Þjóðviljinn - 10.11.1967, Page 7

Þjóðviljinn - 10.11.1967, Page 7
Fðstoudagur 10. nóvember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Framhald af 5. síðu. grein í Alþýðublaðinu og sagði: „Ég tel persónulega líka að æskilegt væri að fjarlægja þá sumarbústaði, sem nú eru inn- an þjóðgarðs, en til þess hefur skort fé. Fjárveitingar til þjóð- garðsins hafa ávallt verið af skomum skammti, þó að nokk- uð hafi þokazt í áttina hin síð- ustu ár. En margt er ógert af því sem þurft hefði að gera, vegalagning, gangstigar, hrein- lætjsbúnaður o.fl. sem nefnd- in telur að sitja eigi í fyrir- rúmi, en vonandi kemur hitt siðar, þegar fjárveitingar verða fyrir hendi“. Hér er tekið mjög eindregið undir þá stefnu sem felst í tillögu okkar að því er þessa bústaði varðar. Hitt er mjög dularfullt að einmitt nú, á sama tíma og ráðherra lýsir þessu yfir, skuli tveimur aðil- um heimilað að reisa nýja sum- arbústaði einmitt á þessu svæði. Þær nýbyggingar munu raunar þannig til komnar að Þingvallanefnd vakti athygli .sumarbústaðamannanna á því að þeir myndu missa lóð sína ef þeir reistu ekki hús á henni. Frumkvæðið kom þannig frá Þingvallanefnd sjálfri á sama tíma og hún ástundar hið illa augnaráð sem ráðherra gat um í Alþýðublaðinu í fyrra. Sumarbúðir í Gjábakkalandi Um sumarbústaði þá sem heimilaðir hafa verið í landi Gjábakka, 24 nýja bústaði í viðbót við tvo sem fyrir voru, er allt aðra sögu að segja; þar er um að ræða opinberan og harðvítugan ágreining milli Þingvallanefndar annars vegar og hins vegar Náttúruverndar- ráðs, þeirra manna sem sér- fróðastir eru um náttúruvemd hér á landi og mestan áhuga hafa á því efni, þeirra stofn- ana sem láta sér annt um ferðamál, og raunar að ég hygg yfirgnæfandi meirihluta þjóð- axinnar. Þingvallanefnd rétt- lætir hina nýju úthlutun sína með þeirri tvískiptingu Þing- vallasvæðiðsins, sem ég ræddi um áðan. Hún heldur því fram að hinn eiginlegi þjóðgarður sé aðeins svæði það sem kallað er „hið friðhelga land“ 1 lög- unum, en um það svæði sem þar er fyrir utan gegni allt öðru máli, þar geti Þingvalla- nefnd ákveðið að eigin geð- þótta hvað leyft skuli og hvað bannað. Þingvallanefnd vitnar í þessu sambandi til niðurlags annarrar greinar laganna um friðun Þingvalla, sem hljóðar, eins og ég sagði áðan, svo: „Ekkert jarðrask, húsbygg- ingar, vegi, raflagnir eða önnur mannvirki má gera á hinu friðlýsta svæði eða í landi jarðanna Kárastaða, Brúsa- staða, Svartagils og Gjábakka, nema með leyfi Þingvalla- nefndar“. Þingvallanefnd virðist túlka þetta ákvæði svo, að það veiti henni heimild til þess að leyfa hverskonar jarðrask, húsbygg- ingar, vegi, rafleiðslur eða önnur mannvirki á því svæði sem hún telur ekki heyra til hinum eiginlega þjóðgarði. En þessi lögskýring er fráleit með öllu. Þingvallanefnd er kosin í ákveðnum 'tilgangi, þeim sem um getur í lstu grein laganna, að gera Þingvelli við Öxará og grenndina þar að friðlýstum helgistað allra íslendinga. Að- eins innan þessa ramma getur hún bannað eða leyft mann- virkjagerð á svæðinu, en fari hún út fyrir þetta verksvið er hún farin að brjóta þau lög . sem hún á að vernda. Það gef- urraunar augaleið, að alþingi setti ekkí lög um að meina bændum að úthluta sumarbú- staðalóðum á jörðum sínum, í því skyni einu að þing- nefnd gæti síðar tekið sér út- hlutunarréttinn, enda hef ég áður rakið hver var tilgangur þeirra manna sem beittu sér fyrir lögunum um friðun Þing- valla 1928. Hulin ráðgáta Mér finnst