Þjóðviljinn - 11.11.1967, Side 2

Þjóðviljinn - 11.11.1967, Side 2
2 SÍBA — ÞJÖÐVIUmrN — r-ausapdagur II. nóvieBatoer 106X Svetlana Nédéljaéva með syni sínum. með þeim sem kynnir sér skáldverk frá stílfræðilegu sjónarmiði. — Tú, ég hef líka fengizt við J þýðingar. Ég þýddi tvær bækur Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar á rússnesku — „Litbrigði jarðar" og smásagnasafn. Ég held að í því safni séu allar hans beztu stuttar sögur frá ýmsum tímum og gefi þær nokkuð góða heimild um þró-\ unarferil höfundarins. Ennfrem-; ur hef ég þýtt smásagnasafn eftir Halldór Stefánsson. Að undarjfömu hef ég unnið að því að þýða Heimsljós. Mér til aðstoðar er önnur kona, Gorl- ína, sem hefur allmikla reynslu í að þýða skandínavískar bók- menntir og Júrí Vronskí þýðir ljóðin, en hann hefúr margt gott gert á því sviði. Þéir eru ekki of margir í Sovétríkjun- um sem geta farið með íslenzk- an texta og munar um hvern. Ég hefi til dæmis reynt að' freista systur minnar, sem nú er rétt tvítug, til að slást í okkar hóp — hún er þegar byrjuð á dönsku ásamt með sínu þýzkunámi Eg vona að þýðingin á Heims- ljósi geti komið út á næsta ár, en hún hefur tafizt nokkuð vegna veikinda minna. Og vissulega luma ég á ýmsum óskum um þýðingarstarfsemi. Mig langar til að mynda mikið til að taka saman úrval ís- lenzkra smásagna þar sem saman færu bæði þeir höfund- ar sem þegar hafa verið þýdd- ir og óþekktir menn. Ég vildi gjarnan koma á framfæri ýmsu eftir Ólaf Jóhann, til dæmis þvi sem hann heíur skrifað fyrir börn. Og ekki teldi ég ó- líklegt að mörgum þætti feng- ur í að fá Dægurvísu Jakob- ínu Sigurðardóttur þýdda. Og þannig mætti lengi telja. Það er til að mynda skaði að Þór- bergur Þórðarson hefur aðeins einu sinni verið þýddur á rússnesku. Og það er heldur ekki vansalaust að Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar hefur ekki verið þýdd. — Ég hef gert fleira en að þýða, ég hef líka — og aðal- lega fengizt við kennslustörf. Ég fluttist til Vilnius, höfuð- borgar Litháen, árið 1964 og hef síðan kennt þar fomís- lenzku við deild germanskra fræða. Ég get meira að segja stært mig af því að nú er fomíslenzka skyldunámsgrein fyrir germanista í Vilnius, en var það ekki áður en ég kom þangað Ég held líka námskeið í forníslenzkri tungu og bók- menntum sem njóta góðs á- huga, ég held það sé reyndar vaxandi áhugi meðal Litháa, sem einnig eiga sér foma tungu, á íslenzku — það mætti geta þess, að þeir hjá „Stofnun litháískrar tungu“ hafa við okk- ur allgott samstarf. Þá kenni ég gotnesku við háskólann, svo og sænsku fyrir þá sem áhuga hafa. Ég kenni greinar mínar að sjálfsögðu á litháísku. Og það er ekki bara i Lithá- en að það gætir aukins áhuga á íslenzkum fræðum. Á undan- förnum árum hafa verið haldn- ar þrjár ráðstefnur Norður- landafræðinga í Sovétríkjun- um og ég hefi veitt því at- hygli að hlutur fslands í þeim fyrirlestrum sem þar em haldnir hefur farið vaxandi jafnt og þétt „ . Fimmtán íþróttastjörnur eftir Kristján Jóhannsson Ot er komin bók eftir Krist- ján Jóhannsson er nefnist Fimmtán íþróttastjömur * og segir hún frá íþróttaferli 15 