Þjóðviljinn - 03.12.1967, Blaðsíða 9
Hvers vegna lækkar gengið?
Framhald af 3. síðu-
að innlima okkur í stærri heild.
Það væri þungur áfellisdómur
um íslenzk stjórnmál ef sú
ráðagerð tækist.
Hlutverk alþýðu-
samtakanna
En ráðagerðin tekst ef menn
láta ekki þessa nýjustu koll-
steypu verða sér áminningu
og tilefni til endurmats. Og
það endurmat þarf einrig að
ná til verklýðshreyfingarinnar.
Þeirri kenningu hefur á undan-
förnum árum verið otað óspart
að'vérklýðshreyfingunni að hún
eigi ekki að hafa nein afskípti
af stjórnmálum, hún eigi að
vérá hlutláus aðili, tengd nk-
isváldinu hverju sinni, eins-
kónár skriffinnskustofnun og
innheímtufyrirtæki sem sækir
krónur og aura þegar fjármun-
if liggja á lausu en felli inn-
heimtu niður af þegnskap ef
atvinnuvegirnir eiga í svoköll-
uðum örðugleikum. En verk-
lýðssamtökunum var ætlað allt
annað hlutskipti þegar þau
voru stofnuð fyrir hálfri öld,
og þau hafa haft miklu stærri
markmið þegar þeim hefur orð-
ið mest ágengt. Alþýðusamband
fslands var stofnað til þess að
breyta þjóðfélaginu, til þess að
leiða til sigurs þau félagslegu
markmið sem ég hef hér vik-
ið að, og þeim tilgangi mega
verklýðssamtökin aldrei gleyma.
Það ,er; sagt> að með gengisfell-
ingu og afnámi vísitölubóta sé
ríkisstjórnin að kalla yfir sig
ný og stórfelld átök á vinnu-
markaðnum, og það mat er tví-
mælalaust rétt. En þau átök
verða að hafa annan pg meiri
tilgang en þann einn að end-
urheimta krónur og aura; það
er brýnasta hagsmunamál verk-
lýðshreyfingarinnar að afnema
það *?tker®‘.senr leiðir öryggis-
leysi og sífelldar kollsteypur
yfir launafólk — að öðrum
kosti jafngildir kaupgjaldsbar-
áttan þeirri iðju að moka í sí-
fellu sama sandinum í botn-
lausa tunnu. Og vel mætti verk-
lýðshreyfingin hugleiða það
einmitt nú, að hún er mikið
þjóðfélagsafl hér á íslandi; en
hver yrði máttur hennar ef
búið væri að gera fsland að út-
skækilshreppi í þeirri stóru
heild sem ráðherrar og sér-
fræðingar tala um? íslenzk
verklýðshreyfing hefur í fullu
tré við íslenzka atvinnurekend-
ur og íslenzk stjórnarvöld, ef
hún kýs að beita afli sínu; en
hver yrði máttur hennar í á-
tökum við erlend auðfélög sem
ekki eru í neinum órjúfandi
örlagatengslum við íbúa þessa
lands? — Með þessum orðum
er ég ekki að leggja til að verk-
lýðshreyfingin ánetjist ein-
hverjum stjórnmálaflokki eða
stjórnmálaflokkum, heldur að
hún hefji sjálf til öndvegis í
starfi sínu og baráttu þau fé-
lagslegu sjónarmið sem voru
sjálfur tilgangurinn með stofn-
un Alþýðusambands íslands.