þingvallanefnd hafa sýnt furðulega stífni og þrjózku í þessu máli. Hún hef- ur ekkert skeytt um röksemd- ir og mótmæli þeirra manna hérlendra sem mestan áhuga hafa á néttúruvemd og mesta kunnáttu á því sviði. Mér er kunnugt um það að formaður Náttúruvemdarráðs, Birgir Kjaran, sneri sér tvívegis í fyrrahaust til framkvæmda- stjóra Þingvallanefndar, Harð- ar Bjamasonar, og fór fram á það að sumarbústöðum yrði ekki úthlutað án þess að leit- að vajri álits ráðsins, en Þing- vallanefnd hafði þau hogværu tilmæli að engu. Hlýtur það raunar að vera álitamál, eins og ég gat um fyrr, hvort Nátt- úruverndarráð hefur ekki haft heimild til að taka fram fyrir hendur Þingvallanefndar í þessu máli, enda komst hæstv. forsætisráðherra svo að orði í sumar í grein sem hann skrif- aði í Morgunblðið að ef til vill sé það hæpnast í þessu deilu- máli að Þingvallanefnd skuli harfa úrskurðarvaldið. Ég hefði skilið þrályndi Þing- vallanefndar í þessu máli, ef nefndin hefði talið sig vera að framkvæma skylduverk sin samkvæmt ákvæðúm laga, en mér er það hulin ráðgáta hvers vegna nefndinni er það slíkt kappsmál að úthluta sumarbú- stöðum á Þingvallasvæðinu; ég hef enga skýringu séð á því hvers vegna nefndarmenn telja þvílíka forréttindaaðstöðu nokkurra manna samrýmast því skylduverki að gera Þing- velli við Öxará og grenndina þar að friðlýstum helgistað allra íslendinga. Ósæmileg leynd í þessu sambandi er rétt að víkja að öðrum þætti þessa máls sem einnig hefur valdið almennri gagnrýni; það er leyndin og pukrið sem fylgt hefur þessari almennu sumar- bústaðaúthlutun. Ekkert var auglýst um það að til stæði að úthluta sumarbústaðalóðum, svo að allir íslendingar ættu þess þá jafnan kost að sækja um bletti á hinum friðlýsja helgistað sínum. Þeir einir komu til greina sem voru svo blygðunarlausir að fara fram 'á slík fotréttindi. • Öll vinnubrögð hafa verið hulin, einnig úthlut- unin sjálf. Slíkar starfsaðferð- ir hljóta að vekja tortryggni og getsakir, einnig þótt tilefn- in væru margfalt. minnj en í þessu dæmi. Mét virðist þetta atferli sígilt dæmi um það hvernig opinberir trúnaðar- menn mega ekki hegða sér. Við flutningsmenn þessarar tillögu leggjum til að Þing- vallanefnd verði nú falið að banna allar frekari byggingar- framkvæmdir og jarðrask á vegum einstaklinga á landi því sem lögin um friðun Þingvalla ná yfir meðan endurskoðun laganna fer fram. Er það auð- vitað sjálfsögð tilholgun, til þess að hendur þeirra manna sem framkvæma eiga endur- skoðunina verði ekki bupdnar frekar en orðið er, og það því fremur sem tilgangur endur- skoðunarinnar á að vera sá að tryggja aukna náttúruvernd, stækka þjóðgarðinn og gera hann , að raunverulegri sam- eign allra íslendinga. ) Ekkert flokksmál Ég hef hér að framan gagn- rýnt nokkuð einn þátt í störf- um Þingvallanefndar. Sitthvað fleira mætti gagnrýna, svo sem það að einstaklingum og fé- lagssamtökum hefur verið heimilað að ástunda mjög hæpnar gróðurtilraunir á hinu friðlýsta landi. Hitt er mér ljúft að taka fram að ég tel að Þingvallanefndum hafi margt tekizt vel, ekki sízt þeg- ar þess er gætt hve takmörk- uð fjárráð þær hafa haft í samanburði við verkefnin. Og þótt sumarbústaðaúthlutun sé gagnrýnd af ærnu tilefni, er á- stæða til að leggja áherzlu á það að á því sviði hefur ekk- ert það gerzt ennþá sem ekki er unnt að bæta án þess að umtalsverðir erfiðleikar hljót- ist af. Hitt gæti orðið afdrifa- ríkt ef úthlutun sumarbústaða- lóða héldi áfram. Þingvalla- nefnd