Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 5. desember 1967 — 32. árgangur
Gerið skil í
Happdrætti
Þjóðviljans.
Dregið verður
eftir 18 daga
Einróma samþykkt miðstjórnarfundar Alþýðubandalagsins:
Alþýðubandalagið verði gert að
formlegum sósíalískum flokki
□ Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins sem
haldinn var laugardag og sunnudag var samþykkt
tillaga þar sem segir m.a.:
□ „Miðstjórnin telur að reynslan hafí sýnt, að
óhjákvæmilegt sé að hefja nú þegar undirbúning
að því að gera Alþýðubandalagið að formlegum
sósíalískum stjórnmálaflokki, er ekkí heimili með-
limum sínum þátttöku í öðrum stjómmálaflokk-
um eða samtökum sem telja má flokkspólitísk“.
□ í þessu skyni voru kosnar skipulags- og laga-
nefnd og stefnuskrámefnd sem eiga að undirbúa
þau mál til umræðu innan Alþýðubandalagsins og
til endanlegrar ákvörðunar á landsfundi næsta ár.
Einnig var á fundinum kosin framkvæmdastjórn^
Alþýðubandalagsins til eins árs.
Tillagan uim skipulagsmálin
var í heild á þessa leið:
,,Miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins telur einsýnt, að á
þeim viðsjárverðu tímum, sem
framundan eru, verði að gera
etrangari kröfur en til þessa
um baráttuhæfni Alþýðu-
bandalagsins, eigi það að vera
fært um að veita þá forustu,
sem til verður að ætlast í
réttinda- og kjarabaráttu al-
þýðunnar og sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar.
Þess vegna telur miðstjóm-
in, að ekki megi lengur drag-
ast að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til að treysta starfs-
grundvöll Alþýðubandalagsins
til frambúðar.
Miðstjórnin telur, að reynsl-
an hafi sýnt að óhjákvæmi-
legt sé að hef ja nú þegar und-
irbúning að því að gera Al-
þýðubandalagið að formlegum
sósíalískum stjórnmálaflokki,
er ekki heimili meðlimum
sínum þátttöku I öðrum
stjórnmálaflokkum eða sam-
tökum, sem telja má flokks-
pólitísk.
í þessu skyni kjósi fundur
miðstjórnar tvær nefndir, 7
manna skipulags- og Iaga-
nefnd og 9 manna stefnu-
skrámefnd. Er lögð áherzla á,
að nefndirnar hraði störfum
og skili áliti til framkvæmda-
stjómar eigi síðar en fyrir
Framhald á 2. síðu.
Bazar - Bazar - Bazar - Bazar
Q Bazar verður í Tjamargötu 20 í dag, þriðju-
Q dag, kl. 2-5 síðdegis. — Margir fallegir, nyt-
Q samlegir og eigulegir mumir, heppilegir til
Q jólagjafa. — Kvenfélag sósíalista.
Frá miðstjórnárfimdi Alþýðubandalagsius um hielgina. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Útvegsbankinn lætur sig ekki í Eyjum
Átti ai gera
þar að
Sjö innbrot
um he/gina
Brotizt var inn á sex stöðum
um helgina, þar af tvisvar á
sama stað, en yfirleitt Jitlu stol-
ið, nokkram hundruðum króna
og matvælum.
Flest innbrotin voru framin
aðfaranótt sunnudagsins, þá var
brotizt inn í verzlunina Sild og
fisk við Hjarðarhaga, stolið það-
an 30-40 krónum í peningum,
sinnepi, fistobolludósum og súpu-
pökkum. Einnig var farið inn í
mjólkurbúð í sama húsi og stol-
ið 300-400 krónum auk nokkurra
gosdrykkjaflaska. Sömu nótt var
brotizt inn í Melabúðina og stol-
ið 2500 krónum og vindlingum
og í Smurstöðina Saetúni 4 og
stolið um 40 kr. í skiptimynt.
Þá var brotizt inn í Múlakaffi
bæði aðfaranótt sunnudagsins og
aðfaranótt mánudagsins og stol-
ið 5-800 kr. fyrri nóttina og 1500
kr. i síðara skiptið. Eftir hádegi
á sunnudag var svo brotizt inn f
Bananasöluna, en engu stolið
nema banönum sem étnir voru.
□ Allt situr við það sama í verkfalli Verkakvennafélags-
ins Sóknar í Vestmannaeyjum gegn fjórum frystihúsum í
Eyjum. Hefur enginn sáttafundur verið boðaður ennþá,
sagði Guðmunda Gunnarsdóttir, formaður Sóknar í við-
tali við Þjóðviljann í gærdag.
Síld barst hingað til Eyja á
laugardaginn og var ætlunin að
panna og frysta eitthvað af þess-
ari síld í stóru frystihúsunum.
Var farið fram á að láta karl-
mennina vinna störf verkakvenn-
anna, en enginn karlmaður fékkst
til þess að brjóta slíkt af sér
gagnvart okkur konunum, — er
verkfallið nú algjört hjá frysti-
húsunum, — nær ekkert síður
til karlmanna en kvenfólksins,
Sósíaiistafélagið rœðir
efnahagsmólin í kvöld
— og viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar
1 kvöld heldur Sósíalistafé-
lag Beykjavíkur félagsfund í
Tjamargötu 20. Helzta mál
fundarins er viðhorfið í efna-
hagsmáium og verður fram-
mælandi Lúðvík Jósepsson,
alþingismaður.
