Þjóðviljinn - 13.10.1967, Qupperneq 1
ÞaS sem hœkkar: matvœli, tasteigna-
g'löld, utbnferSir, tóbak, áfengi, trygg-
ingaiSgJöld, sjúkrasamlagsg’iöld,
póstur, simi, hlJóSvarp og sjónvarp
ÞAD SEM EKKI MÁ HÆKKA: KAUPIÐ
ENN EITT OÐAVERÐBOLGUSTOKK:
reisnaraiogurnar
nema 750 milj. króna á ári
Verðlagsvísitalan hœkkar um 14 stig ón þess að kaup eigi nokkuð að hœkka
□ I ræðu á fundi Sameinaðs þings í gær kynnti Bjarni Bene-
diktsson fyrsta áfangann í, ráðstöfunum ríkisstjómarinnar eftir
að viðreisninni hefur tekizt að snúa velgengni í vandræði. Álögur
á þjóðina verða auknar um 750 miljónir króna á ári, að því er
ríkisstjórnin sjálf telur, en það jafngildir meðalverðhækkun sem
nemur 7,2% eða um 14 vísitölustigum. Þessar stórfelldu verð-
hækkanir leggjast mest á brýnustu nauðsynjar, mjólk og mjólk-
urafurðir, kjöt og kartöflur og bitna því harðast á tekjulágum og
stórum f jölskyldum. Þessar verðhækkanir eiga launamenn að bera
bótalaust, og yfirlýst að það jafngildi 7% lækkun á kaupmætti.
Bjarni Benediktsson
flytur tilkynningu ríkisstjómar-
innar — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Grein Alexanders
Werths: Fimmtíu
árum síðar — Bls. 5
i)
2)
3)
Aðalráiðstafanirnar eru þessar:
Felldar verða niður allar niðurgreiðslur á
vöruverði sem teknar hafa verið upp síðan lsta
ágúst í fyrra — það er að segja öll „verðstöðv-
unin“! Þessi upphæð jafngildir um 410 miljón-
um króna eða 6,1% — um það bil 12 vísitölu-
stigum.
Fasteignamat verður tólffaldað og í sveitum
allt að því sexfaldað og á aukinn fasteigna-
skattur að færa ríkissjóði 62 miljónir króna.
Lagður verður á famtíðaskattur vegna utan-
ferða, þrjú þúsund krónur á farseðil, en tekj-
ur af því eru áætlaðar 60 miljónir króna.
/Q Tóbak og áfengi hækka um ca. 13%, en sú
verðhækkun á að færa ríkissjóði um 60 milj-
ónir króna.
Iðgjöld almannatrygginga v-erða hækkuð um
63 miljónir króna á ári.
Q Hækkun daggjalda á sjúkrahúsum og hækk-
un sjúkrasamlagsiðgjakla á að nema 40 milj-
ónum króna á ári.
Söluskattur á að leggjast á póst, síma og út-
varp og er áætlaður 40 milj. kr. á ári, og auk
Alþinfiismenn Wýfta á „bjargráða“-boðskap rikisstjórnarinnar á þingfundi í gær. (Ljm. Þjóðv. A.K.)
þess eiga póstur og sími að skila 20 miljóna
króna tekjuafgangi í ríkissjóð.
Nýr vísitölugrundvöllur verður tekinn upp
lsta marz n.k., en hækkanir þær sem nú
verða á gömlu vísitölunni verða að engu
bættar. Það kallaði Bjarni Benediktsson „á-
framhald á stöðvunarstefnunni“!
!
Kjörbréf allra alþingis-
manna voru sambykkt
Þingsetnlngarfundi var fram
haldið i s ær og voru þá
greidd atkvæði um kjörbréf-
in. Samþykkt voru kjörbréf
sextíu alþingismanna og
tveggja varaþingmanna.
