Þjóðviljinn - 09.11.1967, Síða 12
Krafa vinnandi fólks i versföSvunum:
Síldveiðar verða ai hefjast vii SV-
land og bræislan ai hefjast ai nýju
— segja stjórnir verklýðsfélaganna í Vestmannaeyjum í ályktunum sínum
□ Mikill samdráttur hef-
ur átt sér stað í atvinnulíf-
inu í Vestmannaeyjum _og
horfumar í vetur eru þung-
ar. Verkalýðsfélögin hafa ný-
verið rætt ástandið' og horf-
ur á atvinnumálum bæjarins
á fundum sínum og hvað
verða megi til úrbóta. 22.
október sl. héldu svo stjóm-
ir Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja. Verkakvennafé-
lagsins Snótar, Sjómannafé-
lagsins Jötuns og Vélstjóra-
félags Vestmannaeyja sam-
eiginlegan fund þar sem
þessi mál voru rædd og bent
á nauðsvnlegar úrbætur. —
Hafa ályktanir fundarins
verið sendar Alþýðusam-
bandinu en hér á eftir fara
meginatriði þeirra:
Er líða tók á s.l. sumar fór að
gseta samdráttar á mörgum
sviðum atvinnulífsins í Eyjum,
afli var orðinn rýr og hættu
bátar veiðum fyrr en venja er
á haustin. Vinna var því stop-
ul í fiskvinnslustöðvunum og
tekjur verkafólks einnig stórum
minni þar eð yfirvinna hefur svo
ti1 engin verið. En á þessum
tíma sigldu stærri fiskibátarnir
með óunninn afla á hinn lélega
Englandsmarkað og dró það að
sjálfsögðu mikið úr fiskvinnu hér
heima. Viðgerðarþjónusta við
fiskiflotann hefur í vaxandi mæli
verið sótt út á land eða erlend-
is og hefur því vinna í vélsmiðj-
úffi' hér og dráttarbrautum ver-
ið mjög ótrygg. önnur stærsta
vélsmiðjan er t.d. með menn
sína lausráðna þar sem búizt er
við frekari verkefnaskorti.
Snemma f haust var, að ósk
verkalýðsfélaganna, öllu erlendu
verkafólki, ásamt aðkomufólki
innlendu, sagt upp störfum í
fiskvinnslunni, svo að heimafólk
fenei notið þeirrar vinnu er til
féUi.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hsfði forgöngu um að línuveiðar
voru hafnar með því að heita
aðstoð ef eigi fiskaðist fyrir
tryggingu. En beitusíld hefur
mjög skort, svo að þær veiðar
hafa minni atvinnu skapað en
élla hefði orðið. Fjöldi verkafólks
hefur því farið héðan austur á
land í atvinnuleit eftir að síld-
ir, fór að berast þangað.
Útlitið hefur þó fyrst versnað
fyrir alvöru eftir að útvegsmenn
og samtök frystihúsaeigenda hafa
boðað stöðvun á öllum sínum at-
vinnurekstri um n.k. áramót.
Ekki barf þó að undrast bær
ákvarðanir nú, þegar harðnað
hefur i ári, bví vinnuveitend
ur gáfu slíkar tilskipanir út að
jafnaði á hverju metaflaári að
undanförnu. . .
Verður því ekki lengur vikizt
undan þeirri þjóðhagslegu nauð-
syn að endurskipuleggja þessar
atvinnugreinar. Sfldveiðin verður
að hefjast við Suðvesturland og
sfldarverksmiðjurnar að fara í
gang, það er krafa vinnandi fóiks
i verstöðvunum.
*Til úrbóta i atvinnumállum
byggðarlagsins vilja félögin
benda á eftirfarandi:
1. Að rekstrarfyrirkomulag
hraðfrystihúsanna verði endur-
skoðað af ábyrgum aðilum, svo
að séð verði hvað veldur hinum
sífellda taprekstri þeirra árum
saman, sem almenningur hefur
orið að greiða. Væri ekki úr vegi
í því sambandi að benda á nauð-
syn betri geytmsluaðferða á fiski
svo að jefnan verði hægt að
vinna hann óskemmdan, og
koma þannig í veg fyrir lélega og
Framhald á 8. siðu.
