Þjóðviljinn - 13.12.1967, Qupperneq 6
g SÍÐA — IxTÓÐVILJINM — Miövifcudagur 13. desember 1967.
bokmenntir
Að vera blindur í meðsök sinni
Myndabók um ís-
lenzk einbýlishús
Oddný Guðmundsdóttir:
— Skuld. — Skáldsaga.
Prentsmiðjan Leiftur.
^ Reykjavík 1967.
Þessi nýja skáldsaga Oddnýj-
ar Guðmundsdóttur hefst með-
an Jón Sigurðsson forseti er
enn á lífi og lýkur ekki fyrr en
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Hún spannar því yfir heila öld
í þjóðarsögunni, umbrotatímana
margumtöluðu, þegar Island
færist naer umheiminum en það
áður var og framfarir verða
stórstígar, ■ jafnframt því, að
þjóðin sækir fram til sjálfstæð-
is. En þó að flestu vindi fram
í áttina betri, eru undra ilangar
leiðir frá höfuðstöðvum menn-
ingarinnar og framfaranna út á
skæklana, landshornin, út í
sveitahéruð einöngruð og
strandhéruðin við hið yzta haf.
1 skáldsögu sinni varparOdd-
ný ljósi yfir eitt af hinum af-
skekktu héruðum. Það eru
Brimnesin. Þar lifir konan, sem
er aðalpersóna sögunnar. Það er
Una, sem lesandinn kynnist
fyrst sem sautján ára stúlku,
sem þá er nýkomin í vist hjá
harðlyndum og menningar-
snauðum húsbændum í Hrafna-
gjá í nágrannasveit Brimnesja.
Líf þessarar stúlku, sem síðar
verður húsfreyja í Skógum,
efnaheimili £ Brimnesjum, er
mikil uppreisnarsaga. Una er i
uppreisn gegn umhverfi sínu,
gegn rangsnúnum tíðaranda eg
gegn einstökum persónum. Hún
er vel gefin og falleg stúlka.
Sífellt er hún að reyna að bæta.
og fegra umhverfi sitt. í Hrafna-
gjá er hún samvistum með
Gunnu, fimmtán ára gamal’i
stúlku, sem ligeur fyrir daijðan-
um af berklum. Henni rennur
til rifja aðbúð þessa sjúklings
og hlynnir að henni, þrífur hjá
henni og snyrtir hana, gefur
henni af mat sínum og þegar
það hrekkur ekki til, þá hnunl-
ar hún mat úr búrinu til þess
að hygla henni. Hún kveikir
lífsvon hjá ungu stúlkunni, sem
nær þó skammt, því að dauðinn
tekur hana 'í sjálfum gróand-
anum. Þessum harmleik glcym-
ir Una aildrei. Hún þarf að
hefna hinna smáu og veiku,
hún þarf að rísa gegn ranglæt-
inu í hvaða mynd sem það
birtist.
1 Hrafnagjá úthellir hún
æskuást sinni, en er grimmi-
lega vonsvikin og svívirt. En
þangað kemur síðan bóndason-
urinn úr Skógum íBrímnesjum,
smiðurinn, sem hrífur hana mcð
sér. Hún verður húsfreyja á
efnaheimili. En „Unu fannst
hún vera gestur í allsnægtun-
um, vera í feluleik og hafa
skótizt hingaö inn. Stundum
dreymdi hana, að hún væri
stödd á bersvæði og einhver
kæmi auga á hana. Þá vaknaði
hún óttaslegin.
Og alltaf þessi sama spurn-
ing: Hvers vegna gekk hún ekki
fyrir hvern mann og sagði, að
Gunna væri svelt? Hún var
meðsek í dauða Gunnu. Ein af
ísiendingasögunum sagði henni
það líka berum orðum einu
sinni, þegar hún átti sér einsk-
is ills von: Móðir Arnórs kerl-
ingarnefs taldi hann jafnsekan
morðingjum, vegna þess að
hann reis ekki gegn þeim.
Hvers vegna eru menn oftast
blindir á meðsök sína?“
Þetta er í raun og veru boð-
Oddný Guðmundsdóttir.
skapur sögunnar eða öllu held-
ur áminning: — Að vera ekki
blindur á meðsök sínæ Það er
boðskapur tií þeirra, sem nú
lifa, eins pg það er boðskapuf
til allra kynslóða. Þetta er
kjarni siðmenningarinnar.
