Þjóðviljinn - 09.11.1967, Síða 1
HODIflUINN
Fimmtudagur 9. nóvember 1967 — 32. árgangur — 253. tölublað.
Stolið úr peningasendingu
í síðustu viku hurfu 67 þúsund úr peningasendingu frá Búnaðar-
bahkanum í Reykjavík til útibúsins í Búðardal.
Framkvæmdastjóri útibusins uppgötvaði hvarf peninganna s. 1.
föstudag, en peningarnir höfðu verið sendir í ábyrgðarpósti.
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík og sýslumaður Bprgfirðinga, Ás-
geir Pétursson, vinna nú að rannsókn málsins og hafa all-
• margir verið yfirheyrðir, bæði í Reykjavík og á Búðardal.
Aflétta verður hernámi íslands
Er varanleg hersefa orSin stefna og œtlun st]órnarflokkann a?
Þvottakonum Lands-
smiðjunnar sagt upp
— ekki endurráðnar nema með verri kjörum
:ar vikurnar horfa menn
aldið fyrirtæki í eigu rík-
Bjargsmólið
ekki sent til
saksóknara?
Mjög erfitt reyndist að fá
nokkrar fréttir af rannsókn
Bjargsmálsins og er sýslu-
maðurinn í Hafnarfirði,
sem annast málsrannsókn,
ekki til viðræðu dag eftir
dag. Hefur hann Iátið hafa
eftir sér að þegar yfir-
heyrslum og frágangi máls-
skjala sé lokið muni hann
senda málið frá sér, en hef-
ur ekki sagt hvert, þótt
eðlilegast sé að málið gangi
þá til saksóknara ríkisins.
Valdimar Stefánsson sak-
sóknari bjóst þó í gær
fremur við því að málinu
yrði vísað til menntamála-
ráðuneytisins og cagði að
sér hefði ekkert borizt um
málið utan gögn sem bæj-
arfógetinn í Kópavogi hefði
sent sér, en þau hefði hann
sent áfram til sýslumanns-
ins í Hafnarfirði, þar sem
bezt væri að öll skjöl i
sambandi við málið væru
þar sem rannsóknin fer
fram.
Þrálátur orðrómur geng-
ur nú um það manna 4
meðal að verið sé að reyna
að tefja rannsóknina eða
jafnvcl stöðva hana vegna
tengsla ýmissa áhrifamanna
við málið.
isins liðast í sundur, þar sem er
Landsmiðjan og er ekki fyrir-
sjáanlegt annað en þetta trausta
fyrirtæki líði undir lok á næst-
unni.
Hver deildin eftir aðra hefair
verið lögð niður og húsnæðið
tekið undir verknám á vegum
Iðnskólans eins og trésmíðaverk-
stæðið og nafmagnsverkstæðið og
starfsfólkið er kvíðið fyrir fram-
tíðinni um sinn hag og væntir
uppsagna fyrr en síðar eftir ára-
langan starfsferil.
Einkaframtakið i Sjölfstæðis-
flokknum hefur að vísu haft
þetta lengi á stefnuskrá sinni, að
það beri að leggja niður rfkis-
rekin fyrirtæki eins og Lands-
smiðjuna og fær nú framgengt
sínu þar.
Þegar er farið að brydda á
uppsögnum starfefólks þama, —
þannig hefur þvottakonum fyr-
irtækisins verið sagt upp miðað
við næstu mánaðamót með eins
mánaða fyrirvara og fengu
þvottakonurnar uppsagnarbréfin
í hendur í síðustu viku. Vikið er
að því í bréfinu, að um endur-
ráðningu geti verið að ræða, —
þó með þvi skilyrði, að þær sam-
þykki verri kjör sér til handa eh
áður og ekki er vitað, hvað það
verður langur starfsferiill.
öll ber þessi framkvæmd vitni
um siíkan smásálarskap og ná-
nasarhátt að engu tali tekur.
Samfara þessu hefur svo forstjór-
inn verið að belgja sig yfir
þvottakonunum og sýndi þeim
hvorttveggja í senn ókurteisi og
mikillæti.
Hér fer á eftir texti uppsagn-
atbréfanna til þvottakvennanna
og eru þau dagsett yo. október
FramhaM á 3. síðu
★ Seglskipið Stormsvalan slitn-
aði «pp á Fossvogi í gær og
rak upp í fjöru. Gerðist þctta
um hádegið í gær og er blaðið
hafði samband við lögregluna
í Kópavogi seinnipartinn í gær
voru eigendur skipsins að
setja bönd á sldpið og bjugg-
ust við að' ná Stormsvölunni
út á flóði. Fjarað hafði und-
an skipinu og lagðist það á
hliðina en sjáanlcgar skemmd-
ir á því voru engar.
