Þjóðviljinn - 28.10.1967, Page 8
g SH>A — IxJÖBVlLJINN — JsaM@aíicte@wr 28. ofctJöber Ið67.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
36
handleggnum. Vid stympuðumst
nokkur andartök og mér tókst
naestum að losna. En svo barði
hann mig svo harkalega á kinn-
ina að ég fékk blóðbragð í munn-
inn. Ég öskraði og klóraði hann
í handlegginn með nöglunum.
Þá kreppti hanri hnefann og sló
mig af öllu afli á hökuna. Ég
man að tennumar í mér skullu
saman og það heyrðist í þeim
eins og þegar grindur fyrir lyftu-
dyrum lokast. og svo man ég
eíkki meira.
Þegar ég kom aftur til með-
Vitundar, lá ég á bakinu í vatn-
inu. Hann hélt báðum höndum
um höfuðið á mér og hann lá
lika á bakinu í vatninu og synti
með fótunum í átt til lands- Ég
reyndi að losa höfuðið úr hönd-
um hans; en þá herti hann tök-
in. og þannig komumst við upp
að ströndinni.
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Steinu og Dódó
Laugav 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
Við lágum þarna hlið við hlið
og við vomm bæði tvö alveg
örmagna; en til allrar hamingju
voru engir aðrir baðgestir á
ströndinni þennan dag og það
var enga lifandi veru að sjá
nema tvær spænskar konur sem
rótuðu þangi í körfur sínar langt
í burtu; þær höfðu ekki séð neitt
og sjálfsagt hefði 'þeim staðið
nákvæmlega á sama jafnvel þótt
þær hefðu séð eitthvað.
Strax og hann náði andanum
aftur, fór hann að skamma mig,
og það voru engin gæluorð sem
hann notaði. Á meðan sneri ég
höfðinu undan og kastaði upp.
Þegar ég var búin að jafna
mig lítið eitt, sagði hann: — Ég
hefði aldrei getað trúað þvi að
kvenmaður ^gæti verið eins og
þú ert. En nú veit ég það.
— Það eru viðbrigði, mætti
segja mér. Estelle hagaði sér víst
aldrei svona.
— Nei, það gerði hún ekki,
bölvaður litli asninn þinn. Hana
langaði svo mikið til að lifa en
hún gat það ekki.
— En mig langar til að deyja
— og ég get það ekki.
Við lágum þama þegjandi og
hrepstumst smám saman. Og svo
sagði hann:
— Ef yið liggjum hér áfram,
líður ekki á löngu, áður en við
förum að skjálfa af kulda-
Komdu, ég skal hjálpa þér heim
á hótelið aftur.
— Þakk fyrir, ég get bjargað
mér, sagði ég og brölti á fætur.
Og svo gengum við hægt heim-
leiðis og það voru nokkur skref
á milli okkar. Hann hélt sig
ögn fyrir aftan mig, eins og
fangavörður sem hefur verið í
þann veginn að missa fanga sinn
út úr höndunum.
10.
Garðyrkjumaðurinn á -Little
Gaddesden hét Richards. Hann
kom þrisvar í viku, á mánudög-
um, miðvikudögum og föstudög-
um. Hann var hæglátur lítill
maður sem átti heilsulitla konu
og þrjú glænæpuleg börn .undir
tíu ára aldri. Hann var háldinn
furðulegum áhuga og hrifningu
á þessum garði, og ég átti dálítið
erfitt með að skilja það, því að
ekki átti hann garðinn. Honum
virtist falla vel við mig og hann
sagði alltaf „frúin‘‘ við mig eins
Pg ég væri mjög háttsett persóna,
— Það eru óvenju fagrir túlipan-
ar hér fyrir handan, frú, og þeir
ættu að springa út eftir svo sem
hálfán mánuð. — Ég hafði hugs-
a'ð mér að moka þessar götur
mjög van.dlega í dag, frú, þá
verða þær fallegar þegar vorið
lætur sjá sig- Það var auðséð, að
honum þótti beinlínis gaman að
gera allt þetta. Það hefði annars
mátt ætla að Iífið væri honum
ekki sérlega ánægjulegt, því að
konan hans lá sí og æ með
lungnakvef og sjálfur kom hann
iðulega heim gegndrepa og kaldur
og varð að sinna bömunum.
