Þjóðviljinn - 20.12.1967, Blaðsíða 12
3. umræða um
□ Þriðja umræða fjárlagafrumvarpsins fór fram í gær
og var ætlunin að ljúka henni í gærkvöld eða nótt. Þing-
deildir luku' störfum í gær, voru þar afgreidd sem lög frum-
vörpin um tekjuskatt og eignarskatt, um söluskatt, um al-
mannatryggingar, og um .Bjargráðasjóð. Þingi verður frest-
að í dag.
□ Hér er getið allmargra breytingartillagna stjórnar-
andstæðinga við fjárlagafrumvarpið. Umræður um þær og
fjárlögin stóðu lengi kvölds og mun skýrt frá afgreiðslu
tillagnanna í blaðinu á morgun.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
og Framsóknarflokksins í fjár-
veitinganefnd fluttu við 3. um-
ræðu fjárlaganna m.a. þessar
breytingatillögur: »
•k 25 milj. króna í Bygging-
axsjóda barna- og gagnfræða-
skóla, til ráðstöfunar við af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 1969.
★ 10 milj. kr. haskkun fram-
lags til raforkuframkvæmda í
sveitum.
★ 5 milj. kr. hækkun fram-
lags til jarðhitadeildar Orku-
stofnunarinnar.
★ Til húsnæðismála hækki
framlag rikissjóðs, um 50 milj-
ónir.
★ Framlag til Byggingar-
sjóðs verkamanna hækki um 5
miljónir króna.
★ Framlag til elliheimila,
ÞFF hyllt í Peking
á sjö ára afmæiinu
PEKING 19/12 — Sjú Enlæ forsætisráðherra Kma var
helzti ræðumaður á fjöldafundi í Peking í dag, sem hald-
inn var til að minnast sjö ára afmælis Þ'jóðfrelsisfylking-
arinnar í Suður-Vietnam. Hann spáði því, að ÞFF mundi
sigra Bandaríkjamenn og sagði að aðstæður hefðu aldrei
verið betri í baráttunni gegn heimsvaldasinnum.
Bæði Tsjen Ji utanríkisráð-
herra og Li Fu tsjun varaförsæt-
isráðherra voru á fundinum á-
samt með fulltrúum verklýðs-
hreyfingarinnar í S-Vietnam, Þ
FF og fl.
Fundurinn hófst með þvi að
lesin var kveðja frá Mao Tse-
tung til miðstjórnar ÞFF.
Mao sendi ÞFF heillaóskir með
árangur þeirra á þessum sjö ár-
um, 'sem hann sagði að væci
„mikill sigur.“
Hann sagði að vietnamska
þjóðin væri skínandi dæmi um
búgaðar þjóðir heims í baráttu
fyrir frelsi sínu. Jafnframt lagði
hann áherzlu á þá erfiðleika sem
S-Vietnamar mundu framvegis
þurfa að glíma við í baráttunni
við æ örvæntingafyllri árásar-
seggi, en lýsti vissu sinni að Vi-
etnamar mundu fara með sigur
af hólmi.
Sjú Enlæ ásakaði í ræðu sinni
Sovétrikin um að þjóna banda-
rísku heimsvaldastefnunni og
hafa svikið vietnömsku þjóðina.
Dagblað alþýðunnar í Peking
segir í dag að menningarbylting-
in hafi skapað öflugra Kína sem
styddi vietnömsku þjóðina í bar-
áttunni. .
Konstantín makkar
enn við stjórnina
AÞENU 19/12 — Náinrj vinur grísku konungsfjölskyld-
unnar sneri aftur í dag til Aþenu frá Róm, þar sem hann
átti fimm klukkustunda viðræður við Konstantín konung
og lýsti því yfir á flugvellinum í Aþenu við heimkom-
una að hann væri bjartsýnn á það, að einhver málamiðl-
un næðist
Þetta er varamarskálkur flug-
hersins Haralabos Patomianos
og sagðist hann munu gefa rík-
isstjóminni skýrslu um viðræð-
ur sínar við konung.
