Þjóðviljinn - 13.10.1967, Side 3
Arthur Sch/esinger leggst
gegn endurkjörí Johnsons
WASHINGTON — Bandarískir
kjósendur eiga að hafna endur-
kjöri Jdhnsons forseta ef hann
stöðvar ekki stigmögnun stríðsins
í Vietnam, sagði prófessor Arthur
M. Sdhlesinger í Washington á
mánudaginn.
— Það vœri öllu skárra að við
flyttum burt allt okkar herlið frá
Vietnam án þess að fá nokkuð
i aðra hönd heldur en að halda
áfram að magna stríðið, sagði
Schlesinger sem var einn af
ráðunautum Kennedys heitins
forseta og er nú einn helzti4 ráð-
gjafi bróður hans, Roberts öld-
ungadeildarmanns.
Schlesinger fór hörðum orðum
om herstjórn Bandaríkjanna í
Vietnam. — 280.000 bændur
klæddir svörtum náttfötum sem
til skamms tíma höfðu ekki
önnur vopn en riffla og sprengju-
vörpur hafqí skákað okkur sem
höfum miklu betri vopn, mikinn
fjölda hermanria og algera yfir-
burði á sjó og í lofti, sagði hann.
Hann lagði til að teknar væru
upp samningaviðræður eftir að
loftárásunum á Norður-Vietnam
hefði verið hætt, en forsenda
fyrir slíkum viðræðum væri að
viðurkennd væri hlutdeild Þjóð-
frelsisfylkingarinnar í stjórn-
málum Suður-Vietnams, jafn-
framt því sem komið yrði á
tímabundnu alþjóðlegu eftirliti
til að hindra að skæruhernaður
hæfist að nýju.
— Hafi Bandaríkjastjóm ekki
andlegt þrek til að viðurkenna
að hún kunni að hafa haft á
röngu að standa, vona ég og trúi,
að bandaríska þjóðin muni á
nsesta ári kjósa sér forseta sem
er fær um að glíma við þetta
verkefni af raunsæi, rökihyggju
og i iamræmi við þær háleitu
hugsjónir, sem mótað hafa beztu
stundir sögu okkar, bætti Schlles-
inger við.
Artur JM. Schlesinger jr.
Ekkihægt ai sanna
neitt á R. Debray
BRUSSEL 12/10 — Belgíumaðurinn Roger Lallemand,
sem var viðstaddur réttarhöldin í Bolivíu gegn hinum unga
Frakka, Regis Debray, sem fulltrúi mannréttindasamtaka
Belgíu, sagði í dag í Brussel að ákaflega litlar beinar sann-
anir íægju fyrir gegn Debray.
Minna getur maður-ekki sagt,
sagði Lallemand á blaðamanna-
fundi í dag, þar sem hann skýrði
frá þvi að ekki væru til nein
vitni sem gætu lagt fram sann-
anir fyrir því að Debray hefði
raunverulega tekið þátt í
skæruliðahreyfingunni, eins og
yfirvöld i Bolivíu halda fram.
Hann sagði, að Debray væri
einnig ákærður fyrir að vera
skipuleggjandi skæruliða, en
Mótmælaaðgerðir
franskra bænda
LfMOGES, Frakklandi 12/10 —
Franskir bændur sem eru
óánægðir með ríkisstjómina trufl-
uðu í dag lesta- og bílaumferð
um miðbik Frakklands milli
Parísar og Limogenes.
Þeir kveiktu bál milli járn-
brautarteina og settu upp vega-
tálmanir sem ollu miklu um-
ferðaröngþveiti lengi dags.
Á vegunum dreifðu bændurn-
ít flugmiðum með þessum texta:
„Orðsending til almennings. —
Bændur hafa fengið nóg af kúg-
un.“ Bændur halda því fram að
þeir hafi ekki fengið neina hlut-
deild í bættum lífskjörum í
landinu. Þeir krefjast aukinna
styrkja og hærra kjötverðs.
Herskylda stytt að
mun í her Rússa
MOSKVU 12/10 — Varnarmálaráðherra Sovétríkjanna
Andrei Gretsjko skýrði frá því á ftmdi Æðsta ráðsins í
dag, að miklar breytingar verði gerðar á herskyldu í Sov-
étríkjunum og bún stytt um eitt ár — en þess í stað
verði hemaðarkennsla aukin í skólum.
