Þjóðviljinn - 10.12.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 10.12.1967, Qupperneq 5
Sunnudagur 10. desemlber 1967 — ÞJÖÐVTUINN — SÍÐA g gildra, og maðurinn slapp við gálgann og varð frjáls. Tollstjórnin send reikning til verzlunarsendiráðsins í Trinidad upp á sex pence og afgreiddi músagildruna ti'l verzlunarráðuneytisins í Lond- on, eftir níu mánaða umstang. Alltsvo nákvæmlega einu árí eftir að Townsend majór af- henti Brown majór hana í Trinidad. En þar með var „málið“ ekki komið í höfn. Skrifstofustjórinn i ákveð- inni deild í verzlunarráðuneyt- inu var nýkominn í starfið. Hann skildi ekki neitt í neinu, vísaði síðustu skýrslu frá toll- stjórninni til skjalasafnsins og stakk músagildrunni ofan í skúffu. Það var ekki fyrr en tíu mánuðum seinna, þegar honum barst langt bréf frá Brown majór í Trinidad — kurteis og sanngjörn áminning um að flýta málinu — að hann sneri sér til undirmanns síns, og sá hinn sami dró þegar í stað fram í dagsljósið þykka möppu úr skjalasafninu. Þetta var ekki laust við að vera spennandi. Skrifstofu- stjórinn, fyrrverandi efnileg- ur krikketleikari, skrifstofu- stjóri vegna slyss á hendi og vegna leikverðlauna frá Suf- folk, lét gildruna á borðið og hóf að gera tilraunir. Sam- starfsmennirnir söfnuðust ut- an um hann og veðmál upphóf- ust. Sumir reyndu með blý- öntum, aðrir með pennasköft- um og pappírshnífum, einn gerði tilraun með feiknastór- um pappírsskærum. Músagildran var spennt og úr því ástandi fór hún ekki Það var ekki unnið á skrif- stofunni þann daginn, ekki heldur þann næsta. Þriðja daginn sagði skrifstofustjórinn: Ég hef andstyggð á að gefast upp, herrar mínir, finnið þið framleiðandann. Að svo mæltu fór hann til hádegisverðar. Næstu daga vann starfs- fólkið við að blaða í verzlun- arhandbókum og öðrum slík- um bókmenntum. Eftir þriggja vikna leit hrópaði einn starfs- maðurinn: „Quick Death“ er framleidd í Birmingham. Sem sé, músagildran var á- samt löngu, hátíðlegu skjali send til framleiðandans í Birmingham (framleiðslumagn: fimmtíu þúsund músagildrur á viku, markaður: öll veröld- in). Framkvæmdastjórinn tók málið í eigin hendur og kvaddi til fulltrúa sinn. Fulltrúinn tók gildruna í aðra hönd og herti á dálítilli ró með hinni, lét músagildruna á borðið og pot- aði laust í hana með mjóum vírspotta. — Klapp, sagði hún. Forstjórinn tók um hjartað og hrópaði: Úff, úff... — Það er líf í henni, sagði fulltrúinn. Hún lætur blóðið spýtast. Forstjórinn, sem hafði áhuga á fágætum munum, gekk frá músagildrunni í glerkrukku á skrifborðinu og gaf skipun um að afgreiða aðra nýja til verzl- unarráðuneytisins í London. Verzlunarráðuneytið af- greiddi pakkann um hæl til verzlunarráðuneytisins í Trini- dad, og eftir móttöku hans hringdi Brown majór sigrihrós- andi til Townsend majórs, sem þreif hitabeltishattinn sinn og skundaði af stað. Þetta var mjög heitur dagur, jafnvel mið- að við Trinidad, og klukkan var ellefu fyrir hádegi. í