Þjóðviljinn - 13.12.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.12.1967, Qupperneq 7
Miðvik<ud&gur 13. desember 1867 — ÞJÓÐVI3UINN — SlÐA 'J LúSvlk Jósepsson: Hvað hugsar Hannibal Valdimarsson? * Hleypur af miðstgórnarfundi þegar samþykkt er aS Alþýðubandalagið skuli gert að flokki • Rýfur samstöðu við samherja þegar ríkisvaldið boðar stórfelldar órósir ó vinnandi fóik Sá íurðulegi atburður, að Hannibal Valdimarsson skyldi hlaupa af miðstjómarfundi Al- þýðubandalagsins 2. désember s.l. strax í upphafi fundar eft- ir að hann hafði sett fundinn og flutt sína framsöguræðu, hefur skiljanlega orðið mörg- um undrunarefni og hrein ráð- gáta. Eðlilega er spurt hvað hafi valdið brotthlaupinu, hvað hafi gerzt og hvað standi til. t>eir sem fundinn sátu hafa á- byggilega átt erfitt með að svara þessum spurningum, þó að þeir hafi hlýtt á þá ræðu Hannibals, sem endaði á þeirri yfirlýsingu að nú viki hann af fundi og ætlaði sér ekki að ræða frekar við fundarmenn. Hannibal hefur tekið þann kost að endursemja ræðu sína frá miðstjórnarfuridinum og birta hana þannig í Verka- manninum á Akureyri, sem út 'kom föstudaginn 8. desember. í Verkamannsgreininni bein- ir Hannibal skeytum sínum all- mjög að mér og þingflokki Al- þýðubandalagsins og kemst ég því ekki hjá að svara þeim skeytum með nokkrum orðum og leiðrétta missagnir og bein- ar villur sem fram koma í frá- I sögn hans. Ég mun hins vegar leiða hjá mér þrætur um auka-atriði, og deilur við Hanni- Félagasamtökin Vernd munu eins og að undanförnu haía jólafagnað á aðfangada'gskvöld í Góðtemplarahúsinu fyrir þá, sem ekki hafa tækifæri til að vera,þetta helgasta kvöld ársins hjá' vinum eða vandamönnum. Félagasamtökin njóta að vísu nokkurs styrks frá ríki og bæj- arfélögum til starfsehii sinnar. sem er fyrst og fremnst fanga- hjálp, en þessum jólafagnaði er algerlega haldið utan við það. Það sem stendur undir kostn- aði við þennan þátt starfsem- innar er eingöngu hin alkunna rausn og hjálpsemi Reykvík- inga, sem æfinlega eru viljugir að veita þörfum málefnum lið. Mörgum stofnunum og ein- staklinguna eigum við það að þakka að hægt hefur verið að halda uppi þessari starfsemi, og jafnframt senda jólagjafir til þeirra, sem af ýmsum ástæðum eiga ekki von á þeim frá öðr- um. Seinasta jólafagnað Verndar sóttu yfir 50 manns, sem aliir fengu jólagjafir. Alls hafa ver- ið sendar út úm 200 jólapakk- ar árlega, síðan þessi starfsemi hófst. i | bal Valdimarsson umfram bein tilefni frá honum, mun ég ekki taka upp. Ég hygg, að öllum, sem lesa Verkamannsgrein Hannibals hljóti að vera það Ijóst, að það eina, sem hann færir fram til afsökunar á framkomu sinni á miðstjórnarfundinum er það, að við ýmsir samlierjar hans höfum ekki metið hann að verð- leikum, ekki sýnt honum nægi- legt traust og jafnvel reynt að halda honum og „hans mönn- um“ áhrifalausum í samtökun- um. — Þetta er kjarninn í öllu þvi sem Hannibal segir og Mörgum hefur þótt gefast vel að heita á Vernd, en allar slík- ar gjafir og áheit eru notuð til matai-kaupa, því þótt sorglegt sé frá að segja koma dagilega mprgir á skrifstofu samtakanna á Grjótagötu 14, sem eru mat- arþurfi. • Einnig hefur Vernd haft forgöngu með að gestum í fangageymslunni í Síðumúla, sc gefin heit súpa, áður en þeir fara útá götuna aftur. Allt þetta kostar mikið fé, og treystum við því eins og áður á hjálp og velvilja Reykvíkinga til þess að hægt sé að halda þessari starfsemi áfram, svo að enginn þurfi að sitja einn kaidur og svangur, á aðfanga- dagskvöld. Jólanefnd Verndar skipa þess- ar konur: Sigríður J. Magnús- son, sími 12398, Lóa Kristjáns- dóttir, s. 12423, Rannveig Ingi- mundardóttir s. 12385, Hanna Jóhannesardóttir s. 