Þjóðviljinn - 28.10.1967, Qupperneq 2
2 SlÐA — ÞJÖE»VEDJTNTSr — LaugBídagur 28. obbSber 1367.
Kjartan Bergmann endurkjöria
inn form. Clímusambandsins
Ársþing Glímusambands fsl.
var haldið í llcykjavík s. 1.
sunnudag, 22. \okt. og sett af
formanni sambandsins, Kjart-
ani Bcrgmann Guðjónssyni.
í upphafi fundarins minntist
formaðúr fimm forýstumanna
og kunnna glímumanna, sem
látizt höfðu frá síðasta glímu-
þingi; þeirra Benedikts G. Wáge,
heiðursforseta ÍSf, Guðmundar
Hofdals, Guðmundar Guð-
mundssonar, Emils Tómasson-
ar og Tryggva Gunnarssonar.
Þingforsetar voru kjörnii:
.Gísli Halldórsson, forseti í-
þróttasambands íslands, og
Sigurður Ingason, en ritarar
Sigurður Geirdal og Höskuldur
Þráinsson.
Ffermaður gaf skýrslu um
starfsemi sambandsins á s. I.
starfsári, en hún var fjölþætt
og mörg mál í athugun til
eflingag glímuíþróttinni í lan.d-
inu.
-4>
Verkalýðsleiðtogar
gegn verkfallsfólki
LONDON 28/10 — Leiðtogar
tveggja staestu verkalýðssam-
banda í Bretlandi lögðu sig í dag
fram um að binda endi á verk-
fallsaðgerðir, sem staðið hafa
lengi og geta haft alvarlegar 'af-
leiðingar fyrir efnahagslíf í land-
inu-
Þeir gátu leyst eitt verkfailið
til bráðabirgða og féllust verka-
menn í Ford-verksmiðjum á að
taka aftur til starfa, en þeir
höfðu lagt niður vinnu í morgun.
Verkamennimir, sem framleiða
Gengið lækkað á
í'ssku króflnnni?
RHÖFN 24/10 — „Kristeligt
Dagblad“ segir í dag að danska
stjórnin kunni að hafa í hyggju
að lækka gengi dönsku krón-
unnar. Blaðið hefur fyrir satt
að fjármálaráðuneytið láti nú
fara fram athugun á því hver
áhrif gengislækkun myndi hafa
á fjárhag Danmerkur.
að jafnaði 2500 bifreiðir á dag
og helming þeirra til útflutnings
féllust á að fresta verkfallinu
meðan samningar stæðu yfir.
Verkalýðsleiðtogamir skoruðu
líka á hafnarverkamenn að hætta
verkföllunum í London og Liver-
pool, en því var ekki sinnt-
Verkfall hafnarverkamanna
hefur nú staðið í sex vikur.
Verkalýðssamböndin tvö hafa
ínnan sinna vébanda fjórða hluta
af öllu félagsbundnu verkafólki £
Bretlandi.
Samkvæmt tölum sem voru
birtar í dag hafa útflutningsvör-
ur að verðmæti sem svarar rúm-
lega 20 miljörðum ísl. kr. safnast
saman við hafnimar í London og
Liverpool.
Frank Cousins formaður Sam-
bands flutningaverkamanna skor-
aði í dag á 9000 hafnarverka-
menn í Liverpool að taka aftur
upp vinnu. Atvinnurekendasam-
bandið sendi þeiiri jafnframt úr-
slitakröfur, þar sem neitað er að
semja fyrr en vinna hafi verið
tekin upp að nýju, en hafnar-
verkamenn létu sér fátt um
finnast.
Smá-
borgarinn
Staksteinahöfundi Morgun-
blaðsins þótti það á dögunum
hlálegt og fráleitt að Þjóð-
viljinn skyldi minnast Ernesto
Ché Guevara, einhvers svip-
mesta byHtingarleiðtoga sem
mannkjmssagan kann frá að
greina. Hvílík fim að ritstjóri
Þjóðviljans skyldi leyfa sér að
hafa uppi „tilfinningaflóð . . .
