Þjóðviljinn - 01.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1967, Blaðsíða 10
Sammngar undírritaSir i gœr, taka gildi frá áramótum Vetraráætlun FÍ hefst í dag: ■ Nýir kjarasamningar milli ; Reykjavíkurborgar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Lög- reglufélags Reykjavíkur og Hjúkrunarfélags íslands hins vegiar voru undirritaðir í fyrradag. Höfðu samninga- viðræður staðið yfir alllengi en samningamir taka gildi um n.k. áramót. □ Aðalatriði hinna nýju kjara- samninga eru þau að um 260 borgarstarfsmenn færast' milli launaflokka, hækka um 1—3 flokka. Þá var einnig samið um ýmis önnur kjaraatriði en eftir er að semja um niðurröðun ein- staklinga í launaflokka. Launa- upphæðir í hverjum flokki skulu miðaðar við niðurstöður vænt- anlegs kjaradóms í. Iaunamálum ríkisstarfsmanna. Fjölmennustu starfshóparnir sem launaflokkáhækkuriin nær til eru strætisvagnastjórar er hækka úr 12. i 13. launaflokk og hjúkr- unarkonur er hækka úr 14. í 15. launaflokk. Þá hækka nokkrir starfsmenn hjá lögreglunni um einn launaflokk og þeir lögreglu- menn sem vinna á mótorhjólum fá aukagreiðslu, 500 krónur í grunn á mánuði, á meðan beir gegna því starfi. Hækkanirnar ná annars til eft- irtalinna starfsheita: Aðstoðarfólk við heilbrigðis- þjónustu hækkar úr 3. í 5. launa- flokk og úr 5- í 6- launaflokk. Álesarar og innheimtumenn hjá Rafmagnsveitu og Hitaveitu hækka úr 8. í 11. flokk og lok- imarmenn úr 8. í 13. launaflokk. Starfsmenn við meindýraeyð- ingu hækka úr 8. í 9. launaflokk. Sjúkraliðar hækka úr 9. í 10- launaflokk- Sorphreinsunarmenn hækka úr 9. í 10. láunaflokk, sömuleiðis sorpbílstjórar Dg sóparar. Næturhreinsunarmenn hækka úr 10. í 11. launaflokk. Fóstrur á bamaheimilum hækka úr 11. í 12 launaflokk. Veghefilsstjórar hækka úr 11- í 12/ launaflokk og bungavinnu- vélstjórar úr 11- í 12. launaflokk. Deildarfóstrur hækka úr 12. í 13. launaflokk. Vélgæzlumaður vélamiðstöðvar hækkar úr 12. í 13. launaflokk. Deildarfóstrur á vöggustofum og skriðdeildum hækka úr 13. f 14. launaflokk. , Eldvamaeftirlitsmenn hækka úr 13- í 14. Iaunaflokk. Rafmagnseftirlitsmenn hækka úr 14. í 15. launaflokk. Eftirlitsmenn byggingardeildar hækka úr 16. í 18. launaflokk. Garðyrkjuverkstjórar hækka úr 16. í 17. launaflokk. Stýrimaður á Magna hækkar úr 16- í 17. launaflokk. Yfirrannsóknarkona hækkar úr 17. í 18. launáflokk. Húsgagnameistarar hækka úr 21. í 22. launaflokk. Kerfisfræðingar II hækka úr 22. í 24. launaflokk. Fram k væmd ast j óri sjúkrahúsa og heilsuvfemdarstöðvar haskkar úr 25- í 26. launaflokk. 1 samninganefnd borgarin-nar áttu sæti Birgir ísleifur Gunn- arsson, Gunnar Helgason, Kristj- án Benediktsson og Guðmundur Vigfússon en þeim til aðstoðar voru Hjálmar Blöndal hagsýslu- stjóri, Jón Tómasson skrifstofu- stjóri borgarstjóra og Magnús Óskarsson vinnumálafulltrúi. Formenn félaganna, Þórhallur Halldórsson (Starfsmannafélag Reyk j aví ku rborgari, María Pét- ursdóttir (Hjúkmnarfélag Islands) og Kristján Sigurðsson (Lögreglu- félag Reykjavíkur) vom jafn- framt formenn samninganefnda félaga sinna. i „Gömul mynd á kirkjuvegg-“ Á myndinni em talið firá vinstri, standandi: Jóhanna Axelsdóttir, Daníel Williamsson, Arnhildur Jónsdóttir- Sitjandi, frá vinstri: Soffía Jakobsdóttir, Edda Þór- arinsdóttir, Erlendur Svavarsson, Þómnn Sigurðardóttir, Sigmundur Örn Ámgrímsson og Sól- veig Hauksdóttir. A myndina vantar Guðmund Erlendsson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Æfingar hafnar hjá „Litla I ieikfélaginu // Fyrsta æfing hjá „Litla leikfélaginu“ var haldin ígær í Tjarnarbæ, en í félaginu eru 9 ungir leikarar sem útskrif- uðust úr leikskóla Leikfélags Reykjavíkur s.l. vor, og einn eldri nemandi. Leikritið sem hópurinn æf- ir nú er Gömul mynd á kirkjuvegg, sem I-ngmarBerg- man samdi eitt