frægra íslenzkra íþróttamanna, ýmist í formi frásagnar eða viðtals, en sjálfur var höf- undurinn eins og -kunnugt er um árabil bezti langhlaupari okkar. Iþróttamennimir sem um er fjallað í þessari bók eru þau Ágústa Þorsteinsdóttir, sund- kona, Finnbjöm Þorvaldsson, hlaupari, Gunnar Huseby, kúlu- varpari, Eysteinn Þórðarson, skíðamaður, frjálsiþróttamenn- imir og bræðumir örn og Haukur Clausen, Rfkarður Jóns- son, knattspymumaður, hlaup- aramir Hörður Haraldsson og Hilmar Þorbjömsson, Guð- mundur Gíslason, sundmaður hlauparamir Svavar Markús- son og Kristleifur Guðbjöms- son, knattspymumaðurinn Hörður Felixson, Valbjöm Þor- láksson frjálsíþróttamaður og Vilhjálmur Einarsson þrí- stökkvari. Eins og sjá má af þessari upptalningu er hér fjallað um margar frægustu fþróttastjöm- ur okkar og segir höfundur f formála að bókinni að ferill þeirra taki yfir rúmlega 20 ár eða frá 1944 til þessa tíma. Hins vegar segist hann hafa skrifað meginhluta bókarinnar fyrir 4-5 ámm og beri hún þesis sums staðar merki. Kveðst höfundur vona að lesendurgeti haft nokkra ánægju af frá- Vilhjálmur Einarsson, frægasti íþróttamaður Islands. sögnunum um þetta afreksfólk og bókin verið að auki nokkurt framlag til íþróttasögu 20. ald- arinnar. Bókin er 165 síður og í henni eru allmargar myndir af íþrótta- fólkinu. Káputeikningu gerði Hörður Haraldsson en Prent- smiðjan Leiftur gefur bókina út. Ný bók um Eirík skipherra eftir Cunnar Ni. Magnáss t?t er komin hjá Skuggsjá ný bók eftir Gunnar M. Magn- úss: Eiríkur skipherra- „Frá- sögn hans af draumum, dul- • >,, skyn junum og síðustu starfsárum I þjónustu landhelgisgæzlunn- ar“, segir á titilblaði bókar- innar. I formálsorðum fyrir bók- inni segir höfundur að hún hafi upphaflega verið hugsuð sem kynning á dulrænni reynslu Eiríks Kristóferssonar fyrrum skipherra en margt hafi fyrir hann borið sem ekki verði skýrt eða skilgreint á venjulegan og almennan hátt. Er fjallað um þetta efni f Eirikur Kristófersson. Spjallað við Svetlönu Nédéljaévu um Íslandstíðindi frá Sovétríkjunum « Eg get ekki haldið því fram með góðri samvizku að stór- ir viðburðir hafi komið fyTÍr mig. Ég er fædd í Moskvu og átti þar mjög venjulega bernsku og unglingsár, gekk í skóla, innritaðist í háskóla. . . Með þessum hætt'i hefst við- tal við Svetlönu Nédéljaévu, unga rússneska menntakonu sem nú er hér í boði MÍR — og er það ekki vonum fyrr að hún komi til íslands eftir að hafa lagt mörgum landa lið með kunnáttú í tungu hans. — En ég hóf sem sagt nám við málvísindadeild Moskvuhá- skóla og lagði stund á búlg- örsku. Allt fram til þriðja námsárs — þá fer ég að huga að íslenzku og skrifaði reynd- ar ársritgerð um greini í ís- lenzku og búlgörsku — en þar er að ýmsu leyti um skyld fyr- irbæri að ræða. Um þær mund- ir hafði ég kynnrt Steblín Kamenskí prófessor í Lenin- grad og hvatti hann mig jafn- an síðan með ráðum og dáð til að halda áfram við.