Þjóðviljinn - 09.11.1967, Blaðsíða 7
Fimmtuaagar 0. -nóveimiber 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA ’J
Jónas Árnason alþingismaður:
Félagsheimili í eyði
Herra forseti. í greinargerð-
inni sem fylgir þingsályktunar-
tillögu þeirri, sem hér liggur
fyrir, segir svo m.a.:
„Féiags- og menningarlegur
ójöfnuður meðal þjóðarinnar,
hvort heldur er milli einstakra
stétta eða landshluta hefur
hættu í för með sér, sem gefa
þarí nánar gætur og hindra
sem. framast má verða“.
Ég vil taka undir þessv, orð
og einnig. þær áðrar röksemd-
■ir, sem fram koma í greinar-
gerðinni, og einnig þær rök-
semdir, sem fram komu í
ræðu flutningsmanns, Ingvars
Gíslasonar, hér áðan.
Ég verð þó að segja, að enda
þótt flutningsmenn hafi, eins
og þeirra er von og vísa, mik-
inn skilning á nauðsyn menn-
ingarlegs jafnréttis allra ís-
lendinga, sýnist mér, að tillaga
þeirra beri ekki vott um eins
mikinn metnað og vert væri
fyrir hönd landsbyggðarinnar.
Mér finnst þeir séu, ef svo
mætti að orði k-omnst, ekki
nógn stórtækir.
Myndlistm er ekki nema ein
grein af mörgum listgreinum,
sem verða að teljast til for-
réttinda höfuðborgarinnar og
hafa orðið það æ því meir, sem
höfuðborgin hefur vaxið á
kostnað landsbyggðarinnar.
Tónlist, danslist og leiklist, allt
eru þetta listgreincir, sem einn-
ig hafa, eins og myndlistin þró-
azt ört í Reykjavík á undan-
förnum árum, en hafa hins veg-
ar veigrað sér við að láta nokk-
uð teljandi að sér kveða fyrir
utan hitaveitusvæði höfuðborg-
arinnar. Leiklistin verður þó
að heita nokkur undantekning.
Ágætir leikflokkar frá Þjóð-
leikhúsinu og Leikfélagi
Reykjavíkur fara um landið ár
hvert, en slíkt gerist aðeins að
sumrinu tiþ yfirleitt aldrei að
vetrinum, og allra sízt í svart^
asta skammdeginu, þegar íbúar
landsbyggðarinnar hafa mesta
þörf fyrir þá andlegu lyftingu,
sem fylgir fögrum listum og
vandaðri menningarstarfseimi.
Og svipuðu máli gegnir um
tónlistiha. Þá sjaldan að okkar
beztu tónlistarmenn fara út á
landsbyggðina að láta í sér
heyra, gerist slíkt helzt þegar
lengstur er sólargangur.
Þær framfarir sem ^orðið
hafa í þessum listgreinum hjá
okkur íslendingum á undan-
fömum árum, eru ekki að-
eins að þakka hæfileikum og
dugnaði listamannanna sjálfra
heldur einnig hinu, að þeir
hafa notið opinbers stuðnings.
Þeim hefur veitzt næði til þess
áð stunda list sína vegna fjár-
' framlaga, sem tekiíi enu beint
eða óbeint úr vasa allra lands-
manna; allir eru látnir bera
kostnaðinn af því. Landsbyggð-
in hlýtur því að krefjast réttar
síns í þessum efnum. Það verð-
ur að fyrirbyggja með ein-
hverjum róðum að listirnar
lokist inni í Ijósadýrðinni á
hitaveitusvæði höfuðborgarinn-
ar strax og dimma tekur, og
veður fara að gerast rysjótt
úti á landsbyggðinni.
Ég vil láta þess getið, að ég
hef rætt þessi mál við ýmsa
ágæta listamenn og einkum
léikara og af þeirra hálfu er
ekkert því til fyrirstöðu, að úr
þessu yrði bætt. Þvert á móti
mundu þeir fegnir vilja flytja
landsbyggðinni list sína sem
oftast og á öllum tímum árs,
enda kemur þéim saman um,
að þar sé viða að .finna þakk-
látustu áheyrendurna og sýn-
ingargestina.. En eins og nú
háttar þm starfssamninga þess-
ara manna og vinnuskyldu,
eiga þeir sjaldan heimangengt
úr höfuðborginni að vetri til.
En hvað má þá verða trl úr-
bóta í þessum Efnum?