sinn fyrir leik- listamemendur sína í Málm- ey — og síðar gerði hann kvikmyndina Sjöunda innsigl- ið upp úr leikritinu. Sveinn Einarsson leikhús- stjóri hefur tekið að sér að stjórna leikritinu og sagði hann í stuttu viðtali við blaðamann Þjóðviljans í gær að ætlunin væri að æfa þetta leikrit stíft á næstunni og einnig hefði komið fram hug- mynd um að leikaramir semdu sjálfir pólitíska revíu. Yrði þetta nokkurskonar úr- klippusafn þar sem brugðið yrði upp myndum af ýmsum heimsviðburðum — og sungn- ir tilheyrandi söngvar. Það mun vera Gísli Hall- dórsson sem átti hugmynd- ina að stofnun „Litla leik- félagsins", hann hvatti nem- enduma- til að halda hópinn þegar þeir væru útskrifaðir og . stofna leikflokk, þar eð svo mikið framboð er afung- um leikurum 1 Reykjavík og litlir atvinnumöguleikar nema fyrir fáa útvalda. I vor tók Sveinn Einarsson þetta mál aftur á dagskrá og fyrir nokkru síðan var gerð- ur samningur milli nemend- anna tíu og leikhússtjórans. Fær leikflokkurinn Tjamabæ til æfinga þrisvar í viku — og til sýninga — og væntan- lega leikbúninga og leiktjöild. Að öðm leyti standa þau sjálf undir kostnaðinum við þetta fyrirtæki. I leikflokknum em: Sigurð- ur Öm Arngrímsson, sem lauk leiklistarnámi fyrir nókkrum ámm og eftirtaldir leikarar sem útskrifuðust s.l. vor: Arnhildur Jónsdóttir, Daníel Wiliiamsson, Edda Þórarinsdóttir, Erlendur Svav- arsson, Guðmundur Erlends- son, Jóhanna Axelsdóttir, Soffía Jakotosdóttir, Sólveig Hauksdóttir og Þómnn Sig- urðardóttir. I Þing INSÍ um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Arás á launastéttir landsins, oghrot á gerðum samningum I Á 25. þingi Iðnnemasiambands íslands, sem haldið var lér í- Reykjavík um helgina, var samþykkt eftirfarandi lyktun um atvinnu- og efnahagsmál, þar sem mótmælt :r ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem árás á launastétt- r landsins og brot á gerðum samningum og krafizt aðstoðar rið innlendan iðnað. , 25. þing INSl telur að ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í at- vinnu- og efnahagsmálum leysi ekki vanda undirstöðuatvinnu- veganna, en séu hinsvegar órétt- lætanleg árás á launastéittir landsins og brot á gerðutnsamn- ingum við verkalýðsihreyfinguna. 25. þing INSI vill vekja at- hygli á hiiui geigvænlega á- standi iðnaðarins, og krefstþess að nú þegar verði gerðar eftir- taldar i-áðstafanir honum til hjálpar; 1. að hinn óhóflegi innflutn- ingur allskyns iðnvarni-ngs, sem innlend fyrirtæki framleiða eða geta framleitt, verði takmarkað- ar, 2. að lánveitingar til iðnaðarins verði auknar og sérstök áherzla verði lögð á að sjá nýjum þjóð- hagslegum iðngreinum fyrir nægu fjármagni. Þingið álítur að lánveitingar til iðnaðarins séu Framhald á 7. sfðu. Millilandaflug mest með þotunni / vetur □ í dag, 1. nóvember, tekur vetr- aráætlun Flugfélags íslands gildi, bæði í innanlands- og millilandaflugi og breytast þá brottfarar- og komutímar flugvélanna nokkuð. □ í fyrsta sinn í sögu Fí verð- ur millilandaflug félagsins nær eingöngu flogið með þotu, þ.e.a.s. til Glasgow, Lundúna, Osló og Kaup- mannahafnar, en ferðir um Færeyjar til Bergen og Kaup- mannahafnar verða áfram flognar með Fokker Friend- ship skrúfuþotu. □ I innanlandsflugi verður tek- in upp sú nýbreytni að flug- vél verður í vetur með að- setri 4 Akureyri er heldur uppi flugferðum til staða á Norðausturlandi og til Egils- staða í sambandi við ferðir til Akureyrar. • Millilandaflug Millilandaáætlun félagsins á vetri komanda er í höfuðatrið- um þannig: Til Kaupmannahafn- ar verður þotuflug á mánu- dögum, miðvikudögu-m, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum og ennfremur verða ferð- ir með Fokker Friendship skrúfuþotum á þriðjudögum og laugardögum. Tik Glasgow verða ferðir fjóra daga í viku, á