Þjóðviljinn - 20.12.1967, Side 1

Þjóðviljinn - 20.12.1967, Side 1
Miðvikudagur 20.. desember 1967 — 32. árgangur — 289. tölublað. Norræn eldfjallarannsóknastöð á íslandi □ Á næsta fundi Norðurlandaráðs sem hefst í Ósló 17. febrúar n.k. mun tekin fyrir tillaga sem 11 fulltrúar frá öllum fimm aðildarríkjum Norðurlandaráðs flytja um að komið verði á fót hér á landi nor- rænni eldfjallarannsóknarstöð undir ís- lenzkri foruztu. Er ísland sem kunnugt er eitt mesta eldfjallaland heims og mun hér að finna allar tegundir eldstöðva sem þekkt- ar eru á jörðinni. Er ísland þvi ákaflega kjörinn staður fyrir slíka rannsóknamið- stöð. □ Þjóðviljanum barst í gær fréttatil- kynning frá íslandsdeild Norðurlandaráðs um málið og er hún birt í heild á 12. síðu í dag. Um 2000 umsóknir liggja hjá Húsnæðismálastofnun rikisins -p-y' // , .... Dregið eftir aðeins 3 daga Bftir aðeins þrjá daga verð- ur dregið í Happdrætti Þjóð- viljans um tvær fólksbifreiðir og þrjá smærri vinninga. Þessa fáu daga sem eftir eru verður skrifstofa happdrættis- ins að Tjarnargötu 20, Sími : isins hér í Reykjavík eru I Sjá skrá yfir umboðsmennina 17512, opin til kllukkan sjö á ■ hvattir til að hraða störfum.' á tíundu síðu í dag. kvöldin og afgreiðsla Þjóðvilj- I Hafið samband við skrifstof- ans á Skólavöirðustíg 19 verð- j una til þess að fá upp, hverjir ur opin til klukkan tíu öll enn eiga eftir að gera skil. i kvöldin. Sími eftir kl. 6 er 21560. Innheimtumenn happdrætt- Cti um land eru menn beðnir að snúa sér til næsta umboðsmanns happdrættisins. ! $ Opið til kl. 10 í kvöld á Skólavörðustíg 19 ! Einstæð samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær: Nor&urstjörnunnihf. veittur gjaldfrestur í allt að 9 ár □ Á fundi bæjarstjórnaf Hafnarf jarðar í gær var sam- þykkt að veita Norðurstjöm- unni h.f. gjaldfrest til allt að 3 ára á gjöldum til bæj- arsjóðs og greiðslum fyrir veitta þjónustu bæjarstofn- ana, þ.e. fyrir rafmagn og vatn. Á fundinum lýsti bæj- arstjóri því yfir. að önnur atvinnufyrirtæki í bænum myndu ekki n'jóta sömu hlunninda sem Norður- sijaman. bæjarstjórnar á gær var svohljóð- Samþykkt fundinum í andi: „Bæjarstjórn samþykkir að heimila bæjarstjóra í samráði við bæjarráð að ganga frá samn- ingum við Norðurstjörnuna h.f. um gjaldfrest á gjöldum svo og greiðslum fyrir veitta þjónustu, sem ýmist er þegar gjaldfaliið eða fellur í gjáldaga á næstu 2 árum ásamt venjulegum víxil- vöxtum reiknuðum af skuid- inni ársfjórðungsiega eins og hún er á hverjum tíma. Há- mark þeirrar skuldar, sem greiðslufrestur nær til, skal vera 3-»V2 miljónir króna. Það sem fram yfir kann að verða á þessu tveggja ára tímabili skal greið- ast jafnóðum og gjaidfailið er. Að loknum þessum tveim árum skal gengið til samninga um greiðslutíma og aðra skilmála er miðist við það að skuld sú er um verður að ræða greiðist á eigi lengri tíma en sjö árum. Framangreint er háð þvi skil- yrði, að rekstur fyrirtækisins hefjist þegar og verði haldið á- fram með eðlilegum hætti eftir því sem ytri aðstæður (hráefni o.fl.) gefur frekast möguleika tll. Verði mishrestur hér á eða ef aðrir kröfuhafar á þessu 2ja ára tímabili gera f járnám í eign- um fyrirtækisins og þær settar á uppboð falla allar kröfur bæj- arins og bæjarstofnana í gjald- daga.