Stundum kom elzta barnið, telpa
sem hét Ailsa, og leit til föður
sfns á leiðinni heim úr skóla.
Hún var sannarlega ekki lfk
mér á sama aldri- Því að ég
hafði víst munninn fyrir neðan
nefið Dg var hörð í horn að taka,
en Ailsa var blíð og vingjamleg
eins og faðir hennar. Og ekkert
var líklegra en hún yrði troðin
undir fótum eins og venja er.
Richard sagði mér, að hún hefði
óskað sér biblíu f jtllagjðf og
herra Rutíand hefði útvegað hon-
um biblíu á innkaupsverði. Mér
fannst Mark hefði hæglega getað
gefið honum 10 eintök, en þegar
ég hafði orð á því við Mark,
sváraði hann: — Nei, það kæmi
aldrei til greinp; hann myndi
aldrei þiggja ölmusu. En það
skildi ég nú ekki almennilega.
Næstum tvær dagsláttur af
landi tilheyrðu húsinu í Little
Gaddesden. 1 þeim.hluta garðsins
sem var fjær golfvellinum var
gamall skúr og gamall bílskúr
og þar var líka hrossagirðing.
Það lá stígur niður í þann hluta
garðsins Og meðfram honum á
báða vegu voru runnar, sem ég
hélt að væru ýrviður en Richard
leiðrétti mig kurteislega. — Þetta
eru geitblöðungar, frú. Ég er með
þá f garðinum mínum og það er
hægt að hagræða þeim og klippa
á sama hátt og ýrvið. Ég á
mjög fallegan runria sem er í
lögun eins og kirkja. Ég vona
að frúin geri mér einhvern tírna
þá ánægju að koma yfir um til
okkar og líta á hann.
Ég fór yfir um og leit á runn-
ann. Ég heilsaði frú Richards og
yngstu börnunum tveimur. Ég
vissi- ekki almennilega hvernig
ég. átti að sneiða hjá „ölmusum“
en ég gerðist þó svo djörf að
kaupa dálítinn brjóstsykur og
baka fáeinar böliur og betta hafði
ég með mér. Þau virtust ekkert
móðgast .yfir því-
Gallinn á Richards var sá, að
hann var alltof samvizkusamur-
Hvaða gagn er að^samvizkusemi,
þegar hún neyðir fólk til að
híma úti í rigningunni, þegar
það gæti alveg eins sluksað og
þótzt vera að gera eitthvað í
gróðurhúsinu. Við frú Leonard
stungum saman nefjum og gróf-
um upp alls konar innistörf
handa honum þegar veðrið var
slæmt.
Það fór sæmilega á með okkur
Mark. Þegar við komum heim,
hafði hann látið mig fá mitt eig-
ið svefnherbergi og þótt dyrværu
á milli herbergjanna tveggja, þá
kom hann sjaldan inn til mín og
aldrei án þess að berja. Hann
snerti mig aldrei. Mér hafði víst
tekizt að gera hann ískaldan —
um stundarsakir að minnstakosti.