★ Eigendur skipsins eru all-
margir og flestir þeirra flug-
menn. Keyptu þeir Stormsvöl-
una í Englandi á sínum tíma
og sigldu henni hingað.
★ Skútan náðist út kl. rúmlega
10 í gáerkvöld, en björgunar-
báturinn strandaði á skeri. —
Sjá bls. 2 — (Ljósm. G.O.)
□ Er það orðið viðhorf stjórnarvaldanna að hér-
lendis skuli dveljast erlendur her um ófyrir-
sjáanlega framtíð eða jafnlengi og útlendum
valdsmönnum þóknast að nota land okkar á
þann hátt. — Eða er að því stefnt að mörkuð
verði ný, íslenzk framtíðarstefna?
□ Engin svör fengust við þeim spurningum í fyrirspurna-
tíma Alþingis í gær þegar Bjami Benediktsson svar-
aði fyrirspurn frá Magnúsi Kjartanssyni um atriði 1
stefnuyfirlýsingu stjómarinnar varðandi „sérfræðilega
könnun“ á því hvernig „vömum landsins verði til
frambúðar bezt háttað.“
□ Magnús og Jónas Árnason lögðu áherzlu á að það hlyti
að verða íslenzk framtíðarstefna að aflétta hemámi og
herstöðvum.
í framsöguræðu minnti Magn-
ús á að engar skýringar hefðu
fylgt því atriði stefnuskrár
stjórnarinnar að athugun skyldi
gerð á hernámsmálunum, og
sagði m.a.:
„Liðin eru meira en 16 ár síð-
an bandarískur her steig hér
á land öðru sinni. Þeir þrír
flokkar sem stóðu að hernám-
inu lýstu þá yfir því, að þeir
héldu engu að síður fast við
þær yfirlýsingár sem gefnar
voru þegar ísland gerðist. aðili
að Atlanzhafsbandalaginu, 'þess
efnis að hér á landi skyldi ekki
dveljast erlendur her á friðar-
tímum. Hernámið 1951 var rök-
stutt með því að ný heimsstyrj-
öld væri alveg að skella á og var
einkum vitnað til Kóreustríðs-
ins í því sambandi. Málsvarar
þessara þriggja flokka lýstu all-
ir yfir því að hemámið væri
„ill nauðsyn“, og yrði því aflétt
eins fljótt og aðstæður leyfðu.
Síðan þessir atburðir gerðust
hafa orðið miklar breytingar á
heimsmálum, en sanlt situr her-
inn hér enn sem fastast. Kóreu-
styrjöldin er orðin að fjarlæg-
um sögulegum atburði í vitund
manna. Andrúmsloft kalda
stríðsins sem mótaði öll viðhorf
1951 hefur smátt og smátt verið
að þoka fyrir raunsærra mati.
Stórveldin tvö, sem talin voru
pólar andstæðustu viðhorfa fyr-
ir 16 árum, hafa tekið upp frið-
samleg samskipti á æ fleiri svið-
um. Alþjóðlegur liðssafnaður
þessara stórvelda hefur sundr-
azt að mjög verulegu leyti; til
Framhald á 9. síðu.
L • !*>•• •*>
Pr/o// V7Ö"
rœ3ufundurm
inn er i dag
★ í gær var boðað til þriðja
viðræðufundar fulltr. rík-
isstjórnarinnar og samn-
inganefndar ASl og BSRB
og hefst fundurinn í dag
kl. 10.30.
★ A fundinum sem þessir
sömu aðilar héldu með
sér sl. miðvikudag skýrðu
fulltrúar launþegasamtak-
anna ríkisstjóminni frá
tillögum sínum og sjón-
armiðum. Lögðu þeir á-
herzlu á, að vísitölu-
greiðsla á laun yrði að
haldast óskert og báru
fram ýmsar tillögur sem
miðuðu að því að ráða
fram úr efnahagsvanda-
málunum. Hefur ríkis-
stjórnin síðan haft þessar
tillögur Iaunþegasamtak-
anna til athugunar.
★ Efjir því sem Þjóðvilj-
inn hefur fregnað er ýmis-
legt talið benda til þess
að ætlun ríkisstjórnarinn-
ar sé að þetta verði síð-
asti viðræðufundurinn,
enda hafa málgögn ríkis-
stjórnarflokkanna tekið
tillögum launþegasamtak-
anna þunglega.
Æskulýðs-
fylkingin
•& Salurinn er opinn í
■fr kvöld. — Félagar, lítið
☆ inn og takið með ykkur
■fr gesti. — Kaffi, gos-
■ír drykkir og kökur á boð-
•&• stólum.
