Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. desember 1967.
Hlutafjárútboð
S T Á L V í K H.F. hefur ákveðið að auka
hlutafé sitt.
Lysthafendur geri svo vel að hafa sam-
band við skrifstofu félagsins í síma 51900
og 51619.
Aðventukvöld
Það er nú orðinn fastur liður hjá Bræðrafélagi
Bústaðasóknar að gangast fyrir kvöldskemmtun
fyrsta sunnudag í aðventu.
Aðventusamkoman verður í Réttarholtsskóla
sunnudaginn 3. desember kl. 8.30 e.h.
Aðalræðumaður kvöldsins verður séra Jón Thor-
arensen.
Kirkjukór Bústaðasóknar syngur sálmalög eftir
E. Grieg, F. Schubert, Bortriansky, Gísla Pálsson
og fleiri.
Jón G. Þórarinsson leikur verk eftir Bach og
Max Reger, á orgel.
Formaðúr Bræðrafélags Bústaðasóknar, Hermann
Ragnar Stefánsson flytur stutt ávarp.
Kern Wisman, amerískur skiptinemi, sem dvelur
í sókninni þetta árið, segir frá undirbúningi jóla
og jóiahaldi heima. Hann talar íslenzku.
Sóknarpresturinn, séra Ólafur Skúlason hefur
helgistund, sem lýkur með því að jólaljósið verð-
ur tendrað. — Almennur sálmasöngur.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Hermann Ragnar Stefánsson.
Pilkington
postu/íns- veggflísar
Ávallt í miklu úrvali.
Litaver sf.
Grensásvegi 22 — 24. — Símar 30280 og 32262.
Verz/unarfó/k
Nú gefst yður kærkomið tækifæri að auka þekk-
ingu yðaf og fæmi i starfinu:
Nýjar námsgreinar við Bréfaskóla SÍS og ASÍ:
Almenn búðarstörf ________ Námsgjald kr. 400,00
Kjörbúðin ................ Námsgjald kr. 300,00
Bréfaskóli SÍS og ASÍ.
ISLENDINGAR OG HAFIÐ
Ákveðið hefur verið að efna til
SAM-
KEPPNI
um bugmynd að merki sýningarinnar „íslendingar
og hafið“, sem fjalla mun um sjávarútveg og sigl-
ingar íslendinga og haldin verður í Sýningarhöll-
inni í Laugardal á vori komanda. Merkið er ætl-
að sem tákn sýningarinnar og þarf að vera hægt
að gera prjónmerki eftir því. Nafn sýningarinnar
— Islendingar og hafið — skal fellt inn í merkið.
Hugmyndir, sem sé um það bil 20x30 sentimetrar
á stærð, sendist undir dulnefni til
Skrifstofu Sjómannadagsráðs
Hrafnistu,
Reykjavík.
eigi síðar en 10. janúar 1968.
Hverri hugmynd fylgi nafn höfundar í lokuðu um-
slagi. sem merkt sé á sama hátt og tillagan.
Veitt verða ein verðlaun, kr. 15.000, fyrir þá hug-
mynd, sem verðlaun hlýtur eftir úrskurði dóm-
nefndar, en hana skipa þrír menn, þar af einn frá
Félagi íslenzkra teiknara, og verður samkennninni
hagað í samræmi við keppnisreglur þess félags.
1. desember 1967.
Framkvæmdastjórn sýningarinnar.
Þórarinn Jónsson
Fæddur 9. júní 1948 — Dáinn 28. október 1967
Dagblöðin að heiman fluttu
mér fregnina um, að Þórarinn
Jónsson væri látinn. Ég gat
ekki fylgt honum til grafar né
vottað foreldrum hans samúð
mína, og því kýs ég að minn-
ast hans á þennan hátt.
Ég sá þennan unga mann í
fyrsta skipti, þegar hann inn-
ritaðist í Menntaskólann í
Reykjavík fyrir þremur árum,
lítill, grannvaxinn, laglegur og
geðþekkur í framkomu. Þægi-
legt viðmót hans bar vott um
gott uppeldi góðra foreldra,
glaðvær og áhyggjulaus æsku-
ár á góðu heimili, enda reynd-
ist hann hinn ágætasti nemandi
og skólafélagi. Síðastliðinn vet-
ur veiktist hann, og okkur varð€>
fljótlega ljóst, að alvarlegur'
sjúkdómur hafði heltekið hann.
Við vonuðumst öll, að örar
framfarir læknavísindanna yrðu
á undan vágestinum, en sú von
brást. Engin orð fá lýst þeirri
raun, sem það var kennurum
hans og okkur öllum að bíða
með honum og vita, að honum
var sjálfum ljóst, að hverju
stefndi.
Ég hafði lítillega kynnzt hon-
um, eftir að hann veiktist,
vegna þess að hann gat ekki
tekið próf sín á réttum tíma.
Ég talaði seinast við hann nú
í haust. Ég var á förum utan,
og við vissum bæði, að við
mundum ekki sjást aftur. Á
bak við broslegt spjall okkar
Endurminningar
um LENÍN
Höfundar:
Anna Úljanóva — Jelizarova.
Nadesda Krúpskaja — Maxim Gorkí.