Fimmtudagur 9. nóvember 1967 — 32. árgangur — 253. tölublað.
Vígt um síðustu helgi:
Lyngbrekka, nýtt fé-
lagsheimili á Mýrum
□ Sl. sumiudag var vígt við hátíðlega athöfn nýtt og
glæsilegt félagsheimili að Amarstapa á Mýrum, en að þvi
standa fbúar tveggja hreppa, Álftaneshrepps og Hraun-
hrepps. Hlaut félagsheimilið við þetta tækifæri nafnið
Lyngbrekka.
Ásgrímsafn gefur út litprentað jólakort
Jólakort Ásgrímssafns þetta
ár er gert eftir oliumálverki
úr Svarfaðardal í Eyjafjarðar-
sýslu, sem er álitinn vera
einn af sérkennilegustu og
fegurstu dölum á fslandi, en
safnið hefur leitazt við með
kortaútgéfunni að kynna
ýmsa merka staði á landinu.
Frummyndina að málverkinu
gerði Ásgrímur í hinztu ferð
sinni til Norðurlands 1954.
Þetta nýprentaða kort er í
sömu stterð og hin fyrri lit-
kort safnsins, með íslenzk-
um, enskum og dönskum
texta á bakhlið, ásamt mynd
af Ásgrími.
Ásgrímssafn hefur þann
hátt á, að gefa aðeins út eitt
litkort á ári, en vanda því
betur til prentunar þess. Nú
í fyrsta sinn er beitt þeirri
tækni við gerð listaverkakorf-
anna frá safninu, að áferð
málverksins kemur greinfflega
í ljós í eftirprentun. Mynd-
mót er gert í Litróf, en Vík-
ingsprent hf. annaðist prent-
un. , ...............
Einnig hefur safnið gertþað
að venju sinni, að byrja
snema sölu jólalíortanna, til
hægðarauka fyrir þá sem
langt þurfa að senda jóla- og
nýjárskveðjur. Einnig þá sem
hafa hug á að lát^ innramma
kortið til jólagjafa. Eins og
fyrr hefur verið sagt í sam-
bandi við kortaútgáfu Ás-
grímssafns, er ágóði seldra
korta notaður til greiðslu fyr-
ir viðgerð á málverkum þeim,
sem fundust í kjallara í húsi
Ásgríms Jónssonar að honum
látnum:
Listaverkakortin eru aðeins
til sölu í Ásgrímssafni, Berg-
staðastræti 74, og Baðstof-
unni í Hafnarstræti 23, þar
sem safnið er ekki opið nema
3 daga í viku, sunnudaga,
þriðju- og fimmtudaga frá
kl. 1,30—4.
Síldveiðin:
Mörg skipanna eru farin
til síldveiða hér í Faxaflóa
□ í skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðarnar í síð-
ustu viku segir að mestan hluta vikunnar hafi verið bræla
á miðunum fyrir austan land og eru nú mörg síldarskip-
anna komin til veiða hér í Faxaflóa. Um helgina var heild-
araflinn kominn upp í 312.264 lestir og búið var að salta
í röskar 200 þúsund tunnur.
í vikunni bárust á land 9.164
lestir. Saltað var í 35.553 tunn-
ur, 77 lestir frystar, 3.825 lestir
til bræðslu, 20 lestum landað í
Færeyjum og 78 lestum landað
SV-lands, hagnýting ókunn. —
Heildarafli^ vertíðarinnar er nú
312.264 lestir og ráðstöfun hans
þessi: ' Iestir
í salt 29.435
(20,1.612 upps. tn.)