í þægilegri og hlýrri skrif-
stofu sinni“ og láta í forustu-
grein „drjúpa tárin óstöðv-
andi, þung og höfug“; hefði
honum ekki verið nær að
„taka sér byssu í hönd“?
Allt er þetta viðhorf Morg-
unblaðsins til marks um r-ið-
ferðilégt skynleysi hlns and-
lega smáborgara. Hvað varð-
ar okkur, sadda íslendinga,
um það þótt nær helmingur
mannkyns búi við næringar-
skort? Hvað kemur okkur það
við þótt dag hvem deyi tíu
þúsundir manna úr hungri ~
fleira fólk en nokkru sinni
fyrr í sögu mannkynsins?
Hverju máli skiptir það okkur
þótt 50 miljónir bama deyji
úr næringarskorti í Indlandi
einu saman. á næstu tíu ár-
um? Eigum við ekki heldur
að fagna því að við heyrum
til klúbbi hinna auðugu þjóða,
að við erum í hópi þeirra
15% mannkynsins sem soga
til sín 55%, af neyzlunní? Er
okkur ekki nær að hælast
sérstaklega um yfir því að
við erum nánir samherjar
Bandarikjanna, þar sem not-
kun kvenna á snyrtivörum
nemur hærri upphæð en öll
fjárlög allra þeirra Afríku-
rikja sem hlotið hafa sjálf-
stæði síðan stríði lauk? Ber
okkur ekki að snúast sérstak-
Sega gegn ásókn hinna snauðu,
gleðjast yfir hverri þeirri
sprengju sem myrðir blá-
snautt sveitafólk í Víetnam,
hrósa sigri í hvert skipti sem
byltingarleiðtogi er veginn i
Rómönsku Ameriku? Er ekki
dauði Ché Guevara ánægju-
legt fyrirheit um það að fá-
tæku þjóðimar haldi áfram
að sökkva iheðan við hreykj-
um okkur æ hærra í félags-
skap hinna auðugu og vold-
ugu?
Hinn saddi Smáborgari
Morgunblaðsins er ekki í
neinurn vafa um svör sin.
Hann þykist að vísu á yfir-
borðinu aðhyllast siðgæðis-
kenningar fátæks byltingar-
manns sem krossfestur var
fyrir rúmum 19 öldum og á-
stundar trúlega tilfinninga-
semi og táraflóð í því sam-
bandi, þegar við á, en undir
niðri er hann sammála blaði
sínu um það að þær kenn-
ingar eru aðeáns órar úr
löngu dauðum gpænmetisæt-
um og eiturlyfjaneytendum.
— Austri.
Ýmis mál voru tekin til um-
ræðu og afgreiðslu á glímu-
þinginu. Meðal annars var rætt
um glímulögin og glímusýning-
ar í sjónvarpi. Kosin var 5
manna nefnd til að endurskoða
glímulögin, enda leggi hún til-
lögur sínar fyrir stjóm Glímu-
sambandsins til nánari athug-
unar og staðfestingar.
1 glímudómstól voru þessir
menn kjömir:
Sigurður Ingason, Ólafur Ií.
Óskarsson, Sigurður Sigurjóns-
son.
Stjórn Glimusambandsins er
þannig skipuð:
Kjartan Bergmann Guðjóns-
son, Rvík, form. Meðstjómend-
ur: Sigurður Erlendsson, Vatns-
leysu, Biskupstungum, Sigurð-
ur Sigurjónsson, Rvík, Ólafur
H. Óskarsson, Rvík og Sigtrygg-
ur Sigurðsson, Rvík. Til vara:
Sigurður Ingason, Rvik, Ingvi
Guðmundsson, Garðahreppi, El-
ías Ámason, Rvík.
Sigurður Geirdal, Kópavogi,
baðst undan endurkjöri í stjórn
sambandsins og voru honurn
þökkuð vel unnin störf, en
hann hefur verið í stjórn þess
frá upphafi.
