Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 3
Samandagar L óktóber M6? — ÞJÖÐVHaJINN — SÍÐA J UMHVERFIS SAUÐHÓLSMÝRINA Rætt við Geirharð Þorsteinsson, arkitekt, um skipuiag hverfisins, Breiðholt III Skipulag Reykjavíkurborgar er víða laust í reipunum. Hvað ræður til að mynda útliti og staðsetningu nýrra verzlunarhúsa í Miðbænum? Hins veg- ar hafa þessí mál færzt í betra horf á síðustu árum einkum eftir að gengið var frá aðalskipulagi borgarinnar, og nú hefur verið skipulagt nýtt hverfi, Breiðholt III, á hæðinni norðan við Vatnsendahvarf. Þar er nú algerlega óbyggt, engin mannvirki utan sprengiefnageymslur Reykjavíkurborgar og gömul og úrsérgengin fjárgirðing. Síðast í gær var fólk þar á berjamó og enn vitum við Reykvíkingar um ör*nefni á þessum slóðum, Sauðhóll, Sauðhólsmýri og Grænagróf. Eftir nokkur ár verður Sauðhólsmýrin umbreytt í opið athafnasvæði og Sauðhóllinn kannski jafnaður við jörðu og orðinn hluti af jarðveginum undir fjölbýlishúsaþyrp- ingu. Framkvæmdanefnd Byggingaráætlunar hefur skipulagt Breiðholt III undir fofystu Geirharðs Þorsteinssonar, arkitekts. Þjóðviljinn hefur fengið Geirharð til að skýra nánar frá þessu nýja borgarhverfi og skipulagi þess, en það kemur til með að verða byggt-12000 íbúum — álíka fjölmennt og næststærsti bær landsins. Viðtal við Geirharð Þorsteinsson 'fer hér á eftir. Vildirðu fyrst Geirharður lýsa svæðinu, sem skipulagningin nær yfir? — Þetta svæði, sem erþriðji hluti Breiðholtshverfis, sem skipuiagður er, er 1500 metrar á lengd frá norðri til suðurs, þ-e. sama vegalengd og frá Hlemmtorgi niður í Aðalstræti, og á breidd er svæðið 7-900 metrar frá austrj til vesturs. Svæðið er á hásléttu norðan Vatnsendahvarfs um 90-92 m. yfir sjávarmál að sunnanverðu, en um 100 metrar að norðan- verðu. Það er aðgreint frá Breið- holti I vegna vesturbrekkunn- ar, sem er allbrött, en hæðar- fnismunur er 25-30 metrar. Byggingarland á svæðinu get- ur talizt gott, að vísu smáhól- ótt. Dýpi á klöpp eða ísaldar- ruðning er hins vegar ekki yfir 1,5 metra. I miðju svæðinu er mýri, Sauðhólsmýri, en þar mældist dýptin allt upp í 60 metra, en er yfirleitt 2-3 m. í mýrinni. Breiðholt III verður á um 190 ha. svæði, sém er dregið saman í 137 ha. bygg- ingarsvæði, bæði af skipulags- legum ástæðum — til þess að ná byggðinni sem bezt saman — en líka vegna þess að i norðurhlíð Breiðholtshvarfs er óbyggilegt svæði.v Nú er þetta svæði algerlega óbyggt. Þangað fer fólk enn á berjamó og nýtur kyrrðar frá skarkala borgarinnar. Hér er einnig mjög fallegt útsýni til norðurs, vesturs og suðurs- Og hér sést veí yfir Reykjavík sjálfa. Einkum er útsýnið til- komumikið af Breiðholtshvarf- inu, yfir Elliðavog, Sundin, Skarðsheiði og Esju. Er þetta útsýni vafalaust eitt hið feg- ursta í borgarlandinu. 