Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1967, Blaðsíða 6
g SIÐA — ÞJÖÐVILJ'INN — Þriðjudagur 5. desember 1967. FRÓÐLEIKSÞÆTTIR OG SÖGUBROT Magnús Már Lárusson: FRÓÐLEIKSÞÆTTIR OG SÖGUBROT. Bókaútgáfan Skuggsjá. Alþýðuprentsmiðjan h.f. 1967. Tilefni þessarar bókar er fimmtugsafmæli höfundar, en efni hennar eru fjórtán ritgerð- ir, sem allar hafa áður birzt á við og dreif, ein i Árbók Lands- bókasafns, fjórar í Kirkjuritinu, tvær í Andvara, ein í Afmælis- kveðju til Alexanders Jóhann- essonar, tvær í Skírni, ein i Nordælu, tvær í Sögu og ein í Árbók Hins ísl. fomleifafélags. Er hin elzta birt 1952, en hin yngsta 1963. Hér er því ekkert að finna, er lengur getur komið þeim á óvart, sem á liðnum ár- um hafa í ofvæni fylgzt með hverri nýrri ritsmíð úr penna prófessors Magnúsar. En gott er að fá þetta allt undir einni kápu. Allt frá því að Magnús hóf að senda frá sér ritgerðir um sögu- rannsóknir sínar, skömmu eftir að hann byrjaði að kenna prest- lingum kirkjusögu, hafa áhuga. menn um sögu beðið hverrar nýrrar ritgerðar hans með .eft- irvæntingu. Þær hafa líka flest- ar eða allar flutt nýja vitneskju, hvort sem hún hefur áður dul- Fyrir dögun mánu- daginn 16. apríl 1945 hófu herir Rússa óskaplegustu stór- skotahríð, sem nokkru sinni hefur verið haldið uppi, á her- sveitir Þjóðverja, sem voru til varnar á austurvígstöðvunum næst Berlín, og þar með var hafin loka- atlagan að Berlín, höfðuborg Þriðja rík- isins, sem ætlað hafði verið að standa í 1000 ár. Hersveitir Rússa voru þá aðeins 60 km frá miðbiki Berlínar. — Fjórtán dögum síðar var Hitler dauður og 21 degi síðar var styrj- öldinni lokið í Evr- ópu. Síðasta orustan er saga þeirra þriggja vikna, þegar Þýzka- land nazismans — 1000 ára ríki Hitlers — var í fjörbrotun- um. Berlín var að kalla öll í rústum, en samt var vörninni haldið áfram, unz Rússar höfðu lagt borgina alla undir sig. — Þessi bók er stórfengleg lýsing á síðustu andartökum hins mikla harmleiks — nákvæm lýsing á því, sem bar fyrir augu manna í borginni og utan hennar, tilfinningum þeirra og hugrennihgum, er ragnarökin dundu yfir. Enginn höfundur hefir haft sömu aðstöðu og Cornelius Ryan til að skrifa slíka lýsingu á falli Berlínar, því að Rússar opnuðu fyrir hann skjalasöfn sín og létu honum í té gögn. sem þeir höfðu aldrei veitt neinum útlendingi að- gang að áður. Þetta gefur bókinni það gildi, að hún er í sérflokki þeirra bóka, er fjallað hafa um heimsstyrjöldina. CORNELIUS RYAN Höfundur bókarinnar LENGSTUR DAGUR Fjórar bækur í sérflokki frd FÍFILSÚTGÁFUNNI Hámark heimssfyrjaklarinnar Ósviknar bókmennfir Frábœrlega scgð saga ENDURMINNINGAR Það leikur ekki á tveim tungum, að bók Svet- lönu Allilujevu, 20 bréf til vinar, er umrædd- asta bók ársins 1967. Hennar var hvarvetna beðið með mikilli eftir- væntingu, og það er löngu ljóst orðið, að eftirvænting manna var ekki að ástæðulausu. Hér skulu aðeins til- færð ummæli tveggja merkra íslendinga, sem hafa skrifað um þessa bók. Matthías Jóhannessen segir í Morgunblaðinu 1. október: „Form bókarinnar er í hæsta máta eðlilegt. eitt bréfið tekur við af öðru, án þess að efnis- skipun raskist. Minn- ingarnar streyma fram, hún skilur við þær, svo koma þær aftur. Stíllinn er breiður og rússnesk- ur. Undirstraumurinn þungur. Og náttúru- og umhverfislýsingar í anda mikilla rússneskra bókmennta. Satt að segja gæti ég ímyndað mér, að þessi bók sé merkasta framlag Stalinsættarinnar til heimsmenningarinnar — og ótvíræðasta framlag til húmanismans..." Gunnar Benediktsson segir 19. nóvember i Þjóðviljanum: . „En það er skemmst frá að segja, að bréfin hennar Svetlönu hef ég lesið mér til óblandinnar ánægju. Og þar sem mér er kunnugt um að allmargir trúa því staðfastlega, að hér muni ekki um merkilega bók að ræða, þá finn ég mér skylt að vekja eftirtekt á því, að hér er um að ræða ósviknar bókmenntir“. Hugljúf ásfarsaga Clare Dillon er ung stúlka, sem hefur gerzt sjálfboðaliði í Rauðakross- deild brezka hersins. Hún er send til starfa sem gangastúlka á stóru hersjúkrahúsi á suðurströnd Englands, þar sem hún hjúkrar særðum og einmana hermönnum. eftir örvæntingarfullan flótta þeirra frá Dunk- erque yfir Ermarsund. En þó er eina lyfið, sem margir þeirra þarfnast, aðeins fólgið í nærveru snoturrar stúlku, sem minnir þá á konur þeirra eða unn- ustur, sem bíða heima. En þegar ástin verð- ur á vegi Clare, er