Hann bætti því við að kannski
mundi hann fara aftur til Róm-
ar, en sagði að það væri kom-
ið undir ríkisstjórninni.
Kveikt á jóla-
trá í Kópavogi
Kl. 8 í kvöld, miðvikudag,
kveikir frú Granberg sendiherra-
frú á jólatré við félagsheimilið
í Kópavogi. Vinabær Kópavogs,
Norrköbing í Sviþjóð, sendi
Kópavogskaupstað jólatréð.
Við þetta tækifæri í kvöld
muniu sendiherra Svía, Gunnar
Granberg, og Hjálmar Ölafsson
bæjarstjóri flytja ávörp. Samkór
Kópavogs syngur. Kópavogsbaíar
era hvattir til að fjölmenna.
Tveir aðrir samningamenn
milli Konstantíns konungs og
grisku herf oringj astjórnarinnar,
Panayotis Pipinelis utanríkisráð-
herra og Ieronymos erkibiskup
ræddu í dag um ástandið við
þann mann, sem útnefndur var
varakonungur þegar í stað eftir
hina misheppnuðu valdatöku
Konstantíns í fyrri viku.
Varakonungurinn George Zoi-
takis ræddi síðan við Papado-
poulos forsætisráðherra og vara-
forsætisráðherrann Pattakos.
Fyrr í dag sagði Pattakos á
blaðamannafundi að hann hefði
ekki trú á þvi að konungur
mundi snúa -heim í bráð. Hann
sagði að rétt andrúmsloft þyrfti
að skapast og nokkur tími þyrfti
að líða til þess að menn gætu
kælt sig áður en Konstantin
gerði aftur kröfu til krúnunnar.
Pattakos sagði að rikisstjcrn-
in vísaði ekki sáttaumleitan á
bug, en sagði að hún tæki ekk-
ert frumkvæði í því efni.
Billy
lygari í
I byrjun janúar verður
frumsýning í Lindarbæ á
leikritinu Billy lygari, eftir
Keith Waterhous og Willis
HaU. Það er leikflokkur
hinna 10 ungu leikara, sem
útskrifuðust frá Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins á s.l.
vori, sem stendur að þessari
sýningu. Fyrr á þessu leik-
ári sýndi flokkurinn tvo
einþáttunga í Lindarbæ:
Yfirborð og Dauði Bessie
Smith undir leikstjóm Kev-
in Palmers.
Leikstjóri að þessu sinni,
sem stjómar ungu , leikur-
unum í Lindarbæ, er Ey-
vindur Erlendsson. Þetta er
fyrsta leikritið, sem Ey-
vindur stjórnar hjá Þjóð-
leikhúsinu. Hann útskrifað-
ist frá Leikilistarskóla Þjóð-
leikhússins fyrir nokkrum
árum. Hefur síðan dvalizt
langdvölum erlendis við
leiklistamám í Moskvu og
lauk þar prófi á sl. vori
með glæsilegum vitnisburði.
Eyvindur hefur auk þess
sett leikrit á svið bæði hjá
Leikfélagi Reykjavfkur og
Leikflokknum Grímu.
Aðalhlutverkið Biillý
lygara er leikið af Hákoni
Waage. Aðrir leikendur eru
Jónina Jónsdóttir, Auður
Guðmundsdóttir, Jón Gunn-
arssón, Sigurður Skúlason,
Anna Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðlaugsdóttir og
Sigrún Bjömsdóttir. Leik-
myndir eru gerðar af Birgi
Engilberts, ungum manni,
sem lokið hefur námi í
leikmyndagerð hjá Þjóð-
leikfhúsinu.
igær
sumardvalarlieimila, mæðra-
styrksnefnda, dagheimila og
fleiri félagslegra þarfa hækki
sem svarar því að framkvæmd-
armáttur framlags ríkisins verði
ekki minni 1968 en á þessu ári.
★ Sett verði á fjárlög 47
milj. kr. til vegamála samkvæmt
loforði ráðherra sem gefið var
þegar samkomulag var gert á
þingi um vegaáætlun.