12000 íbúar 1 þessu hverfi eiga að vera um 12000 íbúar. Er ekki þröngt á sæmilegum aðbúnaði fyrir þann fjölda á ekki stærra svæði? —- Um þéttleika byggðar á borgarsvæðum hafa verið skipt- ar skoðanir meðal sérfræðinga. Fyrst eftir 1920 komu fram há- værar raddir um það i stór- borgum, að rétt væri aðbyggja dreift, og voru þetta svör sér- fræðinga við byggingabraski þeirra tíma, er hús voru byggð 5-6 hæðir án lyftu og án nokk- urs athafnarýmis nema götunn- ar. Fljótlega kom i Ijós, að þetta fyrirkomulag leysti engan vanda og öll sameiginleg þjón- usta varð dýrari: götur og gang- stéttir lengri, dývari vatns- veita og skolpræsi. Auk þessa urðu hverfin sviplítil og sund- urlaus. Þéttleiki í þessum hverf- um fór oft niður í 40-50 íbúa á hektara. I nýbyggðri borg í Skotlandi, Cumbernauld, verða 175-300 í- búar á hektara. 1 nýju hverfi á Amager við Kaupmannáhöfn er áætluð nýting í íbúðarhverf- um 300-360 íbúar- Við gerð skipulagsins í þess- um hluta Breiðholtshverfisins höfum við talið okkur skylt að kanna ýtarlega hve þétt geti hugsast að byggja í þessu til- felli en forðast að taka við- miðunartölur óathugaðar. Við höfum sett okkur það mark- mið að stytta gönguleið" í búðir og1 skóla, gefa möguleika á að auka fjölbreytni þjónustunnar, auka skjól og hagkvæmni. Þess- um markmiðum teljum við Dkkur tæpast geta náð með minni nýtingu landsins en 80- 100 íbúum á ha., brúttó, sem þýðir að nýtin.g landsins í ein- stökum byggingarreitum getur í sumum tilfellum farið upp í 100-200 íbúa á ha. Athuganir á móteli sýna, að rúm er fýrir 12000-15000 íbúa í Breiðholti III. en eftir ráði skipulagsyfir- valda hefur verið horfið að því að miða frekari vinnu og at- huganir við 12000 íbúa. Miðað við fjölskyldustærð 3,4 gefur það um 3,500 fbúðir á svæðinu öllu. Tvenns konar hús Ef við víkjum næst að innri gerð skipulagsins, og er þá vit- anlega erfitt að gefa heildar- mynd af skipulagi hverfis í blaðaviðtali. — Byggðinni verður skipt í tvo aðalflokka. Hærri hús 8-8 hæða, sem „snúa út“- Or þess- um húsum verður mjög gott útsýni, sérstaklega blokkunum, sem eiga að vem á Breiðholts- hvarfinu. Þessi háu hús mynda svo skjól fyrir lægri húsin næst þeim. Annar flokkurinn, lægri hús, einnar til þriggja hæða, snúa inn og er þar meira lagt upp úr sambandi milli húsanna innbyrðis og einkagörðum. I háhýsunum verða auðvitað lyftur. Ýmsir hafa haldið því fram, að evo há hús væru ó- heppileg fyrir bamafjölskyld- ur Dg eru vissulega til mörg dæmi tnn gallaðar lausnir á vandamálum háhýsanna. En það eru dæmi, ekki færri, til um að þau hafi gefizt vel á marg- an hátt- Þau hafa kosti fram- ,wfir lágu byggðina varðandi sameíginloga þjónustu auk þess sem þau eru mjög styrkjandi fyrir heildarsvip hverfisins. veggnum eru uppdrættir af svæðinu. — (Ljósm. A.K.). Aldrei yfir akbraut Fyrirkomulag umferðarinnar verður í stuttu máli þannig, að innan hverfisins verða' tveir fiokkar gatna, safngötur og í- búðagötur. Öll umferð innan hverfisins á að geta farið fram eftir safngötunum, þ.e- án þess að íþyngja hraðbrautakerfinu umhverfis. íbúðagölturnair liggja hins vegar frá safngötunum inn í einstaka hverfishluta. Þá verð- ur unnt að komast frá hvaða stað sem er í hverfinu að ein- hverri af fimm tpngingum safn- brautakerfisins