Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.12.1967, Síða 1
Laugardagur 2. desember 1967 — 32. árgangur— 274. tölublað. I SOSIALISTA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR ☆ N.k. þriðjudag, 5. desember, verður haldinn fundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Aðalmál á dagskránni verður: Viðhorf í efnahagsmálum. frummælandi Lúðvík Jósepsson alþingismaður. ☆ Fleira verður rætt á þessum fundi, sem nánar verður getið í næstu blöðum. Stal bankabók og tók út 125 þúsund krónur • 1 fyrrakvöld kæröi kona nokkur til lögreglunnar yf- ir því að stolið hefði verið frá henni bankabók með 203 þúsund króna inn- staeðu. Konan hafði upp- götvað hvarf bankabókar- innar þá um daginn og snúið sér til þankans og kom þá í ljós, að 23. nóv. höfðu verið teknar út úr bókinni 125 þúsund krónur. • Grunur beindist fljótlega að pilti nokkrum rúmlega tvítugum, er komið hafði í heimsókn til konunnar sama dag og tekið var út úr bókinni í bankanum. Var pilturinn handtekinn í fyrrakvöld og játaöi hann að hafa stolið bók- inni og tekið út úr henni í bankanum. Fundust í fórum hans 16 þúsund kr. er hann átti eftir óeyddar en fyrir hina peningana hafði hann keypt sér bíl, fatnað o.fl. Piltur þessi hefur áður komið við lögregluna viðriðinn þjófn- að o.fl. SkorinorS og einlœg fullveldisrœSa: Hvenær fer hinn erlendi herafli brott af landinu? Ida Ingólfsdóttir. Margir árekstrar Mikil hálka var á götunum hér í Réykjavík og nágrannabæj- unum í gaer og árekstrar tíðir. Frá kl. 12 á hádegi til kvölds í gær voru skráðir yf ir 30 árekstr- ar hjá lögreglunni í Reykjavík, en engin slys urðu á mönnum í þeim. I Kópavogi urðu fjórir árekstr- ar sem þykir mikið þar. I eitt skiptið ók vörubíll á rafmagns- staur við Lyngbrekku og brotn- aði staurinn við áreksturinn og olli það smá rafmagnstruflunum. □ Á þessum degi heimtum við fyrst og fremsí skýr svör við þeirri spurningu hvenær hinn erlendi herafli hverfi af landi brott. Fáist ekki skýr og undanbragðalaus svör við því held ég að okkur væri sæmst að reyna að gleyma bæði fyrsta des- ember og 17. júní, því þá er það sýnilega 10. maí sem telst vera örlagadagur íslenzku þjóðarinnar. Þannig mælti Sigurður A. Magnússun í ræðu sinni „ísland á alþjóðavettvangi" á fullveldis- hátið stúdenta í hátíðasal Há- skóla Islands í gær, 1- desem- ber. Var ræða Sigurðar í heild mjög skorinorð og deildi hann hart á afstöðu íslenzkra stjórnar- valda í sjálfstæðismálum Islend- inga, undirlægjuhátt þeirra og spillingu. Jafnframt kom fram í ræðu hans nokkur sjálfsgagn- rýni. er hann lýsti því að hann hefði i unphafi verið fylgjandi aðild Islands að Atlanzhafs- bandalaginu en illilega látið blekkjast ásamt fleirum sama sinnis. Breytt staða Is- lands í heiminum í upphafi máls síns talaði Sig- urður um hina breyttu stöðu Is- lands í heiminum, vitnaði m.a. í enska skáldið W. Auden sem sá ísland í hillingum sem friðsæla og einangraða ævintýraeyju langt úti í hafi; hann vitnaði í ný- gerða kvikmynd Reynis Oddsson- ar um hemámsárin á fslandi, þar 'sem breytingin kæmi skýrt fram, og minnti á fyrstu alvar- legu áminningu til fslendinga um að þeir væri ekki lengur ein- öngruð eyþjóð: málaleitan Þjóð- verja um að þýzka flugfélagiö Lufthansa fengi aðstöðu og hvernig neitun fslendinga við þeirri málaleitan