Þjóðviljinn - 11.11.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 11.11.1967, Page 4
I 4 SlÐA — ÞJÓÐVmiNiN — laMg/aacða&ucr M.. nówambec WSO. OtgeEandi: alþýdu — SósialistaQokk- Eitstjórar: Fréttaritstjóri: Auglýsingastj.: Framkvstj.: Magnús Kjartansson, Sameinmgarflokkur urinn. Ivar H. Jónsson, (áb.), Siguröur Guðmundsson. Sigurður V. Friðþjófsson. Sigurður T. Sigurðsson. Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Fráleitar tillögur ^amkvæmt vísitölu þeirri sem nú er bundin í lög- um og samningum verklý.ðsfélaga á kaup- gjald að hækka um 8% eftir þær stórfelldu verð- hækkanir sem dunið hafa yfir og álögur þær sem boðaðar hafa verið, og á talsverður hluti þeirrar hækkunar að koma til framkvæmda um næstu má aðamót. Samkvæmt nýju vísitölunni, sem rík- isstjómin leggur til að lögfest verði, ætti kaupið að hækka um 4—5%. í tilboði því sem ríkisstjórn- in lagði fyrir íulltrúa launamanna í fyrradag eru báðar þessar vísitölur sniðgengnar. Ríkisstjórnin leggur að vísu til að nýja vísitalan verði lögfest en vill að tekið sé að falsa hana um leið og hún tek- ur* gildi! Á að hagræða henni svo að hún sýni aðeins 3% hækkun, og í þokkabót k, sú óverulega hækkun að koma til fraimkvæmda í þremur áföng- um á hálfu öðru ári. Launamenn eiga að fá einn hundraðshluta eftir rúmlega hálft ár, annan himdraðshluta sex mánuðum síðar og þriðja hundraðshlutann að liðnu rúmlega hálfu öðru ári. í þokkabót fylgdi það skilyrði að ekki mætti verða nein grunnkaupshækkun á þessu tímabili. Full- trúum launamanna var semsé ætlað að fallast á verulega kjaraskerðingu og auk þess kaupbind- ingu í hálft annað ár, en engin kaupbindingar- ákvæði voru í hinum upphaflegn tillögum ríkis- stjómarinnar. Auk þess bauðst ríkisstjómin til að hækka fjölskyldubætur með tveimur eða fleiri bömum um 5% og nemur sú rausn 180 krónutm á bam á ári; ennfremur skyldu ellilaun og örorku- bætur hækka um sömu hundraðs’tölu eða 135 kr. á mánuði. Alþýðuflokkurinn er sannarlega stór- tækur í hinni margauglýstu umhyggju sinni fyrir ungum og öldruðum. það kemur naumast nokkrum launamanni á óvart að fulltrúar A.S.Í. og B.S.R.B. höfnuðu þessum fráleitu tillögum — allir nema varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur Garðarsson ’for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þeir 11 fulltrúar sem að neituninni stóðu eru frá hin- um margvíslegustu sam’tökum verkafólks og opin- berra starfsmanna og úr öllum stjómmálaflokkum, og er sú víðtæka samstaða mjög mikilvæg. Fyrir því er full reynsla að einhuga verklýðshreyfing hefur afl til að hrinda öllum árásum ríkisvalds og atvinnurekenda. Verklýðssamtökin munu nú leggja á ráðin um það hvemig þeirri baráttu skuli háttað; stjóm Alþýðusambands íslands hefur þeg- ar ákveðið að kalla saman ráðstefnu forustumanna verklýðsfélaganna á mánudaginn kemur. Full á- stæða er ’til að taka þessi mál föstum tökum þegar í upphafi, því öllum má vera ljóst að enn er ríkis- stjómin aðeins að þreifa fyrir.sér — hún á eftir öll svokölluð bjargráð sín í þágu útgerðar, fisk- yinnslu og innlends iðnaðar. — m. HjálmtyT Pé+ursson: Hægri eða vinstri Svíar og Danir sögöu: „Haf- ið þið Islendingar ekkert þarf- ara við peningana að gera en að breyta um akstur? Þið, sem búið í ykkar eigin heimsálfu norður undir heimsskauti". Bretar sögðu eftir að hafa kynnt sér allan fyrirganginn og erfiðleikana við breytinguna í Svíþjóð: „Það, sem við sáum er nóg til þess, að við breyt- um ekki, ökum áfram á vinstra kanti, við búum á