Þjóðviljinn - 04.01.1968, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fímmtudagur 4. janúar 1968.
um
„Ölíkt höfumst viö að“ sagði
álfkonan. Á þcssum jóladcgi
hljómar frá prestum og prclát-
um boðskapurinn um aö eilift
líf sé hin eina vísitala, scm
ekki verði af manni stolið, en
út í það skal ekki nánar farið
hér.
Ég aftur á móti skrifa hér
grein um hlutafélög sem ég
vcgna anna hefi ekki komið í
verk fyrr.
Það mætti kannski segja
með nokkrum rétti að þetta ei-
lífa líf sem prestamir hafa á
oddinum sé, einskonar hlutafé-
Iag, sem koma eigi til fram-
kvæmda þegar við erum fam-
ir úr þessum líkama, semmér
þykir þrátt fyrir allt vænt um.
Ég er i sannleika ekkert á
móti eilífu lífi, en það sem
ber á milli min og hinna er
það, að ég tel að það eigi að
byrja á þessari jörð.
Sé til framhaldslíf eigum við
að koma þangað markaðir
menningu og félagshyggju,
skatti sem þar eigi að ávaxtast,
en ekki menningarsnauðir aum-
ingjar markaðir hungri og alls-
leysi með bðlbænir á vörum.
Fátæktin gerir alla á ein-
hvern hátt að umskiptingum.
Það sem kallaður er guðsótti
örciga er þrælsleg auðmýkt
sem ekki á skylt við neitt mann-
legt.
Hafi guð skapað manninn i
sinni mynd á hann að koma
fram fyrir hann heill og hik-
laus en ek?-i sem barinn hund-
ur. Það mundi drottni þykja
Iéleg „kopering".
Hvað sem svo er um eilíft
Iíf á þetta jarðneska Iíf að gera
okkur að meiri og betri mönn-
um frá kynslóð til kynslóðar.
Nú skal vikið að efni þess-
arar greinar um hlutafélög.
Vond þótti lúsin hér fyrrum
meðan hún réði ríkjum, en nú
held ég að þjóðfélagið klæi
meira undan hlutafélögum nú-
tímans.
Það má segja að þjóðin sé
orðin grámorandi af þessari
nýju þjóðarlús. Hjá okkur
skiptir nú ekki neitt máli nema
peningar, og til að komast yfir
þá er helzta og öruggasta ráðið
að stofna hlutafélag, stór eða
smá eftir atvikum, enda má
segja að alilt sé komið f hluta-
félög, allt niður í hjólbörur.
En hvers vegna hlutfélög?
mun einhver spyrja. Svariðligg-
ur klárt fvrir: þar þarf eng-
inn að hætta sínum eigin fjár-
munum, séu þeir einhverjir,
nema hann sé hálfviti.
Til þess að skýra þetta nánar,
skulum við gera okkur ofur-
litla grein fyrir eðli hlutafélaga.
Nú skulum við segja að ég
eigi einhverjar milljónir sem
ekki þykir nú mikið fé nú á
dögum, en mig langar til að
bæta við þetta eins og alla
sem komast yfir verðmæti.
ekki einu sinni þurft að halda
þeim. Þetta varð hæstaréttar-
mál, en hlutafélögin létu ekki
að sér hæða, og þár varð engu
breytt, enda átti Alþýðuflokk-
urinn þá tvo sína þrautþjálfuðu
og alþýðusinnuðu lögfræðinga,
Stefán Jóhann og Guðmund t.,
og lengra þarf ekki að skrá
um ættfærslu. Til skýringar á
þessu máli skall þess getið, að
sum verkalýðsfélögin fengu
Dropi
í hafinu
Þegar alþlngi kom saman í
haust og ríkisstiórnin kynnti
þau bjargróð sín að hækka
sérstaklega verð á hversdags-
legustu matvælum almennings
var margsinnis á það bent í
þingræðum að nærtækara
miklu væri að innheimta heið-
arlega þá skatta sem þegar
væru lagðir á landsfólkið, en
vafalaust væri hundruðum
miljóna króna stolið undan á
ári hverju. í umræðum um
þessi mál héldu ráðherrar því
fram að þvílíkar staðhæfingar
væru stórfelldar ýkjur, og
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra varg sér að lokum
úti um „vísindaritgerð“ frá
Efnahagsstofnuninni þar sem
undandráttur á söluskatti var
talinn óverulegur og minnk-
andi, aðeins nokkrir miljóna-
tugir á árL
En þrátt fyrir þessar stað-
hæfingar er ljóst að stjómar-
liðið veit miklu betur. 30asta
desember s.l. birti Alþýðu-
blaðið til að mynda forustu-
grein um nýja skýrslu skatt-
rannsóknadeildar sem bar
það með sér að mál 297 aðila
hafa verið könnuð á þremur
árum og gjöld þeirra verið
hækkuð um 43,2 miljónir
króna. Af þessu tilefni segir
Alþýðublaðið í forustugrein
sinni: „Þessar upplýsingar um
baráttu gegn skattsvikum
verða að teljast góð tíðindi.