Alþingi þjóðar-
innar sjálfrar
Vantraust það sem hér er
flutt stafar ekki eingöngu af
gengislækkun, ráni á vísitölu-
uppbótum, snarhækkun á hvers-
dagslegustu lífsnauðsynjum og
öðrum þeim árásum sem öll-
um eru í fersku minni. Megin-
ástæðan er ágreiningur um
grundvallaratriði sem skera úr
um þróun atvinnumála og
raunar um framtíð fslands sem
sjálfstæðrar efnahagslegrar
heildar. Ég veit fullvel ekki
síður en aðrir hvernig atkvæði
falla um vantrauststillöguna,
hún verður felld af sameinuðu
stjómarliði gegn sameinuðum
stjórnarandstæðingum — ég
geri mér ekki vonir um hug-
hvörf hjá einum einasta manni
innan veggja þessa húss. En
það sem máli skiptir er hver
viðbrögðin verða utan þessar-
ar stofnunar, hjá alþingi þjóð-
arinnar sjálfrar. Það heíur
sjaldan verið ríkari ástæða til
þess en nú að menn staldri við
og hugleiði staðreyndirnar um
niðurlægingu landsstjórnarinn-
ar á mestu árgæzkutímum sem
við höfum notið, að menn end-
urmeti gömul og úrelt viðhorf
og eigi djörfung til að breyta
í samræmi við nýja tíma og
nýjan skilning. Það hefur
sjaldan verið brýnna en nú
að menn láti sér ekki nægja
að mögla hver í sínu horni,
heldur beiti þeim baráttutækj-
um sem tiltæk eru til þess að
knýja fram óhj ákvæmilegar
breytingar á stjórnarstefnunni.
Um leið og stefna stjórnleys-
is og síendurtekinna gengis-
lækkana hefur verið felld af
þjóðinni sjálfri, munu finnast
leiðir til þess að koma þeim
vilja gegnum hina bergmáls-
lausu múra Alþingishússins. Þá
en fyrr ekki verður vantraust
á viðreisnarstefnuna samþykkt
— einnig í þessum sal.
(Ræða Magnúsar Kjartans-
sonar við vantraustsumræð-
urnar á þingi s.l. þriðju-
dag).
Fiskeldi
Framhald af 7. síðu.
og ríkisstjórn að fylgja fast
fram tillögum þessum óbreytt-
um frá flutningsmönnum.
Fundurinn þakkaði flutnings-
mönnum þessara tillagna fram-
sýni og góðan stuðning við þessi
hagsmunamál þjóðarinnar, en
flutningsmennirnir að fyrri til-
lögunni voru þeir Björn Jóns-
son og Jónas G. Rafnar, og að
þeirri síðarnefndu Jónas G.
Rafnar, Karl Kristjánsson,
Gísli Guðmundsson, Ingvar
Gíslason og Bjöm Jónsson.
Um nefndarskipan land-
búnaðarráðherra
Fagnað var þeirri ákvörðun
landbúnaðarráðherra að skipá
9 manna nefnd til að endur-
skoða lögin um lax- og sil-
ungsveiði og gera tillögur um
breytingar á þeirri löggjöf og
samningu nýrrar löggjafar um
fiskræktunarmálin sé-rstaklega,
klak, eldi, ræktun og kynbæt-
ur laxfiskastofna í landinu.
Vænti fundurinn þess að lögð
verði áherzla á það að nefnd
þessi hraði störfum og að
henni takist að móta löggjöf
á þessu sviði, er sé í samræmi
við öra þróun þéssara mála
hjá öllum menningarþjóðum,
ekki hvað sízt nágrannaþjóð-
um okkar á Norðurlöndum, og
löggjöf, sem jafnframt tryggi
góðan framgang mála þessara
hjá þjóð vorri í þá átt, að
fiskræktunarmálin fá í fram-
tíðinni að njíota sín með þjóð-
arheill og þjóðarverðmæta-
sköpun fyrir augun.
Sérfræðingur til leið-
beininga
Vakin var athygli á nauðsyn
þess að fram fari skipuleg
könnun á aðstöðu til fiskeldis
og fiskræktar um land allt,
sem geti orðið til leiðbeiningar
við áætlanir um framkvæmdir
á þessu sviði.
í þessu skyni fól aðalfundur-
inn stjóm félagsins að athuga
hvort fá megi hingað til lands
erlendan sérfræðing sem ásamt
innlendum aðilum leggi grund-
völl að slíkri úttekt á aðstöðu
til fiskeldis og fiskræktar.