íslenzku. Svo fór reyndar að ég skrif- aði lokaritgerð í Moskvu um islenzkt efni — nánar tiltekið um miðmyndarform. ★ Þetta gerðist árið 1959 og það haust fór ég til Leníngrad í framhaldsnám hjá Steblín- Kamenskí. Hann tók þá við einum fimm framhaldsnemend- um, en ég var ein um að fást við íslenzk efni. Með mér hjá Steblín-Kamenski voru bæði maðurinn minn. litháiskur enskufræðingur. og Halípof, ungur maður með sannkallað- an rafeindaheila — ég gæti bezt trúað að hann kynni þrjá- tíu tungumál. Og eitt þeirra er fslenzka. Fyrst ætlaði ég að skrifa um Eddukvæði, en Steblín-Kam- enskí gerði sitt til að fá mig til að taka verkefni úr nútíma- bókmenntum íslenzkum. Svo fór að ég valdi mér stílfræði- legan vanda að fjalla um — háðfærslu í Heimsljósi Hall- dórs Laxness Og leiðbeinandi minn lagði um leið áherzlu á það að innan ritgerðarinnar rúmaðist sem mest af þeim spurningum sem vaknað geta Fyr- irboðl ? Rikisstjómin hafnaði f fyrradag tillöguni alþýöusam- takanna tan aðeerðir til að leysa þann vanda sern tengd- ur er fjárlögum næsta áns og hélt fast við þá stefnu sína að framkvæma beina lækkun á raunverulegu kaupi. Trú- lega hafa ráðherramir ekki veitt þvi athygli að þann dag — 9da nóvember 1967 — voru liðin rétt 35 ár frá annarri og frægri tilraun til þess að framkvæma kauplækkun með valdboði- Hins vegar er á- stæða til að benda ráðherr- unum á þessa tilvitnun; hún kann að vera fyrírboði. Stétt- arhagsmunirnir Hin svt>kölluðu bjargráð ríkisstjómarinnar eru sem kunnugt er í því fólgin að horfið er aftur til nefskatta- stefnunnar, ranglátustu tekju- öflunar sem unnt er að fram- kvæma. Hækkanimar á kjöti og kjötvörum, mjólk, mjólk- urafurðum og kartöflum hafa sömu áhrif og nefskattar, leggjast með langmestum þunga á þá sem búa við mesta ómegð og hafa lægstar tekjur í þjóðfélaginu; sama er að segja um ráðstafanir eins og hækkun á hita- veitu. almannatryggingagjöld-. um, sjúkrasamlagsgjöldum o. s. frv. I þeim nýju tillögum sem ríkisstjómin lagði fyrir fulltrúa launamanna í fyrra- dag var ekki að neirvu leyti horfið frá þessari aíftartoalds- stefnw- Rikisstjórnin taldi í við- ræðunum að gagntillögur þær sem nefnd launamanna bar fram gætu ekki leitt til „mik- ils eða skjóts árangurs". Ekki fær það mat staðizt. 12 manna nefndin benti m. a. á nauðsyn þess að vprðlags- ákvæði yrði gerð víðtækari og verðlagseftirlit bætt- í tíð við- reisnarinnar hafa æ fleiri vörur verið undanþegnar verðla gsákvæðum og kaup- sýslumönnum verið heimiiað að hækka þær að eigin geð- þótta. Það mun láta nærri að síðan hafi álagningarhlutfallið tvöfaldazt að jafnaði á öllum þessum vörum, en hækkunin í krónum auðvitað margfald- azt. Með þessu sjálfdæmi hafa kaupsýslumenn bætt afkomu sfna mjög verulega, en dýrtíð hefur aukizt að sama skapi. Ef álagningarákvæði væru færð aftur á það stig sem þau voru í upphafi viðreisnar telja fróðir menn að það myndi hafa næstum því eins mikil áhrif til lækkunar á nýju vísitölunni og breyting- amai? á niðurgreiðslunum hækka hana. Stjórnarvöldin gætu þannig haldið fast við þá stefnu sína að spara nið- urgreiðslufé úr ríkissjóði en látið kaupsýslumenn preiða mestan hluta af þeirri fúlgu. Slík breyting gæti kbmið til framkvæmda þegar f stað og árangur hennar yrði mikill- Ástæðan til þess að ríkis- stjómin hafnar öllum slíkum hugmyndum frá fulítrúum