Þjóðviljinn - 10.11.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1967, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. nóvemfoer 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Lyng utanríkisrá&hérra Nor- egs í heimsókn í Póllandi Ræðir við póiska forystumenn um öryggismál Evrópu og tillögur Pólverja um friðsamlegri skipan mála VARSJÁ 9/11 — Þrátt fyrir ólíka sögu Noregs og Póllands og tengsl þeirra við mismunandi hópa í evrópskum örygg- ismálum hefur vinátta ríkt með löndunum á árunum eftir stríð. Heimsókni’n er tilraun til að eflá þessi vináttu- tengsl, sagði John Lyng utanríkisráðherra Noregs, þegar hann kom til Varsjá í opinbera heimsókn í kvöld. Vegna slæmra veðurskilyrða hafði ferð Lyngs seinkað um 5 klukkustundir, en tveim tímum eftir að hann kom til Varsjár snæddi hann kvöldverð með Ra- packi utanríkisráðherra Póllands. Á morgun munu utanríkisráð- herrarnir ræða um ýmis vanda- mál í alþjóðastjórnmálum. Sam- kvæmt blaðafregnum í Póllandi munu foeir Lyng og Rapacki sér- staklega ræða um öryggismál í Evrópu og Gomulka-áætlunina og Rapacki-áætlunina í foví sam- bandi. 1 pólskum blöðum er mikið nætt í dag um heimsókn Lyngs og talið að hún muni verða tíl þess að auka samskipti Noregs og Póllands og draga úr viðsjám miili Austur- og Vestur-Evrópu. í Trubunu Ludu sem er mál- gagn pólska kommúnistaflokks- ins segir að persónuleg kynni norskra og póiskra stjórnmála- manna hafi sannað að míogulegt sé að ná samkomulagi á mörgum sviðum. Bent er á það, að þrátt fyrir ólík viðhorf ríkjanna leiði þessi kynni til þess að stjórnmála- mennirnir skilji betur sjónar- mið hvers annans. í Trubune Marzowiecka. sem er málgagn kommúnistaflokksins í Varsjá er lögð áherzla á raun- hœfni norfekrar utanríkisstefnu, sem hafi meðall annars leitt til þess að Oder-Neisse línan sé al- mennt viðurkennd í Noregi. Blaðið minnir einnig á að Lyng utanríkisráð'herra hafi áður sagt það óraunhæft að hugsa um breytingar á vesturlandamærum Póllands. Þess er getið að bæði Gomulka áætluninni og Rapacki áætlun- inni hafi verið tekið með skiln- ingi í Noregi og látið er í það skina að viðræður Lyngs og Rap- Frámhald af 10. síðu. „— — — Mér líkar betur við Jón Engilberts og hina íslenzku 6ynfóníu hans. Hann vill líka gjamá vera maður með frum- stætt eðli- getur fundið upp á áð hlaða einu pundi af litum á lít- inn blett léreftsins. En það er málverk í þessari hljómkviðu. Hann þvingar hina foungu, drynjandi litahljóma í eina sam- fellda heild — bæði litgleði og laglinu lita“. Sigurd Schultz. „Þegar við sjáum litatilbrígði í miklum mæli, foá verðum við að taka Jón Engilberts með í reikninginn. Hin taumlausu skap- brigðaskipti Islendingsins koma fram í nokkrum myndum, sem fylla rúmið milli lérefts og hins ljóðræna áhorfanda með stór- kostlegri lrtasynfóníu. „Uppstign- ing“ og „Eldfjallið“. Þannigheita sumar af myndum hanst En samt er því nær óþarft að kalla myndimar nokkuð11. Anonymus- I sýningarskrá segir Ragnar Jónsson forstjóri um list Jóns Engilberts að í henni hafi ekki átt sér stað nein stökk. „Hún hefur þróazt hægum, þungum skrefum frá aldamótalistinni, og í það form þar sem allt er leyfi- legt, nema að vera leiðinlegur‘‘. Sýningin í Unuhúsi verður omuð í dag og bpin daglega kl. 2-10. AUflestar myndirnar eru til sölu. ackis muni snúast að einhverju leyti um foær. Málgagn pólska