í frystingu 1.084
í bræðslu 2.75.085
Landað erlendis 6.660
Landað SV-lands (verk-
un ókunn) 78
Á sama tíma í fyrra var afl-
inn þessi: lestir
í salt 55.904
(382.900 upps tn.)
í frystingu 4.800i
í bræðslu 515.354
Alls 576.058
Sfldveiðarnar sunnan lands
Síðastliðna viku bárust á land
4.399 lestir og fékkst það magn
að mestu í Faxadýpi. Heildarafl-
inn frá júníbyrjun er nú 51.753
lestir, en var á sama tíma í
fyrra 45.164 lestir. Vikusöltun-
in nam 8.434 tunnum.
Síldinni hefur verið Iandað
á eftirtöldum stöðum:
Staður:
Vestmannaeyj ar
Þorlákshöfn
Grindavík
Sandgerði
Keflavík
Hafnarfjörður
Reykjavík
Akranes
Ólafsvík
Stykki shólmur
Bolungavík
Siglufjörður
Ólafsfjörður,
Dalvík
Hrísey
Krossanes
Húsavík
Raufarhöfn
Þórshöfn
Vopnafjö-ður
\
lestir
10.980
3.369
7.541
3.435
10.081
2.694
28.183 og 7.193
78 og 5.815
628
17
1.505
58.408
2.011
2.068
330
7.136
2.892
42.088
2.918
16.140
Borgarfjörður eystri 427
Seyðisfjörður 69.654
(auk þess erl. skip) 60
Mjóifjörður 381
Neskaupstaður 32.651
(auk þess erl. skip) 36
Eskifjörður 15.488
(auk þess erl. skip) • 262
Reyðarfjörður 5.567
Fáskrúðsfjörður 7.753
Stöðvarfjörður 3.300
Breiðdalsvík 889
Djúpivogur 1.445
Færeyjar 2.695
Hjaltland 1.766
Þýzkaland 2.199
Vigsluhátíðin hófst með helgi-
stund í félagsheimilinu síðdeg-
is á sunnudag, séra Leó Júlíus-
son prófastur á Borg prédikaði,
séra Árni Pálsson í Söðulholti
flutti ritningarorð og sungnir
voru sálmar. Síðan var sam-
koman formlega sett af form.
undirbúningsnefndar, Friðgeiri
Friðjónssyni á Sveinsstöðum og
byggingarannáll hússins var rak-
inn af Bjarna Guðjónssyni á
Svarfhóli.
Húsinu var síðan gefið nafn
með þeim hætti að Ingibjörg
Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum
flutti frumsamið ljóð og kom
nafnið fram í ljóðinu. Þá fluttu
fulltrúar byggingaraðila sitt á-
varpið hver. en byggingaraðilar
eru fjórir. Álftaneshreppur,
Hraunshreppur og ungmennafé-
lögin i þessum hreppum, sem
bera nöfn fornra söguhetja, Eg-
ill Skallagrímsson og Björn Hít-
dælakappi. Var síðan setzt að
veizluborði og fluttur fjöldi
ræða og ávarpa undir borðum,
auk þess sem skemmt var með
gamanefni og söng. Að lokum
var stiginn dans til kl.' 1 um
nóttina. Veizlustjóri var Frið-
geir Friðjónsson formaður und-
irbúningsnefndar.
Formaður framkvæmnanefnd-
ar hefur verið frá upphafi
Brynjólfur Eiríksson frá Brú-
arlandi og voru hann og kona
hans heiðruð með blómagjöfum
á vígsludaginn.
