Þjóðviljinn - 10.12.1967, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 10. desember 1967-
Músa-
gildran
Smásaga eftir ARTHUR OMRE
Þýdd af FRIÐJÓNI STEFÁNSSYNI
Seinni hluta dags sat Towns-
end majór við að skrifa loka-
kafla bókarinnar „Skipulags-
skrá fyrir allar þjóðir“.
Þessi bók var háfleyg eins
og allar slíkar. Það les þær
enginn.
Elfni hennar, sem máli skipt-
ir, má koma fyrir í einni eða
tveimur línum: „Enginn hefur
leyfi til að inna af höndum
herþjónustu eða fara í strið
fyrr en hann (hún) hefur náð
sextíu ára aldri“.
Góð hugmynd, sem Towns-
end majór fékk raunár ókeyp-
is hjá mér.
Hvers vegna ekki að láta
öldungana berjast í stað þess
að þeir rífist í hverri viku
endalaust í veizlum í Genf,
London og París, til þess svo
að senda æskuna út í stríð og
eyðileggingu? Æskan er ánægð
með, að þeir gömlu hverfi af
sjónarsviðinu, skrifaði ég, og
friður helzt, án mikils kostn-
aðar.
Townsend majór svaraði mér
strax, að hann skyldi greiða
fyrir þessu. Hann á nefnilega
ríkan frænda í Kent, sem virð-
ist aldrei ætla að deyja.
Ég lagði til, að hann sendi
uppástunguna til Sameinuðu
þjóðanna í stuttu bréfi, en
auðvitað varð majórinn að
teygja úr þessu í 500 blað-
síðna bók. Ég fékk handritið
sent í hraðpósti eftir hend-
inni Hugsa sér allan þann
þvætting, sem skrifaður er í
heiminum ...
Sem sé, majórinn var að
skrifa síðasta kapítulann og
það var mjög heitt. Port of
Spain í Trinidad er sem kunn-
ugt er óþægilega nærri mið-
jarðarlínu eða tíu gráðum fyr-
ir norðan hana.
— í dag er svalara i Hades,
sagði hann við múlattastúlk-
una Daisy, ég er mjög ánægð-
ur yfir, að elsku konan mín
er í Englandi. og ég vona, að
hún verði þar lengi. Síðast
skrifaði hún, að sig langaði
ekki til að verða steikt fyrst
úm sinn. Þar að auki er hún
dauðhrædd við mýs og fjasar
um músapest.
Daisy sagðist hafa lesið bréf-
ið og vera fjarska glöð yfir
að frú Townsend dveldi í Eng-
landi. Svo spretti hún fingrum
og dansaði fram í eldhús til
þess að búa til ávaxtasalat.
Majórinn hafði lag á að
koma sér fyrir. Þau bjuggu
tvö ein í einbýlishúsinu, hin
snotra Daisy og hann. Á skrif-
borðinu og í loftinu snerust
viftumar hljóðlaust og öruggt.
Stóru viskíglasi og sóda var
komið fyrir snoturlega i litlum
kælikassa rétt við höndina.
Vindillinn mildur og ilmandi.
Hann sat þarna í hvítum
stuttbuxum og milliskyrtu.
kapítulanum var að verða lok-
ið, og hann horfði út yfir
hafið og lét sig dreyma, tók
smávegis út fyrirfram af
frægðinni. Bókin myndi án efa
vekja feikna athygli í heim-
inum. Friðarverðlaun Nobels?
Hann brosti og strauk gráýr-
ótta bartana. Ekki útilokað.
alls ekki útilokað ..
Allt í einu stirðnaði blóðið
I æðum majórsins. Skerandi
angistaróp barst frá eldhús-
inu. — Í-í-í-í ...
Hann þreif pappírshnífinn
og hljóp fram í eldhús til
þess nauðugur viljugur að
leggja lífið í sölurnar fyrir
Daisy. Liðsforingi á ekki ann-
ars úrkosti.
Daisy stóð uppi á eldhús-
borðinu, þrýsti hnjánum sam-
an og æpti svo að hljóðhimn-
ur majórsins skulfu og starði
niður á gólfið.