Þegar Una er orðin húsfreyja
í Brimnesjum, kemur hún fram
sem mikiil aðsópskona, brýtur
gamilar venjur, kemur fólki sí-
fellt á óvænt með tiltektum
sínum, vekur undrun margra
en aðdáun annarra. Hún veitir
vesalingum og vangefnum sér-
staka umsjá, opnar bæsinnfyr-
ir glaum og gleði unga fólksins,
rýmir til í baðstofu, svo að þar
sér hægt að dansa. Til hennar
er leitað tvisvar að sitja yfir
sængurkonu, en þær deyja báð-
ar af bamsförum. Þá tekur hún
Fyrsta bindi end-
urminninga Einars
ríka Sigurðssonar,
skráðar af Þórbergi
Þórðarsyni, eir komið
út.
í þessu bindi, sem
ber fyrirsögnina
„Fagurt er í Eyjum“,
segir frá bamæsku
og uppvexti höfund-
ar og lýkur bókinni,
þar sem Einar hefur
fengið inngöngu í
Verzlunarskólann 16
ára gamall- Bókin er
280 blaðsíður og í
henni fjöldi ljós-
mynda. Útgefándi er
Helgafell.
Þórbergur Þórð-
ar.son hefur unnið
að endurminning-
ingum Einars ríka
um alllangt skeíð og
mun eiga nær full-
frágengið handrit að
tveim bindum til
viðbótar.
Helgafell á Snæfellsnesi
Saga höfuðbóls og klausturs eftir Hermann Pálsson
Út er komin bók um Helga-
fell á Snæfellsnesi, saga höfuð-
bóls og klausturs eftir Hermann
Pálsson. Ctgefandi er Snæ-
feliingaútgáfan, og er þetta ann-
að bindi í ritsafni Snæfellsness.
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík var stofnað
árið 1939, og sex árum síðar
kom út fyrsta bindið í ritsafn-
inu Snæfellsnes: Landnám á
Snæfellsnesi eftir Ölaf Lárus-
son prófessor. Félagið stendur
einnig að útgáfu hinnar nýju
bókar um Helgafell, ásamt
sýslunefnd Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu. Hafa þ^ir að-
ilar skipað sex manna útgáfu-
nefnd til þess að annast útgáí-
una.
Saga Helgafells skiptist í 34
meginkaíla, en auk þess eru t.íl-
vitnanir og athugasemdir, tíma-
tal, skrá um mannanöfn og
staðanöfn og skreytingar ó
myndum, en allmargar myndir
eru í bókinni, sumar litprentað-
ar, þar á meðal myndir úr
fomum handrituim. Alls erbók-
in 206 síður, prentuð í Hólum,
en káputeikningu gerði Bragi
Ásgeirsson listmálari.
Höfundur kveðst í inngangi
skipta sögu Helgafells í þrjá
hiuta. Hinn fyrsti tekur yfir
tímabilið 884-1184. Þá tekur við
saga klaustursins ■ fram um
miðja 16du öld, en þriðja tíma-
bilið nær frá siðaskiptum til
okkar daga. Gerir höfundur
öllum þessum tímabilum skil,
þótt einkanlega sé fjallað um
tvö hin fyrri.
þó ákvörðun að fara suður og
læra Ijósmóðurfræði. 1 fjarveru
hennar sklpast svo um, að mað-
ur hennar á barn með gamalli
vinkonu sinni. Þegar heim kem-
ur, rékur hver atburðurinn-
annan. Una heldur reisn siniii
og lætur að sér kveða til nýrra
og góðra athafna. Þegar mað-*
ur hennar er látinn og einka-
dóttir hennar er farin að heim-
an, sélur hún eignir sínar og
sezt að á eyju, þar sem skip
hafa tíðum fafizt við ströndina.
Þar setur hún unp einskonar
vita til þess að forða sæfarend-
um grandi.
Sagan er í tveimur hlutumAÍ
síðari hlutanum er Una orðin
vistkona á sjúkrahúsi, sem ris-
Framhald á 9. síðu.
Bókaútgáían Hlaðhaimar hef-
ur gefið út sýnisbók íslenskrar
byggingarlistar. Fjallar bókin
einungis um einbýlishús.og ber
nafnið „Úrval íslenzkra einbýl-
ishúsa“. Hefur útgáfan haft
samvinnu við arkitektafélagið
um útgáfuna, en ellefu arki-
tektar eiga hlut að máli. Þeir
eru: Guðmundur Kr. Kristins-
son, Guðmundur Þór Pálsson,
Helgi Hjálmarsson, Vilihjálmur
Hjálmarsson, Högna Sigurðar-
dóttir, Jón Haraldsson, Jósef
Reynis, Manfreð Vilhjálmsson,
Skúli H. Norðdahl, Þorvaldur
S. Þorvaldsson og Jörundur
Pálsson.
