Þjóðviljinn - 05.10.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — KTÖÐVmiNN — Rmmtudagur 5. ofctóber 1967. Utgefandi: Sameiningarflokfcur alþýðai — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. OrðheUni Björgvin Sigurðsson: J-Jemámsstjórinn á, Keflavíkurflugvelli virðist bera ámóta mikla virðingu fyrir orðum sínum og fyrirheitum og þeir ráðamenn bandkrískir sem hétu því á styrjaldarárunuim að f jarlægja heri sína frá íslandi þegar í styrjaldarlok en hafa hér samt enn hernámslið, 22 árum síðar. Hernámsstjórinn tilkynnti ríkisstjóm íslands í formlegu bréfi í haus't að sendingar dátasjónvarpsins yrðu tak- markaðar við Keflavíkurflugvöll og næsta ná- grenni hans um miðjan septembermánuð. í við- tali við íslenzka sjónvarpið fyrir svo sem mánuði staðfesti hemámsstjórinn þessi ummæli sín, og hann lýsti jafnframt yfir því að svo tryggilega yrði frá takmörkuninni gengið að þess yrði eng- inn kostur að sjá dátasendingarnar í Reykjavík, ekki heldur þótt menn reistu risagálga á þökum húsa sinna og keyptu sér hina öflugustu magnara. Samt hefur svo til tekizt að takmörkunin hefur reynzt marklítil; sendingar hernámssjónvarpsins sjást enn í höfuðborginni, sumstaðar sæmilega að sögn, og í síðustu viku var styrkur stöðvarinnar aukinn á nýjan leik. JJvað veldur þvi að hernámsstjórinn á Keflavík- urflugvelli stendur uppi sem ómerkingur? Ekki getur ás'tæðan verið sú að hið mikla forusturíki á sviði tækni og vísinda kunni ekki ráðin sem duga til að takmarka sendingar einnar ómerkilegrar sjónvarpsstöðvar. Ekki getur ástæðan heldur ver- ið sú að hernámsliðið hafi verið óviðbúið að leysa þessa þraut, því nú er liðið meira en ár síðan upphaflega var tilkynnt um takmörkun sendinga. Ástæðan hlýtur að vera hin, að hernámsstjórinn beri þann hug til íslenzkra stjórnarvalda og ís- lenzku þjóðarinnar að hann telji ekki ómaksins vert að standa við orð sín í saimskiptum við því- líka aðila. J>egar íslenzkir ráðamenn eru spurðir hverju þessar vanefndir sæti, vísa þeir allir frá sér; þetta sé mál hernámsliðsins eins og komi ekki ís- lanzkum stjómarvöldum við. Þau viðbrögð eru í samræmi við alla forsögu málsins. Ríkisstjórn ís- lands og Alþingi íslendinga reyndust á sínum tíma ófáanleg til þess að mæla fyrir um lokun dátasjónvarpsins; í staðinn gekk menntamála- ráðherra íslands eins og hver annar nauðlertar- maður á fund bandaríska sendiherrans og banda- ríska hemámsstjórans og bað þá að itakmarka sendingarnar og láta líta svo út sem fruimkvæð- ið kæmi frá stórveldinu. Trúlega mótast fram- hald málsins af svipaðri reisn. Þegar leiðsögu- maður Brasilíufaranna kemur aftur til Islands getur hann á nýjan leik upphafið bænarmál sín í sendiráðinu viZ Laufásveg, og til þess að losna við jafn hvlmiclft Svahb kann jafnvel svo að fara að hemámss'tyfríhn vilji það til vinna að standa við orð sín. — m. Vanhugsað fljótfærnisverk Fá mál, sem á dagskrá þjóð- arinnar eru í dag, eru slík alvörumál, sem breytingin í hægri handar akstur á íslandi. Og í engu máli mun viljí þjóð- arinnar jafn eindreginn, þar sem hiklaust er óhætt að full- yrða. - að 90% þjóðarinnar eru breytingunni andvíg, og í þeim hópi eru flestir þeir, sem vegna reynslu og þekkingar á málinu ættu gleggst um það að geta borið, svo sem flestir reyndustu bifreiðastjórar lands- ins. En að sjálfsögðu er þetta mál allrar þjóðarinnar og snertir hvern þjóðfélagsþegn. Meðferð máls þessa hefur verið með fádæmum frá upp- hafi vega. Látið hefur verið að því liggja í blaðaummælum, að Alþingi hafi hreinlega ver- ið blekkt til fylgis við málið. Frumkvöðlar og • forsvarsmenn hægri handar aksturs vinna eftir markvissum leiðum, þar sem ákveðnar viljayfirlýsingar frá fjöldasamtökum í landinu, svo sem bifreiðastjórafélögum. slysavarnadeildum, verkalýðs- félögum, bændafundum og fl. samtaka, eru að engu hafðar. Hinsvegar er af áróðursmönn- um hægri handar aksturs leit- að til nokkurra toppmanna í slysavarnamálum og bifreiða- eftirliti og þeirra persónulega álit túlkað sem vilji samtak- anna, þó bifreiðastjórafélögin og slysavarnadeildir víðsvegar um landið mótmæli kröftug- lega hópum saman. Má um þessa afstöðu forsvarsmanna í slysavarnamálum og bifreiða- eftirliti vissulega segja, að þar höggva þeir, sem hlífa ikyldu. Aðgangur að dagblöðum, út- varpi og sjónvarpi virðist 'mjög takmarkaður fyrir þá, sem vara vilja við breytingunni og hættunum sem henni eru sam- fara, en hinsvegar greiður fyr- ir skefjalausum áróðri fyrir breytingunni, sem þjóðin á svo að borga og þola afleiðingarn- ar af. Af forsvarsmönnum hægri handar aksturs er pijög vitnað til Svíþjóðar. Þar er þó gjör- ólíkum aðstæðum til að jafna. Ætti áð bera aðstæðurnar í Svíþjóð til samanburðar við ísland, væri helzt til að jafna, að hægri handar akstur væri í gildi um helming lands okk- , ar og vinstri handar akstur í giliji um hinn helminginn og stöðugur bílastraumur þar á milli. Við slíkar aðstæður myndi engum blandast hugur um nauðsynina á samræmdum umferðarreglum. Á íslandi er hinsvegar engu slíku til að dreifa. Við búum hér á eylandi, langt úti í reg- inhafi. Enginn bílastraumur frá hægri handar aksturs lönd- um yfir okkar landamaéri. Við getum því um alla framtíð búið við okkar vinstri handar akstur og sparað með því fjár- muni og verndað mannslíf. Og við skulum aðeins líta á röksemdirnar, sem fyrir breyt- ingunni eru færðar. Fram- kvæmdastjóri hægri umferðar- nefndar, Benedikt Gunnarsson, sagði í viðtali við ríkisútvarpið fyrir nokkru, að ein meginá- stæðan fyrir breytingunni væri sívaxandi fjöldi útlendinga, sem hingað kæmi til að aka um land okkar. íjn er þessi ástæða svo þung á metunum, sem röksemd fyr- ir breytingunni, að óhjákvæmi- legt sé að fara út íi breyting- una hennar vegna? Áreiðanlega verður það alltaf mjög tak- markaður hópur manna, sem hingað leggup leið sína frá hægri handar aksturs löndum með bíla sína, og eðlilegra væri og réttlátara að þeir legðu á sig að laga sig eftir íslenzk- um umferðarreglum, en að þjóðin breytti þeim þeirra vegna. Og hvað um Englend- inga. sem hingað koma? Víst er, að ekki eru fáir Englend- ingar i hópi útlendinganna, sem hingað koma, en England verður áfram með vinstri handar akstur, svo ekki verður breytingin þeim til hægðar- ' auka við akstur hér á landi. Þá er fært ffam sem rök- semd fyrir breytingunni að kostnaður við breytingar á bif- reiðum sé mikill, því að flest- ar bifreiðir séu keyptar frá hægri handar aksturs löndum. Einnig þessi röksemd verður haldlítill. Fyrst og fremst mun hægt að afla sér bifreiða utr anlands frá, sem gerðar eru fyrir vinstri handar akstur, og í öðru lagi væri ekki áhorfs- mál að leggja í kostnað við breytingu á bifreiðum, eftir því sem með þyrfti, fremur en hætta því, sem hægri handar umferð hefur í för með sér. Sá ko.stnaður væri ekki svo stór- vægilegur fyrir þjóðfélagið. Þá er það staðreynd, sem bifreiðastjórar, er á langleiðum aka, þekkja vel, að í blind- hríðum íslenzkra . vetra hefur það oft verið eini möguleikinn til að halda áfram ferð sinni, að horfa út um hliðarglugga á bifreið með stýri vinstra megin og fylgja vinstrj vegar- brún. Sá möguleiki væri úti- lokaður með breytingunni. . Allt