Við vorum sérlega kurteis hvort
við annað; það höfðum við verið
eftir hina skelfilegu daga í lok
brúðkaupsferðar okkar. X>egar
hann kom heim á kvöldin, sagði
hann mér hvað gerzt hefði í
fyrirtækinu. Stöku sinnum fórum
við til London og fórum í leik-
hús, en hann stakk ekki upp
á því að við færum á veðreiðar
og ég fór ekki fram á það. Ég
vissi aldrei almennilega hvar ég
hafði hann-
Til allrar hamingju samdi mér
stórvel við frú Leonard. Ég trúði
henni fyrir því strax í upphafi að
ég hefði aldrei komið nálægt hús-
haldi og ég kynni ekki að mat-
búa nema einföldustu rétti og
hún virtist hæstánægð með að
sjá um allt saman ein® og hún
hafði gert áður en Mark giftist
mér. En bess bar auðvitað að
gæta að ég talaði í rauninni
sama tungumál og hún, ef svo
mátti segja, og vissi hvaða álit
hún hafði á hinu og þessu. Ef
ti. vill hefði ég átt að haldáhæfi-
legu bili á millf okkar, en það
gerði ég ekki, svo að ekki leið
á löngu áður en hún sagði vina
mín litla— í staðinn fyrir frú
Rutland-
Það var undarlegt fyrir mig að
eiga heima í þessu húsi, því að
ég var alltaf að rekast á hluti
sem Estelle hafði átt. Inniskór
í skáp, tvær gamlar blússur, næl-
onsokkar, sem lágu enn í selló-
faninu — þeir voru of stuttir
handa mér — og bækur og vasa-
bók, þar sem hún hafði skrifað
hjá sér það sem hún þurfti að
muna. Og svo voru myndimar
af henni, í setustofunni t>g f
svefnherbergi Marks. Ég gat vel
skilið að seinni kona karlmanns
gæti bæglega orðið afbrýðisöm.
Ekki svo að skilja að ég væri
það sjálf, því að ég óskaði einsk-
is frekar en hún birtist og heimt-
aði eiginmann sinn aftur. Mér
fannst ég ekkert andartak vera
eiginkona Marks.
I gamla bílskúrnum fann ég
tveggja sæta bfl af gamalli ár-
gerð- Estelle hafði átt hann. Hún
hafði notað hann þegar hún var
að 'vfnna að uppgrefti, og skottið
bar þess Ijós merki. Mark sagði
að ég mætti gjaman nota þann
bíl ef ég vildi, og ég ók nokkrar
könnunarferðir um nágrennið.
Þegar nokkrar vikur vöru liðn-
ar og hann lét mig enn í friði,
fór ég smám saman að róast og
kunna betur við mig í húsinu-
Ég hafði enga möguleika til að
sleppa frá honum í svipinn —
nema á þann hátt sem ég hafði
reynt við Camp de Mar og ég
vissi með sjálfri mér að ég myndi
aldrei reyna aftur, og þessa stund-
ina var því mest um vert að
nota sér aðstæðumar á bezta veg.
Eitt kvöldið eftir matinn fór
ég óvart að segja honum dálítið
af sjálfri mér og allt í einu
sagði hann:
— Segðu mér, Mamie, af hverju
gerirðu þetta ekki oftár?
— Geri hvað?
— Talar um sjálfa þig. Það
gæti kannski hjálpað þér.
— Hvernig þá?
— Það gæti ef til vill hjálpað
þér til að losna við — ýmislegt,
sem stendur þér fyrir þrifum
núna. Það gæti ef til vill orðið
til þess að við Jvö færom að
skilja hvort annað betur.
— Það get ég ekki ímyndað
mér.
— í sannleika sagt, þá hef ég
áhuga á því að heyra þig segja
líJÍWirS A-1 sósa: Með kjöÉi,
með fiski, raeð hverjn .«em er
SKOTTA
— Er búið að spá flóði, eða hvað?
Einangrunargler
Húseigendux — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einanqrunargler með miöff stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar á
gluggum Utvegum tvöfalt gler í lausaföe o? siá-
um um máltöku.
Gerum við sprungur i steyptum veggjum með
þaulreyndu giímmíefni.
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMI 5 11 39.
NÝKOMIÐ
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
4T
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
i
Geriðvið bíla ykkar sjáif
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍL AÞJ ÓN U ST A N
Auðbrekku 53, Kópavogi. — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-, ljósa- og mótorstillingu
Skiptum um- kerti, platínur, ljósasámlokur
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
Hemlaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling ht.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.