Þjóðviljinn - 28.10.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1967, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. október 1967 — ÞJOÐVXLJINN — SIÐA 5 Við erum ó svo erfiðum aldri Vanmetakennd Herra forseti. Hér er komið fram frumvarp til laga um æskulýðsmál, og ég sé ástaeðu til þess að fagna því og þakka þeim sem að því hafa unnið. Það hefur margt verið með töluverðum losarabrag hér í l>essu þjóð- félagi okkar nú um ’skeið, og ekki hvað sízt líf æskulýðs- tns, og það er íull ástæða til að fagna hverri viðleitni til úrbóta í þeim efnum. Fullyrða má, að hér sé á ferðinni þaulhugsað frumvarp og vel unnið. Sú 10 manna nefnd, sem hæstvirtur mennta- málaráðherra fól — íyrir ekki skemmri tíma en þremur árum — að semja frumvarpið, var skipuð ýmsum helztu áhrifa- mönnum á sviði íslenzkra æskulýðsmála, svo að varla þarf að efa, að störf hennar hafi markazt af mannviti, reynslu og þekkingu, sízt þegar þess er gætt að nefndarmenn höfðu náið samráð við öll helztu félög og samtök æsku- lýðsins í landinu og efndu m.a. til sérstakrar ráðstefnu í þvi sambandi. Ennfremur var svo að sjálfsögðu kvaddur til út- lendur sérfræðingur, maður frá Hollandi. Að sjálfsögðu, segi ég, vegna þess að það er að verða þjóðarsiður hér hjá okkur ís- lendingum að kallp á útlend- inga í tíma og ótíma og spyrja þá hvemig við eigum að haga okkur hér norður á þessu af- skekkta landi okkar. Sérl>ekk- ing útlendinga getur vitaskuld oft komið okkur að góðum not- um, en hitt er jafn víst, að vegna fámennis okkar og stærðar landsins er margur okkar vandi þannig vaxinn, að jafnvel hinir lærðustu útlend- ingar munu eiga erfitt að skilja hann betur en við sjálfir. Og svo er til að mynda að mínum dómi um þann vanda, sem að okkur steðjar í sambandi við þroska og upp- eldi æskulýðsins. Og fyrir þá sök vek ég máls á þessu hér, að mér •— eins og mörgum öðrum — er farið að þykja nóg um það, hversu mjög við íslendkvgar setjum traust okkar á útlend- inga við lausn okkar eigin vandamála. Þetta er að mínum dómi vanmetakennd, sem er okkur til lítils sóma. Það er eins og við þorum varla, ef svo mætti að orði komast, að snúa okkur við lengur án þess að spyrja fyrst útlendinga hvort við séum ekki að gera einhverja bölvaða vitleysu. (Og munu þó ýmsir telja, að við höfum æði oít gert l>eim mun meiri bölvaðar vitleysur sem við höfum haft fleiri útlend- inga með í ráðum). Höfundar þessa frumvarps hefðu að minum dómi — vegna þekkingar sinnar og reynslu varðandi vandamál æskulýðs- ins hér í þessu strjálbýla íjalla- landi okkar — hver um sig get- að, upp á eigin spýtur, skilað því í þeirri mynd sem það liggur fyrir, en samt töldu þeir vissara að kalla, sér til halds og traugts, á mann írá þvi þétt- býla, blauta og ílata Hollandi, samkvæmt læirri viðteknu venju að spyrja útlendinga á- lits um hvaðeina það sem á döfinni er í opinberum málum á fslandi. Með þessu tel ég, að þessir ágætu menn hafi sýnt sjálfum sér vantraust, sem er ekki aðeins ástæðulaust, heldur einnig mjög svo óvið- eigandi. \ Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan, að staðhættir í þessu þjóðfélagi eru um svo margt svo gerólíkir því sem annarsstaðar gefist, og vanda- mál okkar þess vegna svo sér- stæð, að við getum á enga treyst nema sjálfa okkur til lausnar þeim. Og meðal þessara raktir allir þeir komplexar sem þjáð geta fólk á þessum aldri. Það var mikill bálkur, allt frá þeim komplex sem stafar af snögglegri stækkun á nefinu til þeirra sem orsakast af breytingum á tiltekinni kirtla- starfsemi. Ég er viss um að eft- ir lestur þessarar gretnar hefur margur unglingurinn verið orðinn a. m. k. ein- um komplexinum ríkari en áð- ur. vandamála eru þau sem snerta æskuna. Hitt vil ég lika ítreka, að með þessu er ég ekki að halda því fram að við getum í engri grein haft gagn af þekk- ingu útlendra sérfræðinga. Fjarri