Þjóðviljinn - 15.12.1967, Side 14

Þjóðviljinn - 15.12.1967, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓ-ÐVILJINN — Föstudagur 15. desember 1967. sleppti blaðinu, þaut út úr bíln- um og opnaði afturdymar. Ash- ton McKell steig inn, Ramon settist upp í aftur, ræsti bílinh og stóra farartækið sveigði inn í umferðina- Dane ók á eftir í dálitlu upp- námi. Bíllinn ók í vesturátt. Hann ók íramhjá Washington markaðnum, framhjá gamla Sapolio húsinu, framhjá skipakvíunum, þar sem farskipin lágu eins og skrímsli úr hasarblöðum. Dane var spöl- kom á eftir í leigufordinum. Hvert voru þeir að fara? Yfir Georgs Washington brúna í ein- hverja óhugnanlega New Jersey útbórg þar sem Ashton McKell borgaði húsaleigu fyrir ekkju einhvers farandsala? Eða upp í 72. stræti og í einhverja tusku- brúðuibúð þar? En bíllinn beygði miðja vegu, þokaðist yfir að Fimmtu Avenue og hélt enn í norður. Dane hafði engah tíma til að vera með vangaveltur — hann var of nið- ursokkinn í að elta bílinn. Allt í einu stanzaði stóri bíll- inn fyrir framan rammlegt 3ja hæða steinihús sem Dane þekkti mæta vel. Hann var hissá- Ef það var nokkurt hús í New York sem faðir hans gat ekki átt stefnu- mót í, þá var það þetta. Metro- politan krikket klúbburinn, sam- komustaður hávirðulegra hefðar- manna. Krikket var ekki lengur aðal- verkefni klúbbsins, sem stofnað- ur hafði verið 1803. Þetta var khSbbur eins og aðrir fínir HARÐVIÐAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og 6nyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin a Það voru gamaldags gluggatjöld fyrir giuggunum á bílnum eins og á líkvagni, og nú voru tjöld- in dregin fyrir . Hvom fjandann átti þetta að þýða? Bíllinn sníglaðist inn í Centrai Park og fór að aka í undarlega hringi, Dane skildi ekki í hvaða tilgangi. Ekki til að hrista neinn af hælum sér — til þes® fór hann of hægt- Var hann bara að drepa tímann? AiLlt í einu ók svarti bíllinn upp að gangstéttinni og stanzaði bg þegar Dane ók framhjá, sá hann föður sinn fara út úr ekil- sætinu og stíga inn í aftursætið. Djane lagði bílnum handan við næstu beygju og beið með vélina í gangi. Hann var agndofa. Af hverju hafði faðir hans setzt aftur í bflinn? Dane var sann- færður um að enginn annar var þríhyrningnum klúbbar, lokaður fyrst og fremst. Og Dane leit upp og sá f jarskyld- an ættingja sinn, Adolphus Phill- ipse höfuðsmann, sem sýndist gróinn við stólinn sinn fyrir inn- an gluggann og var að lesa New York Times og sennilega að hneykslast á hættulegu frjáls- lyndi Barrys Goldwater öldunga- deildarþingmanns- Bentieybfllinn ók burt; Dane leit við nógu snemma til þess að sjá föður sinn ganga rösiklega upp slitin steinþrepin eins og það væri þriðjudagur eða föstu- dagur, en það voru klúbbdagarn- ir hans. Hvað ætlaði hann að gera? Fá sér drykk? Skrifa bréf? Hringja í símann?.... Dane hag- ræddi sér í sætinu. Hinum meg- in 1 glugganum, spölkom frá Phillipse höfuðsmanni sat Dr. MacAnderson niðursokkinn í samræður við einn af þessum skeggjuðu öldungum, sem hann hafði um hálfrar aldar sketð leitað upplýsinga hjá til að styðja þá kenningu sína að múgurinn sem elti böm Israels frá Egypta- landi, vseri í rauninni fprfeður sígaunanna. Phillipse höfuðs- maður fletti blaðinu sínu með hægð til þess að missa ekki af svo miklu sem' semíkommu í stárfsskýrslu ríkisbankans. Og Dane velti fyrir sér hversu lengi faðir hans yrði þarna inni. Hann settist upp. Hitinn og deyfðarlegar hreyfingar mánn- anna fyrir innan gluggann höfðu stolið því úr honum .... Hann fer mjög varlega, hafði móðir hans sagt. Gerir sérstakar varúð- arráðstafanir. Ef viðkoman í klúbbnum var nú „varúðarráðstöfun"? Dane þokaði Fordbílnum fyrir homið — og ekki bar á öðru! — við bakdyrnar á klúbbnum, fyTir utan almenningsbenzínstöð var Bentleybfllinn tómur — Rámon var horfinn. kominn í frí — t)g faðir Danes var að koma út. Ashton McKell var ekki lengur í ljósu hörfötunum sínum, sem saumuð voru hjá Sarcy í London, né heldur skónum (saumuðum sérstáklega) frá Mothertwaite í London né með hattinn úr jipi- pjapatréfjum, sem ofnár vom sérstaklega handa honum í Ecua- dor. Dane hafði aldrei séð þessi hálfglannalegu föt, sem hann var í núna- Hann var einnig með 'göngustaf og litla, svarta leður- tösku, eins og læknatösku. Dane hrukkaði ennið. Þetta gat varla talizt „varúðarráðstöf- un“ — einföld fataskipti. Hvað hafði hann í hyggju? McKell eldri gekk framhjá Bentíeýbílnum og fyrirvaralaust steig hann inn í svartan Contin- ental taíl, settist sjálfur við stýrið og ók a£ stað. Svarti bfllinn beygði í