við hraðbraut- irnar, kostir þessa fyrirkomu- lags eru m. a. þeir, að umferð- in lokast aldrei inni þótt hindr- anir verði við eina tengingu og ennfremur er þetta fyrir- komulag þægilegra aðkomu fyrir ókunnuga. Lega safnbrautanna var einkum hugsuð með til- liti til gangstígakerfisins og dreifingar stofnana- — Það er sagt að börn á leið til skóla þurfi aldrei að fara yfir akbraut? — Það er rétt. Þau þurfa þess ekki og ættu þar af leið- andi aldrei að fara yfir akbraut. Gangstígar og akbrautir .eru víðast hvar aðgreind þó að gang- stéttir séu á nokkrum stöðum samhliða íbúðagötunum. Gang- stígakerfið er í sambandi við göngulínur aðalskipulagsins, er tengir það við opin svæði í kring. Lögð var megináhergja á, að leiðir eftir þessu kerfi væru sem stytztar og þægileg- astar. Ennfremur er gangstétta- kerfið einskonar beinagrind við dreifingu stofnanna. öll þjón- usta við íbúana — verzlanir, skólar, barnaheimili, leikvellir ofl. eru a.m.k. jafnaðgengileg eða aðgengilegri eftir gang- brautarkerfinu en ökukerfinu. Ennfremur eiga tómstundaheim- ili, sundlaug og félagsheimili að vera í nánum tengslum við aðalgangstígakerfið. Gangbrauta- og safnbrautakerfið skerast í þremur punktum og þessir punktar eru þar sem skólarn- ir og verzlanirnar liggja sinn hvors vegar akbrautar. Þetta er gert til að auðvelda byggingu brúar, en þessar miðstöðvar tryggja um leið eðlilega nýt- ingu brúnna. Verzlanirnar eiga að vera utan við götuna, sem lokar af Dpna svæðið í miðju hverfinu, .þ.e. nær íbúðarhús- unum, en skólarnir hins vegar innan við götuna og verður opna svæðið þeim þannig til góða. Gangstéttakerfið er skipulagt líka með það fyrir augum, að fólk á reiðhjólum geti notað gangstéttirnar, þannig að það þurfi ekki að vera út -á ak- brautunum sjálfum, sem vitan- lega eykur á slysahættuna eink- um ef börn eiga í hlut. Skólar — Hve margir skólar verða í hverfinu? — Samkvæmt upplýsingum fræðslustjóra Reykjavíkur er miðað við að, æskilegt skóla- hverfi sé með 4000 — 5000 íbúum. Miðað við það virðist eðlilegt að hverfinu séu þrír skólar, og er það miðað við að þeir geti allir haft not of opna svæðinu í miðju hverf- inu, þar sem nú er Sauðhóls- mýrin. — Þið gerið semsé ráð fyrir tvísetnum skólum. — Já, fyrst í stað, en við höfum talið okkur skylt að at- huga að halda í skipulaginu opnum möguleika fyrir ,ein- setnum skólum. Við gerum til- lögu um að gerðir verði smá-r skólar fyrir þá aldursflokka, sem minnst þurfa af tækjum og mest þarfnast þess að vera, nærri heimilum sínum, en það' er ekki afráðið hvort úr bygg- ingu þessara smáskóla verður. Þjónusta — Hvað um verzlanir í hverfinu? — Við gerum ráð fyrir að viðskiptaaðilar hverrar verzl- unar megi ekki vera færri en 2000 og er rétt að geta þess í Framhald á 9. síðu. ' iliiilli | Líkan að Breiðliolti 111. Myiuiin er tekin „suðvestanvert í skipu lagið' aðrar stofnanir. Auða svæðið opið athafnarými. — (Ljósm. a k ) Háu kubbarnir eru háhýsih. Dekkstu kubþau.ii skóiar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.