Þjóðviljinn - 30.11.1967, Page 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. nóvember 1967.
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
62
upn við snyrtifoorðið, og þar
stóðu líka skómir sem hún not-
aði þegar hún bjó sig upp; þeir
voru nettir og támjóir; hún hafði
alltaf verið fótnett og hún gekk
í támjóum skóm löngu áður en
það komst í tízku.
— Þétta er alveg óskiljanlegt,
6agði Lucy. Það er eins og ég
eigi alltaf von á því að hún komi
niður stigann. Viltu sjá hana,
Mamie? Við erum búnar að
laga hana svo vel til, hjúkrun-
arkonan og ég. Það er naestum
eins og hún sé sofandi.
En mér fannst hún ekki
líta út eins og hún svæfi. Hún
sýndist ósköp upplituð og skelf-
ing, skelfing lítil. Hún leit í
rauninni alls ekki út eins og
móðir mín hafði gert. Ég gekk
alVeg til hennar, og því lengur
sem ég horfði á hana, því líkari
varð hún litlum, ömurlegum leif-
nm af móður minni. Stafurinn
1 É> ^ 1
HARÐVIÐAR
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKOLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
-------------—j
Hárgreiðslan
HárgTeíðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. hæð flyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. StMl 33-968
í skotinu og skómir og sloppur-
inn bakvið hurðina, þau voru
alveg eins lík mömmu og hún-
þama. Það sem mér hafði þótt
vænt um var horfið, og hitt
máttu þau eiga fyrir mér.
Kannski er þetta hörkulega
sagt, en það var ekki af því að
ég væri hörð; mér fannst þetta
bara-
Ég svaf hjá Doreen, eða öllu
heldur — ég lá í sama rúmi og
Doreen og lá vakandi og starði
á gluggatjöldin Og sá hvemig
þau lýst.ust og dökknuðu á víxl
um nóttina eftir því hvort tungl-
ið kom fram eða. ekki, og svo
kom dagsbirtan. Ég fór á fætur
klukkan sex og bjó til te, en ég
vakti ekki hinar. Mér fannst ég
éins og maður í hnefaleikahring,
sem fyrst hefur fengið í kviðinn
og síðan annað á óvarinn kjálk-
ann. Ég hafði nokkrum sinnum
farið á hnefaleikakeppni f Ply-
mouth og ég hafði einmitt séð
mann fá slíka meðferð. í sjöttu
lotu kom hann útúr horni sínu
bg sýndist sæmilega eðlilegur, en
ég sat nærri og ég sá það á aug-
unum í honum, að í rauninni
vissi hann ekkert hvað hann
var að gera- Hann hélt áfram að
boxa, en það var aðeins tíma-
spursmál hvenær þriðja höggið
félli og færi alveg með hann.
Ég fékk þriðja höggið klukk-
an fjórðung fyrir sjö.
Ég hof^: setið hjá mömmu í
hálfa 1 ' ' kustund, en án þess
að huesa um neitt annað en það.
að hún lá þama við hliðina á
mér. Ég hafði bara setið þarna
við rúmið, ekki sérlega langt frá
henni, og sólin skein inn milli
gluggatjaldanna, og ég hugsaði
með mér, að það væri undahlegt,
að ég skyldi nú allt í einu ekki
geta gefið henni tebolla, og ein-
hvers staðar var fluga að suða
og ég vissi að mamma hafði ekki
getað þolað flugur. Stundum
kramdi hún þær á rúðunni með
berum höndunum, og það’ þoldi
ég ekki að horfa á. Og svt> kom
ég allt í einu auga á gömlu tösk-
una úr krókódílaskinnlfki, sem
hún bar alltaf með sér hvertsem
hún fór. Hún stóð uppi á skán.,
Ég sá í hornið á henni, og ég
hugsaði með mér að ef til vill
væri önnur mynd af pabba i
þessari tösku, sem hún vildi
hafa með sér f kistuna.' Og ég
tók töskuna niður af skápnum og
opnaði spenslin sem héldu henni
lokaðri. Það fyrsta sem ég sá
var mynd af sjálfri mér átján
ára- og ég hugsaði með mér að
þá mynd gæti hún svo sem
haft með sér líka; og svo voru
þama nokkrar gamlar blaðaúr-
klippur. Hin fyrsta sem ég rakst
á var úr Western Moming News
bg það var tilkynning um fæð-
ingu mína. Frank og Edith Élm-
er höfðu eignazt dóttur. Það var
Ifka ég-
Svo var þarna glas með töfl-
um sem hún tók við giktveiki
og svei mér ef skímarvottorðið
mitt var ekki þama líka. Svo
var blaðaúrklippa um dauða
pabba, sem hún hafði sjálf sýnt
mér. Brúðkaupskort, brúðkaups-
kortið hennar og pabba og ég
fékk kökk f hálsinn, og viðfest
var gamalt danskort og við það
varð kökkurinn enn stærri.
