Þjóðviljinn - 13.10.1967, Síða 7
Föstudagur 13. október 1967 — MÓÐVIUINN — SlÐA J
Hér er framkvæmdastjóri Hjartaverndor að reyna nýjan þrek-
mæli í rannsóknarstöðinni í Lágmúla 9. — Það er Jóhann Níels-
son, lögrfræðingrnr.
Hóprannsókn Hjartaverndar
FramihaLd af 2. síðu.
sl. þrjú ár. Þessi samtöik hafa
á stefnuskrá baráttu gegn þess-
um sjúkdómum og almenna
fræðslu um þá.
Hjartavemd hefur því ákveð-
ið að takast á hendur kerfis-
bundna hóprannsókn með til-
liti til hjarta- og æðasjúkdóma
á Islandi og mun verða byrjað
í Reykjavík og nágrenni, en
síðar mun verða farið út á land
í sama tilgangi. Rannsóknirn-
ar eru gerðar í samráði viðAl-
þjóðaheifbrigðismálastofnunina,
(WHO), en sú stofnun hefur
stuðlað að samskonar rann-
sóknum í fjölda landa víðs-
vegar um heim.
Ákveðið hefur verið að byrja
með rannsókn á 16 árgöngum
karla á aldrinum 30—60 ára.
Næsta ór verða sömu aldurs-
floKkar kvenna rannsakaðir.
(Sjá áætlun).
Þessar kerfisbundnu rann-
sóknir munu verða fyrsta verk-
efni rannsóknarstöðvarinnar.
Það mun koma í Ijós á næstu
mánuðum í hve mikllum mæli
rannsóknarstöðin getur bætt
við sig verkefnum.
Markmið
rannsóknar
Markmið rannsóknarinnar
eru m.a. þessi:
1. Að mæla algengi og út-
breiðslu hjarta- og æðasjúk-
dóma, einkum kransæðasjúk-
dóma.
2. Að finna og meta ýmis
hættumerki, er auka Iikurfyr-
ir þessum sjúkdómum. Tilþess-
ara hættumerkja teljast ofmagn
fitu í blóði, hár blóðþrýstingur,
sykursýki, ' skyndileg þyngdar-.
aukning og offita, reykingar,
lungnakvef, hreyfingarleysi,
vissar matarvenjur, kransæða-
sjúkdómar í ætt, viss atvinna
o.fl.
3. Að athuga þróun sjúk-
dómsins.
4. Að rannsaka ýmsarmynd-
ir'sjúkdómsins og annarra sjúk-
dóma.
5. Að áætla meðaltíðni þess-
ara sjúkdóma.
6. Að meta hlutlægt gildi
einstakra aðferða okkar við
hóprannsóknir á heilsufari
manna og þjóðhagslega þýð-
ingu þeirra rannsókna. Ef til
vilíl er siðar hægt að velja úr
fáar og einfaldar aðferðir, en
jafnframt árangursríkar1 og
beita þeim í stærri rannsókn.
7. Að koma á fót vísi að
skráningu yfir hjarta- ogæða-
sjúkdóma með þjóðinni.
8. Að meta gildi lækninga-
aðferða og vamarráðstafana' á
áhættuhópum.
Framkvaefnd
hóprannsóknar
Rannsóknin mun fara framá
eftirfarandi hátt: Þátttakendur
fá sent boðsbréf, þar sem til-
gangur og framkvæmd rann-
sóknarinnar er skýrt. Ef við-
komandi þiggur boðið, mun
honum úthlutaður tími fyrir
rannsóknina og síðan sendur
spumingalisti um heilsufar,
sem útfylla skal heima. Útfyll-
ing listans er áætluð takahálfa
til eina klukkustund.
Þegar þátttakandi kemur til
stöðvarinnar afhendir hann
spumingalistann, en er siðan
vísað til búningsldlefa. Þar af-
klæðist þátttakandi og fær
hlífðarslopp og skó. Næstmun
þátttákandi ganga til þvagsýn-
isklefa og afhenda þvagsýni.
Þátttakandi gengur nú til
næsta herbergis, þar sem tekið
verður hjartalínurit og mældur
blóöþrýstingur. Að því loknu
verða gerðar mælingar á húð-
fitu, beinum, hæð, þyngd og
tekið blóðsýni. Þegar ástæða
er, mun einnig tekið hjarta-
línurit með þrekprófi. Loks
gengur þátttakandi til röntgen-
herbergis, þar sem tekin verð-
ur röntgenmynd af hjarta og
lungum, gerð öndunarpróf og
mældur augnþrýstingur.