verzlunarsendiráðinu sat Brown majór með spánnýja músagildru fyrir framan sig, dinglaði öðrum fætinum og pot- aði lítið eitt í gildruna með blýanti. Klapp, sagði hún, og boginn skall á blýantinum, svo að flisarnar úr honum dreifðust um borðið, áður en majórinn gat kippt honum til baka. — Þetta kalla ég nú músa- gildru, sagði Brown majór. Framleiðendur okkar búa ein- ^ göngu til fyrsta flokks vöru, en óhöpp geta komið fyrir hvar sem er, líka í Englandi. Þú verður að viðurkenna, kæri majór, að ráðuneytin okkar eru virk í starfi, að sjálfsögðu geta hlutirnir tekið sinn tíma. En árangur kemur ævnlega. — Ævinlega, sagð Townsend majór ákveðið. Kvörnin malar hægt, lítið eitt hægt stundum, en gríðarlega öruggt. Góð kvörn, og án hennar — og okkar... Brown majór sótti viskí og sóda og gaf fyrrskipun um að loka skrifstofunum það sem eftir var dagsins. — Mér sýnist samt sem áð- ur, sagði Brown majór, að þú sért eitthvað hnugginn í dag. Er eitthvað að? — Nei, sagði Townsend maj- ór, mig grunar bara að konan mín muni koma frá Englandi innan skamms. Hún skrifaði fyrir nokkru að sér virtist vera kominn tímj til þess að heimsækja mig. Þú veizt, að hún þjáist í þessum geysilega hita, og svo er hún ákaflega hrædd við mýs, hún fjasaði óaflátanlega um músapest síð- ast þegar hún var hérna fyrir þremur árum. Mýsnar í húsinu mínu hafa aukið kyn sitt alveg gífurlega upp á síðkastið, en það snertir ekki mínar taugar. En ég veit hún mun alveg sleppa sér. @ní iitení al SNJÓHJÓLBÁRÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálívirku neglingarvél. veita íyllsta öryggi í snjó' ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL' hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GUMMSVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. — Skál, gamli vinur, sagði Brown majór, þessi músagildra verður ekki lengi að afgreiða músahópinn. — Þær eru orðnar mörg hundruð núna, sagði Townsend majór, — skál og þakka þér fyrir hjálpina. Hvað skulda ég mikið? — Sex pens, svaraði Brown majór, ráðuneytin okkar vinna ódýrt. Klukkan hálf sex var Towns- end majór kominn heim til sín. Daisy lagði á borð, sveif fram og aftur milli eldhúss og borð- stofu, þroskaðri en fyrir tveim- ur árum, falleg og í gulhvítum silkikjól. Majórinn gekk fram i eld- hús, skar ostbita og kom músagildrunni fyrir undir elda- vélinni, en rak augun í stór- an, sívalan blikkdunk, sem var þar. Hann heyrði tíst niðri í honum. — ' Hvað í ósköpunum er þetta Daisy, hrópaði majórinn. — Gilbert frændi minn, sem býr niðri í þorpinu, býr til músagildrur, sagði Daisy, — ég keypti eina af honum — þær eru alveg ágætar. Mér fannst í raun og veru orðið of mikið af músum hérna. í dag er hún sjálfsagt búin að veiða hundr- að. Þær ganga upp þennan litla stiga. gegnum gatið og boms, þær detta niður i vatn- ið. — Burt með þetta drasl strax! hrópaði majórinn — hér er almennileg, ensk músa- gildra, annað vil ég ekki hafa í mínu húsi. — Já, já, sagði