Þjóðviljinn - 09.11.1967, Side 3
Fiirrantudagur 9* nóvember 1067. — ÞJÓÐVILJINN — SÍDA J
Egyptar fúsir að
ræla friðartillögu
KAIRO 8/11 — Egypzka stjórn-
in telur sig reiðubúna til þess
að rseða um tillögu Bandaríkja-
matnna um frið í löndúnum fyrir
botni Miðjarðarhafs — en aðeins
með þvi skilyrði að ísraelsher
haldi frá þeim svæðum sem
Friðan Þingvaila
Framhald af 1. síðu.
★ Aðalatriðið: Endurskoðun
Iaganna
Magnús Kjartansson sagði í
svarræðu að aðalatriði málsins
væri að endurskoðun laganna
færi nú fram, en leiddi rök að
því að eðlilegt - væri að náttúru-
verndarráð ætti þar hlut að með
þeim hætti sem tillaga þeirra
Gils gerir ráð fyrir. Othlutunina
í Gjábakkalandi taldi Magnús ó-
verjandi. Minnti hann á að með-
an bóndinn átti jörðina hafi hon-
um verið bannað að láta þar
sumarbústaðalönd, hins vegar
hafi einum Þingvallanefndar-
manna verið úthlutað þar ríflegu
landi, um 11 hektara, og hann
reist þar rammbyggilegan sum-
arbústað og lagt heim vcg með
merkingu einkavegur! Og nú tæki
Þ:ngvallanefnd sig til og úthlut-
aði 24 mönnum sumarbústaða-
landi þarna með leynd og pukri.
Slík vinnubrögð væru ekki
sæmileg og Alþingi ætti að taka
þama í taumana svo sem ráð er
fyrir gert í þingsályktunartillög-
unni, að ekki verði leyft að
byggja fleiri sumarbústaði á
Þingvöllum og þeir sem fyrir eru
fjarlægðir smátt og smátt-
Umræðunni var frestað og
málirrn vísað til allsherjamefnd-
ar.
Félapheimili
Framhald af 12. síðu.
sagði Þjóðviljanum hófst bygg-
ing hússins 1959 og hefur verið
unnið við það síðan á sumrum.
Flatarmál hússins er 320 fer-
metrar og er það ein hæð með
tveim kjöllurum, öðrum undir
leiksviði með búningsherbergj-
um og leiktjaldageymslu, en í
hinum er hitunarkerfi og birgða-
stöð fyrir eldhús.
Á aðalhæðinni er um 10oi fer-
metra samkomusalur og í beinu
framhaldi af honum nokkru
minni veitingasalur. Þá er eld-
hús og stórt leiksvið. Gísli Hall-
dórsson arkitekt teiknaði húsið.
hann hertók í stríðinu í jýní.
Þessar upplýsingar eru hafðar
eftir áróðursmállaráð'herra Eg-
ypta, Zayal. Hann sagði enn-
fremur á þá leið að Arabaleið-
togar hefðu i verki viðurkennt
tilverurétt Israels, þótt lögfræði-
leg viðurkenning hefði ekki fylgt
á eftir. Hann taldi og að vanda-
mál eins og siglingar Israels-
manna um Tiransund og Súez-
skurð mætti ræða í sambandi við
vandamál þau sem samfara eru
flóttamönnum frá Palestínu.
Fellt að tak-
marka vonnasölu
WASHINGTON 9/11 — Fulltrúa-
deild bandaríska þingsins felldi
í gær með naumum meirihluta
að minnka um helming vopna-
sölu til Bretlands' og ýmissa
landa annarra sem hafa verið
sökuð um að verzla við Norður-
Vietnam.
Johnson forseti hafði lýst því
yfir að ef þetta yrði samiþykkt á
þingi, þá gæti komið til alvar-
legra árekstra við Breta og jafn-
vel komið til þess að þær banda-
rískar hersveitir sem nú eru í
Bretlandi verði sendar heim.
Bætt sambúð USA
og Kambodja
PNOME PENH 8/11 — Æðsti
maður Kamibodju, Narodon Si-
hanouk prins, hefur lýst því yf-
ir að heimsókn Jacqueline
Kennedy til landsins hafi haft
mjög jákvæð áhrif á samskipli
landanná, Kambodja rauf stjóm-
málasamband við Bandaríkin ár-
ið 1965 eftir að bandarískar flug-
sveitir höfðu verið sakaðar um
að ráðast á þorp í landamæfa-
héruðunum.
