Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagar 27. september 1967. I 50 ára afmæfí Sovétríkjanna MHT>rr»MCT Hópferð verður 28. október til 18. nóvember í til- efni byltingarafmælisins. Flogið verður Keflavík — Helsinki — Leningrad — Moskva — Tiblisi — Erevan — Sochi — Leningrad — Helsinki — Kaup- mannahöfn — Osló — Keflavík. Dvalizt verður í Leningrad 4 daga, Moskvu 7 daga, Tibilisi 2 daga, Erevan 2 daga. Sochi 4 daga og Leningrad 1 dag. eða þvi sem næst alls 22 daga með ferðum. Dval- izt verður á fyrsta flokks hótelum, allar máltíðir innifaldar, en auk þess leiðsögn, skoðunarferðir m.a. til vatnanna Ritsa og Seven í Kákasus og leikhús- og ballettmiðar í Kirovóperunni. Bolshoj. Kreml- leikhúsinu og ríkissirkusnum í Moskvu, auk ým- islegs annars óupptalins. — Fararst’jóri: Kjartan Helgason. Verð ótrúlega lágt. Þátttaká miðuð við 25 manns. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í tíma. Örfá sæti eftir. Allt innifalið í verði. Lf\ N O S a N FEÍBASUIFSIOFA Laugavegi 54. Símar 22875 og 22890. I ! I i i RADlllNETTE tækin eru byggð fyrir hin erfiðustu skilyrði - i 'Ut aT ' /y- '~r' I ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstrasti 18 sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur BB HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG • Landsleiknum fræga gerð skil í Speglinum • Eins og við var að búast fara allmargir dálkar í nýjasta tölublaði Spegilsins í rabb um „Mesta hneyksli íslenzkrar tí- þróttasögu" og er textinn við myndina sem birtist hér að of- an á þessa leið: Við leggjum til að Sigurður fái sér sam- lagningarvéi fyrir næsta lands- leik, svo að hann ruglist ekki í markatölunum. Ýmis önnur mál sem mikið hafa verið rædd að undanfömu eru tekin fyrir í blaðinu og fjallað um þau á spaugilegan hátt að vanda. Má þar nefna heilan ljóðabálk um stóriðju og néttúruvemd, pistil um Har- ald ríkisarfa og banka-þanka'. Forsælisráðherrn, Bj arni Benediktsson, íær einnig sinn skerf í speglinum að þessu sinni og þar hafa teiknarar blaðsins ekki legið á liði sínu. í ritnefnd Spegilsins eru Jón Kr. Gunnarsson, ritstjóri, Böðv- ar Guðlaugsson og Ragnar Jó- hannesson en teiknarar blaðs- ins eru Bjami Jónsson og Hall- dór Pétursson. útvanpið — i ................. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sújum. Kristín Magnús les fram- h,áldssöguna „Karólu“ eftir Joan Grant (21). j -15.00 Miðdégisútvarp. Ambrose og hljómsveit hans leika haustlög, gítarhljóm- sveit Tommys Gárretts Spán- arlög og hljömsveit Jerrys Mengos danslög. J. Garland og' Grethe Sönck syngja sína syrpuna hvor. M. Davis leik- ur á píanó og M. Ellegaard á harmoniku. 16.30 Síðdegisútvarp. Karlakór Beykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson og Bjarna Þorsteinsson; Sig- urður Þórðarson stj. Isolde Ahlgrimm leikur á sembal prelúdíur og fúgur eftir Bach. Gervaise de Peyer og. Sin- fóníusveit Lundúna leika Klarinettukonsert í A-dúr (K622) eftir Mozart. Gérard Souzay syngur söngva úr ,.Vetrarferðinni“ eftir Schu- bert. 17.45 Lög á nikkuna. Art Van Damme leikur með kvintett sínum og septett. 19.30 Dýr og gróður. Björn Johnsen talar um f jöru- kál- 19.35 Hringjur- Kristinn Reyr flytur ferða- vísur með fáeinum skýring- um. 19:55 Concerto grosso í D-dúr op. 6 nr. 4 eftir Corelli. Kammerhljómsveit " listaaka- demítmnar í Ungverjalandi flytur; Frigyes stj. 20.10 „Vökuró". Dagskrá Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Valborg Bentsdóttir sér um dagskrána og flytur inngangsorð. Guð- rún Stephensen og Kristín Anna Þónarinsdóttir lesa úr verkum Jakobínu Sigurðar- dóttur- Þuríður Pálsdóttir syngur lög eftir Jórunni Við- ar við Ijóð eftir Jakobínu- Jórunn V. leikur undir söng- num og einnig frumsamið píanótónverk: Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur. 21.30 „Frónbúans fyrsta barna- glingur“. Hersilía Sveinsdótt- ir fer með fcrskeytlur um ýmis efni. 21.45 Kórlög eftir Anton Bruck- ner: Kammerkórinn í Vín syngur; H. Gillesberger stj. 22.10 Kvöldsagan: „Vatnaniður“ eftir Björn J. Blöndal. (2). 22-35 Á sumarkvöldi. Margrét Jónsdóttir kynnir létta músik af ýmsu tagi. sjónvarpið Miðvikudagur 27. sept. 1967. 18,00 Grallaraspóamir. Teikni- myndasyrpa gerð af Hanna og Barbara. Islenzk-ur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 18,25 Denni dæmalaúsi. Aðal- hlutverkið leikur Jay North- Islenzkur. texti: Dóra Haf- steinsdóttir. 20,30 Steinaldarmennimir. — Teiknimynd um Fred Flint- sttone og granna hans. Is- lenzkur texti: Pétur H. Snæ- land. 20,55 Flugmennirnir 1 Papantla. Myndin lýsir einkennilegri trúarathöfn í Mexíkó, sem enginn veit i rauninni hvem- ig er upp rúnnin né hvaða tilgang hefur. Þýðandi er: Hjörtur Halldórsson. Þulur: Eiður Guðnason. 21,20 Jules og Jim. — Frönsk kvikmynd gerð af Francois Truffáut. — Aðalhlutverk leika Jeanne Moreau, Oscar Wemer og Henry Ferre. — íslenzkur texti: Dóra Haf- steinsdóttir- Myndin var áð- ur sýnd 23. september. 23,00 Ðagskrárlök. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast hálfan eða all- an dagínn. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. / kJÖÐ VIL JINN . Frá Raznoexport, U.S.S.R. 2-3-4-5 og 6 mm. Aog B gæðaflokkar Mars Trading Company hf Laugaveg 103 sfmi 1 73 73 Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sfmar 31055 og 30688 Er það rétt að fullorðið fólk geti lært erlend tungnmál? Já, það er rétt. Fullorðinn niaður er ÁHUGASAMUR — hann veit HVERS VEGNA hartn er að læra, hann kann að meta GÓÐA KENNSLU — og hottum finnst 'námið SKEMMTILEGT. Ful-lorðinn maður er góður nemandi. Við vitum það. — Við höfum reynsluna. Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4 og Hafnarstræti 15 — sími 1 000 4 og 216 55 (kl. 1-7). é i t v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.