hefði vakið að- dáun um allan hem. Síðan vék hann að heimsstyrj- öldinni síðari, hernámi landsins og því hvernig fslendingar hefðu samt í lok styrjaldar verið nrðn- ir fullvalda og sjálfstæð bjóð á alþjóðavettvangi. Minnti síðan á afdrifaríka málaleitan Banda- rikjamanna er þeir föluðu af- not landsins til 99 ára þrátt fyr- ir skýlaus ákvæði í sáttmálanum sem við þau var gerður við her- námið 1941, þess efnis, að þeir yrðu á brott af íslandi með all- an herafla sinn strax að ófriði loknum- Óskir um 99 ára samn- inginn báru Bandaríkjamenn Miðstjórnarfundur Alþýiu- bandaíagsins hefst í dag □ Um 70 manns víðsvegar að af landinu munu sitja fund miðstjórnar Alþýðubandalagsins hér í Reykjavík nú um helgina. Fundurinn verður settur kl. 2 síðdegis í dag. laugardag, af formanni Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarssyni, sem einnig hefur framsögu um aðai- dagskrármálið á fundinum í dag: stjórnmálaviðhorfið. Á morgun, sunnudag, verður miðstjórnarfundinum haldið á- fram kl. 1,30 sd. í fundarsal Torsten Nilson heim frá Moskvu MOSKVU 1/12 — Sovétríkin og Svíþjóð skoruðu í dag sameig- inlega á Bandaríkin að hætta loftárásum á N-Vietnam. Þessi áskorun er sett fram i sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út í Moskvu í dag er fimm daga opinfoerri heimsókn sænska utanríkisráðherrans Tor- stens Nilsons lauk. Domus Medica við Egilsgötu, og er gert ráð fyrir að fundi ljúki um kvöldið. Auk umræðna um stjórnmáila- viðhorfið verður fjallað um skipulagsmál Alþýðubandalags- ins á fundinum og hefur Lúð- vík Jósepsson, varaformaður AI- þýðubandalagsins, framsögu. Þá verða og rædd önhur mál, sem upp kunna að verða borin. Sigurður A. Magnússon fram 1. október 1945 og átti hann að taka til þriggja hernaðarlegra mikilvægra staða, Keflavíkur, Hvalfjarðar og Reykjavíkur. Ræður Gunnars Th. og Sigurðar B. Rakti Sigurður síðan hvernig og á hvaða forsendum þessum óskum Bandaríkjamanna hefði verið hafnað og vitnaði m.a. í fullveldisdagsræður Gunnars Thoroddsens 1- des 1945 og Sig- urður Bjarnason 1. des. 1946, þar sem alvarlega var varað við þeim hættum er af slíkri her- vernd stafaði fyrir sjálfsforræði, þjóðemi, tungu, siðferðisþrek, hugsunarhátt og álit þjóðarinnar út á við. Einnig vitnaði Sigurð- ur í þingræðu Gunnars Thorodd- sens þegar Keflavíkursamningur- inn var gerður um afnotarétt Bandaríkjamanna af Keflavíkur- flugvelli til 6*A árs, er hann sagði um herstöðvarmálaleitun- ina að til lítils hefði þá verið skilnaðurinn við Dani og stofnun lýðveldsins skömmu síðar, hefði átt að gera slika skerðingu á sjálfstæði okkar, og lýsti því yf- ir að þær raddir sem vildu her- stöðvar hefðu verið kveðnar nið- ur í eitt skipti fyrir öll og mál- staður þjóðarinnar sigrað. Kvaðst Sigurður rifja upp þessar um- sagnir til að leiða í Ijós bjart- sýnina og sjálfstraustið sem ís- lendingar áttu í frumbemsku lýðveldisins og svo vegna hins, að orð Gunnars voru næsta ®pá- mannlega mælt er hann varaði við hættunum og lýsti afleiðing- unum, yrði herstöðvarsamningur- inn gerður. Keflavíkursamn- ingurinn 1946 Síðan lýsti hann hvernig Kefla- víkursamningurinn 1946 varð mesta hitamál íslenzkra stjóm- mála á fyrstu árum lýðveldisins og þeirri sálsýki, er einkennt hefði skrif ísl. dagblaða um sam- skipti íslands og Bandaríkjanna, ofsanum