Hætt að útvarpa
jarðarförum
Það kom fram á fundi út-
varpsstjóra með blaðamönnum í
fyrrad að ákveðið hefur verið að
leggja niður útvarp frá jarðar-
förum — nema í einstökum til-
vikum. Eru forsendur þessarar
þjónustu — stirðar samgöng-
ur o.fl. — nú taldar úr sögunni
að mestu.
H-dagur
Ársjiing FRÍ
um helgina
Ársþingi Frjálsíþróttasam-
bands íslands 1967 verður hald-
ið laugardaginn 28- og sunnu-
daginn 29. október í fundarsal
S.Í.S. við Sölvhólsgötu, og mun
þingið hefjast kl. 16.00 fyrri
daginn.
Síðári daginn um kl- 16.00,
mun fara fram veiting heiðurs-
merkja og einnig mun fara fram
afhending garpsmerkja til
þeirra, sem ekki hafa enn feng-
ið merkin afhent.
Evrépukeppni
Knattspymusambandi íslands
hefur borizt beiðni frá knatt-
spymusambandi Evrópu um að
tilnefna dómara og línuverði
á leik í Evrópukeppni bikar-
meistara milli Aberdeen,' Sknt-
landi og Standard Liege, Belg-
íu. Ekki er ákveðið hvenær
leikurinn fer fram.
Framhald af 10. síðu.
í för með sér að mjög hefur
dregið úr umferðarslysum.
Undanfarið hefur verið unnið
að margvíslegum breytingum á
gatna- og vegamótum, bæði í
þéttbýli og dreifbýli — og svo
breytingum á umbúnaði farar-
tækja, t.d. strætisvpgnum.
Um þessar mundir er að hefj-
ast veigamikill þáttur í starfi
nefndarinnar, sem er sú upplýs-
inga- og fræðslustarfsemi, sem
inna þarf af hendi til að búa
hvern einstakan vegfarenda und-
ir þá gagngeru breytingu sem
verða mun er breytt verður yfir i
hægri umferð þann 26- maí 1968.
Gjaldeyrismál
Framhald af 1. síðu.
síðustu mánuði. Hefur orsök ha11-
ans verið fólgin í þvi, að verð-
mæti útflutnings hefur lækkað
stórkostlega, vegna verðfalls er-
lendis og minni sjávarafla, jafn-
framt því sem almennur inn-
flutningur hefur haldizt nokkru
hærri en á s.l. ári. Þannig var
útflutningur til loka september
einum þriðja eða rúmlega 1000
miljón kr. lægri en fyrstu nhi
mánuði ársins 1966. Innflutning-
ur, að frátöldum skipum, flug-
vélum og innflutningi, vegna
Búrfellsvirkjunar, var hins veg-
ar 3 prósent hærri fyrstu niu
mánuði þessa árs en á sama
tímabili í fyrra. Þar sem ekki er
útilit fyrir, að útflutningur muni
aukast nægilega á næstu mánuð-
um til að jafna hallann á gjald-
eyrisviðskiptunum, hefur reynzt
óhjákvæmilegt að grípa til ráð-
stafana til þess að draga úr inn-
flutningi.
Ríkisstjórnin og Seðlabankinn
eru sammála um það, að mjög ó-
æskilegt væri að reyna að draga
úr innflutningi með beinum höft-
um, og hefur í þess stað ákveð-
ið, að taka upp hinar nýju inn-
borgunarreglur, ' en þœr ættu
að hafa sterk áhrif í þá átt oð
minnka eftirspum eftir erlend-
um gjaldeyri.
Lækaaritarí
Starf ritara við Rannsóknarstofu Borgarspítalans er laust
til umsóknar. — Umsækjandi þarf að hafa reynslu í vél-
ritun og öðrum skrifstofustörfum. — Nokkur mála-
kunnátta nauðsynleg. — Upplýsingar um starfið gefur
yfirlæknir deildarinnar.
