Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 6
I g SÍÐA — ÞJÓÐVHJTON — Sumudasur L. október 196'Z. FORSETAEFNIN í BANDARÍSKU KOSNINGAVÉLINNI Rockefeller og Nixon. Ábyrgð og metnaður . . . Forkosningar eru aðeins haldnar í 15 af 50 fylkjum Bandaríkjanna. I hinum 35 fylkjunum raeður viðkomandi flokksapparat því, hvemig sertdinefndin á flokksþing er skipuð. Það táknar að margir fulltrúanna eru fyrirfram bundnir einum frambjóðanda, því að forystumenn flokksins I viðkomandi héraði hafa ákveð- ið að styðja hann. Þess vegna er það sérlega mikilsvirði fyrir þá stjórnmála- menn sem berjast um það að verða útnefndir forsetaefni flokksins að tryggja sér stuðn- ing flokkgforystunnar í fylkj- unum. Þrátt fyrir forkcsningamar eru það forystumennirnir en ekki kjósendurnir sem eiga síð- asta orðið varðandi val á fram- bjóðanda. Þessar kringumstaeður gera forkosningamar að martröð fyrir frambjóðenduma. Ef þeir tapa eða fá mun færri atkvaeði en búizt hafði verið við, geta þeir dregið sig til baka strax. En vinni þeir aftur á móti er ekki þar með sagt, að þeir hljóti útnefningu. Því aðeins að frambjóðandi vinni kosningam- ar eða fái mun fleiri atkvaeði en búizt hafði verið við getur hann gert sér vonir um að hafa styrkt stöðu sína. Og það er vegna þess að at- vinnustjórnmálamenn eru gefn- ir fyrir að fylgja þeim, sem nær góðum árangri. Ef fram- bjóðandi vinnur i mikillvseg- ustu forkosningunum eins og Joihn F. Kennedy gerði árið 1960 em flokksbroddarnir viss- ir um að þeir hafl fengið at- kvaeðasafnara. Og þá eru þeir reiðubúnir að yfirgefa eftirlaet- isframbjóðendur sína til að fylkja sér um manninn, sem virðist naest sigrinum. Ef forkosningar leiða aftur á móti í ljós ógreinilegri mynd af vali kjósenda með því að mismunandi frambjóðendur vinni í hinum ýmsu fylkjum haida atvinnumennimir ó- skertum völdum. Og það tákn- ar yfirleitt að þeir’ frambjóð- endur sem hafa tekið mestan þátt í forkosningunum eru á undanhaldi. Þeir hafa einfald- lega eyðilagt hvem annan í baráttunni. Hrakfalla- bálkurinn Allar reglur og venjur um forsetakosningar eru mikilvaeg- ustu forsendurnar sem fram- bjóðendur Republikana nota, er þeir eru nú að móta stjómlist sína. Nokkrir þeirra neyðast til að taka þátt í forkosningunum, meðan aðrir leggja sig fram um að ná hylli flokksforust- unnar í einstökum fylkjum. Hægt væri að búast við því að Richard Nixon, sem hefur víðtækan stvðning starfandi flokksfélaga mundi velja seinni aðferðina. En viðumefnið „hinn eilífi fallkandidat" gerir honum alveg nauðsyrúegt, að taka þátt í forkosningunum í vor og sumar af fulHum krafti. Nixon hefur ekki unnið „sjálf- staeðan" sigur í kcsningum síðan 1950. þegar hann var kos- inn öldungadeildarþingmaður. 1952 og ’56 var hann kosinn varaforseti Eisenhowefs. Árið 1960 féll hann fyrir Kennedy og 1962 náði hann ekki kosn- ingu sem fylkisstjóri Kaliforn- íu. Nú em liðin 5 ár síðan hann beið síðasta ósigurinn og Nix- on gengur að því vísu að sig- ur í nokkmm fylkjum í for- kosningunum nægi til að fyrri brakfarir hans "gleymist. Hann veit að hann er úr leik, ef hann sigrar ekki í þess- wn forkosningum. Romney Romney var þegar búinn að byggja upp töluvert kosninga- apparat og hefur notið mikils styrks frá Nelson Rockefeller. Romney, sem er fylkisstjóri í Michigan, ætlaði upphafiiega að ferðast erlendis í september til að styrkja mynd sína í ut- anríkismálum. Nú hefur hann frestað ferðinni vegna annarrar ferðar sem hann fer um slömm stórborga Bandaríkjanna. Það táknar að hann mun að öllum líkindum dveljast um jólin með hermönnunum í Vietnam og það dregur varla úr vinsældum hans. New Hampshire er lítiðfylki og sendir ekki nema átta full- trúa á flokksþing. En bæði Nixon og Romney búast til mikillar kosningabaráttu þar vegna þess að þar fara fram fyrstu forkosningamar hinn 12. marz. Útkoman þar getur haft mikla þýðingu fyrir frambúð- argengi beggja frambjóðenda 1 baráttunni um útnefningu. En forkosmingarnar hafa minna að segja fyrir Ronald Reagan fyflkisstjóra í Kaliforn- íu. Stjórnlist Reagans Reagan