Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 9
Surmudagur 1. október 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA $ I I 50 ára afmæfí Sovétríkjanna HHTVPMCr Hópferð'verður 28. október til 18. nóvember í til- efni byltingarafmælisins. Flogið verður Keflavík — Helsinki — Leningrad — Moskva — Tiblisi — Erevan — Sochi — Leningrad — Helsinki — Kaup- mannahöfn — Osló — Keflavík. Dvalizt verður i Leningrad 4 daga. Moskvu 7 daga, Tibilisi 2 daga, Erevan 2 daga, Sochi 4 daga og Leningrad 1 dag, eða því sem næst alls 22 daga með ferðum. Dval- izt verður á fyrsta flokks hótelum, allar máltíðir innifaldar, en auk þess leiðsögn, skoðunarferðir m.á. til vatnanna Ritsa og Seven í Kákasus og leikhús- og ballettmiðar í Kirovóperunni. Bolshoj, Kreml- leikhúsinu og rfkissirkusnum í Moskvu, auk ým- islegs annars óupptalins. — Fararst'jóri: Kjartan Helgason. Verð ótrúlega lágt. Þátttaka miðuð við 25 manns. Þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í tíma. Örfá sæti eftir. Allt innifalið í verði. LAN □ S 9 N ^ FEKSASKRIFSTOFA Laugavegi 54. Símar 22875 og 2É890. I RADI^NETTE j tækin eru byggð fyrir hin erfiðustu skiiyrði M 1% % tM8 . •S 1 w i ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðaistræti 18 sími 16995 Aöalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur HELDUR HEITU OG KÖLDU UTI OG INNI Umhverfís Sauðhólsmýrina Framhald at 3. síðu. þessu sambandi, að gönguleið- ir í verzlanir í þessu hverfi ættu ekki að vera lengri en 300 metrar miðað við skipulag okkar. Þetta ðæmi sýnir m.a. nauðsyn þess að „þétta“, borg- imar. Það er í senn hagkvæm- ara frá sjónarhóli þeirra, sem eiga að greiða hinn sameigin- lega kostnað og þægilegra fyr- ir íbúa hverfisins, ef rétt er að fatrið. Hvenær hófst vinna við skipulag Breiðholts III? — Upphafið var það, að í bréfi til borgarráðs 19. júní 1966, gerði Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar grein fyrir nauðsyn þess, að hún fengi sjálf að skipuleggja það svæði, er hún myndi reisa á um' 900 íbúðir. Borgarráð varð við þessum tilmælum og afhenti framkvæmdanefndinni 3ja áfanga Breiðholtshverfishlut- ans til skipulagningar. Þegar við fyrstu athugun kom í Ijós að rúm var fyrir miklu meira en 900 íbúðir, en til þess svip- ur hverfisins yrði sem sam- felldastur var Framkvæmda- nefndinni falið að skipuleggja allt svæðið. Má segja að síð- an hafi skipulagsstarfið staðið yfir. Framkvæmdanefnd bygg- ingaáætlunar fær syðsta hlut- ann í hverfinu fyrir sínar 900 íbúðir. Hverfir hafa unnið að skipu- lagningu hverfisins auk Fram- kvæmdanef nd arinn ar ? — Þeir eru Bjöm Ólafs, Ól- afur Sigurðsson, Christian Poulsen, Hróbjartur Hróbjarts- son, Albína Thordarson, Stein- grímur Arason. kvæmd anefn d ar ætlunar. byggingará- Kostnaður — Hvað heldur þú að skipu- lagning á borð við þetta kosti? — Engar tölur liggja fyrir um kostnað við okkar starf. Hins vegar hefur danskur arki- tekt', sem hér hefur verið okk- ur til ráðuneytis sagt að Dan- ir gangi-út frá því að skipu- lagskostnaður sé 1—2 pró mille af heildarframkvæmdakostnaði á skipulagssvæðinu. Miðað við að þarna verði 3.500 íbúðir,*, sem kosti að jafnaði rúma milj-v ón króna að meðtöldum kostn- aði við gangstéttir o.