12677 og Emilía Húnfjörð s. 81833 og Unnur /Sigurðardóttir, s- 17880. Skrifstofa Vemdar er opin alla daga frá 9tl2 f.h. og frá 4-10 e.h. skrifar um þessi mál; allt ann- að eru umbúðir, eða aukaatriði. Ég skal þá víkja að nokkrum þeim atriðum, sem Hannibal gerir að umtalsefni í grein sinni í Verkamanninum. Undirbúningur mið- stjórnarfundarins Ein er sú af ásökunum Hannibals á hendur mér og framkvæmdastjórn að fulltrú- ar hafi verið valdir þannig í nefndir fundarins að ákveðinn „meirihluti" hafi verið tryggð-’ ur fyrirfrarri. Á fundi, sem haldinn var í framkvæmdastjórn daginn fyr- ir miðstjórnarfundinn og Hannibal' var mættur á, lagði stjórn framkvæmdastjórnarinn- ar, þeir Guðmundur Hjartar- son, Guðmundur Vigfússon og Gils Guðmundsson fram tillög- ur um fulltrúaval í þrjár nefnd- ir miðstjómarfundarins. Þeir lögðu til að í stjórn- málanefnd yrðu valdir þessir menn: % Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósepsson, Björn Jónsson, Magnús Kjartansson, Skúli Alexandersson, Finnur T. Hjörleifsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Jónas Magnússon, Jón A. Bjamason, ísafirði, — og í skipulagsnefnd þessir menn: Ragnar Arnalds, Einar Hannesson, Jónas Árnason, Steingrímur Pálsson, Hjalti Haraldsson, Hjörleifur Guttormsson, Garðar Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Kópavogi, Guðjón Jónsson, « — og í kjörnefnd þessir menn: Guðmundur Hjartarson, Gils Guðmu'ndsson, Guðmundur Vigfússon, Þormóður Pálsson, Sigurður Guðgeirsson. Enginn ágreiningur kom fram um fyrri nefndirnar tvær og gerði Hannibal þar enga at- liugasemd um val á mönnum og tók þátt í ákvörðuninni eins og aðrir. Sú framkoma Hannibals að leggja fram á miðstjórnarfund- inum aðrar tillögur um 9 menn í hvora þessa nefnd um sig og knýja fram skriflega kosningu í upphafi fundar var því næsta íurðuleg og í litlu samræmi við það sem á undan var geng- ið. Þegar kom til afgreiðslu á tillögu þeirra þremenninganna í stjórn ff-amkvæmdastjórnar- innar um val á mönnum í kjör- nefnd, gerði ég þá athugasemd að ég teldi óviðeigandi að í þeirri nefnd væru einvörðungu menn frá Reykj avíkursvæðinu og lagði því til að í þá nefnd yrðu kosnir 7 menn í stað 5 og þar sem ég vildi gjarnan styðja þá sem upp á væri stungið myndi ég stinga upp á tveimur mönnum til viðbót- ar. Ég nefndi til utan af landi þá Bjarna Þórðarson Neskaup- stað og Sigurð B. Guðbrands- son úr Borgamesi. Tillaga mín um að fjölga í nefndinni upp í 7 var síðan borin upp, en felld með 5:4 atkvæðum. Þá varð að kjósa í nefndina þar sem Björn Jónsson haíði stungið upp á Ingólfi Árnasyni frá Akureyri og Finni Torfa Hjörleifssyni og Jón Hanni- balsson hafði stungið upp á Karvel Pálmasyni og ég upp á þeim tveimur sem áður er sagt. Þetta leggur Hannibal Valdimarsson út á þann veg í Verkamannsgreininni, að ég hafi fengið „ ... háskamanninn Sigurð Guðgeirsson felldan úr tillögu framkvæmdanefndar“. Ég hafði þó í áheyrn allra lýst yfir, að ég vildi kjósa Sig- urð í nefndina eins og alla þá sem stjórnin liafði gert tillög- ur um. En það bar ekki á því, að Björn Jónsson, eða Jón Hannibalsson gerðu það. Þá er rétt á það að benda, að þegar Hannibal flutti á mið- stjórnarfundinum sérstaka til- lögu um menn í kjörnefnd, þá lagði hann ekki til að Sigurður Guðgeirsson yrði kosinn í nefndina. _ Þingflokkurinn Þá segir Hannibal í Verka- mannsgrein sinni, að ég hafi í þingflokknum vandlega haft í heiðri þá kennisetningu: að hafa þá með — en áhrifalausa, og á þá við, að hann og „hans Á 23. þingi Fanmanna eg Fiskimannasambands Isl. sem haldið var dagana 23.