Þjóðviljinn - 11.11.1967, Side 1

Þjóðviljinn - 11.11.1967, Side 1
* ■■■■■■■■■■■■■■■■■! HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1967 Eins og frá skýrt hér í Happdrætti 1967 nýlega hefur verið blaðinu er Þjóðviljans hlaupið af stokkunum og eru aðal- vinningar í bví tvær fólks- bifreiðir, Moskwitchbifreið og Trabant de luxe bifreið, en dregið verður í happ- drættinu á Þorláksmessu. Þeir sem þegar hafa fengið miða í happdrættinu eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst þeir geta. Tekið er á móti skilum í skrifstofum happdrættisins að Tjamargötu 20 og Skóla vörðustíg 19. Gerið skil í Happdrætti Þjóðviljans 1967 ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■0IU«B»BB1B« * HVERS VEGNA VAR TILLOGUM RÍKISSTJÓRNARINNAR HAFNAÐ □ Þjóðviljinn sneri sér í gær til Hanni- bals Valdimarssonar forseta Alþýðusam- bands íslands, Jóns Sigurðssonar formanns Sjómannasambands íslands og tveggja af forustumönnum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þeirra Guðjóns B. Baldvins- sonar og Haraldar Steinþórssonar, og lagði fyrir þá þá spurningu, hvers vegna laun- þegasamtökin höfnuðu tillögum ríkis- stjómarinnar, er hún lagði fyrir viðræðu nefnd ASÍ og BSRB. — Fara svör þeirra fjórmenninganna hér á eftir: Yfíriýsing stjórnarinnar aS mestu reynzt innantóm orS Hannibal Valdimarsson, for- seti A.S.l komst svo að orði: Mér urðu það mikil vonbrigði, að viðræðurnar við ríkisstjórn- ina skyldu verða árangurslaus- ar. Ég trúði því í fyrstu að alvara væri að baki þeirrar yfirlýs- ingar stjómarinnar, að hún — þótt hún hefði talið sér skylt að leggja fram sínar tillögur strax í upphafi þings — væri opin fyrir annarri Iausn' í ein- stökum atriðum, eða í heild. Nú ' sýnist mér sem þetta hafi að mestu reynzt innantóm orð. Ekkert tillit var tekið til þeirra tillagna, sem 12 manna nefndin bar fram. — Aðeins boðið að ræða um efni þeirra síðar, án sambands við lausn þessara mála. Ég sé, að Morgunblaðið lýsir ábyrgð á hendur verkalýðsfor- ustunni, vegna þess að viðræð- urnar urðu árangurslausar. Undir þeirri ábyrgð hygg ég að verkalýðsforustan fái vel ris- ið. Menn taki eftir: Hún taldi nú ekki tíma til kröfugerðar — bar engar kröf- ur fram um hækkað kaup eða bætt kjör, en stóð fast á því, að vísitalan yrði ekki tekin úr sambandi — hvorki tímabundið né til langframa. En með því ætlaði ríkisstjórn- in að koma fram 7%—8% kjara- skerðingu. # Verkalýðsforustan hefur því snúizt til vamar fyrir umbjóð- endur sina, og ég fullyrði, að úr þcirri varnarstöðu verður hún ekki hrakin. Enginn sanngjarn maður mun telja réttlátt, að kaup hinna lægst launuðu sé nú skert. Miklu fremur mundi almenn- ingsálitið styðja nokkra hækk- un dagvinnutekna hinna lægst launuðu. En fram á það hefur ekki verið farið í þetta sinn. Þvert á móti bauð 12-manna- nefndin, að nýja visitalan yrði strax tengd gömlu visitölunni, eins og hún var seinast birt. — En eins og það mál ber nú að, leiðir ,af því nokkra kjaraskerð- ingu í bili. Mér þykir leitt, að bæði stjórnarblöðin — Morgunblaðið og Alþýðublaðið — skuli reyna að villa um fyrir fólki og beita Hannibal Valdimarsson blekkingum i sambandi við til- boð ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið prentar risa- letri yfir þvera forsíðuna: „3% vísitöluhækkun á laun í þremur