Frá Armanui
Skrifstofa GHmufélagsins Ár-
manns, Lindargötu 7, er opin á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum klukkan 8—9.30 síðd-
Þar eru veittar upplýsingar um
íþróttaæfingar hjá öllum deild-
um félagsins. Æfið íþróttir! Haf-
ið samband við skrifstofu Ár-
mann, sími: 1-33-56.
Nýr formaður Félags há
skólamenntaðra kennara
*
Aðalfundur Félags háskóla-
menntaðra kennara var haldinn
fimmtudaginn 19. okt. s.l. Fráfar-
andi formaður Erilendur Jónsson
flutti skýrslu stjórnar. Mikilvæg-
asti árangur af starfi félagsins
síðasta ár var námskeið í upp-
eldis- og kennslufræðuim fyrir
háskólamenntað fólk við kennslu-
störf. sem ekki hafði lokið prófi
í þeim greinum. Fjörutíu og einn
lauk prófi frá námskeiðinu og
öðlaðist þar með kennsluréttindi
og þeir sem voru í lægsta launa-
flokki framhaldsskóilakennara fá
nú hærri laun.
Frumkvæði að námskeiði þessu
átti F.H.K., en það var haldið
á vegum Háskólans fyrir tilstilli
menntamálaráðuneytisins.
Sú brejding var gerð á lögum
félagsins ' að aðalfundir verða
framvegis haldnir í júnímánuði,
og auðveldar það félagsmönnum
úti á landi að sækja þá.
Erlendur Jónsson baðst ein-
dregið undan endurkosningu og
var Jón Balldvin HannibalSson
M.A. kosinn formaður félagsins.
Stjórnina skipa nú auk hans:
Jón Hannibalsson
Jón Böðvarsson cand. mag. vara-
formaður, Hörður BergmannB.A.
ritari, Guðmundur Hansen B.A.
gjaldkeri og Úlfar Kristmunds-
son cand. theol. meðstjórnandi.
I varastjórn eru Flosi Sigur-
björnsson cand. mag. og Guð-
mundur Þorláksson magister.
■
' ■
ijjFi /1
Þessi mynd er tekin í upphafi sameiginlegs hátíðafundar Miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, Æðsta ráðs Sovétríkjanna og
Æðsta ráðs rússneska sambandslýðveldisins í Kreml hinn 3. nóvembeir síðastliðinn. Ungir frumherjar flytja fundarmönnum kveðjur.
íbúar San Francisco lýstu
afstööu sinni tii Vietnam
um leið og kosið var til borgarstjórnar — reyndist rúm
lega þriðjungur íbúanna andvígur stjórnarstefnunni
SAN FRANCISCO 8/11 — 1 gær
fóru fram borgarstjórnarkosn-
ingar í Bandaríkjunum og urðu
þær að ýmsu leyti sögulegar
bæði að því er varðar að skýra
afstöðu fólks til Vietnamstríðsins
og að því er til kynþáttavanda-
mála tekur.
I San Francisco fór fram um
leið og kosið var til borgar-
stjórnar almenn atkvæðagreiðsla
í fyrsta sinn í Bandaríkjumum
um afstöðu manna til styrjaldar-
Landsmiðian
ih
Framhald af 1. síðu.
síðastliðinn. Bréfhaus er Lands-
smíðjan, — The Goverment En-
gineering Works, — kennt við
ríkisstjóruina ekki ríkið og heyr-
ir forstjórinn beint undir ráð-
herrana.
„Vegna þeirra breytinga, sem
ákveðnar hafa verið á starfsemi
Landssmiðjunnar, verður að
breyta tilhögun á ræstingu frá
þeim tíma, sem þær breytingar
taka gildi.
Af þessum sökum er yður hér
með sagt upp störfum með 1.
mánaðar fyrirvara frá og meðnk.
mánaðamótum að telja.
Rétt er að geta þess, að end-
urráðning yðar, miðað við hina
breyttu tíl'högun, imun geta kom-
ið til greina, ef samkomulag
verður um kjör. Rétt er að taka
fram, að ekki mun verða endur-
ráðið á uppmælingataxta Verka-
kvennafélagsins Framsóknar,
enda teljum vér, að ráðning yð-
ar hingað til, hafi ekki verið
á uppmælingartaxta.“ Virðingar-
fyllst, Landssmiðjan, Guðlaugur
Hjörleifsson, forstjóri.