Umsóknir, ásamt upplýgingum um nám og fyrri störf
sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Heilsuvemdarstöð-
inni fyrir 10. nóv. n.k.
Reykjavík, 27. 10. 1967.
SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR.
RADÍÓHÚSIÐ s/f
Opnum í dag nýja verzlun
að Hverfisgötu 40.
Höfum á boðstólum hin viðurkenndu
KÖRTING sjónvarpstæki
Stereó tæki og útvarpstæki.
Einnig ELAC-plötuspilara af ýmsum
gerðum — allt viðurkennd vestur-þýzk
ivara.
Gjörið svo vei og lítið inn.
RADÍÓHÚSIÐ s/f
HVERFISGÖTU 40 <ofan við Klapparstíg)
ÁHRIF ÞESS ÓSÝNILEGA
Á NÚTÍMALÍF
nefnist erindi, sem Júlíus Guðmunds-
son flytur í Aðventkirkjunni (Ing-
ólfsstræti 19) sunnudaginn 29. okt.
klukkan 5.
Kór Aðventkirkjunnar syngur. Jón
H. Jónsson syngur einsöng.
BARNAGÆZLA í félagsheimili
U.M.F. í kjallara kirkjunnar með-
an á samkomunni stendur.
ALLIR VELKOMNIR.
Áuglýsing írá Póst-
og simamálastjóminni
EVRÓPUFRÍMERKI 1969, 1970 og 1971
Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrí-
merki fyrir árin 1969, 1970 og 1971.
1
Tillögurnar sendist póst- og símamálastjórninni
fyrir 1. desember 1967 og skulu þær merktar dul-
nefni, en nafn höfundar fylgja með í lokuðu
umslagi. — Póst- og símamálastjórnin mun velja
úr eina eða tvær tillögur og sepda hinni sérstöku
dómnefnd Evrópusamráðs pósts og síma, CEPT,
en hún velur endanlega hvaða tillögur skuli
hljóta verðlaun og verða notuð fyrir frímerkin.
Fyrir þær tillögur, sem notaða verða, fá höfund-
ar andvirði 2.500,00 gullfranka, eða kr. 35.125,00.
Væntanlegum þátttakendum til leiðbeiningar, skal
eftirfiarandi tekið fram:
1. Stærð frímerkisins skal vera sú vSama eða
svipuð og fyrri íslenzkra Evrópufrímerkja
(26x36 mm) og skal framlögð tillöguteikning
vera sex sinnum stærri á hvem veg.
2. Auk nafns landsins og verðgildis skal orðið
EUROPA standa á frímerkinu. — Stafimir
CEPT (hin opinbera skammstöfun samráðs-
ins) ættu sömuleiðis að standa.
3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins
konar landakort.
4. Heimilt er að leggja fram tillögur, sem kimna
að hafa verið lagðar fram áður.
Reykjavík, 25. október 1967.
Póst- og símamálastjómin.
um breyting á reglugerð nr. 79 frá 27. maí
1960 um skipan gjaldeyris- og innflutn-
ingsmála o.fl.
— 1. gr.
Ný 3. málsgrein 7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Viðskiptamálaráðuneytið ákveður, að höfðu sam-
ráði við Seðlabankann, skilyrði, sem innflyt'jend-
ur hvers koiíar vara þurfa að fullnægja við gjald-
eyriskaup eða innlausn vöruskjala, þar á meðal
innborganir f jár, sem heimilt er að binda í banka-
reikningi um ákveðinn tima. Ákvæði þetta getur
einnig náð til gjaldeyriskpupa til annars en vöru-
kaupa, samkvæmt nánari ákvörðun ráðuneytisins.
— 2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 30,
25. maí 1960, um skipan innflutnings- og gjald-
eyTismála o.fl., og öðlast gildi nú þegar.
Viðskiptamálaráðuneytið,
,27. október 1967.
Gylfi Þ. Gíslason (sígn)
Þórhallur Ásgeirsson (sign)