launafólks er sú, að ráðherr- amir telja sig réttilega vera sérstaka erindreka kaupsýslu- manna; það eru stéttarhags- rrraajmÍT sem skera úr. —Austri. hær nýjarbækurfrá bóka- 'tgáfunni Örn og Örlygur hf. íí\hrúiifo’áf'in Orn AflnMiw mriffimiimmiifjinfniiiiifiírmiiiiimiimMíiTrTijrmirffliitimiminíiíTiiMiBiíT tt Bókaútgáfan Orn og Örlygur hf. hefur sent á markaðinn tvær nýjar bækur, „Harm- sögnr og hetjudáðir — I stór- hríðum á fjöllum uppi“ eftir Þorstein Jósepsson, blaðamann og barnabókina „Dagfinnur dýralæknir í Apalandi" eftir Hugh Lofting, í þýðingu Andr- ésar Kristjánssonar, ritstjóra. Harmsögur og hetjudáðir í bók Þorsteins Jósepssonar birtast 11 myndskreyttir þætt- ir, ýmist úr sögu löngu geng- inna kynslóða eða að höfund- ur segir frá atburðum úr lífi samtímafólks. Má þar til nefna þáttinn „Leit að rjúpnaskyttu" sem Þorsteinn skráði í árs- byrjun 1965 eftir söguhetjunni sjálfri, Jóhanni Löve, sem þá lá í kalsárum í sjúkrahúsi í Reykjavík. Hringur Jóhannes^on, list- málari, skreytti bókina með blýantsteikningum, sem á skýr- an og skemmtilegan hátt varpa sterku ljósi á þá atburði sem sagt er frá í bókinni. Hringur hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga og einnig efnt til einfcassirróga á vericum fún- Þorsteinn Jósepsson. um. en þetta er í fyrsta skipti sem hann myndskreytir heila bók. Harmsögur og hetjudáðir er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu, og myndamót voru gerð hjá Litrófi s.f. Káputeikningu ann- áðist Gísli B. Bjömsson. Verð bókarinnar með söluskatti er kr. 389,00. Þess má geta að sama út- gáfufyrirtæki annaðist útgáfu bókarinnar „Landið þitt“ eftir Þorstein Jósepsson, en hún kom út fyrir síðustu jól. Dagfinnur dýralæknir „Dagfinnur dýralæknir í Apalandi" sem á frummálinu nefnist „The Story of Doctor Dolittle", er fyrsta bókin af 12 í sama flokki sem kemur út hjá Bókaútgáfunni Öm og Ör- lygur hf. Á síðustu fimmtíu ár- um hefur bókaflokkurinn kom- ið út í a.m.k. 25 útgáfum í Bandaríkjunum og • allt að því eins oft í Englandi. Höfundur sagnanna af Dag- finni dýralækni var liðsforingi í fyrstu heimsstyrjöldinni og var þá í Frakklandi. Hann hafði óbeit á hermennskunni og greip til þess ráðs að skrifa Framhald. á 6. síöu. fyrra hluta bókarinnar sem ér megin uppistaða hennar, 118 bls. að lengd. I síðara hluta bókarinnar, sem er rösklega 60 síður að lengd, er hins vegar fjallað um síðustu starfsár Eirfks eða þann hluta starfsferils hans er féll utan fnarka ævisögu hans, Á stjómpallí, er Ingólfur Krist- jánsson rithöfundur skráði eftir frásögn Eiríkis og út kom árið 1959 eða fyrir 8 árum- Er þar m.a. sagt frá þátttöku Eiríks í „þorskastríðinu" við Breta, lokum skipstjómarferils hans hjá Landhelgisgæzlunni og nbkkrum atburðum, er gerzt haf,a eftir að Eiríkur lét af störfum, m-a. Bretlandsheim- sókn hans f boði Barry Ander- sons aðmíráls. Bókin er prentuð í Prent- verki Akraness en eins osáður segir gefur Skuggsjá hana út. - ATHUCiÐ Tek gluggatjöld í saum, einnig dúllur, horn, milliverk i sængurfatnað og blúndur á dúka — • Sími 33800.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.