Þjóðviljinn - 25.11.1967, Page 8

Þjóðviljinn - 25.11.1967, Page 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. nóvember 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 58 — Hamingjan góða, er það nú ástand. Hvað voruð þið líka að vilja hingað? — Fáið þennan hest til að hætta að kveina, sagði ég. — I guðsbærium fáið hann til að hætta • . . Náið í sjúkrabíl. Hringið í einhvem. Maðurinn benti á Mark og sagði: — Og hann þarna. Það er engu líkara en hann sé illa meiddur. Skyldi nokkuð vera brotið? — Ég veit það ekki. En ég get ekki farið frá honum. Sinn- ið hestinum mínum- Hlaupið eft- ir hjálp. Og hættið þessum spumingum. Hann klóraði sér í hnakkanum og svo klifraði hann aftur upp brekkuna að gerðinu. Ég fór að draga Mark upp úr leðjunni. Hann var meðvitundarlaus og nábleikur í andliti og kannski myndi hann deyja þrátt fyrir allt, og ég vissi hvað myndi verða um Forio; ég vissi það, HARÐVIÐAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laagav 18 III. hæð (lyftai SímJ 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu-_ og snyrtistofa Garðsenda 21 SIMI 33-968 en ef ég fór að hugsa um það, þá dó ég líka, og einhverra hluta vegna var nauðsynlegt að ég héldi lífi þangað til hjálp bærist. Ég dró Mark upp á steinana og ég stundi og kveinkaði mér sjálf cg ég þorði ekki að líta við, en til allrar hamingju var Forio mikið til hættur ag veina. Ég losaði um flibbann á Mark, fór úr rifna jakkanum og setti hann undir höfuðið á homim, og svo heyrði ,ég hljóð sem eg vildi helzt ekki heyra framar — hófa- tak. Ég sleppti Mark og brölti á fætur og greip í grein og kast- aði upp og svo leit ég aftur á Forio og nú var hann rólegri, eins og hann væri búinn að | gefast upp, af því að hann vissi að hann myndi aldrei framar stíga í fætuma; og Rex hrópaði ofan frá gerðinu: — Guð minn góður — þetta er hræðilegt. Jack — sæktu lækni. — Það er búið að senda eftir lækni, sagði ég, Dg nú hefði ég viljað faíla í yfirlið, en ég gat það ekki. Nú voru „þeir“ komn- ir og ég hefði svo innilega gjam- an viljað hníga niður og vera enn einn bjargarlaus vera; en það var ekki hægt. Ég stóð þarna og horfði á allt saman, var við- stödd allt til hinna ömurlegu endaloka. En þegar allt kom til alls, þá átti ég vist sökina, svo að það var svo sem ekki nema sanngjarnt að ég væri neydd til þess- 17. Ég sá þegar Forio var skbtinn og ég fór með sama sjúkra- bílnum og Mark á spítalann þar i sem gert „ var að skrámum mín- um og mér gefið eitthvað við taugaáfalli og svo var ég send heim. Þetta gekk allt eins og í sögu. Allir sögðu aumingja stúlkan, hesturinn hennar fæld- ist, hún er feikilega dugleg, við verðum að vona að Mark jafni sig f-ljótt; elsku barn, það bezta sem þér getið gert er að fara heim í rúm. Er nokkur heima til að annast yður? Hafið engar áhyggjur af Mark, hann er í góðum höndum, og honum líður áreiðanlega betur í fyrramálið. Yfirlæknirinn sagði: — Það er ekkert hægt að segja eins og stendur, frú Rutland. Maðurinn yðar er með alvarlegan heila- hristing. Hann er með handlegg- inn í gipsi, — annað er allt óbrbtið. 