eylandi. Við athugum málið á naestu -öld“. „Den tid den sorg“. Ekkert mælir mcð breyting- unni — allt móti. Það má segja, að „Islands óhamingju verði allt að vopni“. Ef Sviar hefðu ékki breytt um akstur, hefðum við þá farið að breyta um yfir tiil hægri? Nei, áreiðanlega ekki. Aliir vita, að Svíar voru neyddir til þess að breyta, þeir eru innilokaðir milli þriggja landa með aðrar akstursvenjur, miljón bifreiðir fara árlega' yfir landamæri þeirra. Sænskir sálfræðingar .telja, að árið 2030 verði Svíar fulll«>mlega búnir að aðlagasig hægri umferðinni, þannig tek- ur það heilan mannsáldur að venjast breytingunni. Kostnað- ur þeirra við breytinguna er talinn nema um 8000,00 miljón- um ísl. króna, hækkaði uni helming miðað við áætlun. Hvað á allt þetta hægra „brambolt“ að þýða hér uppi á íslandi? Þarfnast þjóðin einsk- is annars nauðsynlegar, en þessara breytinga á umferðar- kerfinu? Allir vita, að flestir okkar vegir eru ónýtir malar- vegir. Spottinn til Hafnarfjarð- ar er svo dýr, að þeirri fram- kvæmd verður að fresta, þótt á þeirri leið sé um fulHkomið neyðarástand að ræða. Áróðursmenn fyrir hægriuim- ferð halda því fram, að kostn- aður við breytinguna yrði um 49 miljónir króna og það skipti ekki svo miklu því að bíleig- endur borgi þetta sjálfir, ann- ars mundu þeir bara eyðapen- ingunum í eitthvað annað. Finnst mörgum þessi kenning hæfa máístaðnum. Á Alþingi kom fyrir nokkru fram beiðni frá hægri mönnum um litlar 60 miljónir kr., til þess að greiða Bílasmiðjunni fyrir yf- irbyggingu á nokkrum bilgrind- um. Sagt er að þingmenn hafi sett hljóða við fréttina og hafi einum hrokkið af vörum: „Dýr mun Hafliði allur, áður en við komumst á hægri kantinn“. öll meðferð þessa máls er meðhreinumendemum. Alþingi er blekkt á fölstoum forsendum,' til þess að greiða breytingunni atkv. Á hinum geysifjölmenna Selfoss-fundi var bannað, að fundarmenn gerðu ályktan, þar voru allir á móti breytingunni. Fjölmörg félagasamtök hafa mótmælt breytingunni, áskrifta- listar hafa verið sendir viða um land til þess að mótmæla. Hægrinefndin hér kúgaði for- stjóra olíufélaganna, til þessað banna að listar lægju frammi á benzínafgreiðslum. Það má segja, að lýðræðislega sé unn- ið og mikið liggi við að und- iroka þjóðina með þessari breyt- ingu. Alþingismenn vita velum hug þjóðarinnar til þessarar fár- ánlegu breytingar. Þeir vita að ef þjóðdn fengi að segja áli/t sitt væru 90% á móti. Það er mannlegt að gera mistök, en stórmannlegt að við- urkenna þau. Þingmenn okkar eru aðeins venjulegir menn, sem við höfum kosið til trún- aðarstarfa. Þeim ber skylda til, að leyfa þjóðinni að segja álit sitt í þessu _ máli, sem má segja að varði hvern einasta borgara. Það er staðfest að 800 til 1000 miljónir manna í heim- inum í dag aka á vinstrakanti og rnunu gera það áfram. Bret- landseyjar, sem eru okkarnæsti nágranni með 52 miljónir manna ætla ekki að breyta um akst- ur. Ekkert land í víðri veröld hefur jafn litla ástæðu til þess að breyta öllu sínu umferða- kerfi eins og við, aðeins 200 þúsund á lítilli eyju við heim- skautsbaug. Bflafloti stórþjóð- anna getur aldrei heimsótt okkur. Við höfum reynslu af bílum hins erlenda herliðs, sem dvelur hér, og virðast stjórn- endur þeirra hafa aðlagazt okk- ar umferð. Sama er auðvitað að segja um aðra ferðamenn, sem koma hingað. Engin þjóð fer að breyta umferðarreglum sín- um, til þess að geðjast nokkr- um ferðalöngum. Hægrihandarmenn halda þvi mjög á lofti, að breytingin hafi gengið vel í Sviþjóð, slys orð- ið fá. Ég var staddur í Svfþjóð daginn eftir að breytt var. 1 öllu landinu stóðu vörð á veg- um og gatnamótum 20 þúsund lögregttumenn og hermenn, auk þess skátar og fjöldi skólanem- enda, sem voru sjálfboðaliðar. Ekið var á 30—40 km hraða, mikill fjöldi fólks hreyfði ekki bíla sína og eldra fólk hætti akstri. 