Þjóðviljinn - 11.11.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1967, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. nóvember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J Alger einhugur á norska þinginu um al kref jast stöivunar loftárásanna Aðeins ágreiningur um hve iangt eigi að ganga í gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna — Þingmenn Verkamannaflokksins vilja ganga lengst OSLÓ 10/11 — Alger einhugur ríkir um það á norska Stór- þinginu að krefjast beri þess af Bandaríkjunum að þau hætti loftárásum sínum á Norður-Vietnam, hvort sem vísbending hefur verið gefin urn það eða ekki að stöðvun loftárásanna muni leiða til samningaviðræðna. Á þinginu er aðeins ágreiningur um hve langt skuli ganga í gagn- rýni á framferði Bandaríkjamanna í Vietnam. Fyrir Stórbinginu liggur til- laga frá varafortmanni Vinstri- flokksins, sem er einn stjórnar- flokkanna, og er hún á bessa leið: „Stórþingið ályktar í samræmi við ræðu Lyngs utanríkisráð- herra á alls'herjarþingi Samein- uðu þjóðanna 4. október 1967 að sem fyrsta skref í átt til samn- ir aviðræðna og friðar í Vietnam er það nauðsynlegt að Bandarík- in hætti skilyrðislaust loftárásum á skotmörk í Norður-Vietnam. Stórþingið fer þess á ileit við ríkisstjórnina að hún komi þess- ari ályktun á framfæri við Bandaríkjastjórn." Utanríkismálanefnd Stórþings- ins hefur nú fjallað um þessa tillögu og leggur meirihluti henn- ar, þ.e. fulltrúar stjórnarflokk- anna, til að tillagan verði bók- uð jafnframt því sem Stórþingið' lýsi stuðningi við ummæli Lyngs utanríkisráðherra um Vietnam á allsherjarþinginu. 1 áiiti meiri- hiuta nefndarinnar er vitnað til þeirra ummæla hans og bætt við að ekki sé ástæða til að efast um að hugur fylgi máli þegar Bandaríkjastjórn hafi lýst yfir að markmið hennar sé að tryggja rétt Suður-Vietnams til að ráða örlögum sínum sjálft. Hins vegar sé ljóst að eins og stríðið hafi þróazt muni því eklci verða ráðið til lykta með her- valdi. Þess vegna megi ekki láta neitt það ógert sem geti orðið t.il þess að aðilar taki upp viðræð- ur og það því fremur sem áfram- haldandi hernaður leiði ógurleg- ar hörmungar yfir vietndmsku þióðina og stofni heimsfriðnum í hættu. Fulltrúar Verkamannaflokks- ins í nefndinni skila séráliti. Þeir leggja til að Stórþingið samþykki ályktun sem sé í sam- ræmi við þá sem þing flokksins samþykkti nýlega. Stórþingið lýsi yfir í samræmi við ummæli Lyngs utanrfkisráðherra á dlls- herjarþinginu í haust að norska ríkisstjórnin eigi að taka undir vaxandi kröfur um að loftárás- unum á Norður-Vietnam verði hætt, enda þótt ekki ?iggi fyrir vísbending um að stöðvun loft- Gólfteppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn í heima- húsum. Sími 13261. Geymið auglýsinguna. árásanna muni leiða til samn- ingaviðræðna. Nauðsynlegt sé að draga úr hernaðaraðgerðum til að binda enda á þá óheillaþróun sem nú eigi sér stað. Stöðvun loftárás- ar.na verði að fylgja á eftir með því að leggja fast að báðum að- ilum að setjast að samninga- borði. Minni'hluti nefndarinnar legg- ur eins og meirihlutinn til að til- ‘laga Botnens verði bókuð. í ályktuninni um Vietnam á lándsþingi Verkamannaflokksins sem minnihluti utanríkismála- nefndarinnar vísar til var m.a. komizt svo að orði að þingið lýsti andstöðu sinni við stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Lögð var áherzla á að- mögnun stríðs- ins gæti leitt til árekstra við Kína en það aftur stofnað heims- friðnum í hættu. Sagt var að stefna Bandaríkjanna í Vietnam torveldaði, mjög vestræna sam- vinnu og lýst var fullum stuðn- ingi við tillögur Ú Þants um hvernig koma eigi á friði í Vietnam. Ágreiningur um orðalag Það er þannig ljóst að enginn ágreiningur er um það á Stór- þinginu að Bandaríkjunum beri að hætta loftárásum sínum á Norður-Vietnam. Það er aðeins um það deilt hve eindregna af- stöðu Stórþingið eigi að taka gegn framferði Bandaríkjanna i Vietnam. Verkamannaflokkurinn vill lýsa yfir andstöðu gegn stefnu Bandaríkjanna þar, eins og landsþing hans gerði, en stjórnarflokkarnir hafa orðið sammála um að veita Banda- ríkjastjórn þá viðurkenningu að ekki sé ástæða til að vefengja að hún beri fyrir brjósti