Arkitektarnír hafa sjálfir val,-
ið húsin og ein-nig hafa mynda-
tökur verið framkvæmdar eft-
ir þeirra fyrirsögn, en Kristján
Magnússon hefur tekið flestar
myndimar.
Minnsta húsið er 140 fermetr-
ar, en það stærsta 230 og ærið
eru þau sundurileit að útliti og
má ætla, að mörgum þyki þar
ýmislegt athyglisvert. Grunn-
teikning, sem sérstaklega hef-
ur verið gerð fyrir bókina,
fylgir hverju húsi.
Myndimar, sem samtals ena.
142, eru prentaðar á vandaðan
myndapappír. Auglýsingar eru i
bókinni frá aðilum sem verzia
með byggingavörur, húsbúnað,
heimilistæki o.fl.
Forméla,. sem bæði er á fs-
lenzku og ensku, svo og aðra
texta í bókinni, hefur Gísli Sig-
urðsson skrifað, og einnig hefur
hann skipulagt bókina og ann-
azt útlitsteikníngu.
Minning
Kristín Eggertsdóttir
Fædd 3. ágúst 1924 — Dáin 4, desember 1967
v
1 dag verður Kristín. Eggerts-
dót.tir jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
Vildi ég mega minnast minn-
ar kæru bróðurdóttur með ör-
fáum orðum.
Kristín var fædd 3. ágúst
1924 í Stykkishólmi. Foreldrar
hennar votu hjónin Lilja Elín-
borg Jónsdóttir og Eggert Th.
Grímsson. Þau voru þá búsett
í Stykkishólmi. Kristín var
þriðja barn foreldra sinna, on
alls urðu börnin sex, óg fædd-
ust þrjú þeirra í Reykjavík.
Árið 1928 fluttist Kristín með
foreldrum sínum til Reykjavík-
ur og ólst þar upp. Á barns-
aldri átti hún við • vanheilsu að
stríða, en eftir fermingaraldur
náði hún allgóðri heilsu. Hinn^.
9. júní 1945 gekk hún í hjóna- i
band með Jóhannesi Guð-
mundssyni prentara frá Núpi í !
Haukadal í Dalasýsilu. Þau
eignuðust eina dóttur 22. sept.
1946, er hlaut nafnið Lára. Fyr-
ir rúmum 11 árum missti Krist-
ín heilsuna; lá fyrst heima, en
síðar á sjúkrahúsum og síðustu
árin á Vífilsstöðum, þar sem
hún lézt 4. þ.m.
Kristín var greind og gæf-
lynd kona, og bar veikindi sín
með æðrulausri rósemi, enda
vissi hún að óhætt var að
treysta manni hennar fyrir
uppeldi dótturinnar. Jóhannes
maður hennár reyndist henni
alla tíð hinn trausti og góði
félagi, sem sýndi einstaktþrek
og rósemi í langvarandi veik-
indum hennar. Einnig var Lára
dóttir þeirra henni mikið um-
hyggjusöm. Eftirlifandi móðh*
Kristínar, systkini, venzlafólk
og vinir eiga þeim feðginum
meira að þakka en svo, að
hægt sé að tjá það með ófuill-
komnum orðum. Læknum,
starfsliði og stofusystrum á
Vífilstaðahæli skal hér með
tjáð einlæg þökk fyrir frábæra
hjúkrun og umhyggju'.
Litlu eftir brúðkaup þeirra
Kristínar og Jóhannesar, ,1
byrjun júlímánaðar 1945, för-
um við í sumarleyfisferð vestur
að Búðum á Snæfellsnesi á
vegum Breiðfirðingafélagsins,
og var það þeirra brúðkaups-
ferð. Þá fyrst kynntist ég Jó-
hannesi, og hefur eigi fallið
skúggi á þann góða dreng öll
árin síðan. Við gengum á
Búðaklett og um Búðahraun, og
ég man alltaf hvað Kristín dáð-
ist að fegurð hraunsins ogfjöl-
skrúði jurtagróðurs þar. Einn
daginn gengum, við á Snæfells-
jökul, upp á hæsta tind. Við
gengum á jökulinn austan frá,
en suðvestur af honum niður
að Dagverðará. Ég undraðist bá
þrek hennar og bolgæði, því að
þetta var allerfið ganga, en
mjög ánægjuleg, því að við
vorum heppin með veður. Ég
man hvað við vorum öll glöð
á efsta tindinum um hádegið
í heiðríkjunni, enda gort
skyggni til allra átta. Kannski
hefur þetta verið fyrsta ogsíð-
asta fjallganga Kristínar.