1 fréttum frá Svfþjóð í útvarpinu hér var sagt, að benz- innotkun hefði minnkað um 25% og atvinna hjá bifreiða- stjórum um dlíka mörg pró- sent. Enginn þarf að undrast, þótt slysum fækfci, meðan slíkt ástand ríkir. „Margs þarf bú- ið með bóndi“, og okkar þjóð- Framhalld á 6. siðu Byggt vfö Yöggustofu Thorvaldsensfélagsins Thorvaldsensfélagið efnir til skemmtikvölds á Hótel Sögu, sunnu dagsk völdið 12. nóvem- ber, til ágóða fyrir húsbúnað í hina nýju viðbylggingu við vöggustofu félagsins við Sunnu- torg. Þessi nýja deild er ætluð fyrir börn á aldrinum 2—3% árs. Fyrst og fremst fyrir þau þörn, er nú dvelja á Vöggu- stofunni og engan samastað eiga til að vera griðastaður fyrir börn á þessu aldursskeiði, sem einhverra hluta vegna geta ekki dvalið hjá mæðrum sín- um um stundarsakir, vegna veikinda mæðranna eða ann- arra erfiðleika. Þessi deild á að laka til starfa seint næsta haust, að öllum líkindum um mánaðamótin nóvember-desem- ber 1968 og rúmar um 18 til 20 böm. Thorvaldsensfélagskonur hafa aflað peninga til byggingarinn- ar með ýmsu móti, t.d. með sölu á jólamerkjum félagsins árlega, og leikfangahappdrætti. Basar félagsins sem hefur starfað í Austurstræti 4, í rúm 60 ár, hefur gefið góðar tekj- ur og hefur hann oft og á margan hátt getað liðsinnt hjálparþurfa fólki. Félagskonur vonast nú eins og endranær til að bæjarbúar bregðist vel við og fjölmenni á skemmtun þessa á Hótel Sögu annað kvöld. Mjög verður vandað til skemmtiatriða og happdrættis þess sem á skemmtuninni verð- ur. Dagskrá skemmtunarinnar var auglýst í dagblöðunum 1 gær. Vöruleifar frá bruna í Borgarskála 31. ágúst 1967. Svo sem kunnugt er, hefir Fjármálaráðuneytíð ákveðið, að ekki sfculi innheimtir tollar af vörum þeim, er eyðilögðust af völdum eldsvoða í Borgar- skála 31. ágúst 1967. Vöruleifar úr brunanum voru fluttar undir toll- eftirliti í vörugeymslu Eimskipafélagsins við Skúlagötu, þ.e. í Skúlasikála og á útísvæði við skálann. Verða vöruleifamar, að viðstöddum um- boðsmanni tollstjóra, tíl sýnis fyrir innflytjendur dagana 13.—17. nóvember, kl. 14—17, þannig að réttir eigendur getí tekið ákvörðun um, hvort þeir vilja taka vöruleifar þær, er þeir eiga, gegn greiðslu á lögmætum tollum samkv. mati dóm- kvaddra manna. Að loknum framangreindum fresti, þ.e. eftír 17. nóvember 1967, verður litið svo á, að þeir aðiljar, er ekki gefa sig fram, samþykki, að vöruleifam- ar verði eyðilagðar undir eftirHtí toHvarða eða afhentar tollgæzlunni upp í aðflutningsgjöld. Reykjavík 9. nóvember 1967, H.F. EIMSKIFAFÉLAG ÍSLANDS. HJOLBARÐAR frá ' ’ RASIMOIMPORT MOSKVA VERÐLÆKKUN: hjólbarðar slöngur 500x16 fcr. 625,— kr. 115,— 650k20 fcr. 1.900,— kr. 241,— 670x15 kr. 1.070,— kr. 148,— 750x20 fcr. 3.047,— kr. 266,— 820x15 kr. 1.500,— kr. 150,— EINKAUMBC IMARS TRADIIMG Laugavegi 103 SIMI 17373 I {gnttnental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru £, með okkar full- komflu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eítir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegcir. Vinnustofa vor er opin alla daga írá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. r V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.