sem greip um sig þeg- ar minnzt var á jafnsjál-fsagðan j hlut og íslenzka reisn og sjáífs- j virðingu. Hann minnti á aðkast það er Sigurbjörn Einarsson þá dósent hefði orðið fyrir eftir full- veldisræðu sína 1948 og hefði hann þó sízt tekið dýpra í ár- inni en Gunnar Thoroddsen við sama tækifæri þrem árum fyrr. Hvað hafði þá gerzt? spurði Sigurður og kvað það verða eitt af eggjandi verkefnum sagn- fræðinga í framtíðinni að ráða þá snöggu og róttæku hugarfars- breytingu sem átt hefði sér stað meðal ráðamanna bjóðarinnar á árunum 1945 til 1951. Framhald á 3. síðu. Margrét Margeirsdóttir. AlþýðubandalagiÓ í Reykjavík Umræðufundur verður um æskulýðsmál n.k. mánudag kl. 20.30 í Lindarbæ uppi. Rætt verður meðal annars um eftir- talin atriði: Hvað er æskulýðsstarfsemi? Jafnrétti konunnar og móður- hlutverk hennar. Samband kynslóðanna. Menntunaraðstaða unglinga. Uppeldisáhrif verzlunarstéttar- innar- Meðal þátttakenda verða: Jónas Ámason, Sigurjón Björnsson, Margrét Margeirsdóttir og ída Ingólfsdóttir- Umræðustjóri verður Ólafur Einarsson. Fundurinn er öllum opinn, en sérstaklega eru unglingar og mæður boðin velkomin. Rafmagnslaust í gærmorgun i miðborginni og í Kópavogi ☆ Kl. 8.55 í gærmorgun bilaði háspennustrengur er iigg- ur milli Grettisgötu og Bókhlöðustígs og fór við það rafmagn af 6 spennistöðvum, þar af þremur í miðbæn- um. Viðgerðin tók röska tvo tíma og var komið raf- magn aftur á síðasta hverfið kl. 11.35. ☆ Um svipað leyti í gærmorgun fór rafmagn af nokki-um hluta Kópavogs, Bröttubrekku, Lyngbrekku, Auðbrekku og nágrenni. Þar hafði skurðgrafa rofið háspennustreng rétt við spennistöðina og við það sprungu háspennu- öryggi í stöðinni. Tók viðgerð við þessa bilun nokkuð á annan klukkutíma. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B. Munum leitu nýrru ráSu í buráttunni Kristján Thorlacius 1 gærdag átti Þjóðviljinn viðtal við Kristján Thorlacius, formann B.S.R.B., um úrskurð Kjaradóms varðandi kjör op- inberra starfsmanna ríkis og bæja. — Hvernig lízt yður á þennan úrskurð, Kristján? — Hér er ekki um neina lausn að ræða varðandi kjör ppinberra starfsmanna af þeirri einföldu ástæðu, að launin standa í stað og eru óbreytt frá því sem þau voru- Það tekur varla að ræða hin- ar óverulegu breytingar á á- kvæðum um vinnutíma fyrir einstaka starfshópa innan samtakanna. — Hvernig viljið þér svara þessum úrskurði Kjaradóms? — Enginn vafi er á því, að opinberir starfmenn geta ekki lengur sætt sig við svona úr- skurði. Stefna ber að því að afnema svona dóma og ná fullum samningsrétti fyrir samtökin. Nú verðum við að hella okkur af fullum krafti út í baráttu, — ekkert nema baráttu, og með ótvíræðri samstöðu verðum við að knýja fram réttmæti krafna okkar. Ríkisvaldið hefur ekki teflt drengilega við starfsmenn sína að undanfömu. Barátt- una verður þessvegna að herða. Þannig verðum við að leita nýrra ráða í baráttunni — verkfallsréttinn verðum við að fá. Hitt er nú brýnni höfuð- nauðsyn en áður að efla sam- stöðu heildarlaunþegasamtaka landsins. Þar á ég við Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband Islands. Gagnkvæmur skilningur milli forystumanna þessara sam- taka eflir hag þess launafólks, er við höfum verið kjömir til að starfa fyrir. — g.m.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.