Ég þakka þér, Stína mín, all-
ar ánægjustundirnar, sem þú
veittir mér og mínum. Blessuð
sé sú minning, sem um þig lif-
ir í hugum okkar, sem þekkt-
um þig. Eiginmanni þínum og
dóttur ykkar votta ég samúð
mína, svo og móður þinni og
systkinum.
Davíð Ö. Grítnsson.
Náttúrufræðinefnd H. í. N.
mótmælir minkufrumvurpinu
A íundi sinum sl. miðviku- landi séu eins hagstæð, og flutn-
dag, 6. desember, samþykkti
náttúruverndarráð Hins ísl.
náttúrufræðifélags eftirfarandi
mótmæli gegn frumvarpi því
til laga um loðdýrarækt og
minkaeldi, sem nú liggur fyr-
ir Alþingi:
„Náttúruvemdarnefnd Hinp
íslenzka náttúrufræðifélags
skorar á Alþingi að samþykkja
ekki frumvarp það tiil laga um
loðdýrarækt, sem nú liggur fyr- <
ir þinginu.'þar sem m.a. er gert
ráð fyrir að minkaeldi verði
leyft í landinu. 1 því sambandi
vill nefndin benda á eftirfar-
andi atriði:
1. Náttúrufræðingar, sem
fjallað hafa um þetta mál, eru
sammála um að ekki beri að
leyfa minkarækt á íslandi. Ef
farið hefði verið að þeirra ráð-
um, væri enginn villiminkur i
landinu nú.
2. Reynslan hefur sýnt, .að
enginn getur ábyrgzt, að mink-
ar ekki sleppi úr haldi. Minka-
búr geta t.d. skemmzt af völd-
uit) veðurs eða dýrin komizt út
á annan hátt. Þetta hefur ekki
aðeins gerzt hér á landi, heldur
einnig í öðrum löndum, svo
sem Danmörku, Noregi, Sviþjóð,
Finnlandi og ' Bretlandi, þrá<t
fyrir ýtrustu varúðarráðstafan-
ir.
3. í frumvarpinu er m.a. gert
ráð fyrir að leyfa minkaeldi í
Vestmannaeyjum, en þar er
minkur ekki fyrir. Nefndin vill
benda á hver háski væri búinn
fúglalífi þar, ef að slíku yrði
horfið.
4. Nefndin dregur í efa, að
skilyrði til minkaræktar hér á
ingsmenn vilja vera . láta eða
íslenzk veðrátta heppileg fyrir
framleiðslu minkaskinna.
5. Nefndin vill minna á það
tjón/sem hlotizt hefur af inn-
flutningi dýra, sem borið hafa
ýmsa illkynjaða sjúkdóma til
landsins, og varar við þeirri
hættu sem af þvi getur stafað.
6. Nefndin telur hættu á að
Framhald á bls. 9.
Hæstu vinningar
í Happdrætti H\ \
Mánudaginn 11. desember var
dregið í 12. flokki Happdrættl
is Háskóla íslands. Dregnir voru
6.500 vinningar að fjárhæð
24.020.000 ’ krónur.
Hæsti vinningurinn, ein milj-
ón króna, kom á hálfmiða núm-
er 24.429. Voru miðamir seldir
á þessum stöðum: Borðeyri,
Þingeyri og Hófsósi. í Hofsósi
voru seldir tveir hálfmiðar af
þessu númeri. Áttu þrír menn
báða miðana og þar að auki
tuttugu og fimm miða í röð. Fá
þeir því auk hæsta vinnings^
ins, báða aukavinningana. eða
eina miljón og eitt hundrað þús-
und krónur.
100.000 krónur komu á heil-
miða númer 27712. Voru báðir
heilmiðarnir seldir í umboðinu
á Ólafsfirði
Auk þessa voru dregnir úr
968 vinningar á 10.000 krónur,
1.044 vinningar á 5.000 krónur
og 4.480 viqningar á 1.500 krón-
úr. — (Birt án ábyrgðar).
t
i