hefur lýst þvf yfir að hann sækist ekki eftir því að verða forsetaefni, en jafn- f-ramt hefur hann fallizt á að halda m'argar ræður í ýmsum fylkjum næstu mánuði. Þá er hann tekinn tii að halda blaðamannafundi til að leggja áherzlu á þá ósk sína að meiri harka verði sýnd í stríð- inu í Vietnam og hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki draga sig úr forkosmingunum í Oregon, Nebraska og Wisc- onsin, ef aðrir vilja gera hann að forsetaefni. í þessum. ríkjum er það nauðynlegt lögum samkvæmt að öll forsetaefni sem koma til greina láti skrá sig til forkosn- inga. Það er enn ekki ailveg ljóst hvemig Reagan og stuðnings- menn hans hafa skipulagt bar- áttuna. En hvað sem því líður hefur þátttaka Reagans miklu verri áhrif á möguleika Nixons en Romneys. Nixon og Reagan skírskota nefnilega til sömu kjósendamna 'og með því áð láta nafn sitt vera á atkvæða- seðlunum í fylkjumum þrem getur Reagan sipillt alvarlega fyrir Nixon sem neyðist til að vinna í þessum fylkjum, ef hamn á að geta gert sér nokkr- ar vonir um að ná útnefningu. Það virðist sem sagt að Rea- gan byggi vonir sínar á því að Nixon og Romney eyðileggi möguleika hvor annars í for- kosningunum. Hinn íhalds- sami fylkisstjóri ætlar augsýni- lega sjáflfur að leggja fram sitt litla lóð með því að draga kjós- endur frá Nixon, þar semvara- forsetinn fyrrverandi stendur mjög vel að vígi. Hlutverk Rockefellers Rockefeller endurtekur enn, að hann sé ekki forsetaefni og afneitar því svo sennilega að við borð liggur að stjórnmála- fréttaritarar trúi honum. En það er ekki ólíklegt að Rockefeller gangi fram á svið- ið á síðustu stundu, því vitað er að hann mundi ekki undir nednum kringumstæðum sætta sig við að Nixon eða Reagan sigri ef hann getur komið í veg fyrir það- Ef Rockefeller kemur til sögu á síðustu stundu mundi það koma ililega þvert ofan i þær áætflanir sem Charles Percy öldungadeildarþingmað- ur frá Illinois hefur greinilega gert. Hann var fyrst kosinn í öld- ungadeildina á fyrra ári og því er hann svo, lítið þekktur að það mundi til lítils fyrir hann að .taka þátt í forkosningunum. Þess í stað getur hann vonað að Nixon og Romney eyðileggi hvor fyrir öðrum og Reagan græði ekki of rnikið á því. Stuðningsmenn Percys telja að hann muridi þá vera hinn áikjósanlegasti frambjóðandi sem hægt væri að sættast á, til málámiðlunar. En það verður til einskis ef Rockefelller lætur að sér kvað í baráttunni um útnefningu. Og sama gildir um vonir fjölda annarra forsetaefna, sem enn hafa lítið látið á sér bera. Enda er rúmt ár þar til for- setakosningamar eiga að fara fram. (Endursagt úr Infbrmation). Hið sérkennilega bandaríska fyrirbrigði sem kallað er forkosningar er áreiðanlega einkenni- legasta kosningafyrirkomulag sem' til er á vestuF- hveli jarðar. Sér 1 lagi á þetta við um þær for- kosningar sem haldnar eru í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna áður en stóru flokkarnir tveir velja frambjóðendur sína til forsetakosninga. Forkosningarnar eru liður í þessu vali og fá ekki aðrir að taka þátt í kosningunum en þeir sem skráðir eru félagar í viðkomandi flokki. Munúðarfullir munkur fyrir kaþólskan markað—hýðingar fyrir lúterstrúarmenn Klámmyndir eru gerðar í samræmi við nákvæmar markaðsrannsóknir — Klámmyndagerð er orðin iðn- aður sem veltir miljónum. Á hverjum degi eru framleidd hundruð klámmynda — bara i Evrópu. Umsetningin er nú komin upp í næstum 3 milj- arða króna (isl.) á ári. Þeir sem hafa hug á að kynna sér þessi mál ættu að lesa bók, sem er nýkomin út hjá útgáfufyrirtgekinu Paul Zsolnay-Verlag í Hamborg Bók- in heitir á Þýzku „Die Sex- Hándler“ og er 382 síður. Höf- undurinn heitir Stephen Barley. Klámmyndir verður að fram- leiða í samræmi við nákvæm- ar markaðsrannsóknir, ef þær eiga að borga sig vel — og þekkingu á óskum áhugamanna í viðkomandi löndum. í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal — sem sagt í kaþólsk- um löndum — vilja áhorfendur Sjá myndir sem sýna munka. nunnur og presta sem annan aðila í kynmökum. ' FyTÍr bandarískar