hefur aðeins lýst yfir því að úthlutun sé lokið „að sinni", og í slíkri yfirlýsingu felst engin trygging. Einnig það er veigamikil rökssmd fyr- ir því að nú verði settar fast- ar og endanlegar reglur um framtíðarstefnuna á Þingvalla- svæðinu öllu. Ég vil að lokum taka það fram, þótt þess ætti ekki að gerast þörf, að tillaga þessi er að sjálfsögðu ekkert flokks- mál. Umræíiur um Þingvelli hafa að undanfömu verið miklar í ýmsum félögum og öllum blöðum, og ég vil vænta þess að hliðstæður áhugi sé hér innan þingsalanna. Ég vil leyfa rhér að leggja til að mál- inu verði frestað að loknum umræðum hér og því vísað til allsherjarnefndar. Vil ég mega vænta þess að nefndin taki skjótar ákvarðanir um afstöðu sína; hér er einvörðungu um það að ræða hvort \I5gin um friðun Þingvalla skuli endur- skoðuð og hvernig þeirri end- urskoðun skuli háttað. Heybruni Snemma í fýrradag kom upp eldur í hlöðu í Ánabrekku í Borgarhreppi. Slöbkviliðið i Borgamesi fór á vettvang og allmargt fólk frá nágrannabæj- um.. Einhverjar skemmdir urðu á hlöðunni en öðrum húsumtókst að bjarga. Talið er að á annað hundruð hestar af heyi hafi eyðilagzt af eldi og vatni, og hefur orðið talsvert tjón af brunanum, enda ekki vátryggt A.S.f. og B.S.R.B. Framhald af I. síðu. halli yrði á fjáirlögum næsta árs“. Þessi svör 12 manna nefndar- innar voru rædd á fúndinum, en síðan óskuðu fulltrúar ríkis- stjómarinnar frests til að athuga þau- Þriðji fundur 12 manna nefnd- ar og fulltrúa ríkisstjómarinnar var svo klukkan 10.30 í dag og gerði forsætisráðherra þá grein fyrir afstöðu ríkisstjómarinnar. Vill ríkisstjprnin leggja til þá brcytingu á ftrumvarpinu, að i stað þess, að engin hækkun verði á hinni nýju kaupgreiðslu- vísitölu vegna lækkunar niður- greiðslna og annarra aðgerða, hækki þessi vísitala um 3%. Komi hækkunin til framkvæmda í þremur jöfnum áföngum, hinn 1. júní n.k., í lok næsta árs og loks hálfu ári sfðar. Enn frcm- ut vildi ríkisstjórnin ákveða, að clli- og örorkulífeyris- og fjöl- skyldubætur með tveimur eða fleiri bömum væru hækkaðar um 5%. Að því, er snerti önnur atriði í greinargerð nefndarinnar taldi ríkisstjómin, að ýmsar ráðstaf- anir á grundvelli þeirra kæmu mjög til athugunar. Á hinn bóg- inp gæti samkvæmt eðli málsins ekki verið áð vænta mikils eða skjóts árangurs af þessum ráð- stöfunum. Rikisstjómin legði því til, að frekari viðræður færu fram um ráðstafanir til að bæta innheimtu söluskatts og skatta- eftirlit yfirleitt og um ráðstaf- anir til að draga úr útgjöldum ríkisins- ■ Þá væri < ríkisstjómin einnig fús til að láta fara fram nánari athugun á því, hvortend- urskoðun álagningarreglna komi til greina. Á hinn bóginn teldi ríkisstjóm það ekki verjandi að afgreiða fjárlög næsta árs með tekjuhalla, sökum þass, hversu mjög væri nú gengið á gjaldeyr- isforða landsmanna og þungar horfur framundan varðándi þró- un útflutnings. Að lokinni greinargerð fbrsæt- isráðherra var gert fundarhlé. Síðanl hafnaði 12 manna ncfndin tillögum ríkisstjóm- arinnar. Var því yfirlýst fyrir hönd nefndarmanna, annairra pn Gu'ðmnndar H. Garðars- sonar, að hún teldi sig á eng- an hátt tryggja vinnufrið í landinu með því að sam- þykkja tillögur ríkisstjómar- innar. En hún vildi fallast á, að nýja visitalan óskert yrði tcngd gömlu vísitölunni, eins og hún var seinast birt. Þar með er viðræðum. þess- um lokið, en þó varð að ráði, að ræðst skyldi við um þau atriði, sem til umræðu hafa verið, eða önnur atriði eftir