þ.h. væri skiplagskostnaðurinn 4 — 8 milj. kr.. ef við notum hina dönsku viðmiðun. — Og nú hefur borgarráð fallizt á tillögur ykkar? — Já, í aðalatriðum. Næstu verkefni eru svo að kveða nánar á um íbúðaskiptingu í hverfunum og að deiliskipu- leggja nánar svæði Fram- Átthagatilfinning — Og að lokum; er nokkra forskrift unnt að gefa fyrir því hvernig á að skipuleggja borgarhverfi? — Það er ekki hægt að gefa neina algilda forskrift. En skipulag borgar er margþætt verk. Á hinu skipulagða svæði verður að taka tillit til marg- víslegra atriða og þá náttúr- lega fyrst og fremst þeirra, sem eiga að búa í viðkomandi hverfi. fbúðarhúsunum verður að koma skynsamlega fyrir og samræma útlit þeirra, eftir því sem við á í heildarmyndinni. Það verður að gera ráð fyrir hinum margvíslegustu menn- ingar- og þjónustustofnunum. flverfisbúar eiga ekki að þurfa að sækja þjónustu langar leið- ir innan hverfisins. Og allt verður hverfið að mynda sem haganlegasta og smekklegasta heild. Götur eiga að vera þann- ig að umferð gangi sem greið- ast, um leið og slysahætta er fyrirbyggð sem bezt verður við komið. Gangbrautir verða að tryggja sem mest öryggi fyrir vegfarendur. Það hefur mikið að segja að heilda'rsvipur borgarhverf- is sé aðlaðandi, ekki kaldur, kauðskur og fráhrindandi. Sundurlaus og óregluleg hverfi gefa borg fráhrindandi svip. Þorpið hefur jafnan yfir sér einhvem heildarsvip, enda þótt það sé byggt án mikillar skipulggningar. En skipulagn- ingin er þeim mun nauðsyn- legri sem þéttbýlið stækkar. Handahóf og kæruleysi við skipulagningu borgarhverfis er ekki einungis ógeðfellt. það er líka beinlínis hættulegt, það fælir íbúana frá heimkynnum sínum, því heimkynni eru ekki aðeins innan fjögurra veggja íbúðarinnar — þau ná út fyr- ir íbúðina, húsið, til umhverf- isins. Ef unnt er að gefa ein- hverja reglu um skipulag borg- ar eða borgarhluta, er hún sú að íbúamir, sem eiga eftir að alast upp og hrærast í þessum hverfum um ókomin ár hafi það á tilfinningunni að þeir eigi heima í hverfinu. — sv. Sigurjón Bjömsson sálfraeðingur Viðtöl skv. umtali. Símatími virka daga kl. 9—10 f.h. Dragavegi 7 Sírni 81964 Tekið verður á móti innritunargjöldum frá áður innrituðum nemendum, í Miðbæjarskólanum, á morgun, mánudaginn 2. okt., kl. 5—7 og 8—9 síð- degis. <§níineiiíal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívmnusfofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 Bólstruð húsgögn SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI: Sófasett, Svefn- bekki. — Tek klæðningar. Bólstrunin, Baldursgötu 8. N . ’ W Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR E- RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SOT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTrading Gompany hf IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR í dag, sunnudaginn 1. október, kl. 3 leika MÓTANEFND. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför móður okkar. tengdamóður. systur og ömmu. HÓLMFRÍÐAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR. frá Siglufirði Vesturgötu 46a Guðmundur Eiríksson Birgir Baldursson Daníel P. Baldursson Kristfn G. Baldursdóttir Elsa M. Baidursdóttir Eiríkur B. Baldursson Edda Gísladóttir Ólöf Auðunsdóttir Þorleif Alexandersdóttir Jóhaimes Friðriksson Anna Þ. Baldursdóttir Systkini og barnabörn. é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.