Hitt er þó augljóst, að þörf er
á miklu stórbrotnara átaki, ef
verulegur árangur á að nást.
Skattarannsóknadeildin hefur
aðeins tekið fyrir liðlega tvö
mál á viku, og skattsvikið fé
hér á landi nemur bundruðum
miljóna á ári, svo að það er
aðeins dropi í hafinu að ná inn
43 miljónum á þrem árum.
Ríkisstjóminni ber skylda til
að verða við þeim kröfum
I verkalýðshreyfingarinnar að
stórauka þá starfsemi, sem
hafín er í skattarannsókna-
deildinnL“
Hér er allt það viðurkennt
sem ráðhtvrrarnir voru að
hafiia á þingi í haust. Hins
vegar ætti að vera óþarfi fyrir
Alþýðublaðið að skora á rík-
isstjómina að gegna skyldum
sínum; Alþýðuflokkurinn hef-
ur vald til að tryggja skyldu-
ræknina.
Hæ"
heimatök
Alþýðublaðið víkur einni^
að því í forustugreininni að
stórfelld lögþrot séu ekki eini
ljóðurinn á ástandinu í skatta-
málum. Blaðið heldur áfram:
„Rétt er að gera sér grein fyr-
ir, að einnig verður að gera
breytingar á skattalögum til
að hindra misnotkun þeirra á
þann hátt, að tekjuháir menn
losni að mestu við opinber
gjöld. Mikið af því, sem al-
menningi virðast vera gróf
skattsvik, ér í raun réttri lög-
legt. Má í þessu tilliti nefna
ýmsar reglur um frádrátt, sem
peningamenn geta misnotað
til að losa sig við þá skatta-
byrðL sem flestir launþegar
Verða að bera. Þá geta menn
blandað saman einkafjármál-
um og fyrirtækjum sínum,
lifað sjálfir lúxuslífi meðan
fyrirtækið er gert upp með
litlum tekjum eða halla, svo
að bæði eigandinn og fyrit-
tækið sleppa furðu vel undan
gjöldum samfélagsins. Þessi
mál eru ein alvarlegasta méin.
semd íslenzks þjóðfélags.
Meðan þegnarnir bera ekki
virðingu fyrir skattakerfinu
af því að þeir sjá hróplegt
ranglæti þess allt trmhverfis
sig, reyna þeir sjálfir að stinga
einhverju undan, ef þeir eiga
þess kost Þegar mikilll hluti
þegnanna situr á svikráðum
vig lýðveldið er ekki von að
vel farL“
Ýmsar þær smugur fyrir
auðmenn og auðfyrirtæki sem
Alþýðublaðið. talar um voru
leiddar í lög með viðreisninni,
þar á meðal frádráttarreglur
sem naumast eiga sinn líka í
víðri veröld. Skyldi ekki mega
vænta þess að Benedikt Grön-
dal ritstjóri geti haft áhrif á
Benedikt Gröndal löggjafa og
tryggt að athafnir fylgi nú orö-
um? — Austri.
Þá mynda ég hlutafélag með
fjölskyldu minni að höfuðstóli
ein miljón. Til þess þarf 5
menn og 1/5 hlutafjárins skal
greiðast til hlutafélagsins, 40
þúsund á mann. Nú er hlutafé-
lagið skráð með pompi og pragt
og oftast tekið fram að hiiuta-
fé sé greitt. Annars skiptirþað
ekki svo miklu máli, því eftir
því er aldrei litið. Ég sem
miljóneri er traustvekjandi.
Svo er hægt síðar meir að
lækka þessar hlutafjárgreiðslur,
ef henta þykir.