Gretsjko marskálkur sagði að
víðtækar tæknifra*mfarir síðan
herskyldulögin voru sett 1939
gerðu það að verkum að nú
væri hægt að stytta herskyld-
una verulega.
Samkvæmt hinum nýju á-
kvörðunum verða unglr menn
kallaðir í herinn á 18da aldurs-
ári og verða nú herskyldir í tvö
ár í land- og flugher í stað
þriggja áður og þrjú ár í flota
og landamæragæzlu í stað fjög-
urra ára herskyldu áður.
En allir 15 ára piltar munu
fá kennslu í hermennsku í skól-
um eða sérstökum miðstöðvum
fyrir unga verkamenn.
Nýju lögin eru einnig sögð
mun frjálslyndari en hin gömlu
með tilliti til undanþágna frá
herskyldu vegná náms eða fé-
lagslegra vandkvæða.
Eftirlaunaaldur yfirmanna
verður hækkaður.
Gretsjko marskálkur sagði í
ræðu sinni að Bandaríkin ykju
hernaðarráðstafanir sínar gegn
Sovétríkjunum og öðrum sósíal-
ískum löndum að baki skerma
úr kjaftagangi um frið og sam-
vinnu.
Hann sagði að Bandaríkin
sköpuðu stríðsgróðrastíur víða
13 prósent kjarabæt
ur í Sovét næsta ár
MOSKVU 12/10 — Æðsta ráðið — þjóðþing Sovétríkjanna
— samþykkti í morgnn fjárlög fyrir árið 1968 og áætlanir
um efnahagsþróun í landinu fram til 1970. >á var í dag
staðfest ákvörðunin um fimm daga vinnuviku í öllum Sov-
étrfkjunum, sem taki gildi frá 7. nóvember, 50 ára af-
mæli byltingarinnar.
um heim og stefna heimsvalda-
sinna hefði aukið viðsjár og
hættu á heimsstyrjöld.
Fréttamenn telja að ríkisstjórn
Sovétríkjanna vilji gjarna setja
meira vinnuafl í framleiðsluna
til að ljúka mörgum verkefnum,
sem hefur verið frestað vegna
skorts á vinnuafli. Þetta á sér-
staklega við um þróunarsvæði
í Síberíu.
Það er ekki vitað hvað her
Sovétríkjanna er fjölmennur. Yf-
maður í sovézka hernum skýrði
írá því á blaðamannafundi fyr-
ir tveim árum að 2.423.000 manns
væru undir vopnum, en vest-
rænir sérfræðingar telja herinn
fjölmennarj og nýlega sögðust
Bretar hafa komizt að þeirri
niðurstöðu að í hernum væru
3.220.000 manns.
. Dcbray.
hugmyndir þessa franska mennta-
manns um skipulagningu skæru-
liða væri allt aðrar en raunveru-
legt skipulag þeirra í Bolivíu.
Debray telur að skæruliðar
eigi að vera mjög hreyfanlegir,
en skæruliðar í Bolivíu halda til
í meira eða minna stöðugum
herbúðum.
Lallemand skýrði frá því að,
Debray hefði sagt sér að þó hann
neitaði ákæruatriðum gegn sér
og hefði lýst yfir sakleysi sinu
stæði hann siðferðilega og pólit-
ískt með skærulliðum.
Þetta hefði gert honum erfitt
að halda fast við staðhæfingar
um sakleysi ^sitt, því í hvert
skipti sem hann neitaði ákveð-
inni ákæru, fannst honum, að
hann væri að svíkja málstaðinn
sem hann berst fyrir.
Gengi í Finnlandi
lækkað um 31%
HELSINGFORS 12/10 — Mankmið gengisllekkunarmnar
er fyrst og fremst að hlú að nýju vaxtarskeiði og beina
fjármagni að mar'kmiðum sem styðja framleiðsluaukn-
ingu, flýta breytingum og bæta þjóðarbúskapinn, sagði
fjármálaráðherra Finna, Mauno Koivisto í dag er hann
ræddi við blaðamenn um þá ákvörðun finnsku st'jórnar-
innar, að lækka finnska markið um 31.25 prósent.
Fjárlagafrumvarpið var samið
samkvæmt þeim forsendum, að
þjóðarframleiðsla vaxi um 6,8
prósent.