þvi. Við eigum að leita álits slíkra sérfræðinga þegar ástæðurnar krefjast þcss, annars ekki. Og sízt vildi ég með þessu kasta irýrð á Hollendinga sem slíka, jækkingu þeirra og vitsmuni. Iæir geta eflaust velferðar eru gamalmenni sennilega þjökuð meira af ein- manaleik en löngum fyrr í sögu þjóðarinnar — gefur vissulega tilefni til alvarlegrar ihugunar, en sleppum því að þessu sinni. Það er ástandið í íremstu sti- unni sem hér er til umræðu. Sem kennari hef ég á und- anförnum árum hafa allnáin kynni af fólki á aldrinum 13-14 til 16-17 ára, og ég þykist þvi geta talað af nokkurri reynslu um ýmissa sálfræðinga og ann- arra málsmetandi manna, en fyrst og fremst þó af greinum í vikuritum og öðrum þeim skemmtiritum sem þeir gleypa í sig aí hvað mestri áfergju. Þegar unglingur, sem reynzt hcíur hið mesta prúðmcnni, fer allt í einu að valda leiðind- um eða jafnvel vandræðum með framkomu sinni, eins og stundum kemur fyrir, er allt eins líklegt að hann hafi les- Frásagnir blaða og útvarps af ræðu Jónasar Árnasonar, sem hann flutti á Alþingi við 1. umræðu stjórnarfrumvarpsins um æskulýðsmál, hafa vakið almenna athygli og birtir Þjóðviljinn hér meginefni ræðunnar i ' i margt nylsamlegt kennt okkur. Ef við hyggðum á einhver stór- ræði til að mynda í túlípana- rækt, teldi ég sjálfsagt að kalla á Hollendinga. Þrjár stíur Hvernig stendur á þvi, að við erum í svona miklum vand- ræðum með æskulýð okkar? Orsakirnar eru að sjálfsögðu margar, fleiri en svo, að það sé á mínu færi að rekja þær allar til hlítar. En ég vildi leyfa mér að fjalla hér um þær sem ég tel einna helztar. íslenzkt þjóðfélag hefur á hinu öra breytingnskeiði und- anfarinna áratuga haft æ meiri tilhneigingu til að stía ]>egn- um sinum sundur eftir aldurs- ílokkum: í íremstu stiunni eru unglingar, nokkru innar kem- ur svo stía fyrir miðaldra fólk eins og við erum allflestir háttvirtir alþingismenn, og í innstu stiunni, þeirri sem við eigum eftir að lenda í, margir okkar a.m.k., hefur gamal- mennum verði komið fyrir. Hlutskipti þessara siðast- nefndu, — sú staðreynd, að nú á tímum hinnar margrómuðu um hugsunarhátt æskulýðsins og þær innri hræringar sem hafa verið nefndar sálarlif. Þess er þá fyrst að geta, að margir unglingar haía í dag býsna ákveðnar meiningar um það, hvað valdi þeim sálarlífs- og tilfinningatruflunum, sem þeir verða fyrir. Ef þeir haga sér á einhvern hátt öðruvisi en sæmilegt getur talizt, ætla allt að æra með hávaða eða vinna jafnvel spjöll á umhverfi sínu, og maður spyr, hvers vegna í ósköpunum Jæir láti svona, þá horfa þeir gjarnan á mann með innilegum sakleys- issvip og segja: „Við erum á svo erfiðum aldri“. Á erfiðum aldri Maður reynir kannski að halda því fram, að það sé ekki endilega vist að þeir séu á ncitt erfiðari aldri heldur en t.d. maður sjálfur eðn mannfólkið bara svona upp og ofan, en það kemur fyrir lít- ið. Unglingar þessir eru sann- færðir um algera sérstöðu sína i þessum efnum, enda telja þeir sig hafa fengið hana rækilega staðfesta af ummæl- ið einhverja ómerkilega sál- arlifsspeki í uppáhaldsskemmti- ritinu sínu og dregið af þvi þá ályktun að hann hljóti að vera kvalinn af ýmsum annar- legum kenndum, einfaldlega végna þess að hann sé ung- lingur, og nú sé um að gera að ná sér niðri á einhverjum fyrir þetta. Það er jafnvel hugsanlegt lika, að hann hafi þennan vísdóm frá einhverjum viðurkenndum sálfræðingi. Ég hef heyrt unglinga vitna í ýmsa slíka menn til afsökunar á vafasömu framferði sinu. Þetta er yfirleitt allt saman svokölluðum komplexum að kenna. Komplexar eru, þótt ó- trúlegt megi virðast, eitt af að- alumræðuefnum margra ef ekki flestra unglinga. Mér er jafnvel ekki grunlaust um að sumir Jreirra séu betur að sér í komplexum en flestum eða öllum l>eim námsgreinum sem þcir ciga að læra í skólunum. Og raunar engin furða, svo mjög sem um