Majórinn varp öndinni létt-
ar, strauk sér um hjartastað
og sagði gremjulega:
— Hvað er þetta, Daisy,
þetta er bara lítil mús!
— Hættu þessum látum,
sagði hann ákveðinn.
Daisy sífrað, að hún væri
í „bikinibuxum“, og upp á
hverju gat mús ekki tekið?
En hún varð strax rólegri,
hringaði sig niður á borðið,
mjúk eins og köttur og hallaði
sér að öxl majórsins.
Þau horfðu bæði af áhuga á
litlu fallegu músina, sem gæddi
sér í óða önn á ostinum í
músagildrunni. Osturinn var
gulur, feitur og bragðsterkur
enskur ostur, Cheddarostur.
Músagildran var spánný, úr-
vals ensk framleiðsla, að sjálf-
sögðu. Majórinn keypti und-
antekningarlaust enskar vörur,
væri þess nokkur kostur — að
sjálfsögðu. Honum gramdist
mjög, að smjörið, flesksíðurn-
ar og eggin var merkt dönsk-
um stimpli, sardínurnar norsk-
um og eldspýturnar sænskum.
Músin var grandalaus en
svöng, datt ekki í hug, að hún
væri í músagildru og betri mat
en þennan ost hafði hún aldrei
bragðað. Majórinn hafði keypt
gildruna um morguninn og
egnt hana að ráði Daisy.
Músin var iðin við ostinn,
leit upp á Daisy og majórinn,
hélt svo áfram að naga.
— Veslingurinn, er hún ekki
indæl, sagði Daisy og smeygði
handleggnum aftur fyrir
hnakka majórsins.
— Eftir andartak verður
hún orðin að klessu, sagði
majórinn stuttaralega.
Músin settist á afturfæt-
urna, gaut skínandi perluaug-
um á þau og nagaði lítið eitt
meira af ostinum en ekki með
sama ákafa og áður.
— Nú er hún södd, sagði
Daisy, stykkið var of stórt.
Músin byrjaði að hala í ost-
stykkið með tönnum og fram-
fótum.
— Nu fær hún banahöggið,
sagði majórinn.
Hrollur fór um Daisy og hún
þrýsti sér að majómum. Músin
gerði átak. og sjáum til, sigri
hrósandi sat hún með ostbit-
ann milli framlappanna, hjó
nagtönnunum í hann, leið
hljóðlaust meðfram eldhús-
bekknum, undir ofninn og inn
1 litla holu í veggnum.
— Léleg gildra, sagði Daisy.
— Alls ekki, sagði majórinn.
Daisy tók gildruna og lét
hana með varkárni á borðið.
Majórinn greip hníf og potaði
í verkið. — Ný og dálítið stirð,
en nú skaltu fá að sjá, sagði
hann.
Ekkert skeði. Boginn var
spenntur og hélt áfram að
vera það. Majórinn potaði
f astar með hnífnum, en nei...
— Léleg gildra, sagði Daisy
— Kemur ekki til mála,
sagði majórinn, hún er ensk.
Það var ábyrgðarmiði á öskj-
unni, sæktu hann, Daisy.
— Ég brenndi bæði öskjunni
og miðanum, maður heldur
ekki upp á þess háttar. Ný
músagildra kostar tvo shill-
inga.
— Þetta er atriði um reglu,
sagði majórinn.
Músafjölskyldan var í sjö-
unda himni og hélt veizlu inni
í veggnum, — pipp — píp,
píp ...
Daisy brosti og horfði dá-
dýrsaugum sínum beint á maj-
órinn, lagði hendurnar um háls
honum, kyssti hann beint á
munninn, þrýsti sér að honum
og hvíslaði: — Henry, þær
eiga sjálfsagt mörg börn, lítil
og sæt...
En majórinn var ekki í skapi
til ástaratlota á þessari stundu.
Hann vafði pappír utan um
gildruna, þreif hitabeltishatt-
inn sinn frammi í forstofunni
og var þotinn af stað niður í
bæinn.
Verzlunin, sem seldi músa-
gildrur, hafði látið þá síðustu.
— Því miður, sagði eigandinn.