En svb rakst ég á eina úr-
klippu enn. Hún var dagsett f
nóvember 1943 en nafnið á blað-
inu var þar ekki. Fyrir ofan
dálkinn stóð: — Kona f Plý-
mouth ákærð fyrir morð.
Ég hólt 'að það væri eirthver
sem mamma þekkti, þangað til
ég sá nafnið frú Edith Elmer.
Og þá renndi ég augunum svo
hratt yfir greinina að ég man
ekki nákvæmlega hvemig hún
hljóðaði.
— Við réttinn í Bodmln stóð
hin 41 árs gamla frú Edith Elísa-
bet Elmer, Kersey Bungalow
Sangerford, Liskeard, ákærð fyr-
ir að hafa ráðið nýfæddu bami
sínu bana .... og fulltrúi á-
kæruvaldsins upplýsti, að frú
Elmer, sem var fráskilin og hafði
flutzt til Sangerford vegna loft-
árásanna, byggi með dóttur sinni
fimm ára gamalli .... að grann-
kona hennar, ungfrú Nye hafi
aðstbðað við fæðinguna, en ým-
islegt væri óljóst um gang mála
þar til kallað var á hjúkrunar-
konu bæjarins .... Ungfrú
Vannion bæjarhjúkrunarkona
skýrði svo frá, að þegar hún
hafi komið í húsið, hafi frú
Elmer legið í rúminu þreytt og
örmagna- Frú Elmer hefði skýrt
ungfrú Vannion frá því að sér
hefði leystst höfri, en hjúkrunar-
konan hafði grun um að eitthvað
væri bogið við það, og begar
hún fór inn í næsta svefnher-
bergi, fann hún þar undir rúmi
lík af fullburða sveinbarni.
Barnið var látið og hægt var
að sanna að það hafði verið
kæft ......
Ég missti úrklippuna og hún
flögraði niður á gólfið eins og
pappírsvefja. Ég laut niður bg
missti töskuna. Allt mögulegt
smádót valt útúr töskunni og
undir rúmið — tvinnakefli,
tveggja shillinga peningur, fing-
urbjörg, eldspýtustokkur. Ég
lagðist á hnén og rótaði eftir
þessu í hálfdimmu herberginu,
en ég gat ekki fest hönd á neinu,
svo skjálfhent var ég.
Ég náði í úrklippuna og sett-
ist á hækjur, og þarna, rétt hjá
andliti mínu, við rúmstokkinn,
lá hönd. Það var mögur, hnýtt
hönd, og meðan ég sat og horfði
á hana rann hún til á dýnunni.
Einhvem veginn tókst mér að
rísa á fætur. Það var eins og ég
væri hvorki með fætur né hné.
Ég horfði á dáið andlitið á móð-
ur minni. Ég hörfði á það og
einblíndi á það. Ég hafði setið
við hliðina á henni í hálfa
klukkustund án þess að finna
neitt til þess. En nú var ég
allt í einu stirðnuð af skelfingu.
Og svo fannst mér eins og hún
andvarpaði- Nú líður ekki á
löngu, hugsaði ég, þangað til
þetta gamla andlit fer að hreyf-
ast, augnalokin bærast og grá-
leitt augnaráð horfir illskulega á
mig, á sama hátt og það hefði
gert þennan dag hjá dr. Roman,
þegar mér hafði fundizt ég vera
orðin þarn aftur og hafði staðið
með bakið upp að köldum
ve°gnum.
Ég steig skref til dyra, en aft-
ur á bak, því að ég gat ekki
litið af andliti hennar. Annað
skref, og ég var komin þangað
og hurðarhúnninn rakst í mjöðm-
ina á mér. Ég sneri mér við, en
hendumar á mér voru bf sveittar
bg máttlausar til að geta snúið
húninum. Ég greip í hann með
báðum höndum og krypplaði úr-
klippuna. Loks tókst mér að
opna og ég gekk afturábak _út.
Ég gekk út afturábak, beint f
flasið á Lucy Nye.