Kannski er hægast að snúa
sér að útgerð. Það er keypt
nýtízku fiskiskip og ríkið legg-
ur fram 85% verðs. Hitt herja
ég út úr bönkum og sjóðum og
veiðarfæri og þesskonar hjá
heildsölum. Nú er þetta sjálf-
stofnaða framtak hafið, gangi
vel, gæti ég þess að leggjaekki
í sjóð, heldur færi til hluthaf-
anna alilt sem hægt er sam-
kvæmt bókfærslu. Utan á þessu
einu miljón hlutafjár get
ég svo hlaðið tugmiljónum.
Auðvitað verð ég að byrja að
tapa, því annað ef ekki heil-
brigt.
Ég, sjálfur forstjórinn, læt
ekki koma fram á.skýrslum að
ég auðgist, annars geta mínir
nánustu kannski eignazt villur,
bíla og annað smáglingur og
kynnt sér veröfldina i markaðs-
leit eða eitthvað þvi skyldu.
Það er margt sem búið þarf
við, eins og Sighvatur sagði
forðum. Á hlutafélagið hlaðast
óstöövandi útgjöld, tap ásjálf-
um rekstrinum, allskonar út-
gjöld fyrir utan kauphækkanir
til fólksins, sem allt ætlar að
gleypa. Það er ekkert spaug að
þurfa alltaf að standa í sigi-
ingum út um allan heim og
auk þess tapa á ferðalögum
innanlands, tap á því að hafa
á leigu laxár, auk risnukostn-
aðar allskonar.
Já, það er erfitt þetta líf.
Endirinn er oftast sá, að þetta
sporðrís og alþýðan tekur við
tapinu, en sem betur fer lifi
ég þetta af og aðrir hluthafar.
fætta er aðalgangurinn. Auð-
vitað þurfa hlutihafamir ékkert
að greiða, þeir bera enga á-
byrgð á neinu, nemaa ef þeir
hafa greitt einhverjar krórnur í
hlutafénu, sem þeir hafa fyrir
löngu náð eftir öðrum leiðuim
og öllu því sem hefur verið
kroppað af Wutafélagimiu. Hlut-
hafamir eru á grænni grein.
eignir þeirra eru óhultar og
reikningar þeirra teknir glldir
án athugunar.
Sannleikann í málinu getið
þið séð á því, að allir vilja
eignast skip og frystiíhús á
þennan hátt til að tapa á.
Það fyrsta sem ég gaf hluta-
félögum auga og þeirra dýrð,
var þegar skilin voru gerð miki
Alþýöuflokksins og Alþýðu-
sambandsins. Þá mynduðu
kratamir l'.lutafélag um eign-
irnar, Alþýðuhúsið, Iðnó og
Alþýðubrauðgerðina. Við. skilin
hlaut Alþýðuflokkurinn þessar
eignir til urnráða, en hið nýja
Alþýðusamband fékk að halda
skuldunum, þar á meðal sænska
láninu, sem gekk upp viðhverj-
ar gengisbreytingar, eins og
selshausinn á Fróðá.
Þessar mjólkurkýr hefur Al-
þýðuflokkurinn haft síðan og
eitthvað af hlutabréfum, en um
þau þurftu þau ekkert aðhugsa.
Ein stærsta stjama hlutafé-
laga er það, að sá sem á meiri-
hlutann í félaginu ræður öllu
og þarf ekkert við hina að tala.
Þannig er hægt að ráðska með
þessi félög eftir geðþótta meiri-
hlutans. Mér kæmi ekki á é-
vart, að reynt yrði að fá menn
inn ísvonefnd almenningshluta-
félög, en svo sætu hinir róð-
andi dólgar f hásæti, og það
má taka það fram, að almenn-
ingur kæmist þar ekki undan
að greiða inn hlutaféð.
Hér á undan hefur verið
drepið á frekar stærri hlutafé-
lög, en þar með er ekki sagan
öll. Þessum lúsoddum mætti
skipta í tvo flokka, höfuðlýs,
og skriðlýs, sem eru eins og
mý á mykjuskán.
Ég vil hér til fróðleiks gera
ofurlitla grein fyrir þessum
smærri hlutafélögum, eins og
ég hefi kynnzt þeim í starfi
mínu á bæjarskrifstofunum í
Kópavogi.
Hér sprettat þessi hlutaféllög
•eins og gorkúlur og fjölgarmeð
hverju ári. Við fáum aðeins
nafnið h/f frá skattinum, en
hvorki heimilisföng né hlut-
hafanöín.
Það eru lögð á þessi félög
aðstöðugjöld allt niður í 3—4
hundruð krónur, en svo byrjar
ballið að hafa uppi á eigend-
um.