Svona er nú reisnin í dag und-
ir handarjaðri rikisstjómarinnar
i garð þvottakvenna hér í borg-
inni. Hvað eru þær margar í
þessu tiliviki. Þær eru fjórar.
innar í Vietnam. 75.136 kjósend-
ur töldu að Bandaríkjamenn ættu
að vera á brott með her sinn frá
Vietnam, en 129.779 vom á and-
stæðri skoðun. Átkvæðagreiðsla
sem þessi hefur ekki lögfræðilegt
gildi en er engu að síður talin
mikilvæg sem kynning á and-
stöðu almennings gegn styrjöild-
inni.
Þá varð Carl B. Stokes, fer-
tugur málafærslumaður og bar-
áttumaður jafnréttis kynþátta
fyrstur blökkumanna kosinn
borgarstjóri í einni af meirihátt-
ar borgum Bandaríkjanna —
þ. e. Clevelánd- Stokes, sem er
af þrælaættum, ’ sigraði fram-
bjóðanda republikana með 129-
825 atkvæðum gegn 127.328. I
borginni Gary í Indianaríki var
ungur blökkumaður kosinn borg-
arstjóri — einn hinn fyrsti af
sínum kynþætti. Báðir þessir
nýju borgarstjórar buðu sig fram
fyrír demókrata en allmargir
hvítra kjósenda eru taldir hafa
setið heima.
Humprey varaforseti var í dag
spurður álits uffl kosningarnar og
lét þess getið að sú gagnrýni á
bandaríska utanríkisstefnu sem
kom fram í kosningunum í San
| Francisco m.a. mundi ekki hafa
nein áhrif á stjómina.
Vestmannaeyjar
Framhald af 12. síðu.
oft ónýta vöru, til stórtjóns fyrir
markaði okkar.
2. Að afiianum verði landað
hér heima til vinnslu, einmitt á
haustín þegar frystihúsin hafa
mínnst hráefni, en að ekki sé
þá siglt með hann óunninn á er-
lendan markað, jafnvel í mjög
lélegar söluhorfur.
3. öll viðgerðarþjónusta við
fiskiflofann verði framkvæmd
hér heima eftir því sem aðstæð-
ur frekast leyfa.
4. Að hin nýja niðursuðuverk-
smiðja fyrir sjávarafurðir, sem
hér er í undirbúningi, fái alla
fyrirgreiðslu af opinberri hálfu
og lánastofnana þar sem um
mjög athyglisverða nýjung er að
ræða í vinnslu sjávarafurða hér
í Eyjum, sem getur haft framtíð-
arbýðingu í atvinnulífi bæjarins.
5. Að Sementsverksmiðja rík-
isins komi upp birgðastöð í Vest-
mannaeyjum þar sem nægilegt
sement sé jafnan ttl sölu.
Núverandi ástand í þeim efn-
um er með öllu óviðunandi og
hefur það oft valdið atvinnutjóni
þegar sement hefur verið ófáan-
legt vikum saman.
Hefur borið mjög á þessu nú
í haust. Verður að krefjast þess
að Sementsverksmiðjan, sem á að
vera þjónustufyrirtæki allra
landsmanna, komi dreifingar-
kerfi sínu í viðunandi horf, þar
sem framleiðsla verksmiðjunnar
er meira en nægjanleg fyrir alla
innanlandsnotkun.
Þetta eru helztu atriðin sem
fundurinn bendir á. Á næstunni
myn hinsvegar fást úr því skor-
ið hvort höfuðatvinnuvegur þjóð-
arinnar á enn að stjórnast a±
handahófskenndum gróðasjónar-
miðum, eða að tekin verði upp
ný og skynsamleg vinnubrögð,
sem tryggi verkafólki viðunandi
lífsafkomu fyrir hóflegan vinnu-
dag. Væntir fundurinn einhvers
árangurs í þá átt af þeim við-
ræðum Alþýðusambandsins og
ríkisstjórnarinnar sem nú fara
fram. En náist þar engin lausn
á verkalýðshreyfingin ekki ann-
ars úrkosta en knýja hana fram
eftír öðrum leiðum.
WASHINGTON 7/11 — Allir sex rcpub 1 ikanarnir sem nefndir eru
sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur gegn Johnson í forsetakosn-
ingunum næsta haust eiru nú vinsælli en Johnson samkvæmt skoð-
anakönnun sem birt var í dag. Skoðanakönnunin sýnir að Johnson
hefur aldrei verið óvinsælli síðan hann varð forseti 1963.