mánu- dögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum, og sunnudögum. Til London verður flogið á þriðju- dögum og föstudögum og til Osló á laugardögum. Til Fær- eyja verða ferðir á þriðjudögum og laugardögum og til Ber-gen á þriðjudögum. í þotuflugi til Kaupmannahafnar og Glasgow verður brottfarartíminn 9,30, til Lundúna og Osló kl. 10,00 og flug til Færeyja, Bergen og Kaupmannahafnar verður kl. 11,30 að morgni. Svo sem fram hefur komið í fréttum er nú þotan Gullfaxi nýtt til vöruflutninga að hluta, og þar sem nýjustu tækni við hleðslu og afhleðslu er beitt, hafa vöruflutningarnir gengið mjög vel þótt um allmikið magn hafi oft verið að ræða. Innanlandsflug f fyrsta sinn í sögu innanlands- flugs Flugfélags íslands er nú í innanlandsáætlun ' að lang- * mestu leyti flogið með skrúfu- þotum. Af 50 ferðum í viku ftá Reykjavík eru 47 flognar með Fokker Friendship og aðeins þrjár með DC-3. Það sem háð hefur innan- landsflugi á vetrum hin síðari ár er, hve margir flugvellir á landinu eru án flugbráutarljósa. Flugmálastjórnin hefur sýnt mikinn skilning á þessu máli og standa vonir til að í náinni framtíð verði fleiri flugvellir búnir flugbrautarljósum, þann- ig að þangað sé unnt að fljúga í dimmu. í vetraráætlun innanlands- ^ Framhald á 7. sfðu. Lögreglan herðir eftirlit með hjélreiðamönnum í gær barst Þjóð-viljanum eft- irfarandi fréttatiHkynning frá lögreglustjóraembættinu í Rvík: Þar sem hættulegasiti tími árs- ins í umferðinni fer nú í hönd vill lögreglan skora á reiðhjóla- menn að hafa lögboðinn ljósa- útbúnað reiðhjóla í fullkomnu lagi. Áberandi hefur verið, aðljósa- útbúnaði reiðhjóla er áfátt, en þrátt fyrir stöðugar áminningar lögregluman-na hefur litil breyt- ing orðið á til batnaðar. Lögreglan hefur þvi ákveðið, að beita sektum gagnvart reið- hjólamönnum, eða eftir atvik- um að taka hjóilin af bömum og unglingum og geyma, þar til þau eru sótt af foreldrum eða for- ráðamönnum. Vill lögreglan þvi skora £ alla þá, sem eru á reiðhjólum eftir að skyggja tekur, að hafa lög- boðinn ljósaútbúnað í fu-llkomnu lagi. Framangreindar aðgerðir munu hefjast mánudaginn 6. nóvemfoer næst komandi. 44 skip fengu afla en flest þeirra þó aðeins smáslatta Fremur óhagstætt veður var á sfldanmiðun-um fyrra sólarhring, N.A.-kialdi, 5—6 vindstig. I gær- morgun fór veður heldur batn- andi og voru skipin einkum að veiðum 140 sjómíl-ur S.A. af Dala- tanga. Alls tiikynntu 44 skip um afla, samtalls 2.645 lestir. Dalatangi: Snæfugl SU lölest- ir, Grótta RE 50, Hafrún IS 60, Framnes IS 25, Guðrún GK 30, Loftur Baldvinsson EA 60, Heiga II. RE 110, Elliði GK 90, Sigur- borg SI 80, Faxi GK 80, Bjartur NK 30, Barði NK 30, ÞrymurBA 30, Halldór Jónss. SH 30, Hamra- vík KE 100, Vörður ÞH 50, Sig. Bjarnas. EA 60, Haraldur AK 70, Ásgeir Kristjá-n IS 50, Odd- geir ÞH 50, Ljósfari ÞH 100, Sveinn Sveinbiörnsson NK 65. Ólafur Friðbertsson IS 40, Höfr- ungur III AK 135, KrossanesSU 35, Héðinn ÞH 50, Gullver NS 40, Halkion VE 100. Ól. Tryggva- son SF 25, Óíl. Sigurðss. AK 30, Ingiber Ólafss. II GK 60, Gísli Árni RE 150, örfirisey RE 100, Hólmanes SU 80, Sæfaxi II NK 40, Öskar Halldórsson RE 60, Skírnir AK 25, Bjarmi II EA 50, Guðbjörg GK 40, Heimir SU 100, Akurey RE 70, Sléttanes IS 40, Siguriari AK 30, Þórkatla II GK 80 lestir. Fischer heldur enn fðrustunni, Larsen er annar Að loknum 9 umferðum á millisvæðamótinu í Túnis var Fischer, \ Bandaríkjunum enn efstur með 6 vinninga og 2 bið- skákir, báðar gegn sovézkum skákmönnum. Larsen, Danmörku var kominn í 2. sæti með 6 vinninga og 1 biðskák, semhann átti unna. 1 3.—4. sæti voru Hort, Tékkóslóvakíu og Portisch, Ungverjalandi, með 6 vinninga. Sovétm/istarinn, Stein, var bú- inn að tapa tveimur skákum, gegn þeim Fischer og Larsen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.