ber þvi að sama brunni um það, að breytingin í hægri handar umferð á fslandi, er vanhugsað fljótfærnisverk, sem enginn fær séð fyrir afleið- ingarnar af. Eftirhermuháttur og snobb fyrir „fínum“ útlend- ingum virðist þar nokkru hafa ráðið um, en á altari tildur- mennsku og hégómaskapar hef- ur þjóðin sannarlega ekki efni á að fórna, hvorki fjármunum né mannslífum. Krafan um þjóðaratkvæða- greiðslu, samfara alþingiskosn- ingunum á sl. vori, um þetta stóra mál, var borin fram í nafni fjöldasamtaka svo tugum þúsunda skipti. Valdhafar þjóð- arinnar höfðu þá lýðræðislegu kröfu íólksins í landinu að engu. Kostnaður eða fyrirhöfn við þá atkvæðagreiðslu hefði þó orðið sáralítill. Hversvegna mátti þjóðin ekki segja sitt álit í þjóðaratkvæðagreiðslu? Það var þó leyft í Svíþjóð. Fullkomnlega er sýnt, að fundahöld, undirskriftasafnan- ir og annað slíkt frá hendi þess stóra meirihluta, sem koma viU í veg fyrir breyting- una, er og verður að engu haft. Allt slíkt er því unnið fyrir gýg. Og þá spyr maður mann: „Hvað skal nú til vamar verða?“ Jú, ein leið er enn til innan ramma þess lýðræðisfyrirkómulags, er við þó enn búum við: Fullkomin ástæða er til að ætla, að meirihluti núverandi alþingismanna sé á móti breyt- ingunni og sjái hvað í húfi er, eftir að málin hafa skýrzt og allt liggur ljósara fyrir en þegar lögin voru sett. Því ber þeim samtökum, sem koma vilja í veg fyrir breytinguna, svo sem félagi vegfarenda, að vinna að því að Alþingi það, er saman kemur 10. október afnemi þessa hættulegu breyt- ingu á umferðarlögunum. Hreint aukaatriði fyrir þjóð- ina er að taka á sig þann kostnað sem kominn er, sem lokagreiðslu, móti þeim kostn- aði og þeim hættum, sem þjóðin yrði á sig að taka nái breytingin fram að ganga. Slíkum úrslitum málsins myndi þjóðin svo til einhuga fagna. Björgvin Sigurðsson. «>- HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI Feröizt á lágu fargiöldunum Þann 15. september gengu í gildi sérfargjöld til eftirtalinna staða: Amsterdam, Bergen, Berlin, Brussel, Dub- lin, Frankfurt am Main, Kaupmannahafn- AR, Glasgow, Gautaborgar, Hamborgar, Helsinki, London, Luxemborgar, Oslo, Paris, Stavanger og Stokkhólms. Gilda þau í 30 daga frá brottfarardegi. Síðasti gildandi brottfarardagur er 31. okt. — Fargjalda- lækkun þessi nemur 25%. Fargjöld þessi eru fram °g_ til baka fargjöld. Hægt er að skipuleggja hringferðir á grundvelli þeirra. (Routings). Vetrarfargjold til Luxemborgar ganga í gildi 1. nóv. og gilda til 31. marz 1968. Gilda þau út allt þetta tímabil og eru ekki miðuð við 30 daga gild- istíma, en eru þau sömu að verðgildi. Rétt er að benda á hagkvæmar ferðir strax eftir lendingu Loftleiðaflugvéla til ýmissa stórborga á meginland- inu svo sem Parísar og Frankfurt am Main með Iangferðabifreiðum. — Sérstaklega ódýr fargjöld og daglegar ferðir. Erm fremur viljum við vekja athygli á IT-fargjöld- um okkar sem gilda til 31. okt. Unglingafargjöld- in sem gilda á öllum Evrópuleiðum fyrir unglinga á aldrinum 12—22 ára.- Námsmannafargjöldunum sem gilda í 2 ár. Við bjóðum upp á lánakjör Loftleiða: helmingur fargjalds á leiðum þeim sem flogið er með flugvélum þeirra, gegn 8% vöxtum allt up-p í eitt árÁÍ, Við veitum þeim sem skipta við okkur alla fyrir- greiðslu varðandi ferðalagið og kappkostum að skapa viðskiptavinum okkar ódýra, góða og örugga þjónustu. — Leitið viðskipta við okkur. Það sparar yður fyrirböfn og oft á tíðum peninga. Höfum úrvalshótel um víða veröld. nauE^iaa -> r o f a Laugavegi 54 — Símar 22875 og 22890. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.