Þjóðviljinn - 15.12.1967, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.12.1967, Síða 9
Föstudagur 15. desemiber 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA t bokmenntir AÐ TRÚA Á STGKKA OG STEINA Svava Jakobsdóttir. Veizla undir grjótvegg. Sögur. Helgafell. 1967. 117 bls. ÖU höfum við heyrt tailað um manndýrkun og þykir þaðheid- ur dhrjálegt fyrirbæri eins og blaðalesendur vita. Hinsvegar er ekki nema stutt stund síðan dýrkun dauðra hlutá, eða und- irgefmi fuilkomin undir þá, komst aftur á dagskrá svo um munaði, en það er hér á landi einkum talið fólgið í því að menn leggja lífsorku sína í gríðarmikil hús. Þegar þvi er lokið eru menn sjálfir orðnir ein mublan í húsinu. Um þetta merkilega efni hefur Svava Jakobsdóttir sett saman flokk smásagna- Veizla undir grjót- vegg er rétt nafn á þessari bók: firnamikill veggur úr „íslenzku grjóti" rís þar oftar en einu sinni um þver hús sem firna- mikið stöðutákn — sem ríður eigandanum á slig, efnahagslega eða siðferðilega nema hvor- tveggja sé. Útgefandi segir á kápusíðu að „við lestur þessara sagna verð- ur sú spurning áleitin, hvort húsbyggingar og heimilisdýrkun nútímafólks komi i stað æðri verömæta-“ Þessi klausa er hér tilfærð vegna þess að höfundur virðist oftar en ekiki hafa þessi „æðri verðmæti" í huga um fram leið og hún reynir að rista frægri hlutdýrkun níð. En hver eru þau þá, þessi verðmæti sem hafa þokað. Höfiundur er að visu ekki skyld til að svara — en samt er sem Svava Jakobs- dóttir ympri á svari. Einhvers- staðar eru á sveimi vinátta sem ekki var stofnað til, ást á und- anhaldi, áhugamál sem ekki var fylgt eftir, blátt áfram sá hæfi- leiki að kunna að horfa á nátt- úruna. Á þessu ber einkum í sögum sem kallast mega venju- legar, ýkjulausar (t.d. Myndir og Veizla undir grjótvegg) — en þetta er borið fram feimnis- lega. á óljósan hátt, þetta sjón- armið verður ekki til að skýra eða styrkja sögumar að ráði. Svava Jakobsdóttir. Ó, þetta Bjarta hliðin snýr af helti sinni og fróðleiksfýsn barna sinna og stundum haltr- aði hún jafnvel meira en nauð- synlegt var.“ Það eru ýmsar góðar hugmyndir í þessari sögu eins og í fleiri furðusögum, en einnig aðrar sýnu lakari, það vill fara svo að sögurnar skreppa ekki saman og þá heldur sakir þess að of mikið sé sagt en of fátt- En undan verð- ur að skilja lokasögu bókarinn- a. sem einnig er af þessum flokki, sögunni af fjölskyldunni sem smám saman hvarf ofan í vatnsflauminn í kjailaranum. Þessi saga býr yfir raunveru- legri og samfelldari óhugnaði en aðrar henni skyldar, meira jafnvægi og öryggi í aðferð. Og sem fyrr segir þá verður ekki aðeins vitnað til hennar í þess- ari bók til stuðnings því áliti að Svava Jakobsdóttir sé engin boðflenna í húsi sagnasmiða. Á.B. írland! Jökull Jakobsson Dagbók frá Diafani Almenna bókafélagið, 1967. 153 bls. 1 þessari bók er lesandinn leiddur um götur fátækra þorpa á grískri eyju, hann fær að virðá fyrir sér fbúana í daglegri önn, kynnast sérstæðum per- sónum nánar og fylgist með samskiptum útlendu fjölskyld- unnar við þetta fólk í nokkra mánuði fyrir ári. Höfund- ur ætlar sér greinilega ekki annað en draga útlínur og segja ágrip. Ef til vill eru ekki forsendur fyrir nánari eftír- grennslan. Grísk tunga lærist ekki á nokkrum mánuðum. Við verðum að forðast tilætlunar- semi, þó stundum sé það erfitt- I þorpinu eru tvö kaffi. ,,Ann- að stendur við ströndina, það heitir Akteira og það er demó- kratískt — Hitt kaffið er hlynnt konunginum og önnu Maríu, frænku okkar.