hún of önnum kafin við starfið, til þess að veita henni athygli. Það er ekki fyrr en válegir at- burðir fara að gerast, að hún sér hlutina í réttu Ijósi. Allar ungar stúlkur munu hafa ánægju af að lesa þessa bók. Hún er í senni skemmtileg, spennandi og vekur til umhugsunar um hina háleitu köllun hjúkrun- arkonunnar. Gefið vinstúlkum yð- ar hana, tmnustu, syst- ur eða dóttur. — Þær munu kunna að meta slíka gjöf. í þrjú ár höfðu öryggismál verið sérgrein David Laneasters. Er hann tók sæti meðal örfárra útvaldra í hergagnadeild brezka vamarmálaráðu- neytisins, hafði hann því gert sér grein fyrir, að varúð skiptir ætið mestu. Skyndilega hefst leit að föðurlandssvikara, er austur-þýzkur leyni- þjónustumaður flýr vestur fyrir járntjald. Samtímis verður Dav- id Lancaster ástfang- inn í fyrsta skipti. Við leit að hættulegum njósnara verða tilfinn- ingar hins vegar að víkja, og hver nýr dag- ur einkennist af sívax- andi grunsemdum, svik- um og undirferli. Dag- legt líf Lancasters verð- ur sífellt þungbærara, unz hann uppgötvar loks, að atburðarás, sem hafizt hefur fyrir hans eigin tilverknað, nær óhugnanlegu hámarki. Og erlend blöð hafa sagt þetta um „Gildru njósnarans" „Frábærlega vel sögð saga — bók I sérflokki“. THE SUNDAY TIMES. „Clifford er einn at- hyglisverðasti rithöfund- ur, sem komið hefur fram á sjónarsviðið síð- an Graham Greene skrifaði beztu sögur sín- ar ... Ritleikni Cliffords er einstök“. Dorothy Hughes BOOK WEEK. Magnús Már Lárusson izt glámskyggnari athugendum eða þeim hefur hreinlega sézt yfir hana við lauslega athugun óaðgengilegra frumheimilda. Það dylst engum, sem les greinarnar í þessari bók, að sá óþrjótandi brunnur, sem pró- fessorinn eys af, eru fornskjöl, aðallega prentuð. En hann teng. ir margræðar upplýsingar þeirra jafnharðan annarri vit- neskju, sem dregin er samán úr ótrúlega mörgum þáttum al- mennrar þekkingar og kunn- áttu. Leynir sér þá ekki, hversu frjótt honum hefur reynzt starfið við Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk Middel- alder. Óhætt mun að fullyrða, að svo til hver ritgerð umræddrar bókar sp gulls ígildi hverjum þeim, sem sannleikans leitar um þau svið, sem þær snerta. En þær gera allar meira en meðalkröfur til lesenda sinna, og því er freistandi fyrir þá, sem lægra fljúga eða grynnra kafa en höfundur þeirra að mögla lítilsháttar. — Hefði ekki við endurútgáf- una verið hægt að taka meira tillit til þeirra, sem brestur þá sérkunnáttu, almenna þekkingu eða þjálfun, er gert var ráð fyr- ir hjá lesendum Kirkjuritsins eða afnjælisrita prófessoranna Alexanders Jóhannessonar og Sigurðar Nordals, svo að dæmi séu nefnd? — Hefði ekki mátt gefa fleiri skýringar en gert er, t.d. skýra algengustu skammstafanir bók- arinnar allar á einum stað, eða þýða langar klausur úr munka- latínu og birta íslenzkar klausur fornbréfanna með samræmdri stafsetningu og merkjasetningu að mestu eða öllu leyti? — Að vísu ætti engum læsum manni að vera vorkunn að staulast fram úr fornlegri stafsetningu á prentuðu máli, þegar leyst hefur verið úr böndum; en samt er það staðreynd, að ótrúlega margir setja slíkt fyrir sig. Þótt ég vilji ógjarnan gera upp á milli merkustu ritgerða prófessors Magnúsar í bók hans, tel ég ástæðu til að benda þeim, sem enn hafa ekki kynnt sér þær, á „Þróun íslenzkrar kirkjutónlistar", „Nokkrar at- hugasemdir um upphæð mann- gjalda" og „Maríukirkja og Valþjófsstaðahurð". En engin þessara ritgerða verður lesin á hlaupum. Þær heimta sannar- lega alla og óskipta athygli les- enda sinna, og flestir munu þurfa að lesa þær oftar en einu sinni, áður en þeir komast til botns. Mér býður í grun, að jafnvel prófessor Magnúsi reynist um megn að gera Pétur karlinn Palladíus dáðan meðal ís. lenzkra afkomenda Jóns Ara- sonar, svo tregir sem þeir hafa á síðari tímum reynzt til að unna Gizuri Einarssyni sann- mælis. Líka held ég að það sé borin von, að Ólafur Hjaltason verði leiddur til sama öndvegis sem forveri hans á Hólastóli eða eftirmaður. En vel má samt vera, að hann verðskuldi veg- legra sæti í kirkjusögunni en honum hefur hlotnazt til þessa. Víst er, að hafa ber um hann sem aðra heldur það, sem sann. ar reynist, þótt hætt sé við, að sögugjarn almenningur sakni þess, ef þessi móðuhuldi biskup hefur ekki sannanlega reynzt ó- nýtur til hjúskapar og fyrir þær Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.