Þjóðviljinn - 20.12.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1967, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifeudagur 20. desember W&L Þeita er mér mjög mikils viröi. Segjum þé klukkan tóll á mánu- dag. Saxa frænka? — Ó, yfefcur fellur þá vel hvoru við annað, hrópaði frú Vemier og geislaði. \ Dane hafði reyndar hugmynd rnn að kvenfólk gekk í fötum og mikið tilstand var einatt í sambandi við tilbúning þeirra. Hann hafði óljósa hugmynd um að samkeppni væri milli banda- rísku tízkuhúsanna og þeirra á mejginlandinu, og fyrir bragðið fylgdi þessu feiknarleg leynd. En hann áttí þó naumast von á að firma verði í hverjum krók og kima í stofnun Sheilu Grey nema salnum sjálfum. — Þetta er nasstum eins og hjá CIA, hrópaði hann. Og samlíkingm var reyndar ekki fráleit. Þama var að vísu eðlismunur og allt í smærri stíl, en sviðið bakvið tjöldin í tízku- húsinu bar dálítinn keim ' af sturluðu Pentagon- Karlmenn með hugsjónasvipmót, konur sem, virtust hafa numið við kjólfald Mata Hari, samvizfcusamir -lær- lingar af öllum þrem kynjunum og sægur af kvenpersónum sem hefðu getað verið einhvers konar áhangendur, sátu yfir teikning- um, rýndu þreyttum augum í alls konar riss, þokuðust milli her- bergja; þau rannsökuðu efnis- prufur eins og tauið væri leyni- vopn og horfðu samanbitin á svip á bráðfallegar sýningarstúlkur, sem hefðu eins getað verið úr plasti. Hér voru fötin hið eina sem var lifandi. HflRÐVIÐflR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofs Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðsiu- og snyrtistofa Sarðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin a Idappað og kSárt Hann fylgdi henni aftur til Fifth Avenue og hún talaði um starfið allan tím- ann og Dane skrifaði hjá sér. Þegar hann reyrtdi 'að gera sér grein fyrir þessu eftir á, komst hann að ýmsum niðunstöðum í sambandi við Sheilu Grey. Hún var aðgengileg, að svo miklu leyti sem það stangaðist ekki á við vilja hennar sjálfrar. Sheiia virðist taka það sem henni leizt á. Hafði samband hennar við föður hans byrjað á svipaðan hátt — hreint og beint og um- búðalaust? Hafði hún rekizt á Ashton McKell í lyftunni, ákveð- ið á stundinni: Þetta er maður eftir minu höfði, og boðið honum upp á drykk? Hann óskaði þess að hann hefði kynnzt henni undir öðrum kring- úmstæðum. Hann kupni vel við hve afdráttarlaus hún var. í þríhyrningnum — Og þetta er árlegur viðburð- ur? spurði Dane. — Já. Ég skal sýna yður- Dane fylgdist með Sheilu og hlustaði á skýringar hennar — Mark Roh- an hjá Dior, Crahay hjá Ninu Rieci, Castello hjá Lanvin, Car- din, Cranel, Jacques Heim, Bai- main, Goma, Vernet og hinn ó- viðjafnanlegi Yves St. Laurent. Af raddhreim Sheilu hefði mátt ætla að St. Laurent gæti lséknað kirtlaveiki með handayfirlagn- ingu. — Og þetta er aðeins Frakk- land, sagði Sheila. Hann var reyndar farinn að skrifa hjá sér. — Þetta er eins og með vínið, sagði Sheila. — Hver einasti Frakki viðurkennir að ýmis ^rönsk vín séu lélegri en sam- 6varandi bandarísk vín. En við erum þeir dómadags srtóbbar- Við viljum heldur lepja í okkur miðlungs gott vín með frönskum miða en fyrsta flokks vln frá Califomíu. Eins er þetta með fötin. Gott og vel, St. Laurent er listamaður- En það er ekki af þvi að hann er franskur, það er vegna þess að hann er St. Laur- ent. Og það er annað sem gerir mig Hka fokreiða. Það eru kon- umar sem vilja ekki ganga í kjólum nema karlmaður hafi teiknað þá. Mig langar mest til að skyrpa á þær? — Það fer yður vel, sagði Dane. Og það var satt; reiðin gerði vanga hennar rjóða og augu hennar Ijómuðu. Hún þagnaði og hló snöggt og hressilega. — Við skulum koma f. mat. — Ég var búin að gleyma því að það gæti verið gaman að borða hádegisverð, sagði Sheila Gray. — Þakka yður fyrir, herra McKell. — Hvernig væri að segja Dane? — Dane. jpg eruð þér í raun og veru að skrifa bók með per- sónu sem er tízkuteiknari? — Af hverju efizt þér um það? — Mér er lítið um fólk sem leynir einhverju. Hún hló. — Ég er alltaf á verði- — Eina leynda ástæðan mfn væri mjög persónuleg, og