1 fyrramálið getum við sagt yður nánari fréttir af heilsu- fari hans. Og svo fór ég heim. Og eng- inn mælti til mín ásökunarorði. Ég fór heim og mér fannst sem stórar þungar blöðrur full- ar af sorg og örvæntingu og óbærilegum þjáningum mynd- uðust í sífellu í hjarta mér — og spryngju jafnóðum- Og það hafði verið sent eftir frú Leon- ard og hún kom neðan úr þorp- inu og stjanaði við mig og frú Rutland hringdi. Frú Rutland hagaði sér alveg eins bg allar mæður hljóta að hafa gert í öllum styrjöldum sem England hefur háð þegar þær fengu að vita að sonur þeirra háfði særzt og þær vildu hugga kvíðandi tengdadóttur, enda þóttþærværu sjálfar enn kvíðafyllri. Einmitt þannig huggaði hún mig, og það var ekki hægt að lá henni það. Ég gat ekki vitund að þessu gert. Og veslings hesturinn þinn, bætti hún við. Það var meira óhappið. Og ég hugsaði um fólk- ið sem ég hafði verið á veiðum með og hugsaði um hve misk- unnarlaust það hafði veriðgagn- vart refnum — en hve ljúft og skilningsríkt þegar hestur var annars vegar. Þessa nótt var ég að velta fyrir mér hvar ég gæti hengt mig. En frú Lebnard var yfir mér alla nóttina og eyðilagði það fyrir mér. Næsta morgun kom afturkipp- urinn. Ég var öll blá og marin öðru megin og ég gat næstum ekki hreyft öxl eða mjöðm- Og ég svaf. Ég svaf eins og ég hefði verið vansvefta í heilt ár. Lækn- irinn kom líka til mín einu sinni, en- ég er viss um að hann gaf mér ekki nokkurn skapaðan hlut. Ef til vill var það áfallið. Stundum vaknaði ég af 'þess- um djúpsvefni — og um leið beið mín óendanleg kvöl. En það voru ekki kvalirnar í öxl- inni og bakinu; það var þjáning sem gekk miklu dýpra. Hún var þama eins og lamandi tilfinning í hjartanu og innst inn í heila. Stundum vaknaði ég bg fann þennan lamandi þunga, og ég leit á klukkuna og sá að hún var fimm mínútur yfir þrjú og svo hvarf ég þakklát inn í svefn- inn aftur og svaf lengi, lengi, og svo vaknaði ég aftur og sá að klukkan var aðeins tíu mín- útur yfir þrjú og þessi lamandi kvöl var þarna enn og mér fannst ég horfa eftir endalaus- um gangi, auðum gangi þar sem skelfingin ein bergmálaði og það var hið eina sem beið mín það sem ég átti eftir ólifað. * Stundum drakk ég eitthvað þegar frú Leonard kbm meðþað til mín, og í rökkrinu leit ég upp og þá var frú Rutland hjá mér og ég spurði svona eins og maður spyr hvað klukkan er: — Hvernig líður Mark? Og hún svaraði: — Eftir öllum vonum. Ég hefði víst átt að spyrja um meira, en ég sofnaði og mig dreymdi æðislega drauma um Forio og mömmu og mamma sagði, að það ætti að skjóta Porio, því að það væri ekki siðsamlegt að hafa hest í Cuth- bert Avenue. Og svo var ég allt í ^einu í réttarsal og það var eins' og ég væri bæði dómari og ákærandi í einni og 'íömu persónu, þannig að ég varði sjálfa mig og dæmdi líka. Dr. Roman var þama og lýsti því yf- ir að ég væri ófær um að flytja mál mitt sjálf. Nokkrum sinnum þennan dag reyndi ég að kom- ast fram úr rúminu, en í öll skiptin gafst ég upp vegna kval- anna í kroppnumoglagðiststynj- útaf aftur og starði fram fyrir mig. , Fyrir jbtan gluggann stóðu tvö tré — tvær naktar beinagrindur án blaða; allan daginn kinkuðu þau háðslega kblli til mín og hlógu að mér. Ég sá líka fyrir mér ána þar sem við duttum og vatnið var slanga sem skreið slímug og viðbjóðsleg yfir rekkju- voðirnar í rúminu mínu. Það var ekki fyrr en á föstudags- morgun um * tólfleytið, um það bil fjörutíu og átta stundum eft- ir slysið að ég vaknaði og var skýr f hugsun, eins og glas sem hefur verið tæmt og fágað og ég vissi með sjálfri mér, að ég hafði ætlað að gera eitthvað sér- stakt í dag, föstudag, og ég hafði ekki staðið við það. Flandre hafði siglt án mín. Ég gat ekki sofið fyrir verkjunum f öxlinni og bakinu og vegna Foriosþbrði ég ekki að loka augunum — því að um leið og ég lagði augun aftur, sá ég hann fyrir mér. En kannski er tilgangslaust að reyna að lýsa því hvemig