Þjóðviljinn - 13.12.1967, Síða 10
I
|Q SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 13. desember 1903.
— Hann sagði: — Mér þykir
lei'bL í>að er önnur kona.
— Bara þetta?
— Já. góði minn, ég spurði
hann.
— Ég veit það, en — Hvað
sagðir þú?
— Hvað gat ég sagt, Dane?
Ég hef aldrei á ævinni þurft að
fást við svona nokkuð- Ég held
ég hafi sagt: Mér þykir það leitt
líka, en það er léttir að fá að
vita það, og það var það líka.
Það var léttir.
— Og hvað sagði pabbi þá?
Hvað gerði hann?
— Kinkaði kolli.
— Kinkaði koili? Var það allt
og sumt?
— Það var allt og sumt. Og
þegar móðir hans sá hvemig
honum leið, þá bætti hún við:
— Mér þykir það leitt, góði
minn, en þú spurðir mig.
— Og var þetta endirinn á
samtalinu?
— Já.
Ótrúlegt. Þetta var eins og úr
leikriti eftir Noel Coward. Og nú
gerði Dane sér dálítið annað
ljóst. Undir níðri hafðj hann
haft einhverja hugmynd um óró-
leika hjá móður sinni. Sennilega
var það þess vegna sem hann
hafði sjálfur verið órólegur og
hikað við að fara úr borginni.
Honum virtist vera þetta í blóð
borið.
Dane sagði einu sinni í gamni
við Judy Walsh að. móðir hans
-væri að vissu leyti jafn fágætt
afbrigði og heiðahænan og bréf-
ELLERY QUEEN:
fjórða
hliðin
a
vist hermar er eins og að vera á
leiksviði í miðri sýningu á
Berkeley Square.
— Dane. Að þú skulir segja
þétta.
— Ég hef þurft að vera sam-
vistum við hana, Judy litla.
Fráskildar konur sem giftust
á ný, lifðu í hórdómi; um slíkt
var ekki talað, riema hvað mað-
ur vorkenndi veslings bömunum
þeirra.
Það var í sarhbandi við kynlíf
og hjónabönd sem uppeldi Lut-
etiu MeKell hafði mest áhrif.
Stúlka kom jómfrú í hjónasæng-
ina; annað var svo fráleitt að það
var ekki rætt. Henni hefði ekki
fremur dottið í hug að taka sér
elskhuga en hún hefði leyft
bjamdýri að éta sig með húð og
hári. Tvískipt hjónarúm var
henni jafnfjarlægt og bæna-
þríhyrningnum
HARÐVIÐAR
DTIHURDSR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKOLASONAR
tslýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofs
Steinu og Dódó
Laagav 18. £11. hæð (lyfta >
Sím) 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Garðsenda 21. SIMI 33-968
dúfan væru órðnar, hún væri
að minnsta kosti sjaldfundnari
en vísundurinn-
Anna Lutetia DeWitt McKell
var eftirlegukind. Hún fæddist
sex árum eftir lát Viktoríu
drottningar og i fíngerðum lík-
ama sínum bar hún viktoríuand-.
ann inn í miðja tuttugustu öld-
ina, nærði hann eins og hún
væri guðlegur vörður hins eilífa
elds- Hún missti móður sína
bam að aldri og hafði alizt upp
hjá ömmu sem var af Phillips-
ættinni og leyfði engum að
gleyma því, sízt Lutetiu; gamla
konan leit á sjálfa sig sem dótt-
ur Englands; hún móðgaðist
ævinlega þegar sagt var að hún
tilheyrði biskupakirkjunni —
,,Ég er enskur kaþólikki“, sagði
hún. En amman var ekki næg
skýring á dótturdótturinni. Úr
föðurátt hafði Lutetia erft stolt og
hleypidóma í stórum stíl. í sjálf-
heldu milli Viktoríuandans og
hollenzku manndyggðanna mátti
Lutetia sjálf sín lítils.
Undir niðri áleit hún það enn-
þá „rangt“ að ungt fólk af báð-
um kynjum vseri látið koma
saman eftirlitslaust; þjóðfélags-
legt frelsi tuttugustu aldarinnar
gerði hana alveg ringlaða. Orð-
ið „kyn“ var ekki notað í sam-
ræðum sem „dömur“ tóku þátt
í; það hafði kostað hana mikið
átak að láta út úr sér orðin
„önnur kona“ í samtalinu við
son sinn. Það var gerður grein-
armunur á fleiru í orðabók Lut-
etiu. Judith var til að mynda
„starfsfélagi" manns’.ns hennar
(og það var strembið fyr'ir hana
að viðurkenna að „betri stúlka“
gæti tekið þátt í „viðskiptum").