Tekur stuttan
tíma
Gert er ráö fyrir, að þessi
rannsókn taki um eina klukku-
stund. Fær nú þátttakandi tíma
fyrir nasstu heimsókn, sem
verður 1—2 vikum síðar. Við
þá heimsókn fér fram lasknis-
skoðun og mælt sykurþól.
Þessi heimsókn mun væntan-
lega taka eina og hálfa klst.
Þess má geta, að allar þessar
rannsóknir eru svo til óþæg-
indalausar. Svo fljótt semauð-
ið er eftir þessa hc Imsókn, mun
þátttakandi fá skriflegt svar
um niðurstöður rannssóknanna
og einnig mun heimilislækni
viðkomanda send nákvæm
skýrsla um allar niðurstöður.
Allar niðurstöður rannsókn-
anna verða færðar jafnóðum
inn á gataspjöld. Verður raf-
reikni beitt við úrvinnslu
gagna jafnóðum og þau berast.
Tekið skal fram, að farið verð-
ur með alllar upplýsingar sem
algjört trúnaðarmál. Það er
mjög mikilvægt, að þátttak-
endur komi til rannsóknar,
þegar þeim verður boðið, en
ekki fyrr.
Fáar þjóðir hafa betri skil-^
yrði en við, til þess að öðlast
viðhlítandi svör við mörgum
þeim spumingum, sem enneru
óleystar varðandi hjarta- og
æðasjúkdóma.
En gild svör em skilyrði þess,
að hægt sé að nýta Rannsókn-
arstöð Hjartavemdar á sem
árangu rsríkastan hátt í barátt-
unni gegn hjarta- og æðasjúk-
dómum hér á landi.
Val árganga
Þær kerfisbundnu hóprann-
sóknir, er getið var um að
framan, munu taka noikkur ár,
þar sem gert er ráð fyrir að
fylgja eftir vissum hópum á
þriggja ára fresti. 1 höfuðdrátt-
um mun rannsóknarstarfsemi á
vegum Hjartavemdar verða
hagað þannig:
Á tímabilinu: 1. sept. 1967
til 31. ágúst 1968 verður rann-
sakaður þriðjungur aldurs-
flokka þeirra karlmanna, sem
fæddir em 1907, 1910, 1912,
1914, 1916, 1917, 1918, 1919,1920,
1921, 1922, 1924, 1926, 1928,1931
og 1934 samkvæmt þjóðskrá 1.
desember 1966 og höfðu búsetu
á Reykjavfkursvæðinu, en þar
er átt viðRvik, Hafnarfj., Kópa-
vog, Bessastaðahrepp. Garða-
hrepp og Seltjarnarneshrepp.
1. sept. 1968 til 31. ágústl969
verður gerð samskonar rann-
sókn á konum á Reykjavíkur-
svæðinu.
1. sept. 1970 til 31. ágústl971
verða rannsakaðir- að nýju
flestir þeir hópar, er rannsak-
aðir vom í 1967—1968 rann-
sókninni . og að auki annar
þriðjungur sömu árganga til
samanburðar.
1. sept. 1971 til 31. ágúst 1972
verður gerð samskonar rann-
sókn á konum o.s.frv.
Þannig verður fylgt eftir ár-
göngum eins lengi og þurfa
þykir. 1 fyrsta áfanga verður
rannsakaður þriðjungur hvers
aldursflokks, en gert er ráð
fyrir, að allur aldursflokkurinn
verði rannsakaður í áföngum.
1. sept 1969 til 31. ágúst
1970 verður aðallega rannsakað
fólk utan Reykjavíkursvæðisins.
verður reynt að framkvæma
þær rannsóknir i heimahögum
þátttakenda. Nánari áætlun um
þær rannsóknir birtist síðar.
Svipaðar rannsóknir verða síð-
an endurteknar á þriggja ára
fresti.
Auk þess verður tekið ámóti
fólki utan fyrrgreindra aldurs-
flokka í Rannsóknarstöð
Hj artavemdar allt árið eftir því,
sem geta stöðvarinnar leyfir.
Starfsfólk
Að stöðinni hefur verið ráð-
ið eftirfarandi starfsfólk: Ól-
afur Ólafsson, læknir, sérfræð-
ingur í llyflæknisfræði og hjarta-
sjúkdómum, er unnið hefur
m.a. við hóprannsóknir í Sví-
þjóð og kynnt sér slíkar rann-
sóknir í London og Edinborg.