-27. nóv. sl. hér i Reykjavík voru eftir- farandi samþykktir gerðar: Að skora á Alþingi er nú sit- ur að endurflytja tillögu um radíóstaðsetningakerfi, er al- þingismennirnir Davíð Ólafsson, Pétur Sigurðsson og Sverrir Júl- íusson fluttu á síðasta Alþingi. Einnig var saimþykkt að skora á samgöngumálaráðherra ag vitamálastjóra að endurskoða reglugerð um leiðsögu Isiands frá 12. janúar 1934. Ennfremur aö gefin verði út ný leiðsögu- bók. Ennfremur skoraði þing F.F.S.I. á ríkisstjórn og Ailþingi að fram fari br^yting á lögum um vita- og hafnarmál og þau skiptist þannig, að meira tillit verði tekið til álits heima- manna, þogar hafnarmannvirki eru staðsett. Þing F.F.S.I. fer þess á leit við háttvirtan sjáv- arútvegsmálaráðherra að hann hlutist til um að fiskileit verði starfrækt allt árið, önnur en síldarleit. 23. þing F.F.S.I. skorar á rík- menn“ hafi mjög verið settir hjá í þingflokknum. f þingflokknum hafa komið upp þrjú . minniháttar ágrein- ingsefni á þessu hausti. Hið fyrsta var um kjör á formanni þingflokksins. í 11 ár hefur Hannibal verið formaður Alþýðubandalagsins en aldrei hefur það, fyrr en í haust, komið til mála að hann yrði jafnframt formaður þingflokks- ins. Hannibal undi því vel í mörg ári að Einar Olgeirsson væri formaður þingflokksins og síðan einnig í nokkur ár að ég væri í því starfi. En nú í haust virtist þetta skyndilega snúast við og stóð þá ekki á Birni Jónssyni að sjá til þess að það kæmi íram að Hanni- bal naut ekki fylgis til }x>ss í þingflokknum eins og á' stóð. Á þetta ágreiningsefni minnist Hannibal ekki í ásökunargrein sinni. Annað ágreiningsefnið í þing- flokknum var um val á manni í yfirkjörstjóm í Reykjavík. Sá háttur var á hafður að þingmenn úr kjördæmunum tilnefndu yfirkjörstjórnarmann hver úr sínu kjördæmi. Þetta var auðvelt nema í Reykjavík. Tveir þingmenn úr Reykjavík vildu hafa ívar H. Jónsson lögfræðing, en einn var á móti honum. Eftir nokkurt þóf var látið undan kröfum Hannibáls og nafn ívars dregið til Kaka og Halldór Jakobsson, sem Hanni- bal gat íallizt á, settur i stað- inn. Þriðja ágreiningsefnið i þing- flokknum var um val á manni í Norðurlandaráð til eins árs. Meirihluti þingflokksins féllst á að rétt væri, að Magnús Kjart- ansson yrði séndur á ráðsfund- inn að þessu sinni, m.a. með hliðsjón af því að áður hafði Einar Olgeirsson verið okkar aðalfulltrúi í Norðurlandaráði og einnig með tilliti til þess, að Magnús var nú kosinn í færri nefndir en Einar ,áður. Getur það verið að þessi á- greiningsefni hafi alvarleg á- hrif á reynda stjórnmálamenn? Annars skal það tekið fram, að Hannibal Valdimarsson hef- isstjórn að hlutast til um aö Alþingi það er nú situr sam- þykki Jög um tilkynningar- skyldu fiskiskipa, samkvæmt tillögu nefndar er skipuð var 1963. Þing F.F.S.I. þakkar þeim skipstjórum er frumkvæði áttu fið því að tilkynningarskylda komst á á síðustu síldarvertíð. Þingið kaus nefnd til þess að ræða við skipaskoðunarstjóra um hleðslu síldveiðiskipa. Þingið áréttar fyrri sam- þykktir sinar varðandi vitamál. radíóvita á Langanesi, ljósdutl á Laufósgrunn, radarmei'ki á Kolbeinsey og fleira. 23. þing skorar á Alþingi að styðja innlendar skipasmíðar eftir fremsta megni. Einnig skorar þingið á sjávarútvegs- málaráðherra að beita sér fyrir þvi að nýting á síld, veiddri á fjarlægum miðum, verði betri en nú er. Ennfremur að styðja eftir mætti þau fyrirtæki, er vinna að fullnýtingu sjávaraí- urða. Það eru eindregin tilmæli þingsins að F.F.S.I. fái að segja álit sitt á þéim uimsóknum er ur í haust verið kosinn í allar þær uefndir og stillt upp í all- ar þær stöður, sem hann hefur áður verið nefndur til af þing- flokknum. Um val í aðrar trúnaðarstöð- ur hefur verið fullt samkomu- lag í þingflokknum og sízt hallað á þá menn, sem Hanni- bal virðist bera fyrir