norður, austur, suður, vestur .... Dane missti allt áttaskyn meðan hann reyndi að fylgja bílnum eftir. með honum. Hvað gat hann ver- ið að gera? Allt í einu ók Continentalbíll- inn framhjá honum í átt að hliði. Dane fylgdi á eftir- Bíllinn ók i austur og stanzaði við bílaverkstæði í hliðargötu milli Madison Avenue og Park. Dane hemlaði í skyndi. Hann sá bifvélavirkja koma út með gulan miða og rétta hann inn í bílinn og kinka kolli; hann sá öku- manninn í Continentalnum þoka sér undan stýri og þjóta beint inn í leigubíl sem ók af Stað. Leigubfllinn varð að stanza fyrir rauðu ljósi á hominu á Park Avenue og Dane stanzaði beint fyrir aftan hann. Hann var orðinn hólfringlaður. Það var eitthvað undarlegt við farþegann í leigubílnum aftan frá séð, En hann gat ekki almenpi- lega áttað sig á því hvað það var- Ljósin skiptu og þíllinn ók inn í Park Avenue. Dane beygði líka ..... Þetta. var stutt ökuferð, framhjá fáeinum húsaröðum. Leigubíllinn. lagði upp að gang- stéttinni, farþeginn kom út, borgaði fargjaldið, bíllinn ók brott og þarþeginn gekk af stað niður Párk Avenue. Dane lúsaðist áfram og hann var öldungis ringlaður. Foreldrar hans áttu heima þarna skammt frá. Og maðurinn sem hafði komið út úr leigúbílnum var ekki sami maðurinn og ekið hafði Gontinentalmrm frá Krikk- etklúbbnum- Það sýndist Dane að minnsta kosti í fyrstu. Maðurinn var með grátt hár, fremur sítt og rytju- legt í hnakkanum. Hann var með grátt yfirskegg, hökutopp og gler- augu. Ökunnugur maður. 1 annarri hendi hélt hann á göngustaf, í hinni á lítilli, svartri leðurtösku. Maðurinn var klædd- ur ljósbrúnu frá hvirfli til ilja — ljósbrúnum fötum, með Ijósbrún- an stráhatt og í ljósbrúnum skóm — sams konar búningi og faðir hans hafði verið í þegar hann kom út úr klúbbnum. Hafði þá í raun og veru verið annar maður í Continentalbílnum? — maður sem hafði skipt um föt við McKell eldri bakvið glugga- tjöldin í Central Park? En hvers vegna? Og hver gat maðurinn verið? En svo rann upp ljós fyrir Dane- Það var ekki ókunnugur mað- ur. Það var faðir hans. Ef yfir- skeggið var rifið af, hökutoppur- ipn Dg hárkollan, þá hlaut inni- haldið að vera — Ashton Mc- Kell. Faðir hans í dulargervi. Hann hafði dulbúizt meðan hann stanzaði í Central Park, bakvið gluggatjöldin. Það lá við að Dane skellti upp úr- En það var eitthvað grátbros- legt við þennan náunga sem gekk stirðlega eftir götunni með staf og tösku. Hvað í ósköpunum þóttist hann vera að gera? „Var- úðarráðstafanir‘‘. Hann var eins og persóna úr gömlum gaman- leik. Dane lagði bílnum og hóf elt- ingaleikinn fótgangandi. Andlit hans var hörkulegt. Það átti eftir að verða hörku- legra. Því að hinn dulbúni Ashton McKell beygði hvorki til hægri né vinstri. Hann stikaði beint að dyram á byggingu og gekk inn. Það var gamalt Park Avenue einbýlishús, sem breytingar höfðu verið gerðar á, en upphaf- lega hafði það verið í eigu hinna hrokafullu Huytensa. Síðasti Huytensinn hafði eítirlátið það „minni ástkæru vinu Fluffy“, en löngu áður en frændfólki gömlu frú Huytens hafði tekizt að fá erfðaskrána ógildaða, hafði hús- inu verið farið að hnigna. Móð- urafi Danes hafði keypt húsið fyrir lítið á kreppuárunum og breytt því í fbúðir. Það hafði að geyma þrjár stórar íbúðir og topphús og Dane nauðþekkti það. Hann hafði alizt þarna upp. Þetta var heimili foreldra hans. Nú var þetta allt augljóst nema að einu leyti .... því sem mestu máli skipti. Látið ekki skemmdar kartöflnr koma yður I vont skap. IVotið COLMANS-kartöflndnft SPORT hefur jólagjöfína á lága verðinu. Laugavegi 13. Eiigin verðhækkun — LEIKFONG I IJRVALI — góð — falleg — ódýr. ☆ ☆ ☆ GJAFAVÖRUR Allar á gamla verðinu. ☆ ☆ ☆ Notið þetta einstæða tækifæri. — Það borgar sig að verzla hjá okknr. VERZLUN GUÐNÝAR Grettisgötu 45. j FÍFA auglýsir Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti. J | Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). Drengja-jólajakkarnir komnir, einnig bu&ur og skyrtur. Smekkleg og ódýr vara. Póstsendum um land allt. Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BlLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf .Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÖNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn J§Ö *VRC\*Tpf^ Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur — Örugg þjónusta. í>r BÍLASKOÐUN OG STILLING ii Skúlagötu 32. sími 13100 y Hemlaviðgerðir 81 If Tf • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. U. • Límum á bremsuborða. r£ Hemlastilling hf. m Súðarvogi 14 - Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.