— Æ, elsku bam, sagði Lucy
Nye, — þú mátt ómögulega taka
þessu svona. Þú áttir alls ekki
að fá að vita það. I öll þessi ár
höfum við þagað yfir þessu. Ég
sagði svo oft við Edie: Það væri
miklu betra að þú segðir Mavnie
frá þessu, sagði ég, því að það
er aldrei að vita nema einhver
annar verði til að segja henni'
það. En Edie vildi það ekki. Hún
lét ekki skipa sér fyrir verk-
um, hún Edie — og hún var
sauðþrá. En mér hefði aldrei
dottið í hug að hún myndi
geyma þessa gömlu úrklippu,
blessað barn. Af hverju í ósköp-
unum var hún að gera það?
Nú hefur allt komizt upp, bara
af því að hún var þessi heimsk-
ingi.
Lucy hellti £ tebolla handa ,
mér og teið var svo sterkt að
það var eins bg fljótandi skó-
sverta. Hún starði á mig með
stóra auganu og þvi litla- Þau
vom eins og glerkúlur sem fall-
ið höfðu sín í hvora skoru í
sandinum. Þau sögðu mér ekkert.
En röddin hélt áfram.
— Drekktu þetta te, blessað
bam, þá hressistu. Doreen er
ekki farin að bæra á sér ennþá.
Bráðum fer ég upp með tebolla
til hennar og þá —
— Veit hún það? >
— Þetta um mömmu þína? Það
held ég ekki. Hún var sjálf ekki
annað en bam þá. Það væri
bara ef hann pabbi hennar hefði
sagt henni það.
— Veit hann það þá?
— Já, bamið mitt. Hann sigldi
í skipalest um þær mundir, en
þessar vikur var skipið haris í
þurrkví í Devonport.
— Ég skil þetta ekki. Ég skil
hvorki upp né niður í þessu.
— Nei, það er ekki við því
að búast, blessað barn. En fyrst
þú veizt allt þetta, þá pr eins
gott að þú fáir að vita það allt
saman. Drekktu teið þitt á með-
an. Lucy klóraði sér í skipting-
unni í gráu hárinu. Ég mundi
þegar hárið á henni hafði verið
Ijósleitt og hálfupplitað, bg ég
man að þá klóraði hún sér í
höfðinu á nákvæmlega sama
hátt, með þrem miðfingrunum.
— Ég hef þekkt mömmu þína
frá því að hún var komung,'
blessað barn. Og hún var falleg
stúlka, það var hún. Ekki eins
falleg og þú, en hún var dálítið
sérstæð: Hún fékk mjög strangt
uppeldi, afar strangt. Láttu þér
ekki detta annaðrí hug. Og hún
hélt piltunum í fjarlægð. Ég
fylgdist dálítið með henni, og
hún fékk þá alltaf til að skilja
við sig á horninu á Wardle
Stræti, og svo gekk hún ein síð-
asta spölinn — ef sá gamli væri
að njósna um hana. Mamma
mín sagði alltaf, að það myndi
enda með þvi að hún fengi eng-
an, svona mannvönd eins og hún
er — og eins og hún eyðir miklu
í föt. Mamma þín vann hjá
Marks & Spencer um þessar
mundir.
Lucy nuddaði á sér nefið með
handarbakinu. — En svo flutti
ég út í Liskeard og ég sá hana
ekki nema endrum bg eins. Ég
vissi vel að hún hafði gifzt föð-
ur þínum og ég hafði líka séð
þig þegar þú varst lítil hnáta,
eins eða tveggja ára. En ég hafði
lítið samband við hana fyrr en
á stríðsárunum. Þá var hún flutt
í húsið, sem stóð við hliðina á
húsinu sem ég bjó í. Faðir þinn
var í flotanum. Hún kom með
þig til Sangerford og þú hefur
verið svo sem fjögurra ára. Og
indæl varstu, það má nú segja.
FÍFA auglýsir
Þar sem verzlunin hættir1 verða allar vör
ur seldar með 10% — 50% afslætti.
Verzlunin FÍFA
Laugavegi 99.
(inngangur frá Snorrabraut).
Látið ekki skemmdar kartöflnr koma yður
í vont skap. Xoeið COLMANS-kartöflnduft
SKOTTA
— Á vorin er dásamlegt að iiía segja skaldm. Eki ég segi að þá
fyrst fái strákarnir bíladellu svo um munar!
Finangrunargler
Húseiyendui — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara.
Sjáum um isetningu og allskonar breytittgar ð
?luggum Útvegum tvöfalt gler í lausafö? o? sjá-
um um máltöku,
Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með
baulrevndu gúmmiefni
Gerið svo vel og leitið tilboða.
SÍMl 5 11 39.
NÝKOMIÐ
Peysur, úlpur og terylenebuxur.
Ó. L. Laugavegi 71
Símj 20141.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun; bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur
• Límum á bremsuborða
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
/