þvi, sem efni stæðu til. Apollo Framhald af 3. sí'ðu. Rétt áður en Apollo kom aftur inn i andrúmsloft jarðar með 40.000 km hraða á klukkutíma var farþegahluti þess skíHn frá vélahílutanum. Lendingin tóikst sem til var ætlazt á Kyrrahafi um 950 km norðvestur af Hawai og voru þar in að hirða geimfarið úr sjón- um. 1 A'pollo tilrauninni í dag voru gerðar fjölmargar tilraunir og þenda vísindamenn á Kennedy- höfða á það, að sá ágæti áráng- ur sem hefur náðst sé brautryðj- endasigur í kapphlaupinu um það, 'hvort stórveldið verði fyrr til að senda mannað geimfar til tunglsins. Borgarstjóri Framhald af 10. síðu, að leggja á borgarbúa næsta ár út af viðameiri rekstri á sjúkra- húsum, skólum og fleiru, sagði borgarstjóri. Þá myndi einnig reynast erfitt að fá nægilegt starfsmannahald fyrir borgar- sjúkrahúsið í Fossvogi. Einn maður atvinnulaus I tilefni af því, að einn mað- ur hefur verið skráður atvinnu- laus í Reykjavík var spurt um könnun á vinnumarkaði hér í borginni. Fyrir fjórum vikum var Ráðningastófu Reykj avíkurborg- ar falið að kanna þessa hluti í samvinnu við borgarhagfræð- ing og var verklýðsfélögum og atvinnurekendum send bréf, þar sem æskt var upplýsinga fyrir 24. október. Um síðustu mánaðamót höfðu borizt inn 15 til 20 prósent bréf- anna og samkvæmt upþlýsingum þar væri ekki um atvinnuleysi að ræða eða samdrátt að veru- legu marki. Þá sagðist borgar- stjóri vilja vekja athygli á því, að skortur væri á vinnuafli við framkvæmdir á vegum Lands- virkjunar. Hann sæti þar í stjóm og sér væri kunnugt um það. Minnkandi lóðabrask Verður mikið um lóðaúthlut- anir á næsta ári? — Fullnægt hefur verið eftirspum um lóðir undir iðnaðarhúsnæði, sagði borgarstjóri. Á öðrum sviðum hefur ekki tekizt að seðja lóða- hungrið- Á síðastliðnu ári vom tekin upp strangari ákvæði um lóðaúthlutanix undir raðhús og einbýlishús og urðu 400 til þess að skila lóðum sínum aftur og Var ■ þeim úthlutað til ann- arra. Minnkað hefur ásókn eft- ir lóðum/frá því sem áður hef- ur verið og snemma á næsta ári er ætlunin að úthluta lóða- rými fyrir 500 til 600 íbúðir. Er þessum íbúðum ætlaður stað- ur í Breiðholti, Fossvogi og á hálsinum austanverðum milli smáíbúðahverfisins og Fossvogs. Ekki hefur linnt lóðabraski ennþá, sagði borgarstjóri. Breikkun Kalkofnsvegar Þá má geta þess að lokum, að borgarstjóri upplýsti meðal annarrá hlutá, að tveir kvik- myndamenn væru að vinna að gerð kvikmyndar urrY' Reykja- vík. Ákveðið hefði verið að fram- lengja Lækjargötu í Kalkofns- veg og kostaði það rask í mið- bænum. — Þá ætti að breikka Hverfisgötu i fjórar akreinar. Þannig ætti að fjarlægja stytt- pmar á Stjómarráðsblettinum af Hannesi Hafstein og Kristj- áni konungi. Smurt brauð Snittur — við Óðinstorg Sími 20-4-90. VAUXHALL BEDFORD BRIDGESTONE HJÓLBARÐÁR Síaukin sala sannargæðin. B;RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstrí. BRI DGESTON E ávallt fyrirliggiandí. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholtt 8 Sími 17-9-84 HÖGNI JÓNSSON LögfræðÞ or fasteignastofa Bergstaðastræti 4. Sími 13036. Beima 17739. SIGÚRÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LACGAVEGl 18, 3. hæð, Símar 21520 og 21620. *elfur Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Mjög vandaðar og fallegar unglinga- og kvenbuxur. Efni: 55% terylene > 45% ull. Stærðir: 10 — 12 — 14 — 38 — 40 — 42 og 44. Verð frá 675,00. Póstsendum um allt land. A KHftM 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.