Fyrst er leitað til bæjar-
fógeta, en þar er nú ekki allt
skráð. Þessir Wutlhafar eru
bæði úr Reykjavík og annars
staðar, sumir finnast ekki. Þeg-
ar á að fara að krefja inn
gjöldin, eru sum þessara fé-
laga gufuð upp, annarsstaðar
finnst enginn ábyrgur, eða
þá hann er eignalaus.
Sumir klaga í allar nefndir
þar að lútandi og bá kemur
fram að félagið hefur ekki ver-
ið starfrækt, eða tapað svo að
það er ekki fært um að greiða
gjöldin. Bréfin ganga á mjlli
eins og skæðadrífa, viðtöl við
ráðamenn bæjarins og néttúr-
lega skattstjóra.
Eftir alla þessa óhemjuvinnu
endar ævintýrið á þann hátt
að víða fæst ekkert greitt. Æv-
intýrið er samt ekki 'búið, fyr-
irtækið lafir á skrá og, sagan
endurtekur sig nœsta ár.
Allt sem tapast ér lagt á
okkur, sem borgum, í einhverri
mynd, því að bæir og ríki verða
að hafa sitt.
Til gamans skall hér drepið
á ferð sem ég fór í að leita að
fyrirtæki í Kópavogi. Á það
voru lagðar 36 þúsund kr., en
þar höfðu engar heimildir
fundizt og ekki sími. Samt
hafði ég hugmynd um húsið og
lagði land undir fót.
Þpgar að húsinu kom, sá ég
að það var allt í fbúð, en við
það var stór bílskúr. Þar ,var
lokað, en ég ber að dyrum og
ekki af neinni auðmýkt, eng-
inn anzar. En minnugur þess
sem Móses sagði, að maður
þyrfti að slá oftar en einu sinni
á helluna til að fá af henni
rennandi vatn. barði ég aftur
og þá með fætinum.
Ég heyrði að loka er dregin
frá og hef fótinn til taks við
dyrastafinn. Það opnast rifa >g
ég mjaka mér inn án spurnar.
Þama er kvenmaður að sópa
gólfið og karimaður stendurvið
borð. Þetta er eigandi hússins,
sem sver og sárt við leggur að
hann eigi hér enga aðild að.
Ég spyr um eigendur, en hann
vissi fátt, þó gaf hann mér
nafn og síma á manni, sem
átti eittihvað að vita. Annað
nafn rjálaði hann við, en sá
maður kvað ekki hafa fyrir
veigum ríkisins.
Ég litaðist um, hvort ekkert
sé hér bitastætt, en hér má
1 segja að allt sé autt og tómt
og einhver andi annar en sá
er nefndur er f hinni helgu
bók sveimar hér yfir. Á litlu
borði standa tvær flöskur meJ
slatta í, á annarri stendurspir-
itus denarium, en í hinni er
eittlhvað blátieitt. í einu horn-
inu eru nokkrir plastpokar
með brjóstsykri, sem sagt er
að hafi verið skilað aftur og
ekki vogandi að setja f ösku-
tunnur, vegna bamanna, því
hann geti verið eitraður.
Ég kveð svo með virktum og
gef skýrslu á skrifistofunni og
sjálfsagt fer bæði vinna og
peningar f súginn enn á ný.
Þetta er bara augnaWliks-
mynd af atvinnuvegum þjóðar-
innar. Áður urðu menn að lifa
og deyja með atvinnurekstrin-
um, en nú bara lifa menn.
Allt er rekið með ríkisábyrgð,
en þeir sem teljast fyrir bera
enga ábyrgð á neinu, koma
Framhald á 7• síðu.
í>-
Bókin fyrir
bifreiðaeigendur
Samvinnufryggingar hafa lagl megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjón-
ustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsingastarísemi.
f samræmí við það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út árlega um nokkurt
skeið. f hana er hægt að skrá allan rekstrarkostnað bifreiðar i heilt ár. Auk þess eru
i bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra.
Bókin mun verða send, endurgjaldslaust,! pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem
þess óska.
Látið þvi Aðalskrifstofuno í
Reykjavik eða næsta umboðsmann
vita, ef þér óskið, að bókin verði
send yður.
ÁRMÚLA 3, SÍMI 3850l
BH 11 ■ pifilijiiiíii íiijíij £fiH; ■y>; K.mtmmm gÍiÍRÍÍIfíl
tMffifn TTT Trrrn
SAMVITVrVUTRYGGirVGAR