Hefði hún átt að hugsa um Judy
sem starfsstúlku, hefði Lutetia
óhjákvæmiíega sett hana á bekk
með „þjónustufólkinu". Auðvitað
va>- maður kurteis, já, jafnvel
alúðlegur við þjónustufólkið; en
maður settist ekki til borðs með
því.
Lutetia DeWitt hafði lifað í
hæfilegu skjóli; hún hafði gengið
í viðeigandi skóla fyrir. heldri
stúlkur, hún hafði farlð í ferða-
lagíð mikla í viðeigandi félags-
skap; hún hafði aldrei á ævinni
komið i næturklúbb (Lutetia
kallaði það ,,kabarett“); nætur-
klúbbur, var eins konar gleði-
hús. Hún dreypti á sh^rryglasi
við einstaka tækifæri; bjór leit
hún á sem mat, sem hægt væri
að drekka til að auka þyngd
sínd; whisky var eingöngu handa
karlmönnum. Hún varði gjaman
klukkustund á degi hverjum í
það sem hún kallaði „hannyrðir"
en það gerði hún þó aldrei f ná-
vist gesta, vegna þess að hún
var að búa til „smáflíkur“ fyrir
systrafélagið í kirkjunni hennar,
sem hjálpaði „ólánssömum“ ung-
um konum-
Hún var ótrúleg, eins og Dane
sagði við Judy. — Mér þykir
vænt um mömmu, sagði hann.
— En að vera til Jengdar í ná-
mottur eða hrákadallur, þótt að-
skilin svefnherbergi gætu komið
sér vel undir vissum kringum-
stæðum- Hún hafði einhverja ó-
Ijósa hugmynd um að í fjarlæg-
um heimi eiginmannanna væru
til skrýmsli á borð við „léttúðar-
drósir"; þótt slíkt fyllti hana
vanþóknun, þá sætti hún sig við
það. Að þessu leyti var Lutetia
McKell skyldari frönsku milli-
stéttinni en ensku og banda-
rísku yfirstéttinni.
Það var blessun að hún skyldi
hafa yfir eigin fjármunum að
ráða, hagræði sem gerði henni
kleift að taka þátt í góðgerðar-
starfsemi og gefa persónulesar
gjafir- Til heimilisins rann ekki
eyrir milli handa hennar og
henni hafði aldrei komið til hug-
ar að krefjast réttar síns sem
eiginkona í þessu sambandi.
Lutetia McKell lifði bar sem
éiginmaður hennar mælti fyrir,
ferðaðist þegar hann mælti svo
fyrir og þangað sem hann á-
kvað, keypti það sem hann sasði
henni að kaupa, stjqrnaði heim-
ilinu eins og hann vildi að því
væri stjórnað. Hún var ham-
ingjusörri þegar maður hennar
virtist ánægður; hún var hrygg
þegar hann virtist miður sín.
Hún átti sér engar vonir eða
þrár sem Ashton var ekki aðili
að, og hún saknaði þess ekki.
En samt sem áður .'.....önnur
kona“...... \
Þessi gamli geithafur, hugsaði
Dane.
Hann hafði djúpa samúð með
móður sinni; á hinn bóginn vor-
kenndi hann líka föður sínum.
En hugsanir hans snerust þó
mest um móður hans. Hvemig
átti hún að fást við aðstæður
af þessu tagi, hún var á engan
hátt undir það búin. Hún var
ekki eins og aðrar konur.
— Það hefur aldrei komið fyrir
áður, sagði hún og hún beit sam-
an vörum eins og hún vildi segja:
Og það hefði ekki átt áð koma
fyrir núna; en þessir varatilburð-
ir voru eina gagnrýnin sem hún
myndi nokkurn tíma láta í ljós.
— Ég veit að karlmenn hafa,
já, vissar kenndir, sem konur
hafa ef til vill ekki, og undir
vissum kringumstæðum hafa þeir
ekki — fullkomlega stjórn á sér.
En þetta hefur aldrei fyrr komið
fyrir föður þinn, Dane, ég er
alveg vis9 um það. Það var eins
og hun væri að verja mál eigin-
mannsins fyrir einhverjum dóm-
stóli. Hún sat í stólnum sínum
með spenntar greipar, það vott-
aði ekki fyrir tárum í bamsleg-
um, bláum augunum — brot-
hætt. miðaldra postulínskona.
Hann hefði ekki átt að gera
henni þetta, hugsaði Dane. Ékki
mömmu. fifún er ekki sköpuð til
þess. Hve óburðugt sem hjóna-
líf þeirra kunni að vera, þá
hefði hann ekki átt að gera
hana að aðila að svona ómerki-
legum hjónabandsharmleik. Ekki
eftir þessa löngu sambúð. Ekki
eftir að hafa mótað þessa gam-
aldags mannveru að vild sinni.
