Þjóðviljinn - 11.11.1967, Page 5
íslendingar þurfa að eignast
myndarlegan togaraflota
Um meira en hálfrar aldar
skeið hefur útgerð togara ver-
ið veigamikill þáttur íslenzks
atvinnulífs og átt ríkan þátt í
framfarasókn þjóðarinnar á
þessari öld.. Segja má með full-
um rétti, að árið 1907, þegar
togarinn „Jón forseti" kom
hingað nýsmíðaður, héldi tækn-
in innreið sína í íslenzkan
sjávarútveg. Á næstu árum
eignuðust íslendingar^ allmarga
togara, sem flestir voru önd-
vegisskip á þeirra tíma mæli-
kvarða. íslenzkir togarasjó-
menn sýndu það brátt, að jx'im
var treystandi til að hagnýta
hina nýju tækni, enda báni
þeir snemma af fiskimönnum
annarra þjóða um afla og af-
köst. Á tímum heimsstyrjald-
arinnar fyrri og ánmum þar
á undan gerðu þessi nýju og
stórvirku atvinnutæki íslend-
tagum kleift að hagnýta auð-
lindir hafsins á betri og full-
komnari hátt en áður, juku
stórlega magn og verðmæti
íslenzkra útflutningsafurða og
lögðu grundvöll að vexti og
viðgangi htana stærstu útgerð-
arstaða.
{ stríðslokin
□ Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins í efri deild, Gils
Guðmundsson, Björn Jónsson og Karl Guðjónsson, flytja á
Alþingi frumvarp um togarakaup ríkisins. Frumvarpið hef-
ur Þjóðviljinn þegar birt, en því fylgir ýtarleg greinargerð
um togaramálin, og er hún birt hér í heild.
Undir styrjaldarlok voru
flestir togarqnna seldir úr
landi, en jafnskjótt og friður
komst á, var hafizt handa um
endurnýjun togaraflotans. Eins
og áður var kostað kapps um
að kaupa sem bezt og fúll-
komnust skip, og voru sumir
hinna nýju togara sendir til
veiða á fjarlæg mið, svo sem
til Nýfundnalands. Togarar
'þessir voru einnig gerðir út
til sfldveiða með herpinót að
sumarlagi og báru þar langt af
öðrum skipum um aflasæld og
afköst. Þrátt fyrir erfiðleiká
allrar íslenzkrar útgerðar á
kreppuárunum eftir 1930, á
tímum stórfellds verðfalls og
markaðsörðugleika, átti togara-
floti landsmanna þá ómetan-
legan þátt í að bjarga afkomu
fólks við sjávarsíðuna og íorða
þjóðarbúinu frá algeru hruni.
Á heimsstyrjaldarárunum síð-
ari sönnuðu togararnir enn,
hversu afkastamikil og gagn-
söm atvinnutæki þeir voru.
Þótt togaraflotinn hefði þá
ekki verið endurnýjaður um
langa hríð, flest skipin gömul
orðin og að ýmsu leyti úrelt,
var ]>essi aldraði skipastóll
þess umkominn að draga stór-
íellda björg í bú, sem hægt
var að grípa til að stríðinu
loknu og hagnýta til endur-
nýjunar skipastólkins og marg-
víslegra annarra framkvæmda.
Að lokinni síðari heimsstyrj-
öld voru keyptir hingað til
lands yíir 40 nýir togarar,
stærri og fullkomnari en hinir
eldri höfðu verið, búnir öllum
þeim tækjum og tækni, sem þá
var tiltæk og henta þótti ís-
lenzkum aðstæðum. Þessi
nýju fiskiskip voru keypt til
útgerðarstaða víðs vegar um
land. f þriðja sinn á fjórum
áratugum voru íslendingar
komnir í fremstu röð á sviði
togaraúlgerðar. Fyrstu árin var
afli góður, togaramir tryggðu
íjölda fólks atvinnu og lögðu
upp mikinn íisk í hraðfrysti-
hús um land allt. Áttu togar-
arnir verulegan þátt í að efla
fiskiðnaðinn, með því að hag-
nýta djúpmið og ílytja íisk-
vinnslustöðvunum hráeíni tfll-
an ársins hring, að heita mátti,
sem. bátaíloti landsmanna var
þá ekki íær um nema að tak-
mörkuðu leyti. Og enn er það
svo og verður vafalaust um
langan aldur, að þorskafli bát-
anna fæst aðallega á vissurn
Að kvðldl byltfogararmælfehis 7. nóvember heyrðu íbúa,r Lcningrad fallbyssuskot frá Áróru, enfyrir
finrmtíu árum hófst byltSngm með slíku skotL
árstímum, en eyður verða á
milli værtíða. Togaramir einir
eru um það færir að stunda
þorskveáðar á hvaða árstíma
sem er, hvaða miðum sem er
og nær því hvernig sem viðr-
ar. Þegar togaraafla nýtur ekki
við, eru hraðfrystihús dæmd
íil að standa ónotuð eða starfa
með lágmarksafköstum drjúg-
an hluta ársins, vegna skorts
á hráefni, til stórtjóns fyrir
reksturinn og afkomu þess
fólks, sem við fiskiðnað vinn-
ur.