áföngum". Þetta er berlega gert í blekk- ingarskyni. Hér er svo sannar- lega ekki um hækkun að ræða. Alþýðublaðið gerir mikið úr, að stjómin bjóði hækkun elli- og örorkulauna. Þetta lítur allvel út á papp- írnum en er heldur veigaminna, þegar það er sett fram í krónu- tölu. Sannleikurinn er sá, að fyrir ellilífeyrisþegann og öryrkjann þýðir 5% hækkun kr. 138,25 á mánuði. Og hækkun fjölskyldu- bótanna hjá hjónum með 2 böm nemur kr. 16,50 á mánuði. -— Segi og skrifa heilum sextán krónum og 50 aurum!! Hins veg- ar nam hækkunin á mjólk, kjöti, kartöflum, ostum, smjöri og tóbaki skv. efnahagsmálatillög- um ríkisstjórnarinnar rétt um 1000 króna útgjaldaaukningu á mánuði hjá meðalfjölskyldu. Það er þetta, sem' 12-manna- nefndin er ábyrg fyrir að hafa hafnað. Og þó skyldu menn hafa í huga, að forsóndan fyr- ir tilboði ríkisstjómarinnar til 12-manna-nefndarinnar var ó- breytt grrunnkanp í l*/2 ár- Það eitt hefði verið meira en nægilegt til neitunar.' Nú er spurt: Hvað gerist næst? — Því er fljótsvarað. Al- þýðusambandið kallar í skyndi saman fjölmenna ráðstefnu for- ustumanna í verkalýðsfélögun- um, og leggur þannig undir Framhald á 6. síðu. Launþegunum er vísitaian sú iíftaug, sem ekki má skera á í gærdag náði Þjóðviljinn stuttu viðtali við Harald Stein- þórsson, varaformann BSRB, en hann hefur átt sæti í viðræðu- nefnd launþegasamtakanna við ríkisstjómina að undanfömu. Hvert er álit þitt á tillögum ríkisstjórnarinnar? Rikisstjórnin gæti algjör- lega leyst vanda þann, sem fyrir liggur við afgreiðslu fjárlaga á grundvelli þeim, sem tólf manna nefndin lagði fram, EN HÚN VIEL EKKI GERA ÞAÐ. Tafarlausar aðgerðir til þess að bæta innheimtu söluskatts og skattaeftirlit yfirleitt, breytt stefna varðandi verðlagsákvæði og takmörkun óþarfa innflutn- ings hefði nægt til þess að losa launþega við þá kauplækkun, sem ríkisstjórnin vill knýja fram, sagði Haraldur. Reynsla launþega af vísitöl- unni er að vísu misjöfn, þar sem það virðist siður ríkis- stjóma að brengla hana eftir mætti. Þó er hún nú samt sú líftaug, sem aldrei má skera á. Það hefði verið óbjörguleg fyrsta ganga hinnar nýju vísi- Haraldur Steinþórsson tölu, ef hún hefði bæði verið skert um 1,4% og auk þess fryst allt að því tvö ár eins og felst í tillögum ríkisstjómarinnar. Það var vitanlega útilokað fyrir fulltrúa launþegasam- takanna að samþykkja þessar tillögnr og vonandí verður samtakamátturinn svo mikilV, að komið verði í veg fyrir skerðingu vísitölugreiðslu. TiHögur stjórnarinnar stefna aS samdrættiog atvinnuleysi Færri kaupmenn, frystihús og fika sildarverksmiSjur Þjóðviljinn náði tali af Guð- jóni Baldvinssyni, ritara Kjara- ráðs BSRB og einum af fulltrú- unum í viðræðúnefnd launþega- samtakanna að undanfömu. Þá er Guðjón Baldvinsson einn af kunnustu forystumönn- um Alþýðuflokksins í Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. Hvert er álit þitt á tillögum rikisstjórnarinnar, Guðjón? Tel tillöguroar ófullnægj- andi frá sjónarmiði launþega meðal annars af eftirgreind- um ástæðum: Kaupgjaldsvísitalan er eina tryggingin, sem launþeginn hef- ur fyrir því að verðlagi þeirra neyzluvara, sem hún nær til. sé haldið í skefjum. Verði tengslin rofin milli Stórþinfií gegn loftárásunum Sjá 3. síðu kaupgjaldsvisitölu og kaups er þessi trygging úr sögunni. Milliliðastéttin