brjósti. Ég læt þessi dæmi um ásak- anir Hannibals á mig og aðra samherja sína nægja. Þau sýna það glöggt, að áfellisdómar hans eru rangir. Það hefur ekki verið gengið á hlut hans eða „hans manna“. Tillögurnar um menn í nefnd- ir miðstjórnarfundarins voru eðlilegar og sanngjarnar og störf þingflokksins hafa venð á venjulegan hátt. Sú staðreynd, að Hannibal Valdimarsson skuli hafa þotið af miðstjórnarfundi í upphafi fundar án þess að gefa mið- stjórnarmönnum nokkurn kost á því að ræða við sig um mál- in, verður að skýrast, ef hún á að vera afsakanleg, með öðr- um og haldbetri rökum en þeim sem fram koma í Verka- mannsgrein hans. Það er alltof lítið gert úr Hannibal Valdimarssyni að af- saka framkomu hans við mið- stjórn Alþýðubandalagsins með því, að hann hafi ekki verið kosinn í Norðurlandaráð, eða ekki kosinn formaður allra stofnana Alþýðubandalagsins. feað sem sérstaklega kallar á skýringu á þessarj framkomu Hannibals er það. að hann skuli einmitt þjóta út, þegar fyrir liggur samkomulag um að breyta Alþýðubandalaginu í formlegan stjórnmálaflokk, eins og hann telur sig hafa viljað. Og ekki síður krefst það skýtingar hvers vegna hann telur einmitt nú ástæðu til þess að rjúfa samstöðu Alþýðu- bandalagsmanna um það leyti, sem meir reynir á samstöðuna i íslenzkri verkalýðshreyfingu og flokki hennar en nokkru sinni áður, vegna stórfelldra árása ríkisvaldsins á kjör al- þýðunnar í landinu. Hvað er Hannibal Valdimars- son að hugsa? ríkisstjórninni berast varðandi fjárfestingu í_ fiskiðnaði. Þing F.F.S.Í. vill beina þeim tilmælum til beitunefndar sö hún hlutist til um að ávallt sé næg og góð beitusíld til, og ekki endurtaki sig það er gerd- ist síðast liðið sumar að beita var keypt af erlendum aðilum á sáma tíma og íslenzkt skip, sem lá aðgerðarlaust, gat fryst jafngóða síld og keypt var. Á síðustu árum hefur síldarleit starfað við góðan orðstír og er þakkarvex't, en að mörgu þarf að hyggja, ef veiðar á að stunda með svipuðum hætti og gert var síðast liðið sumar. Fyrst og fremst vantar stór- aukinn flutningaflota, birgða- skip sem flytja vatn og vistir, læknaþjónustu, viðgerðarmenn fyrir síldarleitartæki og smærri vélabilanir. Ennfretnnr skorar þingið á ríkisstjórnina að end- urnýjun togaraflotans dragist ekki meira en orðið er. Að endingu að menntamálaráð- herra hlutist til um að kennsla á sjálfvirknitækjum vei'ði tek- in upp við Sjómannaskórann og Vélstjóraskólann. Mjólkurumbúðir Éin áf íyrirsögnum Morgun- blaðsins — nánar til tekið 10. þ.m. — má lesa eftirfarandi á bláðsíðu 31: „Nefnd kannar mjólkurum- búðarmálið. — Skipuð hefur verið nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar úr flestum ráðu- * neytunum, til að kanna svoj nefnt mjólkurumbúðarmál". , Svo mörg eru þau orð. En Morgunblaðið gleymir aðalat- riðinu, sem er, að í nefndinni er enginn fulltrúi frá heil- brigfiismálaráðuneytinu, frá því ráðuneyti, sem hefur þó m’eð þessi mál að gera, eða frá þeim stofnunum, sem vinna á þess vegum í mjólkur- og matvælaeftirliti landsins. Þnr má til nefna landlæknisembætt- ið, héraðslækna, heilbrigðis- nefndir og mjólkureftirlit rík- isins. Þegar undirritaður byrjaði að starfa í mjólkurmálum landsins fyrir ca 21 ári, þá voru vörugæðin aðalatríðið en ekki umbúðirnar. Nú er hins vegar svo komið hjá „sumum“, að gæði vörunnar eru auka- atriði, en umbúfiimar aðalat- riðið. Rétt er að geta þess, að um- rædd grein í Morgunblafilnu er ófeðruð. Ég óska öllum landsmönnum árs og friðar á komandi ári. Reykjavík, 11. des. 1967. Kári Guðmundsson. Vernd heldur jólufagnuð sinn á aðhngadagskvöld að venju Ályktanir þings Farmanna- og fiskimannasambandsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.