★ Að heimila ríkisstjóminni
að taka lán, svo að hægt sé að
greiða á næstu þremur árum
ógreidd framlög rikissjóðs vegna
skólabygginga, sjúkrahúsa, lækn-
isbústaða, hafnargerða, íþrótta-
sjóðs og félagsheimilasjóðs.
★ Að heimila ríkissfjóm að
taka lán til raforkuframkvæmda
eftir því sem þörf krefur.
Hér verður getið nokkurra
breytingartillagna þingmanna.
★ Lúðvík Jósepsson flutti til-
lögu um hækkun framlags til
íþróttasjóðs um 5 miljónir og,
um 7,5 miljón kr. hækkun til
félagsheimilasjóðs. Þá flutti Lúð-
vík einnig tillögu um 2 miljónir
til aðstoðar við sjómenn á fjar-
logum miðum.
★ Karl Guðjónsson flutti til-
lögu um 400 þús. kr. framlag
til hafnarmannvirkja á Stokks-
eyri. Karl flutti einnig svohljóð-
andi tillögu um nýjan lið á
heimildargrein: „Að láta 15%
af heildarsölu Áfengis- og tób-
aksverzlunar ríkisins í Vest-
mannaeyjum ‘68 renna til stofn-
kostnaðar Vatnsveitu V.eyja“.
★ Magnús Kjartansson og
Eðvarð Sigurðsson fluttu tillögu
um að framlag til Iðnskólans
í Reykjavik yrði 6.500.000 kr. í
stað 2.840.000 kr.
Miðvikiudagur 20. desember 1067 — 32. órgangur — 289. tölubilað.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:
Útsvðr árið 1968
áætluð 54,1 milj.
□ Lögð hefur verið fram
fjárhagsáætltm fyrir Hafn-
arfj arðarkiaupstað og fyrir-
tæki hans fyrir árið 1968.
Niðurstöðutölur á1 reikning-
um bæjarsjóðs eru 85,5 milj.
kr. en voru 89,6 milj. kr. á
reikningum yfirstandandi
árs. Rekstrarafgangur er á-
ætlaður 10,9 milj. kr. í stað
20,4 milj. kr. í áætlun þessa
árs: Útsvör eru áætluð 54,1
milj. kr] á nœsta ári en
voru 52,6 milj. á þessu ári.
Helztu gjaldaliðir era þessir,
í svigum tölur frá fjárhagsáætl-
un yfirstandandi árs: Lýðhjálp
og lýðtryggjngar 20.3 milj. kr.
(19.3), félagsmál 6.9 milj. kr. (5.1),
verklegar framkvæmdir 20.0 milj.
kr. (20.2), stjóm kaupstaðarins
gæzla 2.6 milj. kr. (2.1) og e3d-
vamir 2.1 xr^lj. kr. (1.7).
Helztu liðir á eignabreytinga-
reikningi era þessir: Iþróttahús
5 milj. kr. bama- og unglinga-
skóli 5 rnilj. kr., fjölbýlishais 1
milj. kr., afborganir lána 2.2
milj. kr. Greiðslur vegna yfir-
töku skulda Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar nema 4.3 milj. kr.
Nafn mannsins
sem drukknaði
Eins og sagt var frá í blaðinu
í gær drukknaði maður í höfn-
inni í Reykjavík í fyrrakvöld.
Lenti hann útbyrðis er togarinn
Egill SkaUagrímsson var að sigla
út úr höfninni. Leitað var að
manninum í höfninni, en leitin
hafði ekki borið árangur í gær.
Maðurian hét Páll Svavarsson
og er fæddur 31. júlí 1938. Hann
mun hafa verið ókvæntur.
S-iáfe- liftMliWlmTflTi
Myndin er frá Surtseyjargosinu scm vakti mikla athygli vísindamanna.
Norræn eldf jallarannsóknastöð hér
□ Eins og frá er sagt á forsíðu blaðsins í dag flytja
ellefu fulltrúar frá íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi tillögu í Norðurlandaráði um að komið verði
upp' hér á landi norrænni eldfjallarannsóknarstöð.
aðgengilegri en þær áður voru.