Magnús Kjartansson, 6. þing-
maður Reykvíkinga, skrifaði
í fyrra grein í blað sitt, Þjóð-
viljann, þar sem hann reif-
aði hugmynd, sem ég tel, að
vert væri að vekja athygli á í
þessu sambandi. Hugmyndin er
sú, að her í höfuðstaðnum
verði komið á fót stofnun, sem
hefði yfirumsjón þessara mála
og þá ef til vill í samstarfi við
Þjóðleikhúsið og Leikfélag
Reykjavíkur og einhverja fleiri
slíka aðila, sem vinna að menn-
ingarmálum. Stofnun þessi
ætti að skipuleggja ferðir lista-
manna út um landið, einstakra
listamanna eða heilla hópa,
söngvara og annarra tónlistar-
manna, dansara, leikara og
myndlistarmanna og ekki að-
eins íslenzkra listamanna, held-
sér standa og af þeim sökum
hafa mörg félagsheimilin orð-
ið að binda sér mjög þunga
bagga með lántökum, og þeir,
sem bera ábyrgðina á rekstri
þeirra, freistast til þess að haga
honum með tilliti til þess, hvað
gefur mest í aðra hönd. Þeir
halda böll á böll ofan, vegna
þess að á þeim er mest að
græða og þeir mundu ella slig-
ast undir skuldbindingum og
lái þeim það hver sem viU.
Þar við bætist svo, að menn-
irnir sem njóta þess trausts að
þeim hefur verið falin stjórn
félagsheimilanna, eru einmitt
oftast þeir sem hafa til að bera
mesta hæfileika til þess að
hafa á hendi forystu í félags-
og mennihgarmálum. Af þessu
leiðir, að öll menningarstarf-
semi lamast. Þeir, sem helzt
gætu beitt sér fyrir henni, eru
eða jafnvel flygill, sem kostað
hefur eitthvað á 2. hundrað
eða 3. hundrað þúsund kr., lær-
ir ekki nokkur maður að leika
á þetta hljóðfæri. Þau standa
þögul, nema þá kannski helzt
á þorrablótum, þegar þær
kringumstæður skapast, að
mönnum finnst þeir endilega
verða að taka lagið, og einhver
aldraður heiðursmaður, sem
lærði á orgel í þann tíð, þeg-
ar tónlistariðkun á alþýðuvisu
var enn í hávegum höfð á
íslandi, er fenginn til að spilá
undir „Blessuð sértu sveitin
mín“.
Og hvers vegna er þetta orð-
ið svona? Fyrst og fremst
vegna þess, að íslenzk alþýða
hefur varla tíma til þess leng-
ur að lifa lífinu, ef svo mætti
segja. Hún getur varla lengur
Iitið upp frá striti sínu stund-
Við umræður í sameinuðu þingi 1. nóvember
varðandi listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur
flutti Jónas Árnason ræðu þá sem hér er birt
ur ætti stofnunin einnig að
leitast við að veita landsbyggð-
inni sem mesta hlutdeild í þeim
menningarverðmætum, sem er-
lendir listamenn, sem hingað
koma, hafa upp á að bjóða.
Mér er nú sem ég heyri ein-
hvers staðar, að þetta mundi
ekki kosta neitt smáræði óg
sjálfsagt mun það kosta tölu-
vert. En öllum barlómi út af
kostnaði í þessu sambandi held
ég að verði bezt svarað með
tilvisun til þess, að svo er só-
að i alls kyns helberan hégóma
og vitleysu á íslandi, að kostri-
aður vegna menningarmála
mundi seint komast í hálfkvisti
við þau ósköp.
En það hefur lika verið ráð-
izt í mikinn kostnað 'í nafni
menningarinnar, án þess að
menningin hafi nokkuð veru-
lega orðið af bættari.
Ég á við félagsheimilin, sem
reist hafa verið í kauptúnum
og sveitum nú á undanförnum
árum. Til hvers voru þau reist?
Til þess að landsmenn allir
ættu kost á því að komast á
ball á laugardagskvöldum?