Daisy, ég held það séu ekki margar mýs eftir í veggnum. Hún tók stóru músagildruna og lét hana inn í skáp, klappaði majórnum á kinnina og kleip hann laust í nefið — Svona, svona, sagði maj- órinn blíðlega. Sólin var fljótlega setzt, stjörnurnar byrjuðu að lýsa yfir hafið frá dökkum himn- inum. — Hér er dásamlegt, sagði majórinn. Daisy hallaði sér upp að öxl majórsins og sagði lágt: — Ég held samt sem áður að frú Towsend komi ekki. — Hm, hm, sagði majórinn. Ég held hún komi. — Hún skrifaði mér stutt bréf og spurði mig, hvort það væri mikið af músum hérna, sagði Daisy. Hún treysti ekki alveg á það, sem þú skrifað- ir, og þegar þú sagðir henni, að þú biðir eftir góðri enskri músagildru, varð hún tor- tryggin, hélt að þú værir að reyna að róa hana. — Ertu búinn að svara henni? spurði majórinn. — Ég skrifaði henni nokkr- ar línur um, að það væru ein- hver ósköp af músum hérna, og að ég lifði 1 stöðugum ótta við músapest, sagði Daisy. Ég get nú skrifað, ég er búin að vera þrjú ár. — Þá kemur hún varla fyrst um sinn, sagði majórinn. — Henni líður líka ágætlega í gamla Englandi, og í sannleika sagt er henni meinilla við að dvelja hérna. Daisy settist i fang hans og strauk honum um vangann. Þá small gildran frammi í eldhúsinu, og músin gaf frá sér stutt „píp“. — Þetta er nú músagildra í lagi, sagði majórinn hreyk- inn. Þeir kunna að búa þær til í. Englandi. — Veslingurinn, litla, fallega músin, sagði Daisy og kyssti majórinn á munninn. Næsta dag lauk majórinn við að skrifa siðasta kapítulann og sendi bókina í hraðpósti til Sameinuðu þjóðanna í New York. Það var sagt, að Hammar- skjöld hefði fölnað, þegar hann leit þetta feiknastóra handrit. Hann las hið tiltölulega stutta fylgibréf, rétti frú Stoneman einkaritara það og sagði þurr- lega: látið allt draslið fara venjulega leið (í miðstöðvar- ketilinn í húsi Sameinuðu þjóðanna), en viðurkennið mót- töku þess með vingjamlegum línum. Englendingar geta gert mikið veður út af smámunum — nú — en þeir eru ekki ein- ir um það ... UGrG- V/EAI' KGCr H6RRA 5TyRK\ $AM- fUT. UAt UR. FoR- FAZlR LA&AR M'AL Mliðsu TR£ þVIA/í iE SAM- HLJ. Cr6í>- 3 IR Mnn PARtvr óKéPA/- UA/NAR Sk'AL VeiKI ö & CcWi) fifOT I 5AM- HLT. Toa/aJ S/vió 01-0)- UNÓUR RíKl FRÍ5K T ÖL- ur TUPA TALA SfC-sT, STAfk URIMM u'e- k€(k 5TAF- UR A tbuR- iaja/ tlH>- L64KXUR €Fa/i kOM PRum- 6FA/1 FTÖJ01 CrORT- ft RftAjAI FU.CrU Mbr- SPVRA/ft SÆJL- óp£TT UK írRFIAP- !R ÍSL. STAfUR FOR- 5€TAI TyFTi/A/ ÖI&AÍU- A/ft PA/ 1 SV6FM -í> jVUM l3> Kot- e.FAa. SV/K FRAVsifl SKÍIt2> FRéRI RÖT SPIU-T íl'at $V£FaJ T'oa/- SlG-L I NCr ÖR UA/Cc- yií> i RiArk HRéIA/SA MATUR 5K.5T. V£RH- UAI Farar tAlm | I»ÓT BA7í>- UR BlvVJSl HRÓP NB>\ TO & KOaí- UMCrUR SKRýr- (Af/V UCrRA V,AAÍ- 1-lSAA/ Mauia- AT- H-Uói-A FR6TTA- STb FA V6ÖWA t: 'JÖRU6W. UÓS- f£Ki FUGL- A-R FÆÍ>A (5-R6IA/- 1 R Aub\j& F€Mx- UR /lA'jMT iftMHíX FUC-t- AR FRUM' e fa/i Mya/t For- S6TA/. KROSS- GÁTAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.