Hvað var líf hennar án eigin-
mannsins? Ashton McKell var
það sem líf hennar snerist um.
Án hans væri hún eins og reiki-
stjamq sem slitnað ^hafði frá
splu. Dane fór að finna til reiði.
Þá fór hann að íhuga málið á
ný, vegna þess að fyrst í stað
hafði hann litið á þetta frá sjón-
armiði karlmannsins. Hvernig
yrði að Heimsækja föðurinn og
finna þar einhverja glannalega
kvennpersónu )jieð litað hár ....
— Dane, þetta er stjúpa þín. —
Ó, nei,' Ashi. Kallaðu mig Glad-
ys, Dane- Eða Gert eða Sadie.
Það fór hrullur um Dane. Það
gat ekki verið að faðir hans hefði
lagzt svo lágt. Ekki ein af þess-
um ómerkilegu næturklúbbs-
kvensum.
— Mamma, hefur hann riokkuð
minnzt á skilnað?
Lutetia leit á hann bláum og
skærum undrunaraugum. — En
sú spurning, Dane. Ég held nú
síður. Slíkt dytti okkur foreldr-
um þínum aldrei í hus.
— Því ekkj það? Ef —
— Fólk úr okkar stétt skilur
ekki- Og kirkjan viðurkennir
ekki skilnað. Ég vil að minnsta
kosti ekki skilnað. og þótt ég
vildi hann, þá tæki faðir þinn
'það ekki í mál.
Þú segir það, hugsaði Dane
bungbúinn. Hann stillti sig um
að minnast á það sem Lutetia!
vissi vel, að svo framarlega sem |
hvorugur aðilinn giftist aftur eft- j
ir borgaralegan skilnað, þá var
ekki um neitt brot gegn kirkj-
unni að ræða. En hvemig gat
hún umborið hórdóm? Dane til
undrunar fann hann að 'afstaða !
hans var að verða mjög svt>
gamaldags. Eða var hann aðeins
að setia sig í spor móður sinn- j
ar? (Allt í einu varð hetta allt
saman ein flækiá. Hann var allt
í einu farinn að hu?rsa um Mc-
Kell auðinn. McKell auðurinn
skipti hann í rauninni engu máli
— hann hafði aldrei áairtizt
hann sérstaklega, hann hafði svo
sannarlega ekki aflað 'eyris af
honum og hann þurfti ekki á
honum að halda, vegna bess að
hann hafði fengið arf úr tveim-
ur áttum. og hann hafði hvað
eftir annað neitað að taka *þátt í
ráðstöfunum á honum. En samt
fyllist hann nú reiði við tilhugs-
unina um að ,,önnur kona“ kæm-
ist yfir hann).
— Hann hefur farið á bakvið
bie, mamma. Hvemig geturðu
haldið áfram að búa með hon-
um?
— Ég er alveg hissa á þér,
Dane. Þú ert að tala um hann
föður þinn. Hún var reiðubúin að
fyrirgefa hjúskaparbrot- Afþakk-
áði drukknandi kona björgunar-
hringinn, af þvi að hann var með
olíubrák?
Lutetia sat stillilega á stól sem
vinur bróður sólkonungsins hafði
gefið ástkonu sinni — sat þolin-
móð- og án þess að -vita þetta
um sögu stölsins — og starði á
málverk af Fontainebleau skól-
anum — án þess að sjá það ....
málverk sem hékk þar sem áður
hafði hangið málverkið af Phill-
ipse ömmu hennar, klæddri
kjólnum sem hún hafði verið í
þegar hún hafði verið leidd inn
í samkvæmislífið fyrír einný öld.
— Auðvitað myndi ég veita
föður þínum skilnað, hélt hún
áfram með „sanngjörríu“ rödd-
inni, — ef hann kærði sig um.
En ég er sannfærð um, að slíkt
og þvílíkt hefur honum ekki
dottið í hug. Enginn McKell hef-
ur skilið við konu sína-
— En hvers vegna í guðs nafni
fór hann að ségja þér frá þessu?
spurði Dane gramur í bragði.
Aftur vottaði fyrir vandlætingu
í svip hennar. — Góði minn,
legðu ekki nafn guðs við hé-
góma.
SKOTTA
Það hefur komið fyrir að nemendur gæfu méV epli, en svona
hrifinn hefur enginn verið áður!
p-fTfnii'a.uBH ArabeilaC-Stereo
Drengja-jólajakkarnir
komnir, einnig buxur og skyrtur.
Smekkleg og ódýr vara.
Póstsendum um land allt.
O. L. Laugavegi 71
Sími 20141.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna — Bílaleiga.
BlLAÞJÖNOSTAN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
1
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur
— Örugg þjónusta
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennun. bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135
/