Þjóðviljinn - 07.12.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1967, Blaðsíða 9
Fimimtudagur 7. desember 1967 — ÞJÓÐVXLJINTM — SlÐA 0 Námskeið kennarn Framhald a£ 12. síðu. kennslu. Umsóknir skulu hafa borizt skólastjóra Kennaraskóla íslands fyrir 1. maí n.k. og veit- ir hann frekari uppiýsdngar. Skólastjóri skýrði frá því að gert væri ráð fyrir ströngu námi á þessu námskeiði og ætti það að jafnast á við nám á fyrsta ári í hliðstæðum greinum á Norður- löndum, einkum Statens special- lærerskole í Osló, enda veitti það réttindi til starfa og framhalds- náms eftir því. Leitazt verður við að fullnægja þörfum beggja, sérkennara treg- læsra barna og sérkennara tor- næmra bama og jafnframt haft í huga, að væntanlegir sérkennar- ar málhaltra, heyrnarvana, blindra og andfélagslegra barna gætu haft not af kennstlu i und- irstöðugreinum fyrir kennara af- brigðilegra bama. Kennslan fer fram í og með i fyrirlestrum, rannsóknaræfing- iim, ritgerðum, kennsiuæfingum og öðrum verklegum æfingum, heimsóknum í stofnanir og síðast en ekki sízt miklu bóklegu námi. Kennaraskólinn hefði kosiö að halda slíkt námskeið fyrir kenn- ara afbrigðilegra bama löngu fyrr og einnig hefur Samband ísienzkra barnakennara og Stétt- arfélag baroakennara í Reykja- vík beitt sér fyrir framgangi bessa máls. Formaður Sambands- ins, Skúli Þorsteinsson náms- stjóri, átti fyrsta fund um það með skólastjórn Kennaraskólans hO. aprfl 1964 og gerði þar til Vjörin nefnd grein fyrir óskum ‘embandsins um slíka kennslu með bréfi formannsins dags. "0. maí sama ár ásamt „tillögum "m framhaldsmenntun kennara, ’mnnaraháskóla". Stjóm stéttar- félags barnakennara í Reykjavík '•endi skólastjóra Kennaraskóla fs]ands einnig rækilegt erindi "m sérkennslu afbrigðilegra barna 18. 6. sama ér og brýna börf á að skipuleggja þá þegar kennshj. slíkra bama í Reykja- "(k. Þá hefur Brandur Jónsson rkólastjóri og kennarar Heymar- ’ 'ysingjaskóSans í Reykjavík lengi- 'mft áhuga á, að Kennaraskólinn læki upp sérstaka kennslu fyr- 'r kennara afbrigðilegra barna, hefur verið um það rætt á "okkrum fúndum. Þá samþykkti fræðsluráð Reykjavíkur 8. des. 1966, að beina þeirri áskomn til fræðslumálastjómar, að upp yrði tekin við Kennaraskóla íslands kennsla er miðist sérstaklega við bað að sérhæfa kennara afbrigði- legra bama. Tillögur um væntanlega náms- skipan eru undirbúnar í sam- ráði við yfirkennara og lestr- arkennara Æfinga- og tilrauna- skólans og lestrarkennara og sér- kennara afbrigðilegra barna í Reykjavik. Jónas Pálsson forstöðumaður sálfræðideildar skóla í Reykja- vík hefur gert sundurlíðaða á- ætlun um nám lestrarkennar- anna, en Magnús Magnússon skólastjóri og Þorsteinn Sigurðs- son ritstjóri hafa gert áætlun um nám kennara tomæmra barna. Broddi Jóhannesson gat þess, að samkvæmt lögum ætti Kenn- araskólinn að starfa í sex deild- um, almennri kennaradeild, kenn- aradeild stúdenta, menntadeild, framhaldsdeild, undirbúnings- deild sérnáms og handavinnu- deild, auk Æfinga- og tilrauna- skóla. Hefur framkvæmd lag- anna yfirleitt farið fram eftir áætlun, t.d. tók menntadeildin með 28 nemendur til starfa sl. haust og útskrifar stúdenta næsta vor. Ætlunin var að hefja þá einn- ig kennslu í framhaldsdeild og hugði stjórn skólans brýnast að hefja framhaldskennslu í stærð- fræði og eðlisfræði, en þátttaka varð ekki nægileg og mun nám- skeiðið hafa verið auglýst of seint. Námskeiðið næsta vetur verður því fyrsta framhalds- kennslan við skólann. Vanræksla