hersins Zolni- erz Wolnisci dregur fram það sem blaðið teílur jákvæða þætti í norskri utanríkisstefnu og bendir á það, að foátttaka Nor- egs í Nato ákvarði ekki gjör- samlega utanríkisstefnu landsins. í blaðiriu er m.a. bent á það, að Norðmenn hafi ævinlega ver- ið mótfallnir erlendum her- stöðvum á norskri grund og Norðmenn hafi verið andsnúnir þvi að fyrrverandi hershöfð- ingjar Hitlers yrðu settir yfir Natoheri, og norska þjóðin sé mótfallin loftárásum Bandaríkja- manna á Norður-Vietnam. Fréttamaðurinn Antoni Pawli- kiewicz sem er sérfræðingur pólskg útvarpsins um Norður- lönd segir að norsku þjóðinni sé jafnrétti og réttlæti í blóð borið og móti það m.a. viðhorf hennar til Vietnam og vanda- mála þróunarlandanna. LONDON 9/11 — Bretar ákváðu i gær að vinna gegn erlendri samkeppni í fjármálum með því að hækka forvexti, þannig að það verður eftirsóknarverðara að ávaxta fé í brezkum bönkum. Forvextir voru hækkaðir um hálft prósent og eru nú 6,5 prós- ent. Þetta er ekki mikil hækkun i sjálfu sér en þetta er í annað skipti á þrem vikum að vextir eru hækkaðir. Bandarískir vísindamenn á mjög góðri leið til tunglsins Nýrri tungleldflaug Saturnusi V. var skotið á löft í gær með Apollogeimfar og tókst tilraunin vel Utanríkismálin KENNEDYHÖFÐA 9/11 — Bandaríkin náðu í dag einhverjunn mesta árangri sem þau hafa náð 1 geimferðatilraunum, þegar tunglfarið Apollo hafði lent í Kyrrahafi eftir átta klukkutíma, þrjátíu og þriggja mínútna ferð út í geiminn. Fréttamenn segja að þetta velheppnaða geimskot hafi mjög örvað vonir Bandaríkjamanna að geta sent menn til tunglsins fyrir árslok 1970. Eldflaugin sem notuð var til að skjóta geimfarinu á loft heit- ir Saturnus V. og hefur ekki verið reynd áður. Á sama tíma og menn fögn- uðu frægum sigri á Kennedy- höfða voru aðrir geimvísinda- menn við geimrannsóknarstöðina í Pasadena i Kalifomiu að und- irbúa annað og ekki foýðingar- minna verkefni, að láta tungl- flaugina Surveyor 6. lenda mjúkri lendingu mitt á sýnilegu yfirborði tunglsins. En Surveyor 6 á samkvæmt áætlun að lenda foar í nótt, taka sjónvarpsmyndir áf yfirborði tunglsins og fram- kvæma efnafræðiathuganir á yf- irborði tunglsins. ^Apollo geimfarinu var skotið upp með risaeldflauginni Satr urnus V. og vógu þau samanlagt 3-000 tönn og stóðu 110 m upp í loft frá skotpallinum. Það er Appóllo geimfarið sem seinna verður notað til að flytja fyrstu bandarísku geimfarana til tungls- ins og aftur til baka. Satumus eldflaugin skókgeim- flugvöllinn á Kennedyhöfða á grunni, foegar hún fór á stað, enda myndaði hún forýsting sem var 3.4 miljón kíló. Og tólf mínútum eftir að eld- flauginni var skotið af stað, var Apollo geimfarið komið á rétta hraut í 185 km fjariægð frá jörðu. I stað geimfara vom nokkrir „svartir kassar" um borð í Ap- ollpgeimfarinu, en í kössunum vom rafeindatæki. Á ferðinni var kössunum þannig kcmið fyrir að önnur hlið foeirra var alltaf í heitu sól- arljósi, kuldinn og skugginn á hinni. En hin fíngerðu tæki þoldu þetta vel. Framhald á 7. síðu. Framhald af 1. síðu. hönd .