Erfiðleitkamir
Það orkar ekki ívímælis, »ð
togarafloti íslendinga hefur á
undanförnum áratugum verið
einn af hýrningarsteinum um-
bóta og íramfara, sem hér hafa
orðið. Á vissum tímabilum
haía ]>essi stórvirku atvinnu-
tæki lagt slíkan skerf til þjóð-
arbúsins, að ómetanlegt var.
íslenzk togaraútgerð hefur
átt við mikla örðugleika að
etja síðustu árin. Ber margt
tffl þess. Minni fiskgengd en
áður á þau mið við ísland,
Græriland og Nýfundnaland,
sem togurum hafa verið til-
taak, á ríkan þátt í versnandi
afkomu. Með stækkun fisk-
veiðilandhelginnar var íslenzk-
um togurum bægt af gömlum
fiskislóðum, og hafði það einn-
ig nokkur áhrif. Óhagstæð
verðlagsþróun innanlands hef-
ur valdið síhækkandi rekstrar-
kostnaði togara. Við þetta bæt-
ist, — og sennilega ríður það
baggamuninn, — að islenzkir
togarar eru flestir orðnir gaml-
ir og úreltir. Úthaldskostnaður
er af ]>eim sökum óeðlilega
mikill, viðhald skipanna dýrt,
sáralitlar umbætur hafa orðið
á tæknibúnaði til vinnuhag-
ræðingar og verksparnaðar og
áhafnir því fjölmennar. Áf-
leiðingin hefur orðið sú, að
togurum fer hríðfækkandi;
sumir eru seldir úr landi fyrir
afar lágt verð, aðrir liggja ó-
hreyfðir og ryðga við festar.
Er nú svo komið, að í stað 40
til 50 togara, serh héðan voru
gerðir út fyrir nokkrum árum.
er einungis innan við 20 skip-
um haldið úti. Um sum þeirra
er vitað, að eigendúr bíða eft-
ir því einu að geta selt þau
öðrum fiskvoiðiþjóðum.
Á ]>essu ári hefur afli is-
lenzkra togara glæðzt að nýju.
Hafa þeir og lagt veiði sína á
Laugardagur 11. nóvember 41967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g
land til vinnslu hér í rikiara (
mæli en um noklcurt skeið íáð-
ur. Er að þessu mikill ’bú-
hnykkur á þeim íáu útgertðor-
stöðum, þar sem togaraútigerð
er enn stunduð. En skiptaf eru
orðin allt of fá. Er enginn Ivali
á því, að vel búinn flotii 40
til 50 nýtízku togara hefpi á
síðustu misserum verið ; ]>ess
umkominn að færa mtikinn
aflafeng að landi, sem gjör-
breytt hefði rekstrargrurndvelli
margra fiskvinnslustöðva og
orðið fjölda útgerðarbæjía öfl-
ug lyftistöng.
En ráðamenn þjóðarinnar
hafa haldið að sér höndlum og
látið það viðgangast að ' togur-
um fækkaði ár frá áiri, án
þess áð hafa uppi tilbnrði til
endumýjunar flotans. Að vísu
var sjávarútvegsmálanáðherra
látinn lýsa því yfir við upp-
haf kosningahríðar í \*or, „að
til athugunar sé hjá ríkis-
stjórninni, með hvaða hætti
verði bezt greitt fyrir kaupum
á 3—4 togveiðiskipum af skut-
togaragerð“. Síðan eru liðnir
nær átta mánuðir, og virðist
málið enn vera „til athugunar
hjá ríkisstjórninni".
Breytinga þörf
Hér verður að breyta gagn-
gerb-um stefnu, og hefði raun-
ar átt að gerast miklu fyrr.
Skipuleg og markviss endur-
nýjun íslenzks tngaraflota er
fyrir löngu orðin knýjandi
nauðsyn.
Á hverju þingi allt síðasta
kjörtímabil bárurri við Al-
þýðubandalagsmenn fram
þingsályktunartillögur og frum-
vörp um endurnýjun togara-
flotans. Við færðum hverju
sinni að því veigamikil rök, að
hér væri um stórfellt hags-
munamál sjávarútvegsins og
þjóðarinnar allrar að ræða. En
við töluðum því miður íyrir
daufum eyrum stjórnarvalda.