í þjóðfélag- inu á að bera hlutfallslegar byrðar á við Iaunþega og bændur, en tillögur ríkis- stjóroarinnar fela það ekki í sér. Tillögur launþegasamtakanna um að verðlagsákvæði verði víðtækari og verðlagseftirlit hert hafa ekki fengið byr, sagði Guðjón. Tillögur rikisstjórnarinnar virðast stefna að samdrætti í atvinnulífinu, en með því er boðið heim ægilegasta vá- gesti allra launþega og versta fylgifiskj fjárhagskreppunnar, — ATVINNULEYSINU. Engar tillögur liggja fyrir a. m.k. um þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að fyrir- byggja slíkar afleiðingar, svo sem um heildarstjóm á fjárfest- ingu og markvissar ráðstafanir til verndar á gjaldeyri gegn miður þörfum innflutningi. Og Guðjón heldur áfram: Á erfiðleikatímum er nauð- synlegt að taka fyrir óskipu- Gu’ðjón Baldvinsson lega og óhagkvæma bindingu fjár, en beina hinsvegar fjár- magninu til uppbyggingar at- vinnufyrirtækja, sem gefa gjald- eyristekjur eða eru gjaldeyris- sparandi. Ekki eru kunnar neinar tii- lögur eða aðgerðir frá hendi ríkisvaldsins til að herða skatta- eftrrlitið, sem er þó að flestra dómi hin mesta nauðsyn, — jafnvel er skatCsvikurum léttur róðurinn með útgáfu óframtals- skyidra spariskírteina.“ í gær áttum við stutt viðtal við Jón Sigurðsson, formann Sjómannasambandsins um tillög- ur ríkisstjómarinnar og fer það hér á eftir: Það fer ekki á milli mála, hver afstaða mín er til tillagna ríkisstjórnarinnar. Það kemur ekki til mála að ganga inn á þær ... Við höfum lagt áherzlu á að rjúfa ekki sambandið milli kaupgjalds og verðlags og höf- um boðið hvorutveggja í senn gamla vísitölugrundvöllinn og nýja vísitölugTurKivoíIinn. Þannig höfum við boðizt til þess að taka nýja vísitölugrund- völlinn í notkun og mælir hann þó minna en gamli vísitölu- grundvöllurinn til þess að ekk- ert tímabil verði vísitölulaust. Samkvæmt gamla vísitölugrund- vellinum hefði kaupið átt að hækka um 8%, en samkv. nýja vísitölugrundvellinum hækkar kaupið um 4,?%. Um þetta atriði hefur ekki náðst samkomulag ennþá, sagði Jón. Þá hef ég lagt rífca ásherzlu á eitt atriði og það eru strang- \ ari verðlagsákvæði. Hversvegna i á að leggja byrðíffhar eingöngu á verkamenn eða aðra launþega? Auðvitað ber verzluninni að taka líka á sig byrðar að liluta. Ég hef viljað hverfa aftur til fyrri verðlagsá- kvæða. Talið er að verzlanir geti ekki tekið á sig takmarkanir á verð- lagsákvæðum. Verzlanir eru líka of marg- ar hér í bænum og það ber að fækka þeim og það er hægt að gera það með því að taka upp strangari verðlagsá- kvæði. Þessi fjöldi verzlana varðar orðið almenningsheill. Kannski er hægt að orða það svo: Það þarf að þjarma að verzluninni svo að hún geti lifað. Það sama er að segja um frystihúsin. Þau eru of mörg. Líka síldarverksmiðj- uroar. Þær eru of margar. Auðvitað á að skapa frysti- húsum og síldarverksmiðjum eðlilegan rekstursgrundvöll, — hverju á sínum stað. Þannig Jón Sigurðsson er hægt að borga sjónönnum meira fyrir aflann. Að lokum vil ég taka þetta fram: Morgunblaðið og Vísir halda því fram að slitnað sé upp úr samningum milli ríkis- stjórnarinnar og launþegasam- takanna. Þetta er ekki rétt. — Ríkis- stjórnin hefur ennþá til athug- unar samkomulagsleirnr við launþegaeamtokin. — gan. 5 > i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.