þessi fyrirbæri er rætt og ritað opinberlega. í blaði einu, sem nýtur mik- illa vinsælda meðal unglinga. sá ég einhverju sinni grein, þar sem nákvæmlega voru Gaman að vera ungur Stundum þegar mál þessi ber á góma, geri ég samanburð á jafnöldrum mínum, þegar við vorum ungir, og æskulýðn- um í dag, og slíkan samanburð hygg ég, að margir ykkar hafi ejnnig gert, háttvirtir alþingís- menn. Við áttum að sjálfsögðu við ýmis vandamál að stríða, bæði hvað nefstærð snerti og fleira. En okkur skorti alla fræðilega undirstöðu til að rökræða þau hver við annan, og orsakir þeirra. Ég er ekki viss um, að við höfum nokk- urntíma heyrt orðið komplex, og við hefðum eflaust ekki einu sinni skilið það, þótt við hefð- um heyrt það. Það má sjálí- sagt segja að við höfum vitað of lítið um tilfinningalif okk- ar og leyndardóma kirtlastarf- seminnar. Má vel vera, að okkur hefði veitzt auðveldara að yfirstiga margskyns erfið- leika, ef við hefðum vitað meira. Þó fullyrði ég, að við nutum lífsins að mörgu leyti betur og með eðlilegri hætti en ungt fólk gerir í dag. Þá Jónas Árnason. var líka sú skoðun ríkjandi, að það væri gaman að vera ungur, og við trúðum þessu og fundum það reyndar sjálf- ir oftast nær. Okkur fannst það gaman. Nú er það hins vegar fullyrt, af ábyrgum að- ilum jafnt sem óábyrgum, að það sé fyrst og fremst erfitt að vera ungur. Og vissu- lega má með sanni segja. að það sé á ýmsan hátt erfiðara nú en íyrrum, vegna þess að lífið sé orðið flóknara og margt svo mjög á hverfanda hveli, að slíkt hljóti að valda öryggis- leysi í sálum hinna ungu. En margt er líka orðið miklu tryggara nú, og möguleikar þeir, sem við blasa. miklu fleiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Þær staðreyndir skipta hins- vegar furðu litlu máli, þegar það unga fólk, sem hér um ræðir, metur hlutskipti sitt. Sá, sem segir því að gleðjast yfir hlutskipti sínu. af því að það sé gaman að vera ungur. hef- ur að þess dómi ekki fylgzt með tímanum og er haldinn úreltum skoðunum. Það tel- ur sig vita betur, vísindalegar niðurstöður hafi sýnt það og sannað, að það sé fyrst og fremst erfitt að vera ungur. í fáum orðum sagt, allt hið mikla tal um tilfinningalíf æskulýðsins og vandamál þau, sem því eru samfara, hefur í mörgum tilfellum alið með honum sjálfsvorkunn, sem birzt getur sem mjög slæm móður- svki. Meðalhófsins hefur hér ekki verið gætt sem skyldi. Nú mundi líklega vissara að taka það skýrt fram, — ég tala nú ekki um ef einhverjir gamlir og góðir nemendur mín- ir fengju spurnir af þessum ummælum mínum hér, — að islenzkur æskulýður, eins og ég hef kynnzt honum, er ekki allur undir þessa sök seldur. Fjarri því. En þó tel ég, að þessi meinsemd sé orðin svo útbreidd og djúpstæð, að tví- mælalaust megi telja hana eina af helztu orsökúm þess að við erum í vandræðum með æsku- lýð okkar. Mér er líka Ijúft að játa það, að þrátt fyrir alla galla þessa fólks, getur maður haft hina mestu ánægju af samvist- um við það. Menn mega ekki halda að komplexaspekin hafi svipt það allri heilbrigðri lífs- gleði. Allt í einu getur það gleymt öllum sinum komplex- um og hagað sér á allan hátt eðlilega, og þá kemur í ljós, að þetta eru inn við beinið hinar elskulegústu manneskjur og satt að segja að ýmsu leyti' miklu skemmtilegri heldur en afgangurinn af mannfólkinu. Slíkar stundir valda þvi. að maður getur ekki annað en iátið sér þykja vænt um þetta fólk. Sambandið milli kynslóðanna _ Ég vænti þess að af því, sem ég hef verið að segja hér, sé það einnig ljóst orðið, að stór hluti æskulýðsins lítur á sig sem sérstaka manntegund. Hann telur _sig hafa öðlazt mikinn c £ vísindalegan skilning af sjálfu sér, en hefur að sama skapi takmarkað álit á skiln- ingi okkar hinna eldri. og sér í lagi þó þeirra, sem næstir Framhald á 7. síðu. I I i i 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.