Reykvískra sósíalista bíður
nú ekki annað verkefni brýnna
en að hrinda þeirri órás sem
ríkisstjórnin hefur gert á lífs-
kjör adls almennings i land-
inu. Á fundinum í kvöld
verða þessi mál ítarlega skýrð
og rædd af þeim er gleggst
þekkja til. Auk Lúðvíks Jós-
epssonar mun Eðvarð Sigurðs-
son, allþingismaður ög formað-
ur Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, ræða þá hlið þessara
mála, sem að verkalýðshreyf-
ingunni snýr, en um fátt er
nú' meira talað en afstöðu og
aðgerðir þeirra samtaka. .Vísi-
töíugrundvöllinn hefur mjög
borið á góma í þessum um-
ræðum, en fjarri mun þvi
fara, að allir hafi lagt þau
mál niður fyrir sér eins ítar-
ega og vert væri. Hjaiti Krist-
geirsson, hagfræðingur, mun
ræða það mál á fundinum.
Félagsmenn í Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur eru hvattir
til að fjölmenna, mæta stund-
vísléga og sýna félagsskírteini
við innganginn. Fundurinn
hefst klukkan 8.30.
þó að karlmennirnir séu ekki í
verkfalli ennþá, sagði Guð-
munda.
Síldin er barst hingað á laug-
ardag var hinsvegar söltuð og
fryst hjá minniháttar fiskverkun
hér á staðnum.
Þannig beinist verkfallið ein-
göngu að þeim fjórum frysti-
húsum hér í Eyjum, sem ein-
skorða sig yið greiðslufyrir-
komulag, er Útvegsbankinn hér
heimtar að sé við líði til þess
að geta náð í sparifé fólksins.
Á laugardag birtu hinir fjór-
ir frystihúsaeigendur tilkynnipgu
í ríkisútvarpinu þess efnis, að
samskonar greiðslufyrirkomulag
sé við lýði annars staðar á land-
inu og tiltóku þar sérstaklega
SÍS og Samvinnubankann í
Reykjavík, sagði Guðmunda.
Hér er farið með rangt mál
af hálfu frystihúsaeigenda, þar
sem dæmið er tekið af mánað-
arkaupsfólki í Reykjavík og get-
ur viðkomandi mánaðarkaups-
maður ráðið því. hvort hann
fær kaupið greitt í peningum.
Við erum hins vegar rígbund-
in við Útvegsbankann og okkur
gert að skyldu að kaup okkar
renni annaðhvort inn á ávísana-
reikning eða sparisjóðsreikning
hiá hnnnm
Bráðabirgðasamkomulag okkar
um þetta greiðslufyrirkomulag
rann út 15. nóvember 1967 við
frystihúsin og vildum við ekki
endurnýja samninginn aftur. Við
öfluðum okkur verkfallsheimild-
ar á sínum tíma með tilliti til
þess að í odda skærist út af
þessu. Það gerði Verklýðsfélagið
hins vegar ekki og sögðust karl-
mennirnir ekki trúa því, að þess
þyrfti út af þessu formsatriði.
Verkamenn eru ekki síður óán-
ægðir yfir þessum hætti mála
en við verkakonurnar.
Forstöðumaður Sparisjóðs
Framhald á 2. síðu.
(sland-Búlgaría
Félagið Island-Búlgaría heldur
fund í kvöld, þriðjudag, kl. 8.30
í Hótél Sögu (hliðarsal við
Súlnasal). Fjölbreytt dagskrá, m,
a. ferðasögur, þjóðsögur og kvik-
myndasýning.
Fylkingin
N.k. fimmtudagskvöld kl. 9
flytur Brynjólfur Bjarnason er-
indi í Tjarnargötu 20 er nefnist:
Forsaga Kommúnistaflokks ís-
lands og starfsár hans. — ÆFR.
Tveir 14 ára unglingar aivar-
lega slasaðir eftir ákeyrslu
Alvarlegt umferðarslys varð í
Hvassaleiti á laugardagskvöld er
bíi var ekið af miklum hraða
aftan á tvo 14 ára unglinga, pilt
og stúlku, sem bæði slösuðust
mikið.
Slysið varð rétt fyrir kl. 9
um kvöldið og voru unglingam-
ir á leið vestur Hvassaleitið. Úr-
hellisrigning var þetta kvÖld og
mikið vatnsrensli og krapi við
götubrúnina, en gatan auð, og
býst lögreglan við að þau hafi
gengið eftir götunni, en málið
er ekki fullrannsakað. Bifreið-
in var einnig á vesturleið og
mun hafa ekið mjög hratt, og
varð áreksturinn svo harður að
annar unglinganna kastaðist upp
á húdd bifreiðarinnar og lenti
með höfuðið á framrúðunni. sem
brotnaði við höggið.
Pilturinn. Ingi Jón Hauksson,
Hvassaleiti 19, var fluttur beint
á Landakot. fótbrotinn og meidd-
ur á höfði, en stúlkan, Mjöll
Björgvinsdóttir, Miklubraut 16,
á slysavarðstofuna og lá þar
áfram til rannsóknar, og var
ekk; vitað nákvæmlega um
meiðsl hennar er blaðið talaði
við lögregluna í gær, en hún
hafði slasazt. á höfði.