sjálfs- ákvörðunarrétt- fbúa Suður-Viet- nams. Vitað er að þetta samkomulag stjórnarflokkanna varð eftir all- hörð átök. Lyng utanríkisráðherra hafði gert þetta mál að fráfar- aratriði, að líkindum vegna kröfu meiribluta þingmanna Hægri flokksins, sem þótti ráð- herrann hafa gengið of langt f gagnrýni sinni á Bandaríkin. Hins vegar er talið víst að marg- ir þingmenn Vinstri flokksins séu óánægðir með samkomulag stjórnarflokkanna um málsmeð- ferðina, og muni þeir jafnvel ganga í lið með stjórnarandstöð- unni. Verkamannaflokknum og SF, þegar málið verður tekið fvrir á þingfundum í næstu viku. Hugsanlegt er, segir „Dagbladet" í Osló, að þingmenn SF muni taka upp tillögu Botnens og krefjast þess að greidd verði at- kvæði um hana í stað þess að lóta bóka hana án atkvæða- greiðslu. Áhugi er á aðildað Efta og viðskiptasamningi við EBE OSLÓ 10/11 — Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því í Osló í dag að ríkisstjórn íslands hefði áhuga á að kanna möguleika á aðild ís- lands að Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) og á viðskiptasamningi við Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) Ummæli þessi lét ráðherrann falla á sameiginiegum fundi þeirra ráðherra Norðurilanda sem fjalla um markaðsmálin og efnahagsmálanefndar Norður- landaráðs. Gylfi Þ. Gíslasoa sagði að íslenzka ríkisstjórnin teldi að ísland gæti ekki staðið fyrir utan efnahagsbandalögin og hefði því áhuga á að Xeita eftir samningum við þau. Hann tók fnam að ríkisstjómin hefði haft samráð við stjómarandstöðuna um þessi mál. fSurveyor 6.' á tunglinu PASADENA 10/11 — Bandaríska geimfarið „Surveyor 6“ lenti á tunglinu kl. 4 í morgun að ísl. tíma og tókst lendingin ágætlega. Lent var á miðbiki jarðhverfu tunglsins, þar sem heitir Sinus Medii, og tæpum kilukkutíma eft- ir lepdinguna hófst myndatakaog barst fyrsta myndin sem yar mjög skýr, til jarðar skömmu sfðar. Lendingin hefur enn auk- ið líkur á að Bandaríkjamenn sendi mannað geimfar til tungls- ips á þessum áratug. HVER VAR AÐ TALA UM LEVI'S STA-PRESI HEFUR VARANLEG BUXNABROT? VARANLEG BUXNABROT SPYRJIÐ EFTIR lElll'S STfl-PRESI BUXUM. FYR1RLIGGAIMDI í ÖLLUM STÆRÐUM OG FJÖLBREYTTU LITAVALI, LEVIS STRAUSS. UPPHAFSMENN NÝTÍZKU VINNUFATNAÐAR. EINKAUMBOÐSALI FYRIR LEVIS STRAUSS &CO. VöNNOJFATTA® Œ[R© 5SILANIDS % Larsen enn efstur TÚNIS 10/11 — Bent Lansen er enn efstur á millisvæðamótinu í skák sem fer fram í Túnis. Ung- verjinn Lajos Portisoh er annar eftir að hafa sigrað sovétmeistar- ann Stein í 19. umferð. Larsen sigraði heimamanninn Bouaziz auðveldlega . í þeirri umferð. Efstu menn eftir 19 umferðir eru þessir: Larsen 13,5 (17 tefldar skákir), Portisch 12 (17), Gligoric og GeMer, báðir 11,5 (báðir 17), Ivkov 11 (18), Matanovic, Hort, Kors-tnoj, atöir 10,5 sög. Tilkynning frá Lögregiu og Slökkviliði Að gefnu tilefni tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli, að óheimilt er að hefja hleðslu áramótabál- kasta eða safna saman efni í þá fyrr en 1. desem- ber n.k., og þá með leyfi lögreglu og slökkviliðs. Tilskilið er að fullorðinn maður sé umsjónarmað- ur, ^með hverri brennu. Um brennuleyfi þarf að saskja til Stefáns Jóhannssonar, aðalvarðst'jóra, íögreglustöðinni. (Viðtalstími kl. 13,00—14,30). Bálkestir, sem settir verða upp í óleyfi, verða taf- arlaust fjarlægðir. Reykjavík 9. nóv. 1967 Lögreglustjóri Slökkviliðsstjóri Hin miklu vegamót nefnist erindi, sem JÚLÍUS GUÐMUNDSSON flytur í Aðventkirkjunni sunnudaginn 12. nóv. kl. 5. JÓN H. JÓNSSON og félagar hans syngja nokkur lög. BARNAGÆZLA í félagsheimili UMF í kjallara kirkjunn- ar meðan á samkom- ’unni stendur. Blaðburður Þjóðviljann vantar fólk til blaðburðar í Kópavogi. — Sími 40753. ÞJÓÐVILJINN. Frímerki-Frímerki íslenzk, notuð og ónotuð. — 1. dags umslög, inn- stungubækur, tengur og margt fleira. FRÍMERKJ A VERZLUNIN Grettisgötu 45 (Verzlun Guðnýjar). Loftskeytamenn Loftskeytamann vantar til starfa við vaktavinnu hjá Símatseknideild Pósts og síma í Reykjavík. Upplýsingar í síma 236 gegnum 11000. Póst- og símamálastjórn, 10. nóv. 1967. Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og teryleríebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.