☆ ☆☆☆☆☆
Halldór Stefánsson íslenzkaði.
☆ ☆☆☆☆☆
Bókin er gefin út að tilefni 50 ára afmælis byltingarinnar í Rússlandi.
Meginuppistaða hennar eru valdir kaflar úr hinu sígilda riti um Lenin
eftir Krúpskaju, konu hans og samstarfsmann, og eru þar raktir ýmsir
mikilvægustu atburðir úr stjómmálasögu hans, en um bemskuár Leníns
og lífsferil fram að því er Krúpskaja kynnist honum er farið eftir end-
urminningum Önnu systur hans. Og loks er tekin upp í bókina hin al-
kunna grein sem Gorkí ritaði að Lenín látnum.
Verð ib kr. 320,00 (án söluskatts).
HEIMSKRINGLA
johSo! Misgjörö ir
skáidsoga feðranna
^É^^^^Gísli Jónsson.fyrrverandi alþingismaður.kveður sér hljóðs sem
skáldsagnahöfundur með bók þessariiEn áður er hann þólöngu
þjóðkunbur af ritstörfum fyrir' ferðaþættina í „Frekjnnnl",
sem kom út 1941, og hina áhrifamiklu og sérstæðu' frásögn „Frá foreldrum
mínum“ sem kom út haustið 1966. Einnig hafa birzt eftir Gísla Jónsson
Ijóð og ritgerðir í ýmsum blöðum og tímaritum. I skáld-
sögunni MISGJÖRÐIR FEÐRANNArekur hofúndur örlaga
ríka íslenzka ættarsögu, — harmsögu, sem nær .út yfir
iandamæri lífs og dauða. ©auglýsingastofan
SETBERG
jðJson Misgjörðir
feðranna Skáldsaga
< 'W
Seiberg
var þögull og gagnkvæmur
skilningur, gagnkvæm samúð,
sem er svo fátíð milli tveggja
vandalausra manneskja í misk-
unnarlausum heimi. Fyrir þessi
augnablik er ég þakklát, þetta
var góð stund og falleg.
Það er einlæg von mín, að
foreldrar Þórarins, frú Gunn-
laug Hannesdóttir og Jón Þór-
arinsson, svo og aðrir ættingj-
ar hans og vinir, beri sorg sína
með þeim styrk, sem þeir
veittu honum í veikindum hans.
Það má vera þeim huggun, að
hér lauk lífi, sem aldrei hafði
verið nema til góðs eins-
Edinborg, 29. nóvember 1967
Guðrún Helgadóttir.
Skattar í
Danmörku
KHÖFN 1/12 — Ætlunin er að
minnka hlut óbeinna skatta í
dönsku ríkistekjunum, en auka
hlut beinu skattanna. Þetta
verður ljóst af fjárlagafrumvarpi
stjórnarinnar sem lagt var fram
á þjóðþinginu í gær.
Samkvæmt því á hlutfallstala
tekjuskattsins af heildartekjum
ríkisins að hækka úr 34,9 prósént
í ár í 37,5 prósent næsta fjár-
hagsár, en hlutur neyzluskattanna
að lækka úr 59,6 prós. í 57,2.
Tekju- og eignarskattur mun
hækka um meira en fjórðung,
eða um 1,8 miljarð d. kr. Tollar
og neyzluskattar hækka um 1,4
miljarð króna eða um 23,8 pró-
sent.
Síðan 1952 hafa skattatekjur
danska ríkisins sexfaldazt að
krónutölu, en hlutfall skattanna
af tekjum skattgreiðenda hefur
einnig hækkað mjög eða úr 24
prósentum 1952 í 40 á næstá ári.
Viðtðlsbók
effiir Stefán
fréttamann
Ægisútgáfan hefur gefið útbók
eftir Stefán Jónsson fréttamann
sem nefnist „Líklega verður róið
í dag“ og ber undirtitilinn
„rabbað við skemmtilegt fólk“,
Þetta eru viðtalsþættir, upp-
runalega teknir upp fyrir útvarp,
en sem Stefán Jónsson hefur síð-
ar hagrætt þeim og breytt. til
prentunar.
Meðal þessa skemmtilega fólks
sem lesanda er lofað eru þau
Steinþór Þórðarson á Hala,
Höskuldur Eyjólfsson á Hofsstöð-
um, Jóhannes í Vallholti, Marka-
Leifi, Runólfur Pétursson, Rakél
Bessadóttir galdramanns. Og
annað merkisfólk. Þættir Stefáás
hafa eins og kunnugt er veríð
eitt vinsælasta efni útvarpsihs. *
Bókin er 187 bls. pren'tuð 1 í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
Friðrik teflir
f jöitefli í dag
f dag kl. 2 e.h. teflir Friðrik
Ólafsson stórmeistari fjöltefli í
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi.
Er það Skáksamband íslands
sem fyrir þessu gengst og er
ætlunin að síðar tefli Friðrik- og
fleiri góðir skákmenn fjoltéfli
hjá skákfélögunum í Hafnarfirði,
Akranesi, Keflavík, Selfossi og
viðar og eru fjöltefli þessi eink-
um ætluð unglingum.
Kaupið
Minningakort
Slysavarnafélags
íslands.