Bókmenntir Framhald af 7. síðu. tilveru sem sýnd hefur verið. Og ekki gerir það höfundi leik- inn auðveldari í þessu tilviki að fátt er einhæfara en glórulaust fyllirí sem það sem að lokum kveikir í tveim aðalpersóna í bókstaflegum skilningi. i».ftan við þessar tvær „bæk- ur“ er viðauki sem er um margt forvitnilegur — fyrir honum er skrifuð persóna sem er blátt áfram öðruvísi en hin- ar, skáld, sem hefur áður kom- ið allmikið við sögu. Hann seg- ir kaldranalega. Þetta fólk er ekki lýrukassar með vísinda- legt mal á túngu, sem betur fer,. heldur skepnur sem hrína einn dag eftir blindum nótum í hjarta og kvið og deyja“. Og Sköippiu síðar: „Umfram allt verið ekki skáldlegir og við- kvæmir því sá sem viðkvæmur er verður flæmdur úr hópnum eins og hvítur hrafn meðal svartra því náttúran fleygir því afbrigðilega miskunnarlaust úr vegi sínum“. Mér virðist sem í þessum orðum felist allmikill sannleikur um bókina alla: það er tekizt á við afspyrnu ömur- legt mannlíf af þekkingu og nærgöngulli harðneskju, sem á rætur í þeim ásetningi að halda hrjúfri viðkvæmni í skefjum — sem tekst þó ekki alltaf. Þessi bók gefur enn ástæðu til að amast við nokkurri ein- hæfni og blindgötutroðningi Steinars Sigurjónssonar. En um leið er hún fullgild staðfesting á sérkennilegri ritgáfu hans sem birtir ákveðnar hliðar til- veru okkar með þeim hætti að eftir verður tekið. Árni Bergmann. Hitðveitan Jarðarför eiginkonu minnar JÓNÍNU Þ. ÁSBJÖRNSDÓTTUB fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 9. desember. Jóhann Bjöm Sigurðsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur kærleika og samúð við fráfall og jarðarför BJÖRNS E. ÁRNASONAR, lögg. endursk. , Margrét Ásgeirsdóttir ‘Aðall)jörg Bjömsdóttir Skúli Guðmundsson. Árni Björnsson Ingibjörg Jónsdóttir og barnaböra. Framhald af 12. síðu. mun óafsakanlegra sem þessi áratugur hefur verið eitthvert mesta velmegunartímabil sem þjóðin hefur lifað, þjóðartekj- umar hafa aukizt ár frá ári örar en í flestum löndum öðr- um. Ekki skortir heldur að mikið hefur verið byggt í Reykja- vík. Þegar undan eru skildar íbúðarhúsabyggingar ber þar mest á hverskyns peningamust- erum, bönkum og kaupsýslu- höllum sem hafa yfirgengið hverja aðra í prjáli og hégóma- skap, svo að ekki sé minnzt á finngálknið sem teygir ófrýni- legan háls sinn æ hærra á Skólavörðuholti. Við hinir nýríku íslendingar megum sannarlega blygðast okk- ar í samanburði við snauða for- feður okkar, sem tóku við heima- stjóm fyrir rúmum sex áratug- um. Eitt fyrsta verk þeirra var að reisa Safnahúsið, sem var risavaxið verkefni eins og þá var ástatt í landinu og bar vott um mikinn menningarlegan stór- hug. Sú byggipg kostaði 200.000 krónur en þá var niðurstöðutala fjárlaga um það bil 760.000 krónur. Séu fjárlögin notuð sem mælikvarði væri hliðstætt átak nú hátt á annan miljarð króna; en það er miklu smávaxnari upp- hæð sem lamað hefur athafna- þrek hæstvirts menntamálaráð- herra og félaga hans í ríkis- stjóminni. T*r Rannsóknir og vísindi f fyrirrúmi Svo sem kunnugt er eru vís- indaleg bókasöfn ein meginund- irstaða allrar fræðastarfsemi cg vísindarannsókna og gildi þeirra fer sífellt vaxandi. Það er pví engin bókasafnsstefna í þröngum skilningi að leggja áherzlu á að komið verði upp einu fullgildu vísindalegu bókasafni á íslandi með nútímalegum starfsskilyrð- um, heldur mjög mikilvægur þáttur í þeirrl brýnu nauðsyn að rannsóknir og vísindi verði í fyrirrúmi 1 íslenzku þjóðfé- lagi. Á þá