Hann hafði keypt smásendingu
af umferðarsala, sem flæktist
hingað, selt hinar í skip og
majórnum þessa einu. Þær
voru áreiðanlega enskar með
vörumerkinu „Quick Death“,
en án nafns og heimilisfangs
framleiðanda.
— Við verðum að reyna að
koma þessari í lag, sagði kaup-
maðurinn — ég held það hljóti
að vera auðgert.
— Gerið svo vel að reyna,
sagði majórinn.
Kaupmaður kastaði skrúfu
á agnbrettið, þyngri skrúfu og
loks ennþá þyngri skrúfu
Músagildran hreyfðist ekki.
Afgreiðslumaður kom til
skjalanna, klappaði létt á hana
með litlum hamri, síðan fast-
ar. En — nei...
Annar búðarmaður kom á
vettvang. Þeir reyndu við hana
í eina klukkustund. Viðskipta-
vinir komu, biðu og fóru svo
aftur.
Majórinn tók gildruna og
þaut út, niður götuna og inn
í verzlunarsendiráðið. Silki-
skyrtan límdist við líkama
hans og svitaperlur þrengdu
sér út á rauðleitu andlitinu.
Hitamælirinn sýndi háa gráðu-
tölu í skugganum.
Majórinn hafði vald á skapi
sínu, að sjálfsögðu, skákaði
músagildrunni á skrifborðið
og lagði málið fyrir yfirmann-
inn, sem líka var majór —
majór Brown.
Brown majór virti músa-
gildruna fyrir sér af áhuga
og ýtti með blýanti á agnbrett-
ið. En nei.. þá greip hann
gildruna í hönd sér og studdi
þéttingsfast á agnbrettið með
vísifingri hinnar handarinnar.
Kjarkmaður, Brow majór. En
boginn haggaðist ekki.
Einn af skrifstofumönnunum
kom til skjalanna, síðan annar.
Brown majór veðjaði viskí-
flösku. Músagildran skyldi
komast í lag. Majórinn og
starfsfólkið í verzlunarsendi-
ráðinu sátu umhverfis borðið
fram eftir degi. En músagildr-
an lét ekki haggast.
Brown majór sóttj viðskipta-
skrá en enginn gat fundið
músagildruframleiðandann. Það
var óhemja af músagildrufram-
leiðendum í Englandi, en eng-
inn af þeim gaf upp vörumerk-
ið „Quick Death“.
Klukkan þrjú sótti Brown
majór viskíflösku og ískaldan
sóda, Townsend majór opnaði
viskíflöskuna og sagði: Gerið
svo vel, herrar mínir.
Brown majór lofaði að koma
málinu í höfn svo fljótt sem
auðið væri, og Townsend maj-
ór sagðist bera fullt traust til
hans.
En þegar yngsti skrifstofu-
maðurinn upplýsti, að „þel-
dökkur herramaður" niðri í
bæ framleiddi fyrirtaksgóðar
músagildrur, litu viðstaddir
skilningslaust á hann og eng-
inn svaraði.
Majórinn fór heim í einbýlis-
húsið sitt, og Daisy beið hans
með ágætan miðdegisverð
klukkan sex. Majórinn full-
vissaði hana um, að nú væri
„málið“ komið í réttar hend-
ur, dálítinn tíma myndi það
taka, að sjálfsögðu. Annars
fannst honum hann ekki vera
í skapi til þess að ljúka kapí-
tulanum, hann gekk frá hinu
þykka handriti. Þegar hann
læsti skúffunni og sagðist ekki
ætla að skrifa fyrst um sinn,
fleygði Daisy sér um hálsinn
á honum og kyssti hann lengi.
Viftumar unnu hljóðlaust,
drykkjarföngin í kælinum voru
ágæt. Daisy sat í kjöltu hans,
gulbrún með ferskjulitar kinn-
ar, ung, mjúk eins og köttur
með skínandi augu, sæt,
fjarskalega sæt, og frú Towns-
end heima á kalda Englandi.
Sólin gekk snemma til viðar
og tindraði yfir hafinu, maj-
órinn stundi af vellíðan. Mýsn-
ar skvöldruðu og tístu í veggn-
um. Píp, píp ...