Ég spyr svo vegna þess, að
þetta er næstum að segja það
eina, sem gerist í mörgum fé-
lagsheimilanna, ball á laugar-
dagskvöldum. Og það er ekki
einu sinni víst, að þessi böll
íari fram við neitt meiri menn-
ingarbrag heldur en böllin hér
fyrrum í gömlu samkomuhús-
unum. Þó er skylt að geta^þess,
að eftir að nýju félagsheimil-
in komu til sögunnar, mun
eitthváð hafa dregið úr til-
hneigingum manna til að fljúg-
ast á á böllum, og það er vissu-
lega spor í rétta átt. En þó
verður að teljast hæpið, að það
eitt hafi vakað fyrir frum-
kvöðlum félagsheimilalöggjaf-
arinnar að draga úr áflogum á
böllum.
Tilgangurinn er að sjálf-
sögðu einnig anpar og meiri,
að efla alhliða menningarstarf-
semi og veita nýjum þrótti og
þroska í félagslíf fólksins.
En þetta hefur, ekki tekizt
nema að takmörkuðu leyti. Og
ein ástæðan er sú, að fjárhag-
ur félagsheimilanna margra, ef
ekki allra, er mjög bágborinn,
og hann er bágborinn vegna
þess, að þegar til kastanna
kom, reyjidist helzt til lítið
hald í þeim fyrirheitum um
fjárframlög, sem þeim höfðu
verið veitt. Framlögin úr fé-
lagsheimilasjóði hafa látið á
önnum kafnir við annað, við
að halda böll og borga skuld-
ir.
Mér fyndist ekki til of mikils
mælzt, að þessir menn fengju
að vita það, hvort þess sé ekki
einhver von, að þeir verði
leystir úr þessari ánauð, og‘ ég
vil því beina þeirri fyrirspurn
til ríkisstjórnarinnar hvort hún
hyggist ekki eitthvað gera til
þess að tryggja það, að sá
sjóður sem kenndur er við fé-
lagsheimilin geti staðið í skil-
um við þau.
Þetta má ekki við svo búið
standa lengur. Að vísu er tek-
ur til menningarinnar má
segja, að þrátt fyrir allan sinn
' glæsileik séu félagsheimilin
ipörg í- eyði. Sum þeirra , fóru
í eyði strax að aflokinni vígslu-
athöfninni, og það er ekki
seinna vænna, að þau fari að
komast í byggð.
Ég minntist á þá menn, sem
helzt eru til forystu fallnir í
félags- og menningarmálum.
Það veltur mikið á slíkum
mönnum. Það er mikið undir
því komið, að þeim gefist tími
til þess að beita hæfileikum
sínum til skemmtunar og
þroska fyrir mannlífið í sínum
heimahögum, því að enda þótt
miklu skipti, að íbúar lands-
byggðarinnar fái sem bezt not-
ið þes$, sem þjálfaðir lista-
menn að sunnan hafa fram að^,
færa til eflingar menningunni,
er hitt ekki síður mikilvægt, að
listirnar. eigi sér einnig ból-
festu úti á landsbyggðinni.
Félagsheimilin voru m.a. og
ekki hvað sízt reist til þess
að svo mætti verða. Með þeim
skapaðist glæsileg aðstaða fyr-
ir íbúa hinna ýmsu byggðar-
laga að efla félagslíf sitt og
iðka sjálfir í stórauknum mæli
hinar ýmsu listgreinar.
Reyndin hefur þó orðið síi,
að í sumum byggðarlögum
hefur slík starfsemi frekar ver-
ið að koðna niður síðan fé-
lagsheimilin komu til sögunn-
ar. Ég á við það t.d., að þrátt
fyrir alla tónlistarskólapa, sem
menntamálaráðherra nefndi, er
nú víða í sveitum og kauptún-
um miklu minna sungið af
sannri gleði heldur en löngum
fyrr, og færri og færri fást
til þess að faóa upp á leiksvið
til þess að taka þátt í leiksýn-
ingu, sjálfum sér og sveitung-
um sínum til ánægju. Og þó
að í mörgum félagsheimilum
standi gljáandi fagurt píanó
arkorn til að leita sér menn-
ingarlegrar hressingar og svöl-
unar? Hún er bundin á klafa
þrældóms, sem herðist fastar
og fastar að henni eftir því,
sem stjórnarvöld hennar og
það sérfræðingastóð, sem þau
hafa í þjónustu sinni, upp-
hugsa fieiri svonefnd bjarg-
ráð til lausnar efnahagsvanda-
málum þjóðarinnar. í fáum
orðum sagt, íslenzk alþýðu-
menning er þrúguð af rang-
látum þjóðfélagsháttum og hún
reisir sig ekki í fuUa hæð á
riý fyrr en þeim þjóðfélagshátt-
um verður breytt og réttlætið
sigrar.