2. Síðustu þrjú gos, sem orðið
hafa á íslandi, og þá ednkum
Hetolugosið og Surtseyjargosið,
hafa vakið mikla athygli víðaum
heim.
3. Mikill og vaxandi áhugi hef-
1 fréttatilkynningu sem Þjóð-
viljanum barst í gær frá ís-
landsdeild Norðurlandaráðs seg-
ir m.a. svo um þetta mál:
Island hefur löngium verið tai-
ið eitt af merkustu eldfjallalönd-
um heims. Er það bæði, að þar
eru fleiri eldstöðvar, virkar sem
óvirkar, en annars staðar á jafn-
takmörkuðu svœði og fjölbreytni
þeirra svo mikil, að þar á Island
hvergi sinn líka. Rannsóknir síð-
ustu áratuga hafa leitt í ljós, að
sú fjölforeytni er raunar enn
meiri en menn höfðu áður gert
sér í hugariund og nú má full-
yrða, að vart sé tii sú gerð eld-
stöðva á jörðimni, að hana sé
ekki að firrna á Islandi.
Það er því ekki 'nema eðlilegt,
að áhugi eldfjaliafræðinga hafi
löngum beinzt að Islandi. Þó hef-
ur áhugi þessi stóraukizt hin síð-
ari ár og ber hér einkum þrennt:
1. Samgöngur til landsims og
um það hafa stóram batnað og
íslenzkar eldstóðvar því miklu
/
ur verið síðustu áratugima á
rannsóikn þess eldbrunna
sprungukesrfis — „The World
Rift System“ — er liggur um öll
heimsihöfin, en eldfjallabelti
íslands er hluti af því kerfi.
Svo sem kunnugt er, er ísland
hið eina Norðurlanda, og *það
þótt Graanland og Svalfoarði séu
meðtalin, sem hefur upp á virk
éldfjöll að bjóða (Beerenberg á
Jan Mayen getur þó e.t.v. talist
virkt eldfjall). Er þetta ein af
Theodorakis ieiddur
fyrir rétt í janáar
AÞENU 19/12 — Gríska tón-
skáldið Mikis Theodorakis verð-
ur leiddur fyrir rétt hinn 17.
janúar næstkomandi ákærður
fyrir að hafa tekið þátt í sam-
særi gegn rikinu.
Theodorakis, sem er 42 ára
átti að lögum að koma fyrir rétt
ásamst með 31 öðrum sakbom-
ingi í fyrra mánuði, en ákæru-
valdið kaus að ljúga því að
hann væri of veikur til að mæta
í réttinum.
Theodorakis var handtekiíln í
ágúst síðastliðnum og hafði þá
verið lengi í felum. Því er hald-
ið fram að hann hafi verið éinn
af leiðtogum samsæris gegn nú-
venandi herfom-ngj'astjórn.
aðalástæðunum fyrir því, að jarð
fræðiprófessorar við háskóla í
Norðurlöndum telja fræðsluferð
ir til íslands nauðsynlegar nem
endum sínum. Að framkvæð
framámanna í jarðfræðum þar
löndum og með hjálp Norður
landaráðs var því komið ;
skipulögðum árlegum fræðslu
ferðum Norðurlandajarðfræðingi
til Islands og verður fjórða ferð
in_ farin nú á sumri komands
Þátttakendur árlega eru fimr
jarðfræðingar eða landmótunar
fræðingar frá hverju landann.
Danmörku, Finnlandi og 'Noreg
en tíu frá Sviþjóð. Bera viðkotn
andi lönd allan kostnað af ferð
un þessum, sem stjómað er a
Sigurði Þórarinssyni, en honur
til aðstoðar era aðrir íslenzki
jarðfræðingar og þó einkur
Guðmundur Sigvaldason, ser
hefur verið aðalleiðsögumaður á
samt Sigurði annaðhvort ár, e:
þá eru fræðsluferðirnar einvörf
ungu fyrir bergfræðinga og eló
fjallafrasðinga.
. Upp úr ferðum þessum hed
ur sprottið áhugi Norðurlandí
jarðfræðinga á bví, að komi
verði upp hér á landi norrænr
Framlhald á 3. síði
l