingólfur og
alltaf boðinn og búinn til að
veita aðstoð og hjálp, hvar og
hvenær sem til hans var leit-
að. Hann var félagslyndur mað-
ur og áhugasamur um velgengni
þeirra mála, sem hann helgaði
allar sínar tómstundir, slýsa-
varnir og hjálparstárfsemi.
Hann var einn þeirra manna
sem nútímaþjóðfélag á mikið
að þakka fyrir óeigingjörn
störf í þágu almennings. Lög-
regdumannsstarf sitt innti hann
af hendi mjög farsællega og
var vinsæll' jafnt af starfs-
bræðrum sem borgurum.
Tómas lauk prófi frá lög-
regluskóla ríkisins, hinn 10.
mai s.l. Apk þess hafði hann
lokið prófi frá skóla dönsku 'al-
mannavarnanna.
Hinn 15. égúst 1964, kvænt-
ist hann Guðnýju Maríu Finns-
dóttur, og áttu þau heimili hjá
foreldrum Tómasar.
Við félagar Tómasar í lög-
reglunni í Reykjavík þökikum
honum samstarfið og samver-
una og eiginkonu hans, for-
eldrum, systkinum og öðrum
ættingjum og vinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Bjarki Elíasson.
Ö þá náð að eiga Jesúm
einkavin í hverri þraut .. .
Tómas Hjaltason Dögreglu-
þjónn lézt hér í Reykjavík s.l.
miðvikudag. Við félágar hans í
umferðardeildinni eigum erfitt
með að trúa því að hann Tóm-
as komi aldrei til starfa með
okkur oftar. Við eigum erfitt
með að trúa því að hann, með
sitt ljúfa geð, með sína Ihlýlegu
og glaðlegu framkomu,: hann,
sem vildi allt fyrir 'alla gera,
við eigum erfitt með að trúa^
því að hann sé horfinn úrokk-
ar hópi. Það skárð verður
aldrei fýllt. Þessi fátæklegu
orð eiga ekki að vera nein
ævisaga, tiil þess brestur okk-
ur þekkingu. Þetta eiga aðeins
að vera fáein kveðjuorð til horf-
ins vinar og félaga.
Tómas fæddist hér í Reykja-
vík 12. marz árið 1938, sonur
hjónanna Hjalta Gunnlaugs- ■
sonar og Valnýjar Tómasdótt-
ur. Hann hóf nám í bifvéla-
virkjun á verkstæði Egils Vil-
hjálmssonar og lauk því némi.
Að því loknu hóf hann störf
hjá Landssíma íslands og vann
þar við uppsetningu loftnetaog
eftirlit með þeim. 1 febrúar-
mánuði árið 1964 hóf svo Tóm-
as störf hjá embætti lögreglu-
stjórans í Reykjavík. Lengst af
síðan hefur hann svo unniðhjá
umferðárdeildinni, á bifhjóli og
við þau skyldustörf sín lézt
hann.
Þann 15. ágúst Í964 kvæntist
Tómas eftirlifandí eiginkonu
sinni, Guðnýjú Máríu Finns-
dóttur og er að henni og öM-
úm hans ættmennum og vin-
lögregluþjónn
um, kveðinn sór harmur við
fráfall hans.
Tómas var ákaflega vin-
margur maður enda einstakt
ljúfmenni f allri framkomul
Sem lögreglumaður átti hann
mjög gott með að umgangast
fólk, það gerði hans létta geð
og glaðlega framkoma og hjálp-
fýsi, sem Tómasi var svo ríkt
í blóð borin.
I skátahreyfingunni var T'óm-
as mjög virkur þátttakandi,
enda framarlega. í þeirri starf-
semi allri. Einnig var hann fé-
lagi í Björgunarsveitinni Ing-
ólfi og varaformaður bar, og
sýnir bað glöggt hversu mikið
traust félagar hans háru til
hans. Það má með.sanni segja
að Tómas hafi tileinkað sér
orðin „ávalt viðbúin". Hannvar
ætíð boðinn og búinn til hvers
sem var og hvenær sem var.
Hann taldi ekiki eftir sér að
vinna hin erfiðustu störf hjá
lögreglunni, sem oft verður
að vinna sfn störf við slæmar
aðstæður. öll bau störf voru
unnin með sömu glaðlegu og
prúðmannlegu framkomunni,
sem honum var svo eiginleg,
alltáf. Tommi, við félagar bfn-
ir í umferðard^ildinni sökn-
um þín sárt. Við eigum á
bak að, sjá traustum vini óg
félaga. sem hverfur okkur i
blóma lífsins og á svo margt
ógert. Eitt eigum við þó, sem
aHdrei verður frá okkur tekið,
en það er minningin um þig
og á hana mun aldrei nokkur
skuggi falla.
Konunni þinni, foreldrum og
systkinum þínum, Nínu og
Dossa, vottum við^okkar dýpstu
sámúð óg biðjum Guð almátt-
ugan að veita beim styrk í
beirra djúpu sorg.
Far þi í friði, "
friður guðs þig blessi.
Félagar í umferðardeild.
Einn af félögum okkar og
skátabræðrúm, Tómas Guðberg
Hjaltasön lögregluiþjónn, léztaf
slysförum 6. þ.m., aðeins 29
ára að aldri. Með honum er
fallinn frá einn af okkar beztu
og traustustu vinum.