“ Lýsing kaffi- húsanna gefur sitthvað í skyn og við fáum að vita, að það eru lög, skrifuð, eða óskrifuð, að á opinberum stöðum skuli hanga uppi mjmd af kóngi og konu hans. Þessu hlýða jafnvel demókratar. Annars gætu þeir átt á hættu að einhver royal- istablók klagi þá fyrir yfir- völdunum og þá væri engin miskunn hjá Magnúsi Jóns- syni!! Ef spurningar kynnu að vakna hjá lesanda um forsend- ur þessarar skiptingar, hverjir sitji á konungsholla kaffinu og hverjir á því demókratíska, um hvað sé rætt o.þ.h., er tilgangs- laust að leita svars í þessari bók. Oft er vikið að aðgerðarleysi karímannanna í þorpinu. Þeir: ,,- sitja á kaffihúsunum og bíða eft.ir að lýðræðið sigri“ „- sitja og 'horfa út í bláinn, sumir handleika periur festar upp á band, aðrir hafa manndóm í að klóra sér hér og þar“. Konurn- ar eru aftur á móti sístarfandi brynna ösnum og gefa geit- um, þvo lín í sjávarmálinu eða baka brauð í útiofnum, bera sementspoka neðan af bryggju“. Ekki getur talizt óeðlilegt að svona fyrirkomulag veki for- vitni hjá því fóLki, sem bókin er skrifuð fyrir og árum sam- an hefur leitað gæfu sinnar i meiri aukavinnu. En því miður, ekki meira um það; svona er þetta bara á Karpaiþos. Lesandi fær óljóst hugboð um að eitthvert óhugnanlegt misk- unnarleysi sé samofið lífi þessa fátæka fólks. Einu útlending- amir i þoi*pinu eru prettaðir hvað eftir annað og gengur þá á ýmsu þvi að næsta sumar á að reyna að draga að skandi- naviska túrista og þorpið er að undirbúa fínt og þægilegt and- lit. Gömul kerling „tannlaus, hrukkótt og skorpin“ vekur fjölskylduna margan morgun með því að rífa upp lasburða gluggahlera og stara á fólkið um stund jaþlandi. Konur sett- ust og á tröppurnar með pinkla sína og högguðust ekki þótt húsráðendur þyrftu að komast út* Jökull Jakobsson Er sem lýsing kerlingagamma eins og i Zarbas sé á næsta leiti. En hér er allt litið með góðviljaðri rósemd og er bara skemmtilegt. Kerlingin í svefn- herbergisglugganum mælir ekki orð frá vörum „og ég er henni þakklátur fyrir það; það hefði varla verið vinnandi vegur að fara að fletta upp í orðabók með stírumar í augunum". Og tít er komin á íslenzku ævi- saga Jacks London, hins kunna og vinsæla bandaríska höfund- ar. Bókin nefnist „Sjóari á hestbaki“ og er eftir Irving Stone. Jack London þarf ekki að kynna með mörgum orðum; hann hefur um áratugi verið einn af eftirlætishöfundum ís- lenzkra lesenda. Bækur eins og Óbyggðirnar kalla, Bakkus kon- ungur og Gullæðið hafa löngum verið í tölu þeirra bóka, sem hæsta útlánatölu hafa haft á al- menningsbókasöfnum og selzt í þúsundum eintaka. Á kápu- síðu ævisögunnar er Jack London skrifar flestar sögur sínar af persónulegri reynslu sinni og því þarf engan að undra sem lesið hefur hinar spennandi bækur Londons, þótt ævisaga hans gefi í engu eftir skáldsögum hans hvað spennu og viðburðarí'ka atburðarás snertir. Ævisaga Jacks Londons var ein óslitin ævintýraslóð frá fátaékrahverfum San Francisco og ostrumiðum flóans þar, aust- ur til Japanseyja og Kóreu um undirheima Lundúna, hert i frosti Alaska — glædd í funa Suðurhafseyja, saga af óslökkv- andi fróðleiksfýsn og mennta- til að komast framhjá kerling- unum í tröppunum þarf ekki annað en taka undir sig stökk. Bókin er lýsing þess sem höf- undur sér. Hún gefur fá svör við þvi hvers vegna það sem hann sér er svona. Mannlýs- ingar era stundum gerðar fyllri riieð þvi að rakin er saga. Bisk- upinn er sýndur, eldabuskan, skóarinn og Vassilí; en rakarinn, kennslukonan og Linos eru skýrð með því að skyggnzt er aftur í fortíðina. Stuttar og smellnar gaman- sögur