nauðsyn hafa margir lagt áherzlu á'undanförnum ár- um en talað fyrir daufum eyr- | um. Margir urðu til þess að benda á vanefndirnar í bókasafnsmál- um þegar fram kom sú kynlega hugmynda að reisa eitthvert dul- arfullt þjóðarhús á Þingvöllum í tilefni af 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar, sú hugmynd var enn eitt dæmi þess hvemig hé- gómaskapurinn trónar á kostn- að nauðsynjarinnar í viðhorfum furðu margra. Telji einhverjir að tilgangslít- ið sé að minna á þetta verkefni nú á þrengingatímum, fyrst því var ekki sinnt meðan stjómar- völdin óðu í peningum, þá er það viðhorf byggt á misskiln- ingi. Einmitt á slíkum tímum er okkur það sérstaklega nauð- synlegt að huga að undirstöðu- verkefnum, því nú lifum við á þeirri öld þegar bókvitið sker öðru fremur úr um það hversu mikið er unnt að láta í askana. Sé þess ekki að vænta að hæst- virt ríkisstjóm hafi forustu um þessa óhjákvæmilegu fram- kvæmd virðist mér einsætt að alþingismenn leiði ríkisstjórn- inni þær skyldur fyrir sjónir, á enn ótvíræðari hátt en gert var 1957. Framhald af 1. síðu. Einnig var felld varatillaga frá Guðmundi og Kristjáni um að hækka hitaveitugjöldin aðeins um 8 prósent í stað 18. Þessi 18% hækkun hitaveibu- gjalda samsvarar 18 miljónum króna og em þá 12% hækkunin vegna hækkunar byggingarvísi- tölu ótalin- OSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp Kvikmyndir Framhald af 12. síðu. staðaldri, en hugmyndin um þörf slfkrar stofnunar kom einmitt fyrst fram við fyrrgreinda frum- sýningu þessara mynda i Hlé- garði á dögunum. Aðgangur er öllum heimiUsem fyrr segir og kostar miðinn kr. 40,00. Fonsala aðgöngumiða er hafin í bókaverzilunum Lárusar Blöndal Skólavörðustíg og í Vest- urveri og hjá SiSgfúsi Eymundss- on. Einnig verða miðar seldir í Háskólabíó eftir hádegi á laugar- dag verði eitthvað þá óselt. (Frá SÆfH.L). ÖNNUMST ALLA HJQLBARDAÞJÚNUSTU, FLJDTT 06 VEL, MEÐ NÝTÍZKU T/EKJUM !•“ NÆG BÍLASTÆÐI OPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJÓLBARÐAVIÐGERD KOPAVDGS Kársnesbraut 1 Sími 40093 VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt íyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gýmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 swm •i GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillar fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomand! verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um Iand. ASalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. Sængnrfatnaður — Hvítur og mislitur - ÆÐARDUNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR SÆNGURVEB LÖK KODDAVER búöi* Skólavörðustig 21. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Smurt brauð Snittur brauö bce — við Öðinstorg Síml 20-4-90. SÆNGDR Enduroýjum gömlu sæng- umar. eigum dún- og fið- urheld vei og gæsadúns- sængui og fcodda af ýms- um stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Simj 18740. (örfá skref frá Laugavegi) HÖGNl JÓNSSON Lögfræðt- og fasteismastofa Bergstaðastrætt 4. Simt 13036. Heima 17739. Allt til RAFLAGNA ■ Kafmagnsvorur. B Heimilistæki. B Útvarps- og sjón- varpstækl Rafmagnsvöru- búðin s.f. Suðuriandsbraut 12. Siml 81670. NÆG BlLASTÆÐI. Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Við getum boðiö viðskipta- vinum okkar úrval af vönduðum barnafatnaði '■ ☆ ☆ Uaglega kemur eittlivað nýtL ☆ ☆ ☆ Oog eins og jafnan áðui póstsendum við um allt land. Vo lR óezt 1 KHfiKf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.