Iðnframleiðsla á að vaxa um
8.1 prósent (8.6 pi'ósent í varn-
armálaframlððslu).
Meðaltekjur eiga að vaxa um
13 prósent.
Niðurstöðutölur fjárlaganna
eru 123.6 miljarðar rútolna út-
gjöld og 123.9 miljarðar rútolna
tekjur, sem koma aðallega frá
ríkis- og' samvinnufyrirtækjum.
Útgjöld tii) varnarmála hækka
um 15 prósent og hafa aldrei
verið hærri á friðartímum.
Þá staðfesti Æðsta ráðið setn-
ingu fimmdaga vinnuviku um
öll Sovétríkin frá 7. nóvember
næstkomandi og samþykkti
margvísleg frumvörp um skatta-
lækkun, hækkun eftirlaiuna og
félagsúrtoætur fyrir fólk, sem býr
í nyrzbu héruðum landsins.
Flugslys
NICOSIA 12/10 — Allir farþeg-
ar og áhöfn, samtals 64 menn,
fórust þegar brezk þota hrapaði
milli Rhodos og Kýpur í morg-
unu
Um leið og gengið var fellt
var verðlag bundið frá og með
deginum í dag. Þar að auki var
lagafrumvarp sett fram um ný
lög um útflutningsskatt, í þeim
tilgangi að skerða gróða útflytj-
enda af gengisfellingunni.
Einnig á þessi nýi skattur að
jafna breytingarnar sem verða
vegna hins nýja verðlags á út-
flutningsvörum til þess að geng-
islækkunin leiði ekki til truflana
á efnahagsdífi og peningapólitík
í landinu.
Samkvæmt frumvarpinu eiga
þessi lög að gilda til ársloka
1969.
Fjármálaráðherrann sagði að
gengislækkunin stofnaði stjóm-
arsamvinnunni ekki í hættu, þó
ráðherrar Alþýðutoandalagsins
hafi greitt atkvæði gegn gengis-
lækkuninni.
Klaus Waris forstjóri lands-
banka Finnlands skýrði frá þvi
að ekki væri búizt við neinum
gagnráðstöfunum í öðrum lönd-
um, þar sem Finnar hefðu feng-
ið leyfi stjómar alþjóðagjaldeyr-
isvarasjóðsins til að. fram-
kvæma gengislækkunina — og
þar með hefur hún verið viður-
kennd á alþjóðavettvangi, sagði
Waris.
Málgagn- kommúnista Kansan
Uutiset segir að hægt hefði ver-
ið að komast hjá þessari auð-
mýkjandi gengisilækkun, ef rikis-
stjórnin hefði gripið til róttækra
ráðstafana fyrir tveim-þrem ár-
um, en blaðið telur að nú sé
orðið of seint að gei-a nokkuð í
máTinu.
de Gaulle tekur
sfsieðn í EBE
i PARÍS 12/10 — Á mánudaginn
mun de Gaulle forseti halda fund
með helztu ráðherrum sínum til
að taka ákvörðun um afstöðu
Frakka til umsóknar Breta um
aðikl að EBE.
Föstudagur 13. október 1967 — ÞJÓÐVTLJTNN — SlÐA 3
Cabinet
Bækur — Frímerki
Kaupum gamlar og nýjar íslenzkar bækur,
skemmtirit og gömul tímarit. Ennfremur
notuð íslenzk frímerki og gömul íslenzk
póstkort.
BÓKAMARKAÐURINN
Klapparstíg 11.
A/þýðubunduiugið
á Suðurnesjum
Fundur í Aðalveri laugardaginn 14. okt.
kl. 4,30.
Þingmenn Alþýðubandalagsins mæta á
fundinum. — Kaffiveitingar.
. •
Stjómin.
Einungrunurg/er
Húseigendux — Byggingameistaxai.
Útvegum tvöfalt einangrunargler meJLmjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um isetningu og allskonaT breytingai ö
gluggnm Útvegum tvöfalt gler í lausafög op siá-
um um máltöku.
Gerum viö sprungur 1 steyptum veggjum með
baulrevndu gúmmíefni
Gerið svo vel og leitið tílboða.
SÍMI 5 11 39.
• ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF
• HINDRAR AÐ MATUR ÞORNI
• VINNU- 0G SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
A