má finna á þessum dag- bókarblöðum og er saga um skeytasendingu eftirminnilegust þeirra. í síðasta þriðjungi bókarinn- ar, sem gerist í Pigadia, stærsta þorpi eyjarinnar, er eins ogefn- ið rýrni og gæti nokkurra endur- tekninga. Þótturinn um brott- för fjölskyldunnar er þó ein ljósasta og hraðastá frásögn bókarínnar. Hefði hún orðið ólíkt hressilegri endir en hin væmna lýsing á táknrænum hesti uppi í fjallaþorpinu Ol- ympos. Kristín Þorkelsdóttir hefur gert þokkafulla og látlausa myndskreytingu við bókina og séð um útlit hennar. Frágangur bókarinnar er fagur og virðist vandaður í hvívetna. Hörður Bergmann. þrá, kaldri raunhyggju ogmisk- unnarleysi, rómantískri sveim- hygli og kvenlegri viðkvæmni, saga róttæks sósíalista, sem var jafnframt harðsvíraður einstak- lingshyggjumaður, hetju, sem ekkert hræddist og átti krafta í kögglum, en gat fallið saman og efazt um sjólfan sig, svo að stappaði nærri geðsýki, manns, sem bjó yfir ofurmannlegri sjálfsögun, en varð samt áfeng- inu að bróð í blóma lífsins, er hann hafði náð þeirri frægð og frama, sem hugur hans stóð til“. Höfundur ævisögunnar „Sjó- arí á hestbaki", Irving Stone, er einnig víðkunnur og hér á landi einkum fyrir ævisögu hollenzka listmálarans Van María vitavörður heitir ást- ar- og hetjusaga eftir Th. Schröck-Beck sem nýkomin er út. María er mikill kven- kostur, víkingur í starfi og bjargvættur eyjarskeggja og skipsbrotsmanna. Og auðvitað reynast ástamálin henni enn erfiðari en hafrót og holskeflur. Denisc Robins hefur áður verið þýdd á íslenzku og orð- Þær sögur sem nú voru nefndar geyma trúverðugar svipmyndir úr húsaævintýrinu, svo langt sem þær ná. Skyld þeim er háðmeiri saga og skemmtilegri af manni semhef- ur ekki einu sinni dug í sér lengur til aö láta undan þægi- legri freistingu vegna trúnaðar síns við naglapakka, sem á að fara í baðstofuna í kjallaranum (Naglagangan). Enn betur tekst þó Svövu Jakobsdóttur upp i laglega gerðri gamansögu af þeim Ingólfi, sem gerði svo fullkomið eldhús að þar var ekki lengur pláss fyrir konu hans elskulega. Þó er sem höf- undur hafi í þessari sögu látið sér sjást yfir ýmsa kátínu sem hafa má af enn smámunalegri og furðulegri lýsingu á svo merku eldhúsi. ★ I nokkrum sögum gengur Svava Jakobsdóttir enn lengra en í „Eldhús eftir máli“ í átt til fáránleika, og fer þá gam- anið heldur að grána, vegur einatt salt við öhugnað. Við get- um nefnt til dæmis Sögu handa börnum — um fyrirmyndarhús- móðurina: „Hún haltraði dálítið síðan bömin skáru af henni stóru tána á hægra fæti. Þau höfðu viljað vita hvemig færi ef fólk hefði aðeins níu tær- Með sjálfri sér var hún stolt v Jack lamdou Goghs, Líísþorsta, sem út kom á íslenzku fyrir allmörgum ár- um. Nýjasta bók Irving Stone er ævisaga ítalska myndhöggv- arans Michelangelos. ★ „Sjóari á hestbaki“ er 312 blaðsíðna bók, auk allmargra myndasíðna. Þýðinguna gerði Gylfi Pálsson skólastjóri. Ot- gefandi er Isafoldarprentsmiðja ið vinsæl — nú kemur út eftir þennan höfund sagan „Stöðvaðu klukkuna". Þar segir frá ríkum glaumgosa sem kvæntist æsku- félaga sínum sem er allit í senn fögur og skynsöm. Með þessu móti er stefnt til margra sögu- legra árekstra. Ægisútgáfan gefur þessar bækur báðar út- Ævisaga Jacks London komin út hf. Tvær ástarsögur Ægisútgáfu Edna O’Brien. Sveita- stúlkurnar. — Þýðandi: Álfheiður Kjartansdótt- ir. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 208 bls. Edna O’Brien hefur ekki ver- ið nema 21 árs að aldri þegar hún skrifaði Sveitastúlkumar. Það er vel af stað farið. Það má segja, að í stórum dráttum er ekki sögð óvenju- leg saga í þessari bók. Ung stúlka i sveitaþorpi missir móður sína, er send á heima- vistarskóla, strýkur þaðan á- samt vinkonu sinni, fer til stórborgarinnar að vinna í búð, á sín fyrstu kynni við svonefnd- ar freistingar; þó nokkru áður er byrjað ástarævintýri henn- ar með eldri manni. Um svip- að efni hafa verið gerðar marg- ar bækur, góðar og afleitar og allt þar á milli. En bókin á sér engu að sið- ur sérstöðu, sem er fólgin í skemmtilegri og fjörlegri lýs- ingu á þessu makalausa frlandi sem við mörlandar fáum ein- hvernveginn seint nóg af. Þessu furðulega landi, þar sem allar klukkur virðast hafa stanzað um það bil sem Páskauppreisn og öðrum skyldum umsvifum lauk. Þorpið hennar Kötu Brady, sem segir söguna, er einmitt þetta írland (og um leið virðist sem við séum kom- in á slóðir Erskine Caldwells í Georgiu og þar um kring). Þar er ryk á mjólkinni og klósettin stífluð og tjaldið dregst ekki frá á leiksýningum, allt er annaðhvort bilað eða ekki notað, og menn hafa ekki áhyggjur af reikningum, troða þeim bara á bak við diskana þar til bankinn hirðir húsið. Og fólkið er sídrekkandi, hnuplandi, rausandi, raupandi og rammkaþólskt — og ein- Edna O’Brien staklega raungott. í þessu er rammur safi og viðfelldinn. Mér þykir minna til koma um frá- sögn af prísund klausturskólans sem þær Kata og vinkona hennar, Baba, eru sendar til, né heldur til þáttanna af hefðbundnum fótskriðum á hálum ís höfuðborgarinnar. En allt eru þetta samt vel læsi- legir textar og Baba er ágæt- lega skrifuð skvísa. Og Dýflini er líka frland. Það er ef til vill misskiln- ingur að leggja of mikið upp úr því að bók sé við hæfi ein- hvers ákveðins hóps manna — þó finnst mér ástæða til að ætla þetta æskuverk Ednu O'Brien eiga erindi við ungt fólk öðrum fremur, sem er að byrja að lesa bækur — sem ekki kafna undir nafni. Álfheiður Kjartansdóttir hef- ur gert hressilega þýðingu. En prentvillur eru margar. — Á.B. Brennur París? Isafold hefur gefið út fræga bók, „Brennur París“ eftir Larry Collins og Dominique Lapierre. Þetta er mikil bók, um 330 síður lesrnál og að auki nokkr- ar myndasíður. Bókin skiptist í þrjá meginhluta: Fyrsti hlut- inn ber fyrirsögnina Ógnunin, 2- hluti Baráttan, 3. hluti Laun- in. Þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson. Larry Collins, annar höfund- anna, er víðkunnur bandarískur blaðamaður, sem starfað hefur fyrir fréttastofuna UPI og viku- ritið Newsweek víða um lönd, m.a. í París, Róm og Austur- löndum nær. I fjögur ár safn- aði Collins heimildum að bók- inni Brennur París?, ásamt Dominique Lapierre, hinum bókarhöfundanna, sem einnig er kunnur blaðamaður bg skrif- að hefur nokkrar bækur. Lap- ierre hefur víða komið við sögu. Hann var fyrsti blaðamaðurinn sem fór um borð í skipið Santa María, sem Galvao hinn portú- galski lagði hald á, og sá sáð- asti sem ræddi við Chessmann, áður en hann var tekinn af Hfi. Hann hefur verið stríðslfrétta- ritari í Kóreu og Alsír og starfað mikið fyrir franska vikuritið Paris-Mathe. Bókin Brennur París? varð metsölubók viða er hún kom út og nú hefur verið gerð kvik- mynd byggð á henni. Úlfhundurinn Úlfhundurinn heitir unglinga- bók eftir Ken Andcrson, sem Ægisútgáfan gefur út. Þetta er spennandi saga um hund og fatlaðan dreng, sem berst fyrir því að sannfæra fjandsamlegt fullorðið fólk um að hundurinn sé ekki skaðvaldur heldur gæddur frábærum eiginleikum. Bók þessi hefur hlotið banda- rísk unglingabókaverðlaun. t *■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.