★
Félagið hefur gefið út Ár-
bók og er hægt að fá hana hjá
formanni félagsins og kostar
hún kr. 100,00.
Á fundinum hélt Jakob V.
Hafstein lögfræðingur fróðlegt
erindi um klak- og eldisstöð
Húsavíkur.
Stjórn félagsins var öll end-
urkjörin, en í henni eiga sæti:
Bragi Eiríksson, formaður,
Steingr. Hermannsson, vara-
formaður, Jón Sveinsson, gjald-
keri, Gísli Indriðason, ritari
og dr. Bjöm Jólhannesson.
<gntinental
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar íull-
komnu sjálívirku neglingarvél,
veita íyllsta öryggi í snjó' ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL' hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
Sunnudagur 3. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 0
VAUXHALL
BEÐFORD
UMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900
Sigurjón Bjömsson
sálfræðingur
Viðtöl skv umtali.
Símatími virka daga kl.
9—10 f.h
Dragavegi 7
Sími 81964
ÖNNUMST ALLfl
HJÖLBflROflÞJÓNUSTU,
FLJÖTT OG VEL,
MEO NÝTÍZKU TÆKJUM
W" NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.50-24.00
HJÓLBARÐflVIÐGERÐ KÓPflVDGS
Kársnesbraut 1 - Sími 40093
ÓSKATÆKI
Fjölskyldunnar
Samhyggt
útvarp-sjónvarp
GRAND FESTIVAL
23” eða 25"
KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR
• Með innbyggðri skúffu
fyrir piötuspilara
• Plötugeymsla
• Ákaflega vandað verk, — byggt
með langa notkun fyrir augum.
• Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum,
þar á meðal FM og bátabylgju.
• Allir stillár fyrir útvarp og
sjónvarp í Iæstri veitihurð
• ATHUGIÐ, með einu handtaki
má kippa verkinu innan úr
tækinu og senda á viðkomandi
verkstæði — ekkert hnjask með
kassann, lengri og betri ending.
ÁRS ÁBYRGÐ
Fást víSa um land.
ASalumboð:
EINAR FARESTVEIT & CO
Vesturgötu 2.
INNHEIMTA
> LÖGFKÆQl&TÖHr
Sængurfatnaður
— Hvttur ob mlslltur -
★
1$:íIáfþóz óumNmo^
nlávahlíð 48. Siml 23970
ÆiÐARDUNSSÆNGUB
GÆS ADÚNSSÆN GUB
DRALONSÆNGUB
*
BRlDG ESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannargæðin.
BRIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRI DGESTON E
ávallf fyrirliggiandi.
GÖÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17-9-84
Augíýsið í
ÞJÓÐVILJANUM
SÆNGURVEB
LÖK
KODDAVEB
búði*
Skólavörðustlg 21.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
RAFLAGNIR
■ Nýlagnir.
■ Viðgerðir.
■ Sími 41871.
ÞORVALDUR
HAFBERG
rafvirkjameistari.
Smurt brauð
Snittur
— við Oðinstorg
Síml 20-4-90.
S Æ N G U R
Endurnýjum gomlu sæng.
urnar. eigum dún- og fið-
urheld vet og gæsadúns-
sængur og kodda af ýms-
um stærðum
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3. Simi 18740.
(örfá skref frá Laugavegi)
HÖGNl JÓNSSON
tiögfræðl- og fasteignastofa
Bergstaðastrætl 4.
SimJ 13036.
Heima 17739.
Allt til
RAFLAGNA
■ Kafmagnsvorur.
■ Heimilistæki.
■ Útvarps- og sjón-
varpstækl
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðuriandsbraut 12
Sími 81670.
NÆG BtLASTÆÐl.
<*
Laugavegi 38
Skólavörðustíg 13
Við getum boðið viðskipta-
vinum okkar úrval af
vönduðum barnafatnaði
V ☆ ☆
Uaglega kemur eitthvað
nýtt.
☆ ☆ ☆
Oog eins og jafnan áður
póstsendum við um
allt land.
iVB frezt -sKfaa