Látum svo þetta nægja ffln
þá hlið málsins að sinni.
Það er enda engin ástasða til
að örvænta. Þrátt fyrir allan
þrældóminn er enn lailvíða
haldið uppi blámlegri menn-
ingarstarfsemi, eins og mennta-
málaráðherra minntist á. En
starfsemin byggist þá venju-
lega mest á því að viðkom-
andi byggðarlög eiga á að skipa
mönnum, sem haía getu, en
þó fyrst og fremst tíma, til
að veita hennl forystu. Það
sem helzt hindrar þessa starf-
semi eru neínilega byrjunár-
örðugleikarnir, vandræði við
að koma hlutunum af stað,
skipuleggja það, sem gera skal.
En þegar þessir byrjunarörðug-
leikar hafa verið yfirstígnir,
reynist það að jafnaði furðu
auðvelt, að halda hlutunum
gangandi, áhugi þátttakenda
eykst jafnhliða ánægjunni af
því að vinna saman að
skemmtilegu málefni til gagns
fyrir allt byggðarlagið, og þetta
verður þeim hressing og hvíld
frá hversdagsstritinu og eng-
inn sér eftir þeim tómstundum,
sem í þetta fara, jafnvel þó
slíkar stundir séu af skornum
skammti.
Starfsemi þessi einkennist
þó yfirleitt af því að hún er
unnin í áhlaupum. Áhlaupið
varir meðan stefnt er að ein-
hverju marki, leiksýningu,
söngskemmtun, kvöldvöku eða
öðru slíku. Þegar markinu er
náð, sundrast hópurinn venju-
lega og starfsemin liggur niðri
langtimum saman, jafnvel heilu
. veturna og þegar ráða skal
í nýtt verkefni, þá verður að.
yfirstíga og sigrast á öllum
byrjunarörðugleikunum að
nýju, og þessir örðugleikar
reynast þá æði oft ofviða þeim,
sem til forystunnar veljast,
þeir gefast upp og ekki verð-
ur neitt ur neinu.
Ef starfsemin væri stöðug
og jöín myndi þetta allt miklu
auðveldara viðfangs, en til þess
þyrftu þá líka að vera til reiðu
menn, sem gætu veitt henni
forystu að staðaldri. Hins veg-
ar eru takmörk fyrir því, hvað
jafnvel hinir áhugasömustu
menn geta varið miklu af tima
sínum í sjálfboðavinnu. Lífs-
báráttan, sá harði húsbóndi,
krefst einnig síns af þeim eins
og öðrum mönnum.
Tímaritið Eimreiðin birti i
fyrra langa ritgerð eftir Guð-
mund G. Hagalín, ritgerðin
nefnist „Menning sveitanna“,
og Hagalín setur þar fram
ýmsar eftirtektarverðar hug-
myndir. Ein þeirra er sú, að
íélags- og menningarstarfsemi
í sveitum verði skipulögð á
grundvelli þess, að héruðin
hafi í þjónustu sinni sérstaka
ráðunauta í þessum málum, á
sama hátt og þeir njóta nú
tilsagnar sérstakra ráðunauta
í ræktunarmálum og öðru því,
er að búskapnum lýtur. Laun
slíkra ráðunauta ætti að greið-
ast sameiginlega af ríkisins
hálfu og viðkomandi sveitarfé-
lags.
Fyrsta og helzta verkefni
þessara manna ætti að vera
það, að hvetja fólk til þátt-
töku í hvers kyns menningar-
starfsemi og skipuleggja hana
í lengri eða skemmri tíma,
en að sjálfsögðu þyrftu þess-
ir menn einnig að geta hjálp-
að til við framkvæmdina sjálfa
í ýmsum greinum, sérstaklega
þyrftu þeir að hafa þekkingu
og reynslu til að leiðbeina við
leiksýningar og vera nógu vel
að sér i tónlist til að æfa
kóra og kvartetta og helzt að
geta kennt fólki að leika á
hljóðfæri. Þeir sem hug hefðu
n á slíkum störfum en væru van-
búnir til þeirra, sökum skorts
á nauðsynlegri reynslu og
þekkingu, ættu að eiga kost
sérstakrar þjálfunar í þessu
augnamiði.
Jónas Árnason.