Nikulás Sigfússon, lælknir, er
stundað hefur sérnám í lyf-
léeknisfræði í Svfþjóð og kynnt
sér framkvæmd hóprannsökna
þar. Þorsteinn Þorsteinsson, líf-
efnafræðingur, en Þorsteinn
hefur sérstaklega kynht sér
notkun sjálfvirks efnamælis í
London.
Ottó Bjömsson, tölfræðingur
(statistiker), sem séð hefur um
undirbúning rannsóknarinnar
frá tölfræðilegu sjónarmiði..
Helgi Sigvalldason, verkfræð-
ingur, sem annast hefur und-
irbúning gagna til úrvinnslu í
rafreikni.
Elínborg Ingólfsdóttir, hjúkr-
unarkona, sem unnið hefurvið
hjartarannsóknir i Svfþjéð.
Auk bess hefur verið ráðið
aðstoðarfólik á efnarannsóknar-
stofu, röntgenstöð, til móttöku
o. fl.
Við undirbúning rannsöknar-
innar hafa samtökin notið að-
stoðar margra sérfræðinga. Má
þar sérstaklega geta próf. Sig-
urðar Samúélssonar, próf Dav-
íðs Davíðssonar, Snorra P.
Snorrasonar læknis, Ásmundar
Brekkan, yfirlæknis, próf.
Magnúsar Magnússonar, Guð-
mundar Bjömssonar, læknis,
Sigmundar Magnússonar, lækn-
is og fleiri.
Skip vor munu lesta
á næstunni sem hér
segir:
HAMBORG:
LAXá 20. október 1967
RANGÁ 27. október 1967
SELÁ 6. nóvember 1967
LAXÁ 15. nóvember 1967
ROTTERDAM:
LAXÁ 23. október 1967
SELÁ 4. nóvember 1967
ANTWERPEN:
RANGÁ 23. október 1967
HULL:
LAXÁ 18. október 1967
RANGÁ 30. október 1967
SELÁ 8. nóvember 1967
LAXÁ 17. nóvember 1967
GDYNIA:
LANGÁ 3. nóvember 1967
KAUPMANNAHÖFN:
MARCO 18. október 1967
LANGÁ 6. nóvember 1967
MARCO 14. nóvemb. 1967
GAUTABORG:
MARCO 20. október 1967
LANGÁ 7. nóvember 1967
MARCO 15. nóvemb. 1967 (
HAFSKIP H.F.
INNHfZIMTA
Mávahlfð 48 SfmJ 23970
SNJÓ-
HJÓLBARÐAR
með eða án nagla
undir bilinn
Gúmmí-
vinnusfofan hf.
Skipholti 35, sfmi 31055
B R1DGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannargæðin.
BiRIDGESTONE
Veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Verzlun og viðgerðir ;
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Allt til
RAFLAGNA
■ Raímagnsvorur
■ HeimilistækL
■ Útvarps- os sjón-
varpstækl
Ráfmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12
Síml 81670.
NÆG BÍLASTÆÐl.
Smurt brauð
Snittur
brauð bœ
— við Oðinstorg
Siml 29-4-90.
SERVÍETTU-
PREIÍTUN
SÍMI 32-10L
HÖGNl JONSSON
Lögfraeðl- og rasteignastofa
Berprstaðastrætl 4
Siml 13036.
Heima 17739
SIGURÐUR
BALDURSSON
hæstaréttarlöfrniaður
LAUGAVEGI 18, 3. hæð.
Símar 21520 og 21620.
-
ÖNNUMSI ALLA
HJÓLBARDAÞJÖNIISTI),
FLJÓTT 06 VEL,
MED NÝTÍZKU TÆKJUM
m~ NÆG
BÍLASTÆÐI
QPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.50-24.00
HJÓLBflRÐflVIÐGERB KÓPflVOGS
Kársnesbraut 1 • Sími 40093
*elfur
Laugavegi 38.
Sími 10765.
*
Enskar
buxna-
dragtir
*
IVIjög vandaðar
og fallegar.
*
Pöstsendum
um allt land.
skóiavördustig 8
(gnlincntal
OPIÐ ALLA DAGA
(LlKA SUNNUDAGA)
FRA KL 8 TIL 22
GÚmíVIHNUSTOFAN HF.
Skipholti 35, Reykiavik
SKRIFSTOFAN: sími30688
VERKSTÆÐIÐ. sím<31055
Vc öxeuxTet óezt