ég get ekki ímyndað mér að neinni konu væri illa við það. — Og núna, sagði Sheila og reis á fætur, — verð ég að fara aftur í þrældóminn. — Getum við ekki endurtekið þetta bráðum? A morgun? — Ég ætti ekki...... — önnur lexía f tízkuhúsinu og svo hádegisverður? — Vei, ó vei. Allt i lagi, ég gefst upp, og har með var bað hugsun og fasi, framkoma henn- ar stakk í stúf við fas velflestra kvenna — jafnvel freknurnar sem hann hefði getað greint í dagsbirtunni. Hún vaktí engar sérstakar bdrdagakenndir. Það var hægt að nálgast hana á eðli- legan hátt, og hún myndi annað hvort taka við eða vísa frá sér án nokkurra vafninga. Honum féll það vel- Dane andvarpaði. Milli hans sjálfs og Sheilu Grey var hroka- full eigingimi föður hans og máttvana sjálfsafneitun móður hans. Þessi kvenmaður hafði kos- ið að gerast ástmey föður hans nokkrum metrum fyrir ofan höf- uðið á móður hans; hún yrði að taka afleiðingunum af því. ' En einu skuggahliðamar á auknum kunningsskáp þeirra reyndust búa í hans eigin hjarta. Sheila var alveg Ijómandi. Hún bruddi popkom eins og táning- amir í kringum þau á útibíói, horfði á kléssu utan úr geimn- um merja undir sér örsmáar mannverur og velta byggingum þangað til fallegi ungi visinda- maðurinn og glæsilega aðstoðar- stúlkan hans tortímdu henni með splunkunýjum dauðageislum. — Hún klappaði saman lófum á litlum stað sem hann tók hana ,með sér á, sem Hindúatrúflokk- ur rak, og át ysting og mysu eins og persóna 6r asvintýraibófc < fyrir böm. Þegar skeggjaði gestgjafinn bauð henni fíkju- konfekt og sagði: — Það eykur reglu, Sahibah, þá brosti Sheila og þáði það og sagði: — Ég vildi óska að eitthvað væri hægt að gera til að auka reglu í ttfzku- heiminum. Við nöppuðum einn í morgun með myndavél.' Auðvit- að var hann rekion og filrnan eyðilögð- En svo veltirðu fyrir þér, hvort einhverjum hafi ekki lánazt þetta í gær. Við vitum það ef eftirlíkingar af flíkum bkkar verða til sölu fyrir 7.98 daginn eftir sýninguna hjá okk- ur. Það kom á daginn að njósnir í tízkuheiminum voru stundaðar af mikilli list- — Ég gæti gefið þér efni í tíu skáldsögur, sagði Sheila döpur í bragði. — Ég á nógu erfitt með þessa einu, sagði Dane og brosti. — Og meðal annarra orða, hvemig væri að borða saman kvöldverð í kvöld klukkan átta? Hún leit hvasst á hann. — Þú ert kjánaprik, sagði hún. — En indæll samt. Ég skal vem með mantillu og' rauða rós í munnin- um. Dane var að verða um og ó. Þetta gekk of vel. En svo hristi hann af sér kvíðann. Þau börðuðu kvöldverð í litlu belgísku veitingahúsi, þar sem verðið var ofsalega hátt, fóru með ferjunni yfir á Staten Is- land, fóru til Hoboken þar sem þau ráfuðu um stunjiarkorn og voru sammála um að það væri meginlandssvipur á borginni sums staðar. Á ferjunni til baka stóðu þau hlið við hlið í skutn- um og hann tók um höndina á Sheilu. Hún hefði getað verið hvaða stúlka sem var, sem hon- um féll vel við. Fingur hennar voru svalir og vinalegir, golan ýfði hár hennar og lék við það- Dane sagði ósjálfrátt: j- Hvað segirðu um Dýragayðinn í Cen- tral Park á morgun? Þar er hægt að fá. himneskan mat. — Það efast ég ekki um. Sheila hló, en hlátur hennar var angurvær. — Nei, Dane, ég er búin að slá slöku við of lengi. Þú eyðileggur mig. — Kvöldmat? Ég veit um ar- menskan stað — — Nei, það kemur ekki til mála. Ég er of langt á eftjr. Á morgun er það óhugsandi. Á morgun var miðvikudagur. Hugsunin var eins og rothögg- Auðvitað. Hún færi ekki út með Ives St. Laurent sjálfum á I miðvikudagskvöldi. Miðvikudags- i FÍFA aug/ýsir Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti Verzlunin FfFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut). i ! UG-RAUBKÁL - IMIRA GOTT SKOTTA Nei, það er ekkert að símasa mbandinu, ég er bara að éta saltstangir bílastæði BÍLLRNN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. f \ BÍLAÞJÓNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi. — Sími 40145. Lótið stiila bílinn Önnumst hjóla-, ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun; bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.