Þetta er í stuttu máli það
sem Hagalín hefur að segja um
þetta atriði. Það, sem fyrir
honum vakir er ekki ósvipað
því sem virðist vaka fyrir höf-
undum þess æskulýðsmála-
frumvarps, sem menntamála-
ráðherra lagði fram í Nd fyr-
ir skemmstu, þar sem þeir gera
ráð fyrir sérstökum leiðbein-
endum í félagsmálum unga
fólksins, en störf slíkra ráðu-
nauta, þeirra sem Hagalín
stingur upp á, yrðu að því
leyti miklu þýðingarmeiri en
störf slíkra leiðbeinenda, að
þau myndu ná til fólks á öllum
aldri, en ekki aðeins ungling-
anna, og hlytu þar með að
auka þau samskipti milli kyn-
slóðanna, sem áreiðanlega eru
happasælast lausnin á mörgum
erfiðum vandamálum í félags-
málum okkar. En ef báðar
þessar hugmyndir næðu fram
að ganga, finnst mér ekkert því
til fyrirstöðu, að tekizt gæti
hið giftusamlegasta samstarf
milli ráðunauta í menningar-
málum almennt og leiðbein-
enda æskulýðsins.
Hvaða aðili ætti að veita
þessum ráðunautum nauðsyn-
lega þjálfun?
Það hlutverk sýnist mér að
gæti vel verið í höndum þeirr-
ar stofnunar, sem Magnús
Kjartansson, 6. þingmaður
Reykvíkinga, stingur upp á í
áður nefndri grein sinni. Þeirr-
ar útbreiðslumenningarmið-
stöðvar, sem starfrækt yrði í
þágu allrar landsbyggðarinnar.
Þessar hugmyndir má eflaust
betrumbæta og fullkomna þeg-
ar saman koma fleiri manna
ráð. En ég hef hér viljað vekja
athygli á þeim, til að undir-
strika tilmæli, sem ég vil nú
leyfa mér að beina til þeirrar
nefndar, sem fær þessa tillögu
til 'athugunar.
Tilmæli mín eru þau, að
nefndin athugi mál þessi öll
á breiðari grundvelli en hér er
gert. Það er nauðsynlegt að
gera stórátak í félags- og
menningarmálum landsbyggð-
arinnar og það er von mín að
þegar nefndin skilar tillögu
þessari hingað aftur inn í þing-
salinn, þá hafi tillagan breytzt
Framhald á 9- síðu.
Ný sovézk farþega-
þota tekin ínotkun
Nýlega bættist i sovézka
flugflotann, Aeroflot, ný far-
þegaþota, 11-62, sem mun
verða notuð á alþjóöaleiðum.
Þann 15. september flaug þessi
nýja þota milli Moskvu og
Montreal á 9 klst., en vega-
lengdin er yfir 7000 km og
hafði vélin mótvind alla leið.
Áður hafði 111-62 verið notuð
á flugleiðinni Moskva-Khab-
arovsk, pg flýgur hún é 1%
klst. skemmri tíma til bargar-
innar við Amur heldur en
þotan Tu-114, og mun hún
verða höfð á þessari leið í
framtíðinni. 11-62 tekur 186
manns í sæti.
Leonid Sholudev, flugmála-
ráðherra, gat þess í blaðavið-
tali, að Tu-114 væri enn ein
af beztu flugvélum í heimi,
en stæði að baki 11-62 hvað
snerti bæði flughraða og
þægindi. Hann sagði, að 11-62
ætti engan sinn hka hvað
varðaði flugöryggi, „aerodyn-
amies“ vélarinnar gerðiþaðað
verkum, að hún gæti flogið
við hvaða veðurskilyrði sem
vseri, hún væri búin mjög
fullkomnum loftsiglingatækj-
um, og tækjum, sem gera
mögulega lendingu við svo til
hvaða veðurskilyrði sem er.
Eins kvað hann flugvélina
þurfa mjög stutta lendingar-
braut.
H-62 mun verða notuð á
fllugleiðunum Moskva-París,
Moskva-New-York og senni-
lega á Moskvu-Tokyo-leiðinni.
Enn önnur ný farþegaþota
var tekin í notkun nýlega, Tu-
134. Þessi þota mun aðallega
veraætluð til innanlandsflugs,
einkum á Moskva-Sotsji flug-
leiðinni. Þotan flýgur 920 km
á klukkustund, og er ekki
eins hávaðamikil og aðrarþot-
ur af Tu-gerðinni.
Guðrún Krlstjánsdóttir.
i