Fréttin um lát hans var vin-
um hans og kunningjum mikið
reiðarslag og fáir hefðu getað
orðið okku? meira harmdauði,
en svona er lffið því miður oft
óréttlátt. Skyndiflega verðum
við þess vísari, að einn af okk-
ar beztu vinum er horfinn. Lífi
hans er lokið, — hann er far-
inn heim. Við verðum að við-
urkenna að hann er horfinn
sjóiium okkar og að við sjáum
hann ekki aftur, fyrr en fund-
um okkar ber saman hinum
megin, eh þá vitum við, að
tekið verður á móti okkur af
gamalkunnum hressileik og
glaðværð. En minningin um
hinn horfna vin mun aldrei
líða úr hugum okkar. Slíkir
menn sem Tómas heitinn var.
eru ekki á hverju strái.
Tómas gekk snemma í skáta-
hreyfinguna og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Skátafé-
lag Reyikjavíkur allt fram til
síðustu stundar. Voru síörf
hans jafnan unnin af óeigin-
gimi, dugnaði og elju. Tómas
heitinn var með allra vinsæl-
ustu mönnum, svo vinsæll, að
allir sóttust eftir vináttu hans
og félagsskap. Hann var, eins
og sagt er, hvers manns hug-
ljúfi. Tómas var félagi í Hjálp-
arsveit skáta f Reykjavík og
lengi einn af forustumönnum
þar. Átti hann sæti í sveitar-
ráði sveitarinnar um árabil og
þekktu hann allir, sem að
björgunarmálum vinna. Hann
var traustur maður, harðdug-
legur og baráttúgláður. Þrek-
maður var hann mikill og einn
af þeim mönnum, sem lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna,
ef hann vissi, að einhver þurfti
hjálpar með. Var hann þá á-
vallt rósemin sjálf, og sást hon-
um aldrei bregða, hversu slæm-
ar sem horfur og aðstæður
voru. Þeir menn eiga gott, sem
búa yfir jafn mikilli hugarró
og Tómas heitinn bjó yfir.
Enda var svo, að jafnan var
leitað tiíl Tómasar er gera
þurfti út leiðangra til björgun-
arstarfa. Var þá sama hvort
beiðnin kom á virkum degi eða
rúmhelgum, að nóttu til eða
degi, Tómas var ávallt viðbú-
inn. Það eru vafalaust fáir,
sem hafa tekið jafn virkan þátt
í björgunarstörfum og Tómas
heitinn gerði, þar var hann á-
vallt framarlega i flokki. Á
síðari árum var Tómas einnig
félagi í Björgunarsveit Ingólfs
og gengdi þar stöðu varafor-
manns.
Tómas heitinn lézt í því
starfi, sem hann mat svo mik-
ils, lögreglu- og hjálparstarf-
inu. Hann var einn af reynd-
ustu mönnum í umferðardeild
lögregllunnar. Hann var rétt-
sýnn maður, góður maður.
Skarð hans verður seint fyllt.
Svo er sagt að þeir sem guð-
irnir elska, deyi ungir. Á það
ekki einmitt við um Tómas
Guðberg Hjaltason? Er ekki
einmitt dæmigert fyrir mann
eins og Tómas að deyja í
blóma lífsins og fullu starfi,
sem hann unni sér sjaldan
hvfldar í?
Það er ástkær vinur okkar
og félagi, sem við fylgjum til
grafar í dag. Eftirlifandi eigin-
konu hans, foreldrum, systkin-
um og öðrum vandamönnum,
færum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
I vissu um endurfundi síðar,;
kveðjum við þig kæri vinur,
og þökkum þér samveruna og
fádæma góð kynni.
Vertu sæll, guð varðveiti þig,
kæri félagi og skátabróðir.
Félagar úr Hjálparsveit
skáta í Reykjavík.
„Láttu hug þinn aldrei eldast
eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu.
Sonur morgunroðans vertu“.
Þessar látlausu og fallegu
ljóðllínur verða mér efst í huga,
þegar ég á skilnaðarstund rifja
upp kynni okkar, sameiginlea
áhugamál og samstarf. Hún
mun seint mást úr huga mín-
um myndin af hinum yfirlits-
bjarta æskumanni, dagfars-
prúðum og drenglunduðum, sem
ávallt var reiðubúinn að leggja
málefnum Slysavarnarfélagsins
lið, hvenær sem til hans var
leitað, hvort heldur var við
samæfingar björgunarsveita á
öræfum uppi, á annesjum úti,
eða við tilsögn og fræðslu á
námskeiðum félagsins. Allltaf
var tími aflögu og aldrei talin
eftir mörg spor og mikil fyrir-
höfn. Þegar Tómas hafði lofað
að takast á hendur einhvern
starfa fyrir félagið, þá vissu
allir að vel yrði á mólum hald-
ið. Hann frestaði því aldrei til
morguns, sem hægt væri að
Ijúka í dag. Það var skaphöfn
hans, skyldurækni og virðing
fjrrir stundvísi orða og athafna
sem vörðuðu veginn.
Þegar Slysavamafélaginu
var boðið að senda fulllirúa á
námskeið í Almannavörnum,
Framhald á 7. síðu.
Tvöfolt gler - Tvöfalt gler
4
Þið fáið tvöfalt einangrunargrler með ótrúlega stuttum
fyrirvara.
GLUGGAÞJÓNUSTAN
Hátúni 27 — Sími 12880.
í Gluggaþjónustunni Hútúni 27:
Allar þykktir af rúðugleri, litað gler. falleg munstur.
Sjáum um ísetningu á öllu gleri.
Sími 12880
%