“ y Samþykkt þessi, sem ei'nsdæmi má telja, er rökstudd af þæjar- ráðd Hafnarfjaröar með því að tekizt hafi samningar milii eigenda Norðurstjömunnar h.f. Framhald á 3. síðu. Ríkisstjórnin skóflar hundruðum miljóna í ríkissjóðinn en svelt- ir íbúðalánakerfið í landinu Q Yið 3. umræðu fjárlaga í gær vakti Magn- ús Kjartansson máls á ástandinu í húsnæðismál- um og lánamálum, en meðal breytingartillagna Al- þýðubandalagsins og Framsóknar var 50 miljón kr. framlag til húsnæðismála. | | Hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins liggja nú um 2000 umsóknir óafgreiddar og verði ekki að gert mun eng- inn þessara umsækjenda fá eyri frá stofnuninni fyrr en á árinu 1969 — og þá aðeins lítiU hluti þeirra. Umsóknir vegna lánvéitinga í ár áttu áð berast fyrir 16da marz, og höfðu þá komið yfir 1300 umsóknir. Af þeim hópi fengu 500—600 manna úrlausn, en um 800 umsækjendur fengu engar fjórveitingar hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Síð- an bættust við um 1200 umsækjendur, svo að hópur hinna óafgreiddu er nú um 2.000 eins og áður segir. Ef allur sá hópur ætti að fá úrlausn samkvæmt reglum stofnunarinn- ar þyrfti hún 700-800 miljónir króna til viðbótar venjuleg- um tekjum sínum — sú tala gefur nokkra hugmynd um það að hér er um stórfellt -neyðarástand að ræða. I Ríkisstjórnin ætlar nú að sópa í ríkissjóð miklu hærri upphæð- um en hún viðurkennir í tekju- áætlun fjáirlaffanna, enda hefur það verið háttur hennar fyrr að 'ráðstafa með því móti hundr- uðum miljóna króna án samráðs við Alþingi, sagði Magnús m. a. Minnti hann á að ríkisstjórnin segðist ætla að endurgreiða eitt- hvað af þessu m'eð tdllalækkun- um en óvarlegt myndi að treysta framkvæmd ríkisstjómairinnar á því loforði. Enda kæmu margar brýnar þarfir til álita þegar að þvi kæmi að ríkisstjómin tæki að endurgreiða þær umframtekjur sem hún hefði tekið af almenn- ingi, og taldi Magnús að hús- næðismálin ættu að hafa þair for- gangsrétt. Rakti hann nokkrar staðreyndir um ástandið í hús- næðismálum og ias kafla úr frá- sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar af vitneskju Breiðholts- Framhald á 3. síðu. Krefjast rannsóknaró hitaveitunni Meðai mála sem iiggja fyrir fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður á morgun, fimmtu- dag, er tillaga frá fulltrú- um allra minnihiutaflokk- anna í borgarstjóm um að fram verðí Iátin fara hið bráðasta gagnger rannsókn á starfsemi hitaveitunnar. Tillagan er svohljóðandi: „Þar sem ástand hita- veitunnar virðist ekkert hafa skánað í ýmsum hverf- um gamla bæjarins þrátt fyrir marg gefin loforð og yfirlýsingar horgarstjóra og að tilteknar framkvæmdir myndu leyisa vandann, tel- ur borgarstjórnin ekkj leng- ur hjá því komizt að gagn- gerð og ýtarleg rannsókn fari fram á hitaveitunni. Borgarstjórn samþykkir því að fela stjóm veitu- stofnana borgarinnar að láta framkvæma slfkarann- sókn og skal hún einkum beinast að því, hverjar ráð- stafanir er óhjákvæmilegt að gera til þess að hita- veitan sé fær um að ann- ast fullmægjandi þjónustu við borgarbúa, jafnt í eldri hverfunum sem hinum nýrri. Jafnframt sé tekið tíl athugunar, hvort ekki er nauðsynlegt að slkipta um forustu hjá hitaveit- unni. Borgarstjómin óskar eftir að framangreindri rannsókn sé hraðað og felur stjóm veitustofnana að skila álits- gerð og tillögum hið fyrsta.