— Þær eru svo sætar, ég
ætla að skera svolítið ost-
stykki handa þeim, áður en
við förum að leggja okkur,
sagði Daisy.
Daisy hljóp fram í eldhús,
kveikti Ijós, skar oststykki og
lét það hjá holunni undir elda-
vélinni. En majórinn varð að
fara fram og slökkva Ijósið,
óður en hann gekk til svefns.
Mýs voru mýs, sagði Daisy.
Þegar hingað er komið í
þessari alvarlegu frásögn, er
ef til vill ekki úr vegi að vitna
í þrjár frægar ljóðlínur eftir
J P. Jacobsen (nei, hann er
ekki norskur, hann fæddist
hvorki í Bergen né Vestby,
heldur í Danmörku):
Glödende nat!
Viljer er Voks i din
blöde Haand,
og Troskab Siv kun for
din Aandes Pust-------------
Það komu aðrir dagar og
aðrar nætur. Brown majór,
sem var maður einmana, eyddi
kvöldunum og hluta af nótt-
unum við að reyna að upp
götva leyndardóm músagildr-
unnar, en — •— —
Brown majór skildi ekki
mikið í tækni. Aftur á móti
var hann snillingur í að skrifa
langar og greinargóðar skýrsl-
ur.
Eftir að hafa ástundað til-
raunir við músagildruna í þrjá
mánuði (hann viðurkenndi það
síðar) skrifaði hann langa
skýrslu og sendi hana ásamt
gildrunni til verzlunarráðu-
neytisins í London.
Skýrslan komst fljótlega á
leiðarenda En vegna ýmis
konar vandkvæða í sambandi
við tollstjórnina, sem áleit sig
eiga rétt á sex pencum í toll,
en verzlunarráðuneytið vildi
ekki borga, tók afgreiðslan á
músagildrunni sinn tíma. Bréf-
um rigndi fram og aftur milli
ráðuneytanna og af einhverri
ástæðu blandaðist flotamála-
stjómin í málið og síðan lög-
reglan.
Scotland Yard uppgötvaði,
að eitthvað dularfullt væri á
seyði, og það kynni að vera
möguleiki á, að pakkinn inni-
héldi rússneska vítisvél. Mað-
ur, sem annars átti að hengja,
fékk það hlutverk að opna
pakkann úti á víðavangi, gegn
loforði um fulla náðun, ef
hann þá springi ekki í loft
upp.
Maðurinn batt hníf við langa
stöng, skar traust böndin utan
af pakkanum, pappír, öskju og
aftur pappír. Og þama lá
músagildran í grasinu og var
greinilega aðeins lítil músa-
OG LJÓSIÐ DÓ
Þú sefur undir súðinni, að austan,
svo saklaus eins og blóm í vorsins sól,
og þú átt lítinn líkama — en hraustan
og lilla-bláan, yndislegan kjól.
Ég sé þig oft á kvöldin — er þú kemur
og kveikir ljós — og stígur hægt um gólf,
og það er kannski einn, sem öðrum fremur
er inni hjá þér — þar til klukkan tólf.
En eitt er víst, — að aldrei er hann lengur
og aldrei hefur hann um nætur gist,
því þetta er víst mesti dáða-drengur.
— En dásamlegt er samt að vera kysst!
Þið sitjið oftast tvö — og talið saiman,
— og tíminn líður undarlega fljótt,
og þér er heitt og þú ert rjóð í framan,
— en það er ekki ennþá komin nótt!
Þú veizt að klukkan 'tólf þá 'fer hann frá þér,
þér finnst það kannski, vina mín — of fljótt,
og þú vilt miklu heldur hafa’ann hjá þér
— og hann vill máske líka vera í nótt!
Og þannig hefur lífið áfram liðið
í ljósum draum, — við yndislega þrá,
og vikum saman hafa bæði beðið,
— en biðin er nú liðin, — því að sjá:
í kvöld ég sé hann skjótast inn í skuggann
og skimandi upp tröppurnar hann fer.
En litlu síðar lézt þú fyrir gluggann
— og Ijósið dó í stofunni hjá þér!!
GUÐM. VALUR SIGURÐSSON.