Þá sjaldan sem eitthvert lífs-
mark sást með þeim í sam-
bandi við ]x>ssi efni, var í
hæsta lagi um hálfgefin loforð
að ræða, og jafnvel þau voru
mjög við nögl skorin. Úr efnd-
um hcfur ekkert orðið. og
sannar það Ijósloga, að núver-
andi ráðamenn virðist brcsta
allan skilning á því, hvert
stórmál þetta er. — Við erum
staðráðnir í að halda barátt-
unni áfram, unz fullur sigur
vinnst, íslendingar haía á ný
eignazt myndarlegan togara-
flota og enn einu sinni tekið
forustu um útgerð og afla-
brögð á slíkum skipum.
Á síðari árum hefur orðið al-
ger bylting í togarasmíði, veiði-
tækni og aflameðferð hjá öðr-
um fiskveiðiiþjóðum. Skuttogar-
ar hafa komið tiil sögunnar og
reynzt stórfelld framför frá
eldri gerðum togskipa. Vinnu-
aðstaða er þar allt önnur og
betri en á hinum gömlu togur-
um, teikizt hefur að koma við
á nýju skipunum margvíslegri
vinnuhagræðdngu og vélvæð-
ingu, sem leiðir til sparnaðar
í mannafla.
Þær raddir heyrast nú i
seinni tíð, að bátafloti lands-
manna eigi að geta leyst tog-
arana af hótmi. Hér er um
háskalegan misskilning aðrasða.
Enn er ekkert veiðarfæri til,
sem komið getur í staðinn fyr-
ir botnvörpuna, ef stunda á
með árangri þorsk- og karfa-
veiðar á djúpmiðum állan árs-
ins hring. Hverfi íslenzk tog-
araútgerð úr sögunni, yrðumik-
iisverð fiskimið hér við land
eftirlátin öðruim þjóðum ein-
um, auk ]>ess sem Islendingar
hefðu þá ekki lengur not af
fjarlægum miðum, svo sem við
Grænland og Nýfundnaland. Þá
mundi einnig glatast dýrmæt
reynsla togarasjómanna og út-
gerðarmanna, sem torvclt gæti
orðið að enduríheimta síðar,
]x>tt þess yrði talin þörf. Loks
er það staöreynd að starfsgrund-
völlur stórra og afkastamikilla
liraðfrystihúsa víðs vegar um
land má teljast. algerlega brost-
inn, ef ekki nýtur við togara-
afla.
Byggt á reynslu
Af þedm ástseöum, sem að
fnaiaan greánir, er nawðsynlegt.
Kari Guðjónsson
Gils Guðmundsson
Bjiirn Jónsson
að hefjast þegar handa una
endurnýjun íslenzka togara-
flotans. Vesrður við þá endurnýj-
un að byggja á reynslu þeirra
fiskveiðiþjóða, sem foezterm. ár-
angri hafa náð við gerð og
rekstur nýtíziku skuttogara,
jafnframt því sem sú tækni
sé samíhæfð íslenzkum aðstaeð-
um og reynslu, svo sem framast
verður við komið. En sú
reynsla fæst ekki með öðru
móti en þvi, að byggðir verði
eða keyptir nokkrir skuttogar-
ar í vtilraunaskyni. Um stærð
þeirra og gerð verður að sjálf-
sögðu að hlíta forsögn sér-
fróðra manna, erlendra og inn-
lendra. Flutningsmenn þessa
frumvarps telja æskilegt, að
togarar þeir, sem nú yrðu
keyptir, væru af mismunandi
stærðum og a.m.k. af tveim
gerðum. Annars vegar þyrfti að
gera tilraunir með fremur litla
skuttogara, sennilega um 500
lestir að stærð, sem geymdu
fiskinn isvarinn og lönduðu
honum til vinnslu í hraðfrysti-
húsum. Hins vegar ætti að
kaupa nokkuð stóra skuttogara,
1000-1400 lestir að stærð, og
væru þeir búnir hraðfrysti-
tækjum til heilfrystinga^ á
fiski. Yrði þar einnig við það
miðað, að þessir togarar öfl-
uðu fyrsta flokks hráefnis fyrir
innlendan markað. Hraðfrysti-
hús þau, sem tækju heilfryst-
an fisk úr þessum togurum til
vinnsta, yrðu að sjálfsögðu að
koma sér upp tækjum til að
þíða fiskinn, en slík tæki eru
nú komin til sögunnar og not-
uð víða erlendis með góðum
árangri. Slík vinnsla hrað-
frystihúsa úr heilfrystum fiski
á að geta gjörbreytt aðstöðu
þeirra og gert reksturinn stór-
um tryggari en verið hefur. Þá
skapast möguleikar til fastrar,
daglegrar vtanslu, líkt og á
sér stað um hvern þann verk-
smiðjurekstur, þar sem hægt er
að geyma bírsðir hráefnis ó-.
BYsw^vald á 6. síðu.