gervihetj- ur og innhverfa Breta með nið- urbældar -tilhneigingar eru framleiddar kvikmyndir með sadískum atriðum svo sem hýð- ingum. í Þýzkalandi og Skandinavíu er góður markaður fyrir lesb- ískar kvikmyndir, myndir sem sýna þeldökkar konur með Evr- ópumönnum eða ljóshærðar Norðurlandastúlkur sem vöðva- miklir blökkumenn nauðga. í Suður-Ameríku og Ástralíu er eftirspurn eftir klámmjmd- um þar sem konur eiga við dýr. Kvikmyndaframleiðendumir eru alltaf á höttunu’m eftir nýj- um tilbrigðum við höfuðefnið — reyna að gera framleiðsluna fjölbreyttari fyrir áhorfendur sém eru að verða leiðir á al- gengum viðfangsefnum. Hið nýjasta á þessu sviði eru myndir s«m sýna miíþyrm- ingar á bömum. Nýtt hugtak: Myndþrælar Hvaðan fá framleiðendurnir leikara í myndiroar? Fyrir ein- faldari atriði sem ekki krefj- ast öfuguggaháttar af neinu tagi er auðvelt að fá leikara. En það gerist erfiðara um leið og kröfuroar eru sniðnar að óeðlilegum þörfum. Og þá hafa framleiðendurnir sínar eigin aðferðir til að verða sér úti um leikara. Helzt vilja þeir fá venjulegar húsmæður til að leika í myndunum/ Þeir hafa ekki áhuga á þvi aðnotavænd- iskonur eða Ijóslifandi „sím- stúlkur“ í hlutverkin, því eins og Bandaríkjamaður einn sagði: Bandarískur viðskiptavinur kærir sig ekki um myndir af stúlkum sem þeir geta sjáKir leigt sér fyrir peninga. Þeir vilja fá að sjá klámatriði með virðulegum konum, svo þeir geti lifað sig inn í það, að þama sé grannkonan úr sömu götu á tjaldinu. Til þess að ná tangarhaldi á slíkum konum beita framleið- endur og aðstoðarkokkar þeirra hinum mestu klækjum. Þeir leggja snörur fyrir gift- ar konur, koma einhverri þeirra t.d. í náið samband við ann- an mann og taka myndir af samskiptum þeirra. Síðan eru þessar myndir notaðar til að kúga konuna. Skuldir, falsanir, spila^ýkn eða eituriyfj aneyzla eru aðrir veikleikar sem’ klámmynda- framleiðendumir notfæra sér til að verða sér úti um leikara í myndirnar. Nýtt hugtak hefur komið fram, en það eru svonefndar „battéry girls“. Það eru ungar stúlkur, sem eru lokkaðar t.il að byrja á því að taka Marihu- ana og önnur éiturlyf. Þegar þær eru orðnar full- komlega háðar eitrinu er hægt að láta þær byrja að sýna sig fyrir framan myndavélaroar. Og þaðan í frá verða stúlk- umar að selja sig á þennan hátt til að útvega sér eitrið. sem þær geta ekki lifað án — og þá eru þær jafnframt hæfi- lega „hlaðnar“ til þess að hægt sé að láta þær gera hvað sem hugsazt getur. Þetta kallar Barley, bókar- höfundur: Myndþræla. Ljósmynda- fyrirsæta óskast Klámmyndaiðnaðurinn út- jaskar fólki fljótt og hefur endalausa þörf á nýju fólki. Fyrirsæturnar verða útslitn- ar og það verður að kasta þeim. Endurnýjun starfskrafta fer fram með auglýsingum í dagblöðum. Helzt er það í Mið- og Suður-Evrópu en kemur einnig fyrir á Norðurlöndum. Skírskotað er til hégóma- girndar ungra stúlkna og æv- intýralöngunar þeirrai í auglýsingunum er lofað ferðum til útlanda, reynslu- kvikmyndum, fyrirsætustarfi. . Til áð hylja hinn raunverulega tilgang er oft óskað eftir söng- rödd, Vnenntun í sýningarstörf- um, málakunnáttu o.s.frv. Alþjóðalögreglan Interpol tel- ur að á hverjum degi árið um kring hverfi um 150 konur í ' Evrópu. En ekki nema fáar ■ þeirra, enda fyrir framan klám-' myndavélamar. Flestar lenda í hóruhúsum eða kvennabúrum í arabalöndum. Samkvæmt tölum frá SÞ eru u.þ.b. 2 miljónir manna sem lifa í kynferðisþrældómj i ver- öldinni nú. -Meðal stórjarðeigenda í Suð- ur-Ameríku tíðkast enn hinn gamli siður „Jus prima noctis“, þ.e.a.s. réttur landeigandans til að sofa hjá brúðinni á brúð- kaupsnótt, þegar einhver af undirsátum hans kvænist. Barley hefur skrifað bók sína eftir rannsóknir og ferðalög umhverfis jörðina árum sam- an. Hann notar viðtöl, skýrslur frá SÞ. frá Hjálpræðishemum og Anti-Slavery Society. Þetta er yfirlit um ómann- lega hunzku og peningagræðgi — hroðaleg mynd af athöfnum sem framdar eru daglega und- ir hinu slétta og fellda yfir- bragði þjóðlífs A vesturiöndum. 1 I / i l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.