Iceland Food Centre hefar
tapað 4,5 miljónum króna
1 svari við fyrirspurn frá
Gils Guðmundssyni gerði Ing-
ólfur Jónsson landbúnaðarráð-
herra grein fyrir nokkrum at-
riðum varðandi Iceland Food
Centre í London. Skýrði ráð-
herrann svo frá að verið væri
að ljúka samningum við enskt
fyrirtæki sem kaupa mundi
helming lilptabréfanna og tæki
að sér rekstur veitingastofunn-
ar með þeim skilmálum að hafa
íslenzka rétti á boðstólum bæði
þar og í öðrum veitingastöðum
fyrirtækisins.
Ríkið hefur lagt fram hélm-
ing hlutafjárins í Iceland Food
______s____________________________
Centre, fjórar miljónir króna,
og aúk þess lánað því 2 milj-
ónir og ber þær fjárhagsskuld-
bindingar gagnvart fyrirtækinu
sem hlutafélagslögin segja til
um.
Rekstrarhalli fyrirtækisins fram
til þessa sagði Ingólfur að hefði
numið 5.865.000,00 kr. en þar
frá mætti draga afskriftir að
upphæð 1.346.000,00 kr. svo
reksturstapið hæmi um 4,5 milj.
króna.
Eignarhlutföll hluthafa hafa
verið sem hér segir: Ríkið á
helminginn, Framleiðsluráð land-
búnaðarins fjórðung, Loftleiðir
og SÍS einn áttunda hvort.
Endurskoðun friðunarlaganna um Þingvelli rædd á Alþingi
Úthlutun sumarbústaða á Þing-
völlum til útvaldra óverjandi
□ Enda þótt það vserj einn megintilgangur laganna frá
1928 um friðun Þingvalla að koma í veg fyrir að einstak-
lingar helguðu sér land á Þingvöllum og reistu þar sum-
arbústaði, hefur svo illa tekizt til að Þingvallanefndir
hafa æ ofan í æ látið undan ásókn einstakra manna í
sumarbústaði og sumarbústaðalönd á Þingvöllum, sagði
Magnús Kjartansson á Alþingi í gær. í framsöguræðu
fyrir tillögu þeirra Gils Guðmundssonar um endurskoðun
laganna og stöðvun á frekari sumarbústaðabyggingum þar.
□ Skýrði Magnús frá að umhverfis Þiugvallavatn værji nú
um 300 sumarbústaðir, og a.m.k. 21 þeirra innan þess svæð-
is sem í friðunarlögunum er kallað „hið friðhelga land“. Og
á því svæði væri nú verið að reisa tvo sumarbústaði I viðbót.
★ Ríkisábyrgð Alþingis
1 framsöguræðu sinni rakti
Magnús tildrögin að setningu
friðunarlaganna og deildi fast á
framkvæmdir Þir Tvallanefnda,
sem iafnan hafa verið skipaðar
þremur flokksforingjum þriggja
stj órnmáiaf lokka. Færði har.n rök
að nauðsyn þess að láta hið frið-
helga svæði ná til alls þess lands
sem Þingvallanefnd var falið til
eftirlits, og að náttúruvemdar-
sjónarmið yrði látið ráða mestu
um framkvæmdir- Framsöguræð-'-
an verdur birt í heild á morgun.
Gils Guðmundsson tók í sama
streng og taldi að Alþingi bæri
óvenjumikla ábyrgð gagnvart
friðunarmálum Þingvalla. Þing-
vallanefndum hefði mjeg verið
misiagðar hendur varðandi fram-
kvæmdir þar og væri nú vart
um annað að gera en viðurkenna
mistökin og leiðrétta þau.
★ Allt. í lagi með sumarbú-
staði útvaldra
Emil Jónsson varði ákvarðanir
lúngvaRanefnda um útíriwtun
sumarbústaða, en taldi eðlilegt að
lögin um friðun Þingvalla yrðu
endurskoðuð. Enga þörf taldi
hann á því að stækka þjöðgarð-
inn frá þvi sem nú er. Sumar-
bústaðimir í Gjábakkalandi
spilltu f engú landslagi því þeir
væru staðsettir i hraunbollum (!)
og hafi Þingvallanefnd veitt öll-
um þeim 24 mönnum land sem
um sóttu-
t
Ráðherrann vildi ekki heyra að
náttúruverndarráð yrði látið
vinna að endurskoðun friðunar-
laganna og fór um ráðið niðr-
andi skætingsorðum, sem teljast
hlýtur óviðeigandi af hálfu ráð-
herra.
Framhald á 3. síðu.
<f
<