mér leið og um hvað hugsanir mín- ar snerust; en nokkru seinna stóð frú Rutland í herberginu og ég spurði aftur: — Hvemig lfð- ur Mark? — Það-er allt við sama. Hann er ekki kominn til méðvitundar enn. — Hvað segja þeir? — Þeir segja að það sé ekk- ert annað að gera en bíða. Hún kom alveg að rúminu- Hár henn- ar var ógreitt. — Og hvemig líður þér? — Þakk fyrir — mér líður betur núna. — Heldurðu að þú getir borð- að dálítið? — Nei — nei þökk fyrir. Mér líður betur ef ég borða ekki. Þetta kvöld kom Mark til með- vitundar, Dg þegar frú Rutland kom af sjúkrahúsinu, var hún vonbetri. Yfirlæknirinn hafði sagt, að hann væri að vísu ekki úr allri hættu, en þeir vonuðu hið bezta- . • — Það fyrsta sem hann sagði var: Hvar er Marnie, og það var eins og honum létti þegar hann fékk að vita að þú hefðir ekki slasazt alvarlega. Næsta dag fór ég á fætur meðan frú Rutland var úti, og mér tókst að tína á mig ein- hverjar spjarir og haltr^ um húsið. Bakið og mjöðmin á mér voru eins og einhver hefði mál- að á þau þrumuský en versti sársaukinn var liðinn hjá. Sárs- aukinn í líkamanum á ég við. Fiú Leonard kbm að mér úti í hesthúsi og gerði það sem hún gat til að koma mér aftur í rúmið. En það vildi ég ekki. Ég var úti í hesthúsinu allan morguninn, sat þar bara þangað til frú Rutland kom aftur, þá haitraði ’ ég inn og borðaði há- degisverð með henni. Frú Rut- iand sagðist hafa lofað Mark að aka með mig til hans strax og ég treysti mér þangað- Ég : sagðist ætla að fara daginn eft- | ir. Ég átti ekki gott með að | skorast undan því. Rétt fyrir j miðdegisverðinn þurfti ég að I sækja eitthvað inn í svefnher- bergið hans, og ég sá að lyklam- ir hans lágu í hominu á efstu kommóðuskúffunni . . . Við miðdegisverðinn sagði frú Rutland: — Þessi blóm þarna eru frá Richards garðyrkjumann- inum. Hann kom með þau handa þér og honum var mikið i mun að þú fengir að vita að þau væru úr garðinum hans. Tvær páskaliljur, nokkur flau- elsblóm og fjólur. — Og í gær kom blindur maður með vinberjakassa. Hann bað mig að skila innilegri kveðju til þín. Þekkirðu blind- an mann? / — Já. Við öll önnur tækifæri hefði ég verið feimin og óörugg að sitja svona og bbrða ein með henni; en nú komst það alis ekki að. Allt sem gerzt hafði sat eins og steinhnullungur fyrir brjóstinu á mér. Og ég gat ekki hugsað um annað en þann stein- Þegar við höfðum setið þegj- andi nokkra stund, sagði hún: — Þetta-minnir mig á máltíð sem ég borðaði einu sinni með Estelle. Þú hefur ekkert á móti því að ég tali um Estelle, er það? — Nei. — Mark var að heiman. Hann var í viðskiptaerindum fyrir fyrirtækið í Wales. Þá hafði faðir Marks verið dáinn í hálft annað ár. Ég var búin að selja SKOTTA Pabbi er þér ekki sama þótt uppáhalds hljómsveitin mín sefi ( sig hér í kvöld.? MAlVSIO^-rósabón gefnr þægOegan Um f stofnna Einangrunarg/er Húseigendui — Byggingameistarai. Útvequm tvöfah einanqrunarqler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um isetningu og allskonar breytingar 6 ?luggnm Útvegum tvöfalt gler f lausafö? oa sfá- um um máltöku. Gerum við sprunqur 1 steyptum veggjum með þaulrevndu gúmmíefnl Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NYKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BfLLINN Gerið við bíla ykkar sfáif Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÓNOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun; bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. é

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.