Það verður að binda endi á þá ósvinnu að litið sé á sendi- ferðir fyrir íslands hönd til Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana sem skemmti- ferðir eða umbun: slíkar ferð- ir eru trúnaðarstörf sem þarf að rækja af alvöru og vinnu- semi, og alþingi á kröfu til þess að fá_ nákvæmar skýrslur um störf þvílíkra sendimanna. ★ Skýrari lagaákvæði Við flutningsmenn þessa frum- varps leggjum til að ákvæðin um veðksvið útanríkismálanefnd- ar verði gerð skýrari og fest í lögum um meðferð íslenzkra ut- anríkismála; við leggjum til að ákveðið verði í lögum það sjálf- sagða fyrirkomulag að þing- flokkarnir eigi beina aðild að sendinefndum íslands á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna; og við gerum foað að til- lögu okkar að ráðherra. birti Alþingi árlega skýrslu um við- horf ríkisstjórnarinnar til utan- ríkismála. svo að unnt sé að hafa ú..j þau mál almennar um- ræður líkt og tíðkast á flestum þjóðþingum heims. Frumvarp um þessi atriði öll var flutt á síðasta þingi og eru þau al- þingismönnum því kunn, en i þessu frumvárpi er bætt við nýju atriði. sem sé því að á- kvarðanir um íslenzk sendiráð erlendis skuli bomar undir Al- þingi. ★ Alþingi taki ákvörðun um sendiráð Hér er vikið að ákaflega veigamiklu atriði, þar sem tví- mælalaust er þörf mjög gagn- gerrar endurskoðunar. íslend- ingar hafa nú erlendis 11 sendi- menn með ambassadorsnafnbót. Tveir þeirra eru í Bandaríkjun- um, einn í Sovétríkjunum, en átta eru í Vestur-Evrópu norð- anverðri, á mjög litlu svæði hnattarins. Enginn íslenzkur sendiherra hefur aðsetur í Asíu, enginn í Afríku og enginn í Rómönsku Ameríku“. Taldi Magnús að þetta kerfi væri miðað við úreltar hug- myndir um alþjóðamál og brýn nauðsyn að íslendingar kæmu upp ■ raunverulegri utanríkis- þjónustu í þessum heimshlutum, ekki sízt vegna hinna miklu markaðsmöguleika þar. Endur- skoðun utanríkisþjónustunnar sé aðkallandi verkefni og Alþingi eigi að eiga hlut að þeirri end- urskoðun. ★ Alþingi þarf að endur- heimta reisn sina Magnús lauk ræðu sinni á þesSa leið: Ég vil að lokum vekja athygli á því að þetta frumvarp fjall- ar ekki um sjálfa stefnuna i ut- anríkismálum. og ágreiningur um hana á því ékki sð þurfa að hafa áhrif á afstöðu þing- manna til þessara tillagna. Hér er ' aðeins lagt til að ákvörðun- arvald alþingis verði aukið á þessu mikilvæga sviði, að þing- menn taki að telja utanríkismál sjálfsagt starfssvið sitt, að þau séu flutt af reyfarastiginu inn á vettvang hins rúmhelga dags. f því sambandi tel ég ástæðu til að taka undir þau orð sem hæstvirtur 5. þingmaður Reyk- víkinga Guðmundur Garðarsson mælti hér í síðustu viku um nauðsyn þess að alþingi afsali sér ekki sjálfsögðum skylduverk- um sínum til embættismanna og nefnda. Það er raunverulegt á- hyggjuefni hversu mjög alþingi hefur sett ofan ,í vitund þjóð- arinnar nú um alllangt skeið, vegna þess að réttilega er talið að hinar mikilvægustu ákvarð- anir séu teknar utan veggja þessarar virðulegu stofnunar. Það er tvímælaláus lýðræðis- nauðsyn að alþingi stefni mark- visst að því að endurheimta reisn sína og sjálfsákvörðunar- rétt. Tillögum\ okkar er ein- mitt ætlað að stuðla að slíkri þróun. Frumvarpinu var vísað til Z. umræðu og allsherjamefndar með samhljóða atkvæðum. Islenzkt dægurlagakvöld að Hótel Borg, föstudaginn 1 0. nóvember kl. 9 e.h. Haukur Mortens og hljómsveit. Sex söngkonur syngja. Flokkur úr Þjóðdansafélaginu sýnir. Gestur: Finnska söngkonan Sirkka Keiski. Aðgöngumiðar við innganginn. DANSAÐ TIL KL. 2 Félag íslenzkra dægurlagahöfunda. BERNINA Asbjörn Olafsson Grettisgötu 2 - Sími: 24440 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.