Öll kjörbréfin voru sam-
þykkt með sambljóða at-
kvæðum, nema kjörbréf
Steingrims Pálssonar. Um
það krafðist Bjami Bene-
diktsson nafnakalls og var
kjörbréfið samþykkt með 28
atkvæðum gegn einu, en 31
greiddi ekki atkvæði. Þeir
sem sátu hjá voru allir þing-
menn stjómarflokkanna nema
Pétur Benediktsson" sem
gerði grein fyrir atkvæði sínu
og kvaðst álíta að Alþýðu-
flokknum bæri þingsætið, og
hefði sannfærandi ræða
Magnúsar Kjartanssonar dag-
inn áður orðið sér styrkur til
að skera sig úr hópi þeirra
sem sátu hjá.
Allir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins greiddu atkvæði
með kjörbréfi Steingríms.
Magnús Kjartansson gerði
svofellda grein fyrfr atkvæði
sínu:
„Þar sem landskjörstjórn
lýsti yfir því í qpphafi kosn-
ingabaráttunnar að atkvæði
I-listans í Reykjavík yrðu
Iögð við atkvæði Alþýðu-
bandalagsins við úthlutun
uppbótarþingsæta, og þar sem
málsvarar og málgögn stjórn-
arflokkanna beggja og Fram- hj
sóknarflokksins lýstu sam- J
þykki við þá niðurstöðu fyrir
kosningar, tel ég kjósendur
eiga siðferðilega og Iýðræðis-
lega heimtingu á því að við
þau fyrirheit verði staðið í
verki að kosningum loknum,
og segi þvi já, jafnframt því
sem ég ítreka þá afstöðu að
óhjákvæmiicgt sé að endur-
skoða kosningalög, svo að
jafn fráleitir atbwðir endur-
taki sig ekki“.
I
Nýr „málefnagrundvöllur"
Þegar kosningum var lokið á
fundi sameinaðs þings í gær
kvaddi forsætisráðherra sér
hljóðs og las yfirlýsingu um
framhald á stjómarsamvinnu
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins og skýrði fr(i þeim ráð-
stöfunum sem hér hefur verið
sagt frá og auk þess alllmörgum
mólum öðrum sem stjórnarflokk-
arnir hefðu samið um að vinna
að á kjörtímabilinu. Verður þessi
tilkynning róðherrans um nýjan
málefnasamning stjórnarflokk-
anna birt í heild í næsta blaði til
glöggvunar lesendum blaðsins.
Gylfi Þ. Gíslason lýsti yfir i
fáum orðum að miðstjóm Al-
þýðuflokksins hefði einróma
samþykkt að halda áfram stjóm-
arsamvinnu við Sjálfstæðisflokk-
inn á grundvettli yfirlýsingarinn-
ar sem forsætisráðherra las.
Eysteinn Jónsson lýsti yfir
Framiliald á 4. s.óu.
1968
Nokkur stjórnarfrum-
vörp voru lögð fram á Al-
þingi í gær. Fyrst þeirra
var fjárlagafrumvarpið bg
telur stjómin í athuga-
semdum að tvö séu megin-
einkenni frumvarpsins. •—
Annað séu ráðstbfanirnar
í efnahagsmálum og hins
vegar sé gagnger breyting
á skipulagi frumvarpsins
bæði að formi og efni, í
samræmi við ný lög um
ríkisbókhald, gerð ríkis-
reiknings og fjárlaga. Sé
stefnt að því að gefa heild-
armynd af nær öllum
rekstri ríkisins, ef undan-
skildar eru hreinar lána-
stofnanir, bankar og lána-
sjóðir
Gjöld á rekstrarreikningi
á fjárlögum ársins 1968 eru
áætluð 6.120.431.000 kr.,
en tekjur 6.195.296.000 kr.
eða tekjur umfram gjöld
74.865.000 kr. Greiðslujöfn-
uður á lánahreyfingum er
37.565.000 kr., og greiðslu-
afgangur verður 37.300.000
krónur.
i