Um 300 manns tóku þátt í
fagnaðinum, íbúar hreppanna og
burtfluttir sveitungar, þeir sem
unnið hafa við húsið og fleiri
gestir. Fjölmörg heillaskeyti bár-
ust til félagsheimilisins svo 'og
gjafir, bæði peningar og ýmsir
húsmunir. — Meðal gjafa sem
heimilið hefur fengið má nefna
píanó, sem nokkrar fjölskyldur
ættaðar af Mýrum gófu, einnig
gáfu eigendur jarðarinnar Arn-
arstapa níu hektara lands undir
félagsheimilið
Að því er Bjarni Guðjónsson
Framhald á 3. síðu-
arinnar aS hefjast
lýst eftir tveimur
drengjum á
Dalvík
Auglýst var í útvarpinu í gær-
kvöld eftir tveimur piltum, 15 og
lr ára, sem farið höfðu að heim-
an frá sér á Dalvík um klukkan
fjögur í gær.
Bezta i veður var á Dalvík í
gær- Þegar Þjóðviljinn hripgdi
þangað um átlnleytið höfðu menn
ekki íiétt til dreng' '>na.
Vetrarhjálpin i Reykjavík er
I þann veginn að hefja nýtt
starfsár og verður aðsetur henn-
ar að Laufásvegi 41. Nokkrar
breytingar verða á söfnunar-
starfinu í ár þar sem skátafé-
lögin hafa ekki treyst sér til að
ganga í hús og safna peningum,
vegna útþenslu bæjarins. Hins-
vegar munu skátar fara á vinnu-
staði með söfnunarlista. Jafn-
framt taka dagblöðin í Reykja-
vík nú við framlögum til Vetr-
arhjálparinnar.
í fyrra voru peningagjafir
til Vetrarhjálparinnar nokkru
minni en áður en gjafir ýmissá
fyrirtækja á nýjum fatnaði voru
meiri en nokkru sinni fyrr. Mat-
vælum var úthlutað til 2370
manns og fatnaði til 3267. Mat-
vælum og mjólk var úthlutað
fyrir rúm 240.000,00 og fatn-
aði fyrir rúm 650.00ft,00.
Stærsti hópurinn sem leitar
til Vetrarhjálparinnar eru ein-
stæðar mæður þ.e.a.s. ekkjur,
fráskildar og ógiftar mæður. Þá
er einnig mikið um það að ein-
staklingar og einstæð hjón leiti
til Vetrarhjálparinnar, eru það
aðallega öryrkjar og aldrað fólk
sem fáa eða enga eiga að. Þriðji
hópurinn er hjón með mörg
böm og fjölskyldur þar sem
fyrirvinnan á við veikindi að
stríða.
Á fundi með blaðamönnum
í gær sagði Magnús Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Vetrar-
hjálparinnar, að þegar væri orð-
ið ljóst að mjög mikil þörf væri
fyrir slíka hjálparstarfsemi, ekki
sizt nú, því að þart væri í ári
hjá mörgum.
Vetrarhjálpin heitir á alla
borgarbúa að láta ekki breytta
söfnunaraðferð verða til að
minnka framlög sín. Þeir sem
ekki hafa aðstöðu til að skrifa
á söfnunarlista eru beðnir um
að koma peningagjöfum sínum á
skrifstofu Vetrarhjálparinnar á
Laufásvegi 41, (simi 10785) eða
á afgreiðslur dagblaðanna í
Reykjavík, þ.e. afgreiðslu Þjóð-
viljans, Skólavörðustíg 19, af-
greiðslu Tímans, Bankastræti 7,
Afgreiðslu Alþýðublaðsins, Al-
þýðuhúsinu, Hverfisgötu og af-
greiðslu Morgunblaðsins. Aðal-
stræti 6.
Stjórn Vetrarhjálparinnar, sem
kosin er af borgarstjórn, er
þannig skipuð í ár: Séra Jón
Þorvarðarson, formaður, Kristj-
án Þorvarðarson læknir og Þor-
kell Á. Þórðarson, fulltrúi. —
Framkvæmdastjóri er Magnús
Þorsteinsson.
BLflÐ-
DREIFING
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin
hverfi:
Reykjavíkurveg
Blönduhlíð.
Lönguhlíð
Laugarnes
Kleppsveg
Tjarnargötu
Skipholt
Múlahverfi
ÞJÓÐVILJINN.
Sími 17 500.
I
I