“ Norski SF fiokkurinn lýsir yfir samstöðu sinni með VS OSLO 19/12 — Miðstjóm Sósíalíska alþýðuflokks- ins í Noregi samþykkti í dag einróma að senda hin- um nýja danska flokki yinstrisósíalistum hyggðarkveðjur. sam- I I I Verðhækkanir byrjaðar— allt að 50% í verzlunum Nú er í tízku hjá stjórn- málamönnum að viðhafa alls- konar prósentureikning á lífs- nauðsynjum almennings. Sum- ir telja það mikinn ávinning að geta lækkað prósentur — til dæmis í álagningu — og er viðhöfð hverskonar talna- leikfimi í því skyni og gengur maður undir manns hönc^ að sannfæra neytandann um sig- ur hans í hvívetna. Þetta gengur svo langt, að mönnuin gleymist að huga að veruleikanum sjálfum. Hvað hafa lífsnauðsynjar hækkað mikið á sama tíma og laun- þegum er ætlað að bera þess- ar verðhækkanir svo til bóta- laust? Þannig hringdi til okkar húsmóðir í gærdag og sagði okkur litla innkaupasögu. Fyr- ir nokkrum dögum gekk hún inn í búsáháldabúð neðarlega á Laugaveginum og keypti þar sex vatnsglös. Kostaði hvert vatnsglas þá 16 krötiur eða samtals 96 krónur. Þrem dögum seinna gekk hún inn í sömu búð og keypti önnur sex vatnsglös. Hvað kostuðu þau þá? Búið var að hækka þau upp í 24 krónur eða uffl 50%. Þetta er raunveruleikinn í talnaleikfimi stjórnmálamann- anna og þessi hlið snýr dag- lega að neytendanum. Við gætum neínt þessa búð með nafni. En hvers vegna að draga þessa verzlun út úr röðum fjölda annarra í þess- ari borg, sem ástunda sama leik með margvíslegar vöru- tegundir. Við skulum láta það bíða um sinn. Þá kvaðst þessi sama hús- móðir hafa kynnzt mikiHi verðhækkun á hveiti og er hveitiverðið misjafnt eftir verzlunum. Hún keypti í fyrra- dag 5 Ibs. af hveiti í búð niðri í bæ. Það kostaði kr. 31.50 í þessari búð. Aður kostaði það kr. 26.80, — sama magn ng tegund, — það er 17.5% ha^kk- un. 1 gærdag rakst hún inn í búð í Vogunum og keypti þar 10 lbs. poka. Hann kost- aði kr. 67.00 — er það mun meira verð, þrátt fyrir stærrí umbúðir. Húsmæður ættu að temja sér aukna gagnrýni þessa daga og spyrja néið um verð áður en varan er keypt og hafa ætíð samanburð f huga. Þá hefur molasykur hækk- að verulega. Fyrir tveimnr mánuðum kostaði til dæmis kílóið kr. 10.05 en nú er sami sykur seldur á kr. 13.45 kg. Það er 33.8% hækkun. Hafra- mjöl hefur hækkað úr kr. 18.20 í kr. 21.75 hvert kíló. Það er 19.5% — eru þó ekki ófá dæmi um grófari hækk- anir í verzlunum í vestur- bænum. Miklar verðhækkanir eru nú framundan og virðist verðið ætla að verða misjafnt eftir verzlunum. Enn skal brýnt fyrir húsimæðrum að vera sérstaklega. á varðbergi gagn- vart kaupmanninum sínum — þótt hann kunni að vera tungulipur — og er Þjóðvilj- inn reiðubúinn að taka á móti frásögnum þeirra af reynslu þeirra í innkaupum á lífsnauðsynjum til heimil- anna. Berið verðið nú saman við gamla verðið. Þar er raunveruleifcinn f verðlagsmálum í dag. i Q í skeytinu segir: Félagar. Miðstjóm sósí- alíska alþýðuflokksins óskar þess að láta í ljós samstöðu sína og stuðn- ing við Vinstrisósíalista. Q Við vonum að ykk- ur takist að safnk nauð- synlegum undirskriftum og náið góðum árangri í kosningunum. Q Þá er þess óskað að náin samvinna takist með flokkunum og skrif- ar miðstjórn norska SF undir skeytið með fé- lagskveðju. Hitaveitufundui Húseigendafélag Reykjavíkur efnir í kvöld til fundar í Sigtúni um hitaveitumál og hefst hann M. 8.30. Borgarstjóri og hita- veitustjóri miunu mæta á fund- inum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.